Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 28

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Norðmenn ræða nú tillög-ur sérskipaðrar nefndarum eftirlaunamál semvill gera róttækar breyt- ingar á tryggingakerfinu, lengja á starfsævina og refsa þeim sem vilja hætta fyrr en aðrir með því að lækka við þá lífeyrinn. Segir félags- málaráðherra Noregs, Ingjerd Schou, að umskiptin verði þau um- fangsmestu sem gerð hafi verið síð- an 1967 er tekinn var upp opinber grunnlífeyrir fyrir alla landsmenn. En flestir virðast sammála um að óhjákvæmilegt sé að breyta til. Sumir vilja samræma eftirlauna- reglur fyrir alla launþega, hjá rík- inu jafnt sem einkafyrirtækjum, en ekki náðist samkomulag um hug- myndina að þessu sinni. Schou bendir á að nú sé meðal- aldur Norðmanna sem fari á eftir- laun eða fulla örorku 58 og hálft ár, sem er átta og hálfu ári lægri aldur en gengið er út frá í lögunum um grunnlífeyri. Lífaldur hækkar einn- ig stöðugt, þjóðin er að verða eldri sem merkir að æ færri verða í starfi og einhverjir þurfi að halda kerfinu uppi. Einnig eru öryrkjar orðnir hlutfallslega mun fleiri en áður og því margir sem hætta að vinna fyrir aldur fram. Fólk er líka í námi langt fram á fullorðinsárin sem styttir enn meðalstarfsaldur þjóðarinnar. Útgjöld norska ríkisins til eftir- launa- og örorkumála svara nú til um 6% þjóðarframleiðslunnar en verði ekki breyting á mun hlutfallið verða um 18% árið 2050. Gangi til- lögurnar eftir munu útgjöld ríkisins til eftirlauna verða um 20% minni árið 2050 en þau verða ef ekkert verður hróflað við kerfinu. Fjármálaráðherrann Per-Krist- ian Foss bendir hins vegar á að um- bæturnar muni aðeins duga til að minnka um helming útgjaldabyrð- ina sem allt bendi til að hlaðist upp í eftirlaunakerfinu næstu áratugina verði ekki gripið í taumana. Tímasprengja aftengd? Svipuð þróun hefur orðið í mörg- um löndum Vestur-Evrópu og hafa svartsýnismenn líkt vandanum vegna aukins álags á eftirlaunakerf- in við tímasprengju. Sumir furða sig á því að Norðmenn, með allar auð- lindirnar, skuli ekki standa svo vel að þeir geti hunsað vandann. En einhvern tíma klárast olían og gasið og ekki er hægt að ýta vandanum endalaust á undan sér, láta komandi kynslóðir um að leysa málið. Láns- hæfifyrirtækið Moody’s í Banda- ríkjunum tekur undir með ráða- mönnum í Ósló og segir að brýnt sé að gera umbætur á eftirlaunakerf- inu vegna hækkandi hlutfalls aldr- aðra á næstu árum. Ónotað vinnuafl virkjað „Skipuleggja þarf atvinnulífið þannig að fleira aldrað fólk sem vill og getur unnið fái að halda áfram að vera launþegar,“ segir á heimasíðu eftirlaunanefndarinnar. „Aldraðir eru mikil auðlind fyrir samfélagið og það mun á komandi árum verða mikilvægt að virkja ónotað vinnuafl í röðum aldraðra. Sama á við um at- vinnulausa, hreyfihamlaða og fólk sem á við ýmiss konar heilsuvanda að stríða. Margir sem eru í hluta- starfi vilja einnig auka vinnufram- lag sitt, vinna fullt starf, aðrir vilja hins vegar minnka við sig vinnu í áföngum. Grunnlífeyririnn er und- irstaðan að öllu lífeyriskerfinu í Noregi. Það á hann að vera áfram.“ Einnig segir á heimasíðunni að tryggja beri að fjárh grundvöllur opinbera ker traustur og þess vegna m kveða á í lögum um rétt ekki sé til lengdar hægt a öllum borgurunum. „Velfe ið byggist á samhjálp hópa slóða þar sem við aðstoðu annað á ólíkum tímapunkt Mikil fjölgun aldraðra á n um mun valda þrýstingi Fjármögnun eftirlauna og til heilsugæslu og umönnu aldraða munu taka til sín hluta af verðmætasköpun innar. Nauðsynlegt verður ráðstafanir til að ekki verð ur milli kynslóðanna um gæðanna og framlagsins vægra samfélagsmála.