Morgunblaðið - 21.01.2004, Page 53

Morgunblaðið - 21.01.2004, Page 53
aðinn. Þeir voru og dæmdir í fang- elsi eftir að hafa gengist við sök. Mystikal fékk tilnefningu til Grammyverðlauna fyrir síðustu plötu sína, Tarantula (2001) …Upp- tökustjórinn Danger Mouse vinnur nú að Gráu plötunni. Hana vinnur hann með því að nota allar radd- irnar af Svörtu plötunni hans Jay-Z sem út kom fyrir stuttu og setja þær yfir tónlist af Hvítu plötu Bítl- anna. Platan kemur út í mars. Frek- ari upplýsingar eru á www.djdan- germouse.com …Stórfyrirtækið Coca Cola setti í loftið tónlistarsíðu á mánudaginn (www.mycokemu- sic.com). Allt gekk hins vegar á aft- urfótunum á opnunardaginn og vef- síðan var mestan part lokuð. Síðan er sögð fyrsta löglega tónlistar- niðurhalssíðan og segja sérfræð- ingar að Coca Cola ætli að græða á nettónlistarsölu sem hefur verið af- ar farsæl í höndum iTunes. Á síð- …Útvarpsstöðin BBC 3 lék á dög- unum verk nútímatónskáldsins John Cage, 4’33", sem er alger þögn í fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur. Það var sinfón- íuhljómsveit breska ríkisútvarpsins sem lék og fór flutningurinn fram í Barbicanhöllinni. Útvarpið sendi út verkið í heild sinni og þurfti að slökkva á neyð- arkerfi sínu sem fer í gang þegar það er alger þögn í útsendingu. Flutningurinn var vegna sérstakrar helgar, tileinkaðri Cage, sem fram fór síðustu helgi. Verkið samdi hann árið 1952. Þegar það var frumflutt varð allt brjálað í tónleikasalnum og fólk varð öskureitt. En í þetta sinnið var hins vegar mikið um klapp og fagnaðarlæti …Rapparinn Mystikal hefur verið dæmdur í fangelsi. Sökin er nauðgun og verð- ur hann í sex ár á bak við lás og slá. Voðaverkið átti sér stað í íbúð Mystikal í júlí 2002 og naut hann aðstoðar tveggja lífvarða við verkn- unni verða 250.000 lög, hægt verður að kaupa stök lög á u.þ.b. 100 krón- ur íslenskar og plötur frá krónum 700. Aðstandendur síðunnar segja enn fremur að hægt verði að nálg- ast lög með ákveðnum listamönnum vikum áður en þau koma í búðir. Einnig verður hægt að hlusta á lög í gegnum síðuna gegn gjaldi. Síðan var enn lokuð þegar þetta blað fór í prentun …Ólöglegt niðurhal er í vexti í Bandaríkjunum á nýjan leik. Tölur þessa efnis fóru upp á síðustu sex mánuðum og segja innanbúð- armenn í útgáfubransanum vestra að þetta sé líklega vegna þess að á síðari hluta ársins koma út margar vinsælar plötur. Könnun frá því í maí sýndi að um tuttugu milljón manns hala reglulega niður lögum. R.I.A.A. sem eru hagsmunasamtök útgefenda í Bandaríkjunum hafa til þessa kært 380 manns vegna þessa og hafa sumir hverjir þurft að borga þúsundir dala til að komast hjá réttarhöldum. Fulltrúi frá R.I.A.A. segist þó fullviss um að hlutirnir séu nú í réttri þróun. Löglegt niðurhal sé að aukast og fólk sé farið að gera sér grein fyrir því að ólöglegt niðurhal sé þjófnaður. R.I.A.A. er nú með fleiri kærur í undirbún- ingi … POPPkorn MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 53 KRINGLAN Sýnd kl. 6. Enskt. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal KRINGLAN Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 10. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill GH. Kvikmyndir.com HJ.MBL Kvikmyndir.is AKUREYRI Sýnd kl. 10. Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI kl. 3.50. Ísl. tal.  VG DV Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Hennar draumar. Hennar skilmálar. Frábær mynd og frábær tónlist enda kom myndin skemmtilega á óvart í Bandaríkjunum. KRINGLAN kl. 6. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 11. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. 15.000 MANNS Á TVEIMUR VIKUM! Næstbesta opnun íslenskrar kvikmyndar frá upphafi! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 8. ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl. tal. kl. 6. Enskt. tal. HJ. MBL  ÓHT. Rás2 KELIS er aðeins 24 ára gömul en er nú þegar búin að gefa út þrjár breiðskífur, Kaleidoscope (1999), Wanderland (2001) og Tasty, sem kom út í lok síðasta árs. Fyrsta lagið sem vakti athygli á henni var „Caught Out There“ þar sem hún öskraði hatursorð í kvenna- fansi og lumbraði á ótryggum kærasta sínum. Kaleidoscope gekk ekki vel í samlanda hennar en varð vinsæl í Evrópu og nutu lög eins og „Good Stuff“ og „Get Along With You“ vinsælda auk fyrrnefnds smells. Önnur platan gekk ekki eins vel en nú virðist sem Kelis sé komin tvíefld til baka með Tasty. Fyrsta smáskífan af plötunni, „Milkshake“, rataði inn á nokkra topp tíu lista yfir lög ársins 2003 enda um skemmtilegt lag að ræða. Líka lagahöfundur Á nýju plötunni vinnur hún með m.a. Neptunes, Andre 3000 úr OutKast og Raphael Sadiq. Á fyrstu tveimur plötunum vann hún hins vegar eingöngu með Neptúnunum Pharrell Williams og Chad Hugo, sem hún hefur þekkt síðan á táningsaldri. Þeir eru núna heimsfrægir upptökustjórar en þegar Kaleidoscope kom út var þessi hljómur mjög ferskur. Þeir eru með fimm lög á Tasty, m.a. hið smellna „Milkshake“. Kelis er ekki bara söngkona því hún semur líka fimm lög á plötunni og er jafnframt meðupptökustjóri. Kelis Rogers fæddist í Harlem í New York og er nafn hennar sett saman úr nöfnum for- eldra hennar, Eveliss og Kenneth. Mamma hennar er fatahönnuður en pabbi hennar djasstónlistarmaður og prestur. Hann lést tveimur dögum áður en Kelis skrifaði undir samning við Virgin árið 1998. Sem barn ástundaði Kelis tónlist og söng í kirkjukór, Stúlknakór Harlem, spilaði á fiðlu, píanó og saxófón auk þess að stunda nám við virtan einkaskóla á Manhattan. Lærði við Fame-skólann Hún gerði uppreisn eins og margir aðrir táningar og rakaði af sér allt hárið og þegar það óx aftur hóf hún að lita það í marg- víslegum litum. Sextán ára hóf hún nám í leiklist við hinn þekkta skóla La Guardia School for the Arts, sem varð frægur í myndinni og sjónvarps- þáttunum Fame. Hún flutti fjótlega að heiman og þurfti að sjá fyrir sér. Á með- an hún var í skólanum stofnaði hún r&b-tríóið BLU (Black Lad- ies Unite), sem vakti athygli fólks í tónlistarheiminum. Í kjölfarið fór hún t.d. að syngja sem bak- raddasöngkona fyrir hliðarverk- efni RZA, Gravediggaz. Eftir að hún útskrifaðist úr La Guardia kynntist hún Neptunes, fékk plötusamning og eftirleikurinn er þekktur. Til viðbótar má minnast á skemmtilegan söng Kelis í lagi vandræðagemsans Ol’ Dirty Bast- ard, „Got Your Money“ en hún hefur unnið með ýmsum lista- mönnum, t.d. Timo Maas og Rich- ard X. Tasty hefur víða hlotið góða dóma, t.d. fjóra og hálfa stjörnu af fimm á All Music Guide. Kelis gengur líka ágætlega í einkalíf- inu en unnusti hennar er rapp- arinn Nas. Í byrjun mars heldur hún síðan í tónleikaferðalag þar sem hún hitar upp fyrir Britney Spears. Alls er um 25 tónleika að ræða en ferðalagið hefst 2. mars í San Diego og lýkur 12. apríl í New York. Lagið „Milkshake“ er núna í öðru sæti á breska vinsældalistanum og Tasty í 21. sæti og er þetta besti árangur Kelis hingað til í Bretlandi. Kelis sendir frá sér plötuna Tasty Tónlist sem bragð er að ingarun@mbl.is Platan Tasty með Kelis er komin út. Kelis beitir ýmsum brögðum til að ná eyrum og augum almennings. Hvað ertu að hlusta á um þessar mund- ir? Það er plöturnar Shine með Daniel Lanois hinum kan- adíska upp- tökustjóra U2 og fleiri og O með Damien Rice hinum írska. Er svona á rólegum og einlægum nótum þessa dagana eftir að hafa verið á frekar epískum slóðum síð- ustu misseri. Uppáhaldsplata allra tíma? Þetta er auð- vitað gjörsamlega vonlaus spurning fyrir ofvirkan gítareiganda og svarið breytist oft og iðulega. En til að segja eitthvað þá held ég að Joshua Tree með U2 sé sú plata sem ég hlusta á hvað reglulegast. Fyrir utan að vera einn af hápunktum þeirra sveitar eldist platan mjög vel. Hvaða plötu setur þú á á laugardags- kvöldi? Eitthvað með Stones. Eftir það er ég tilbú- inn að stíga á stokk með Sálinni og gera allt vitlaust. Hvaða plötu setur þú á á sunnudags- morgni? Yfirleitt sofandi á þeim tíma þannig að það hefur ekki reynt á það. En eitthvað klassíst eða músík úr kvikmynd myndi ekki hljóma illa, eins og tónlistin úr Mis- sion eða Gladiator. Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? Fyrsta platan sem ég keypti var platan „Í sól og sumaryl“ með hljómsveit Ingimars Eydal, sem var það heitasta það sumarið er ég var 10 eða 11 ára. Skömmu seinna ánetjaðist ég bresku sveitinni Slade og varð ekki samur eftir það. Það er nú ekki mikil menningarpólitísk rétthugsun í þessu vali, hefði getað sagt Bowie eða Bítlarnir, en ég er löngu hættur að þykjast. Þetta vil ég heyra Guðmundur Jónsson, gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.