Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Adolf F. Wendelfæddist í bænum Dömitz í Meklen- burg í Þýskalandi hinn 29. febrúar 1920. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Luise Emma Rickert hjúkrunar- kona, f. 12. apríl 1891 í Schwerin Mecklenburg, d. 24. mars 1980, og Har- aldur Wendel hús- gagnasmíðameistari, f. 26. desem- ber 1890 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 11. nóvember 1979. Adolf flutt- ist á öðru ári til Íslands með for- eldrum sínum og settust þau að í Reykjavík. Hann var elstur fjög- urra systkina. Hin eru: Ragna El- ísabet, f. 29. janúar 1923, d. 8. mars 1961, þeirra börn Gerður Björk, Matthildur og Andrea. 3) María Björk, f. 20. febrúar 1956, gift Helga S. Þorsteinssyni, f. 3. febrúar 1956, þeirra börn Friðrik Arnar og Christian Thor. 4) Jón Sverris, f. 3. júní 1959, kvæntur Jóhönnu Eiríksdóttur, f. 23. jan- úar 1959, þeirra börn Adolf og Frosti, dóttir Jóhönnu er Vaka Ágústsdóttir. Með fyrri eiginkonu sinni Önnu Brynju Richardsdóttur eignaðist Jón börnin Richard og Erlu Maríu. Adolf dvaldi í Minnesota í Bandaríkjunum á árunum 1951 og 1952 á vegum American-Scand- inavian Foundation þar sem hann sótti námskeið í húsgagna- og inn- anhúss-hönnun, auk þess að vinna við iðn sína. Fljótlega eftir heim- komuna fór hann að vinna sem byggingareftirlitsmaður á Kefla- víkurflugvelli og var einn af stofn- endum Sameinaðra verktaka hf. Árið 1957 stofnaði hann heild- verslunina A. Wendel hf. þar sem hann starfaði til dauðadags. Útför Adolfs fer fram frá Kristskirkju Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. apríl 1991; Svanhild María, f. 18. nóvem- ber 1927; og Kristján, f. 22. janúar 1930. Adolf gekk í Landa- kotsskóla og síðan í Iðnskólann í Reykja- vík þar sem hann lærði húsgagnasmíði. Hann vann síðan á verkstæði föður síns sem var til húsa í Að- alstræti 16. Hinn 22. janúar 1948 gekk hann að eiga Matthildi Jóns- dóttur, f. 6 október 1921, d. 20. febrúar 2002. Börn Matthildar og Adolfs eru: 1) Sól- veig Luise, f. 7. september 1949, gift Michael Sharrett, f. 2. júlí 1949, þeirra börn eru Justin Magnús og Natalie Marie. 2) Har- aldur Friðrik, f. 11. september 1953, kvæntur Ástu Richter, f. 27. Tengdafaðir minn, Adolf F. Wendel, er látinn. Hann var á 84. aldursári. Dolli, eins og hann var alltaf kallaður, var mjög hress og vel á sig kominn þrátt fyrir þennan aldur. Reyndar var hann einungis rúmlega tvítugur, ef fjöldi afmæl- isdaga er talinn. Dolli var nefnilega fæddur 29. febrúar á hlaupári, og átti þar með einungis afmælisdag fjórða hvert ár. Við fjölskyldan göntuðumst með þetta árlega á hverju afmæli hans, og hafði hann gaman af. Móðir Dolla var þýsk og það mál því mikið talað á heimilinu er hann ólst upp. Þegar hann gekk í Landa- kotsskóla fór hluti kennslunnar fram á dönsku og talaði hann ótrú- lega góða dönsku af Íslendingi að vera. Dolli byggði steinhúsið Sörlaskjól 26 ásamt föður sínum, af miklum dugnaði árið 1947, á þeim tímum þegar mikill skortur var á bygging- arefni svo sem timbri, þakjárni og saum, vegna hafta og gjaldeyris- skömmtunar. Það var ekki bara far- ið í næstu byggingarvöruverslun og keypt í reikning í þá daga eins og nú þykir sjálfsagt. Í Skjólunum bjó svo stórfjölskyldan, systkini hans, þeirra makar og börn a.m.k. þar til þau höfðu komið sér upp sínu eigin húsnæði. Síðan hélt Dolli til Minnesota í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu, en þeim Möttu hafði fæðst dóttirin Sólveig. Þar dvöldu þau í tvö ár og fékk hann „diploma“ og mikla starfsreynslu í sínu fagi. Eftir heimkomu opnuðu þeir feðgar Dolli og Harald húsgagna- og trésmíðaverkstæði í kjallaranum í Skjólunum. „Enginn má koma ná- lægt kjallaranum meðan verið er að líma eða lakka,“ voru óskrifuð lög í húsinu á þeim árum og íbúarnir læddust um á tánum a.m.k. þar til lakkið var þornað. Fyrirtækið A. Wendel heildversl- un stofnaði Dolli 1957 og var það fyrst rekið í kjallaranum í Skjól- unum og umsvifin jukust jafnt og þétt. Ég held að óvenjumikil mála- kunnátta, eiginleikinn að geta talað við alla og heiðarleiki hafi gert það að verkum að menn treystu Dolla vel, hvort sem um var að ræða við- skiptavini á Íslandi eða fyrirtæki er- lendis sem hann var í viðskiptum við. Hjá A. Wendel var aldrei lokað og ef viðskiptavinur hringdi eða kom, þó það væri í miðri sunnudags- steikinni, var rokið til og pantaðir varahlutir fyrir bilaða vél, annars var verkið stopp. Fyrir um tíu árum var fyrirtækið flutt upp í Sóltún og fyrirtækjasíminn með og minnkaði áreitið talsvert á heimilinu við það. Nokkrum árum síðar fluttu hjónin á Kirkjubraut 10 á Seltjarnarnesi og voru alsæl í nýju og fallegu parhúsi, enda húsið í Skjólunum orðið allt of stórt fyrir þau tvö. Ég var svo lánsamur að eignast þau sæmdarhjónin Möttu og Dolla sem tengdaforeldra fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Þau eru mesta sómafólk sem ég hef kynnst, og fjöl- skyldan afar samheldin. Matta var heilsuveil síðustu árin og lést fyrir tæpum tveimur árum. Þau voru ekki aðeins samrýnd hjón heldur einnig bestu vinir. Matta var akkerisfestin í lífi Dolla. Hún var trúnaðarvinur barna og barnabarna og gaf þeim ómælda at- hygli og tíma enda leituðu þau mikið til hennar. Dolli saknaði Möttu mikið en bar sig vel og hélt áfram að lifa lífinu. Hann stundaði Vesturbæjarlaugina á morgnana þar sem hann hitti sundfélagana, sem voru honum mjög mikilvægur félagsskapur. Það- an fór hann inn í Sóltún þar sem tók við vinnudagur í fyrirtækinu fram á kvöld. Á sunnudögum sótti hann alltaf messu í Landakotskirkju og fór í kirkjukaffi á eftir. Dolli hafði pantað sér ferð til Kanaríeyja í febrúar og var farinn að hlakka til að hitta vinafólk þeirra hjóna er þar dvelur. Ekki varð af þeirri ferð, en hann fór í annað og merkilegra ferðalag í staðinn. Ég get ímyndað mér að Möttu hafi verið farið að leiðast bið- in á himnum og að tími væri kominn til að sækja hann Dolla sinn. Blessuð sé minning þín, heiðurs- mannsins Adolf F. Wendel. Hvíl í Guðs friði. Helgi S. Þorsteinsson. Vinsældir Adolfs F. Wendel náðu langt út fyrir landsteinana. Hann átti fjölda vina í Bretlandi og Evr- ópu, svo ekki sé minnst á Banda- ríkjamennina sem áttu kost á að starfa með honum, þar sem hann var við nám og störf. Hann var smiður í mörgum lönd- um og það eru ekki ófá parkettgólf- in og önnur handverk sem eftir hann liggja hjá okkur Sólveigu í London. Fyrir okkur sem þekktum hann náið, minnumst við manns, sem naut tilverunnar og nýtti öll tækifæri sem Guð gaf, bæði í leik og starfi. Heiðarleiki, gjafmildi, sanngirni og hlýja voru aðalsmerki þessa heið- ursmanns. Ég á eftir að sakna návistar hans og visku um ókomna tíð. Þinn tengdasonur Michael Sharrett. Kæri afi Dolli, ekki átti ég von á því þegar ég átti að skrifa ritgerð í skólanum í haust um einhvern sem mér þætti vænt um, og ég skrifaði um þig, að ég myndi senda hana í Morgunblaðið nokkrum mánuðum seinna sem minningagrein: „Adolf Friederich Wilhelm Olaf Reinhard Wendel, eins og afi hét fullu nafni, fæddist í Þýskalandi árið 1920 í litlum bæ sem heitir Dömitz. Harald Wendel, pabbi Adolfs, kom til Þýskalands árið 1918 til að læra húsgagnasmíði og giftist þýskri hjúkrunarkonu, Luise Rickert. Þau eignuðust afa Dolla og fluttu til Ís- lands einu ári seinna. Hann gekk í Landakotsskóla og fór síðan í Iðnskólann í Reykjavík 14 ára gamall til að læra húsgagna- smíði en hann var yngsti nemandinn í skólanum. Hann fékk frí í dönsku- tímum því mörg fög voru