“ Hugmyndirnar um up eftirlaunakerfisins hafa umfjöllunar í nefndinni síð Tillögurnar voru lagðar janúar sl. og er þar lögð áh eftirlaunareglur verði eftir samræmdar fyrir alla laun ljóst að margir opinberi menn eru ósáttir við það en þeir betri lífeyrisréttinda aðrir launþegar. Helstu at lögum meirihluta nefn sem skipuð var fulltrúum málaflokkanna, eru þessi:  Eftirlaun skulu taka tekjum sem fólk hefur h starfsævinni en ekki miðað við 20 tekjuhæstu og nú. Greiðslur til ef þega skulu vera í samh það sem þeir hafa lagt kerfisins og greiðslurna samræmi við launaþróun Fleiri aldraðar h á plóginn í No Norðmenn vilja virkja krafta aldraðra á vinnumarkaði til að fleir Þrátt fyrir olíuauðinn ræða Norðmenn nú hugmyndir um að lækka verulega greiðslur úr opinbera eftirlaunakerf- inu til að mæta út- gjaldavanda sem ella getur kollsiglt kerfinu eftir nokkra áratugi. Kristján Jónsson kynnti sér umræður í Noregi. Sigbjørn Johnsen, fylkisstjóri í Heið-mörk í Noregi, er formaður nefndarsem lagði í janúar fram tillögur að al- gerri uppstokkun norska lífeyriskerfisins. Johnsen er jafnaðarmaður og var á sínum tíma fjármálaráðherra í stjórn Gro Harlem Brundtland. Hann var spurður um harða gagnrýni fulltrúa norska Alþýðusambands- ins (LO) en sambandið segir að hugmyndirn- ar muni koma illa niður á þeim sem minnst mega sín. „Ég held að þessum fyrstu viðbrögðum sé einkum ætlað að höfða til almennings svo að þetta kemur mér í rauninni ekki á óvart,“ sagði Johnsen. „Öllum er ljóst að nú hefst mikil pólitísk umræða um málið. Mér finnst hins vegar að nú að undanförnu hafi fólk ekki notað jafn stór orð, hins vegar er mikið deilt um ýmislegt í sambandi við svonefnt AFP-aukalífeyriskerfi vinnumarkaðarins sem var tekið upp 1988. Þau mál eru erfið og koma til að skipta sköpum en tillögur okkur myndu hafa í för með sér skertar AFP- greiðslur fyrir marga.“ – Þið segið að kerfið gangi ekki upp til langframa án breytinga. Verður fólk í auknum mæli að gera samninga við einka- fyrirtæki um lífeyris- sparnað til að bæta sér upp lægri greiðslur frá ríkinu? „Grundvallarhugsunin hjá okkur er að við verðum að jafnaði að vinna lengur en við gerum nú, fara ekki jafn snemma á eftirlaun og núna gerist. Við setjum einnig fram tillögur um að lækka lífeyrisgreiðslur, vöxturinn í útgjöldunum verður amk. minni en ella. Við viljum að fólk fái betri tækifæri til að gera eigin líf- eyrissamninga við einkafyr- irtæki en okkar hlutverk er samt fyrst og fremst að lagfæra opinbera kerfið.“ – Markmiðið er að samræma réttindin í opinbera lífeyriskerfinu. En er stefnt að því að jafna kjörin og allir fái sömu fjárhæð? „Eini flokkurinn sem leggur til að allir fá við hor hæstar þeim þ sömu r Þess inda en Sömu reglur um ráðher Sigbjørn Johnsen, fylkis Heiðmörk og formaður norskrar eftirlaunanefn REGLUR UM DVALARLEYFI Eitt af skilyrðunum fyrirveitingu íslensks ríkis-borgararéttar er sam- kvæmt lögum, sem sett voru 1952, að umsækjandi „geti fram- fleytt sér hérlendis með hliðsjón af þeim upplýsingum sem koma fram í umsókn og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi síðastliðin tvö ár“. Í reglugerð með lögum um útlendinga, sem hafa verið í stöðugri endurskoð- un undanfarin ár, er það skilyrði sett fyrir útgáfu dvalarleyfis „að umsækjandi hafi stundað atvinnu að staðaldri á dvalarleyfistíman- um og að hann hafi ekki notið fjárhagsaðstoðar samkvæmt lög- um um félagsþjónustu sveitarfé- laganna“. Eins og fram kom í grein eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur í Morgunblaðinu á sunnudag hefur þessi reglugerð verið túlkuð þannig í Alþjóðahúsi og Fé- lagsþjónustunni að „með því að þiggja fjárhagsaðstoð frá Fé- lagsþjónustu sveitarfélaga væru útlendingar að fyrirgera rétti sínum til endurnýjunar dvalar- og búsetuleyfis“, svo vitnað sé til orða Láru V. Björnsdóttur, fé- lagsmálastjóra Reykjavíkurborg- ar. Augljóst er að lögunum og reglugerðarákvæðunum er ætlað að tryggja það að útlendingar komi ekki hingað til þess að framfleyta sér á kostnað hins fé- lagslega kerfis og eðlilegt að svo sé, því annars væri verið að bjóða misnotkun kerfisins heim. Það hlýtur hins vegar að vera álita- mál hvernig staðið er að því vegna þess að reglugerðar- ákvæðið má skilja á þann veg að það nái einnig til þeirra, sem þurfa tímabundna aðstoð, til dæmis vegna vinnuslyss eða ann- arra aðstæðna. En þótt Fé- lagsþjónustan telji að svo beri að túlka reglurnar um fjárhagsað- stoð, er annað viðhorf við lýði í Útlendingastofnun, sem sér um dvalarleyfismál. Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Útlendingastofn- unar, segir að hafi „umsækjandi aðeins þegið tímabundna fjár- hagsaðstoð, [sé] í vinnu og [upp- fylli] að öðru leyti skilyrði lag- anna [þyki] þó ríkar sanngirnis- ástæður mæla með jákvæðri afgreiðslu“. Það skýtur skökku við að þess- ar stofnanir skuli túlka réttindi útlendinga með ólíkum hætti og vekur spurningar um það hvers vegna ekki er þannig gengið frá reglugerðinni að ekki leiki vafi á því hvað í henni felist. Lykilatriði í þessu máli er hin óljósa staða útlendingsins, sem hyggst framlengja dvalarleyfi sitt á Íslandi. Georg Kr. Lárus- son segir að hjá Útlendingastofn- un ríki sjónarmið sanngirni og það er vel. En það er óþolandi að þannig sé búið um hnútana að einstaklingur, sem þarf að leita á náðir Félagsþjónustunnar, verði síðan að treysta á sanngirni þeg- ar kemur að endurnýjun dvalar- leyfis. Að sjálfsögðu á sanngirni að ríkja í kerfinu, en sú sanngirni á að felast í sanngjörnum reglum, en ekki að einstakling- arnir séu upp á sanngjarna túlk- un reglnanna komnir. LÖGGJÖF Í SVÍÞJÓÐ Ríkisstjórn jafnaðarmanna íSvíþjóð vinnur nú að und- irbúningi löggjafar, sem snerta mun stjórnunarhætti í fyrirtækj- um í Svíþjóð. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að slík lög- gjöf væri í undirbúningi. Fyrirhugað er að binda í lög ákvæði um, að hluthafafundir verði að samþykkja launakjör æðstu stjórnenda og jafnframt verða ákvæði í lögunum, sem snúa að hlutverki endurskoðenda við að fylgjast með þeim kjörum. Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til við sænska þingið að lög verði sett fremur en að ganga út frá því að viðskipta- lífið sjálft taki á þeim vanda, sem upp kom þar í landi vegna Skandia-málsins. Talið er að vandlega verði fylgzt með þessari lagasetningu í öðrum Evrópu- löndum, þar sem svipuð vanda- mál eru að koma upp, svo sem í Sviss en þar er nýjasta viðskipta- hneykslið í Evrópu að koma upp í fyrirtæki sem nefnist Adecco. Einn af ráðherrunum í sænsku ríkisstjórninni hefur lýst þeirri skoðun í samtali við brezka blað- ið Financial Times, að forystu- menn í sænsku viðskiptalífi virð- ist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins. Þess vegna hafi sænska ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að lagasetning sé eina leiðin. Það er ástæða til fyrir forystu- menn í viðskiptalífi hér, svo og stjórnvöld, að fylgjast með þess- ari lagasmíð í Svíþjóð. Þau vandamál, sem þar hafa komið upp eru efnislega áþekk þeim vanda, sem við erum að byrja að kynnast hér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.