kennd á dönsku í Landakoti á þeim tíma og var litið svo á að hann kynni dönsku. Afi átti líka marga danska leik- félaga. Hann talar raunar mjög góða dönsku enn í dag. Hann langaði mikið til að verða arkitekt en það voru ekki til pen- ingar til að kosta hann í það nám. Hann hefði áreiðanlega orðið góður arkitekt, því hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og er mjög flinkur að teikna. Eftir námið í Iðnskólanum fór hann að vinna við smíðar á verk- stæði pabba síns. Seinna var hann svo í Ameríku í tvö ár við nám og störf í hönnun og húsgagnasmíði. Afi hafði sem ungur maður mik- inn áhuga á útivist, hann var mikið á skíðum, í fjallgöngum og skútusigl- ingum og smíðaði hann skútu ásamt nokkrum félögum sínum. Það er ekki hægt að segja að afi sé gamall karl, hann er flottur karl með mikið hvítt hár og alskegg. Hann fer í vinnuna á hverjum morgni eftir sundsprett í Sundlaug Vesturbæjar en hann vinnur í fyr- irtækinu sínu A.Wendel hf. sem sér um innflutning á allskonar vinnu- vélum og tækjum. Afi Dolli er ekki bara afi minn heldur einn af mínum bestu vinum þó svo að hann sé orðinn 83 ára gamall. Við bröllum margt saman, hann býður mér oft í bíó og í mat. Við tölum mikið um sameiginleg áhugamál eins og flugvélar og göm- ul hergögn. En oft sitjum við bara tveir einir og ræðum um lífið og til- veruna. Mér finnst ég vera alveg ótrúlega heppinn að eiga svona frábæran afa sem gefur sér tíma til að hlusta á mig og fræða mig um svo margt.“ Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín mikið. Christian Thor. Elsku afi. Nú ertu farinn, þú sem hafðir alltaf verið svo hress en eftir að amma dó vantaði stóran hluta í hjarta þitt og líf. Það var alltaf svo gott að koma til þín, þótt það hafi kannski verið of sjaldan. Við erum svo þakklát fyrir stund- irnar sem við áttum með þér og núna síðast um jólin og áramótin. Núna ertu kominn til ömmu Möttu sem þú elskaðir svo heitt. Með þessu kveðjum við þig, elsku afi. Þín afabörn Richard, Erla María, Adolf og Frosti. Þegar við bræður fréttum að Dolli frændi væri látinn leitaði hugurinn ósjálfrátt til æskuáranna í Sörla- skjólinu. Í minningunni er sterkt það viðmót sem við kynntumst frá unga aldri og aldrei varð breyting á. Það einkenndist af því að Dolli hafði alltaf tíma fyrir okkur, hann var boðinn og búinn að ráðleggja hvort sem var um fjármál, vinnu eða einkamál og alltaf sýndi hann jafn mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Á heimili hans og Möttu, á efri hæðinni, vorum við eins og hluti fjölskyldunnar og fengum ekki síður tækifærisgjafir en þeirra eigin börn. Ekki stóð á því að fá lánaðan bíl, þegar aldri til þess var náð, eða pen- inga ef svo bar undir og hann að- stoðaði við að fá vinnu, eða það nægði að nefna nafn hans og skyld- leika, þá greiddi orðspor hans götu. Dolli var okkur því ekki síðri en besti faðir þegar á því þurfti að halda. Það var lærdómsríkt að kynnast því frumkvöðlastarfi sem hann sýndi með fyrirtæki sínu sem einn af brautryðjendum í innflutningi á tækjum til verklegra framkvæmda allt frá minnstu múrskeiðum til stærstu byggingarkrana. Einnig var reynsla fólgin í því að sjá hverju hann gat áorkað í jafn litlu fyrirtæki og raun bar vitni. Þar einkenndist allt af nægjusemi, en margur annar hefði freistast til að láta það bólgna út, byggja veglega, berast á og þá eins líklega fara á hausinn. Það má líka telja til nægjusemi að búa með afa okkar og ömmu öll þeirra ár í Sörlaskjólinu sem sjálfsagt var ekki alltaf jafn auðvelt og ætla mætti. Dolli kenndi okkur líka lexíu með því fordæmi sem hann sýndi ætíð með hjálpsemi, hvort sem hún varð- aði fjölskylduna, vinnu eða önnur áhugamál, t.d. störf hans fyrir kaþ- ólska söfnuðinn og hvar sem hann fór var hann virtur fyrir hana. Elsku Sólveig, Friðrik, Maja og Jón, við vottum ykkur og fjölskyld- um ykkar samúð okkar á þessari stundu um leið og við þökkum fyrir allt sem Dolli hefur gefið okkur í gegnum tíðina. Blessuð sé minning hans. Harald, Þóroddur og fjölskyldur. Örstutt kveðja frá okkur hjónum. Við Adolf höfum verið vinir allt frá barnæsku. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Landakotsskóla. Við vorum báðir kórdrengir í gömlu Landakotskirkju. Þeir tímar liðu og við tókum þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Síðan fórum við að stunda skíði á Kolvið- arhóli. Annað sem við tókum okkur fyrir hendur á þessum árum var að smíða seglskútu ásamt Friðriki Daníelssyni. Við fengum aðstöðu í skúr í portinu hjá Ásgarði á Ný- lendugötu 10. Mér hafði tekist að út- vega teikningar frá Bandaríkjunum, sem við unnum eftir. Þetta var 18 feta skúta með fallkili og var Adolf auðvitað sá sem stjórnaði og vann aðalverkið, við Friðrik vorum að- stoðarmenn. Svo kom að því að við kvæntumst og eignuðumst fjölskyldur, hann var guðfaðir elsta sonar okkar. Eigin- konur okkar urðua góðar vinkonur. Adolf smíðaði húsgögn fyrir okk- ur og svo innréttingar í húsið okkar í Snekkjuvogi 13. Frábærar ferðir fórum við saman til Parísar, Rómar, þar sem við hittum Pál páfa Vl, og svo til Lourdes, sem var mikil upp- lifun. Adolf gegndi ýmsum trúnaðar- störfum innan kirkjunnar, enda traustur og drengur góður. Gegnum árin áttum við með Adolf og Matthildi góðar stundir hér á Kanarí, hans var von hingað um miðjan febrúar, sína fyrstu ferð hingað eftir að hafa misst Matthildi. Við söknum góðs vinar og sendum okkar innilegustu samúðarkveðju til fjölskyldu hans. Hann hvíli í friði. Elín Kaaber, Gunnar J. Friðriksson. Aldursforseti okkar pottfélaga, Adolf Wendel, er nú snögglega fall- inn frá. Með honum er genginn sannur og heilsteyptur félagi, hlýr, kíminn og hugljúfi okkar allra. Það var ánægjulegt að fá að kynnast Adolf og njóta þeirra for- réttinda að fylgjast með framkomu sanns eðalmanns í öllum samskipt- um um áratuga skeið. Aldrei styggðaryrði og umtal allt um menn og málefni fært til betri vegar og veitti ekki af slíkum „dempara“ þeg- ar umræður urðu heitar og galsa- fengnar hjá félagsskapnum. Áhugamál Adolfs voru margvísleg og fróðlegt að hlusta á frásagnir hans eftir heimkomur úr utanlands- ferðum og frá gömlum Reykjavík- urdögum. Adolf missti eiginkonu sína, Matt- hildi, fyrir tveim árum og mátti þá merkja breytingar á högum hans og söknuð í hjarta, enda voru þau hjón- in auðsjáanlega mjög samrýnd. Trú- lega hefur sá missir haft mikil áhrif á líf hans allt og flýtt fyrir kallinu. Þakklæti okkar félaga fyrir liðnar samverustundir er efst í huga á þessari sorgarstundu um leið og samúðarkveðjur beinast til eftirlif- andi barna og fjölskyldna þeirra með þeirri vissu að minningin um góðan dreng mun ylja þeim um hjartarætur, því auðsætt var að Adolf var ávallt hinn sanni og kæri fjölskyldufaðir. Genginn er góður drengur. Bless- uð sé minning hans. F.h. pottfélaga kl. 8 í Vesturbæj- arlaug, Geir Zoëga. ADOLF F. WENDEL Faðir minn, tengdafaðir og bróðir okkar, KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON frá Ásgarði, Svalbarðsströnd, Eiðsvallagötu 24, Akureyri, lést á FSA miðvikudaginn 14. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 13.30. Þórhallur Kristjánsson, Zeynep Özcan, Tómas Þórhallsson, Jón Árni Þórhallsson og fjölskyldur. Föðurbróðir okkar, HAUKUR ALFREÐ GUNNLAUGSSON, Ægisgrund 4, Skagaströnd, sem lést sunnudaginn 18. janúar, verður jarðsettur frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 24. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Soffía G. Karlsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.