Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 35 Hnípinn er hópurinn ungi sem í dag kveður móður sína, Kristínu Ólafsdóttur. Á aðeins fimm árum hafa fjögur systkini á Tálknafirði misst föður sem lést í sorglegu slysi árið 1999, síðasta haust fórst móð- urafi þeirra á sjó við Patreksfjörð og nú 9. janúar lést móðir þeirra eftir að hafa fengið heilablóðfall. Með virð- ingu og þökk langar mig að minnast bróður míns, afa bróðurbarna minna og mágkonu með þessum sálmaversi: Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig Guð í skjóli þínu. (Höf. ók.) Elsku Óli Sveinn, Árni Grétar, Ey- dís Hulda, Gunnar Smári, og ástvinir ykkar. Ég bið þess að styrkur Guðs sé með ykkur á þessari erfiðu stundu og að þið getið í framtíðinni notið minninga um góðan föður, traustan afa og móður sem vildi ykkur börn- um sínum allt það besta. Blessuð sé minning þeirra. Þórdís Eygló. Hún elsku Stína okkar er farin og kemur ekki aftur, svo skyndilega og ekkert hægt að gera. Ung kona í blóma lífsins og framtíðin loks að verða bjartari eftir þá erfiðleika sem fylgja því að verða ekkja með ung börn. En Stína gafst aldrei upp og barðist sterk. Hennar helsta ein- kenni var smitandi hlátur, kraftur og þor. Sterkur geislandi persónuleiki sem dró að sér alla sem henni kynnt- ust. Stína var alla tíð sérstaklega dugleg og ósérhlífin, manna fyrst á staðinn ef eitthvað þurfti að gera. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum því dauðinn til lífsins oss leiðir, Sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldu að vekja hann aftur. Í jörðinni sáðkornið sefur uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur. það duft, sem hér gröfin við tekur. Sá andi sem, sem áður þar gisti frá eilífum frelsara, Kristi, mun, leystur úr læðingi, bíða þess líkams, sem englarnir skrýða. (Þýð. Stef. Thor. og Sbj. E.) Stína, sem alltaf var svo hrifin af englum, er nú orðin ein af þeim. Við vitum að Jói og afi Óli hafa tek- ið á móti henni. Megi góður guð styrkja fjölskyld- una á erfiðri stundu og í því tóma- rúmi sem á eftir kemur. Steinunn, Sveinn, Sædís Rán og Vigdís Una. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag. Þannig hefst kvæðið Hótel Jörð eftir Tómas Guðmundsson. Þessi ljóðlína kemur upp í hugann þegar að KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR ✝ Kristín Ólafs-dóttir fæddist á Patreksfirði 8. mars 1959 og ólst upp á Sellátranesi í Pat- reksfirði. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Tálknafjarðar- kirkju 17. janúar. kveðjustund er komið og ótímabært fráfall konu á besta aldri er staðreynd. Kristín Ólafsdóttir, eða Stína Ólafs eins og hún var alltaf kölluð, kvaddi þennan heim sl. fimmtudag, aðeins tæp- lega 45 ára gömul. Við þessi tímamót streyma fram minningar og reynt er af veikum mætti að koma þeim á blað í tilraun til að þakka fyrir samveruna í þessu jarðlífi. Við hjónin fluttum vestur um vorið 1979 og kynntumst Stínu strax þar sem hún var farin að búa með vini Geirs, honum Stebba Jóa í blokkinni í Miðtúninu. Það var áberandi hvað þau voru sæl saman, og hún orðin ófrísk að Óla Sveini. Ungt fólk flykkt- ist um þetta leyti til Tálknafjarðar vegna nýrra atvinnumöguleika, þeg- ar Hraðfrystihús Tálknafjarðar keypti nýjan togara, Tálknfirðing BA. Á árunum 1981–1982 hófst mikið byggingarár í sögu Tálknafjarðar, og heil gata, Móatúnið, byggðist. Stína og Jói tóku þátt í þeirri uppbyggingu og byggðu hús sitt skáhallt á móti okkur. Við vorum öll að fást við það sama, koma upp húsi, eignast börn og takast á við lífið, þannig að sam- gangur á milli fjölskyldnanna varð mikill. Ýmislegt var gert til að krydda smábæjarlífið, haldnir saumaklúbbar, farið á hjónaböll og haldið upp á sjómannadaginn með stæl. Þegar mennirnir voru á sjó var setið yfir kaffibolla og spjallað um heima og geima og það var alltaf gott að ræða við Stínu, hún hafði yfirleitt skoðanir á hlutunum sem hún hikaði ekki við að koma á framfæri ef henni sýndist svo. Jói tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum og hennar þáttur var síst minni á þeim vettvangi. Hún sat m.a. í hreppsnefnd Tálknafjarðar- hrepps um árabil, var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Tálknafjarðar í nokkur ár og tók þátt í nefndarstörfum á vegum sveitarfé- lagsins. Það gat gustað í kringum hana, ef henni var misboðið, en það varði ekki lengi. Stína og Jói eignuðust fjögur börn, Óla Svein, Árna Grétar, Eydísi Huldu og Gunnar Smára. Stína og Jói lögðu mikla áherslu á gott uppeldi barnanna sinna. Mikið íþróttalíf hef- ur tíðkast hér á Tálknafirði í gegnum tíðina, og með tilkomu íþróttahússins urðu tækifæri til iðkana enn meiri. Jói og Stína hvöttu börnin sín óspart til íþróttaiðkana. Með árunum hafa mannkostir þeirra og heilbrigði kom- ið vel í ljós. Snemma árs 1999 lést Jói sviplega af slysförum og allt í einu stóð Stína frammi fyrir því að vera orðin ekkja með fjögur börn. Eftir áfallið var áberandi hvað hún hugsaði mikið um velferð barnanna sinna, og að halda minningu Jóa á loft. Það voru erfiðir tímar sem fóru í hönd fyrir hana og börnin, en sameigin- lega tókust þau á við að yfirstíga erf- iðleikana. Nú í seinni tíð virtist Stína vera búin að finna hamingjuna á ný. Vinur hennar Karl Þór á samúð okk- ar vegna fráfalls vinkonu. Stína var ekki langskólagengin, en fékkst við ýmis störf á lífsleiðinni. Hún var hörkudugleg og fylgin sér, og samviskusöm. Kristín var hvata- maður að því að aukin yrði þjónusta fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Hún var ráðin til starfa við það verk- efni sem henni fórst vel úr hendi í mörg ár. Okkur er það minnisstætt hve natin hún var við þá sem hún þjónustaði. Hún varð flestra hugljúfi og kom fyrir að skjólstæðingar henn- ar vildu ekki aðra aðstoð en frá henni, ekki einu sinni frá sínum nánustu. Stína var tímabundið við störf hjá lögreglunni á Patreksfirði. Nú síð- ustu árin veitti hún Íþrótta- og fé- lagsheimili Tálknafjarðar og þar með sundlauginni forstöðu. Þar undir til- heyrði umsjón með tjaldstæði og svefnpokagistingu í sveitarfélaginu. Nú þegar að leiðarlokum er komið og kveðjustundin runnin upp, þá er þakklæti efst í huga okkar fyrir þær stundir sem við áttum með Stínu á lífsleið hennar. Þakkir fyrir m.a. samveruna í saumaklúbbnum, fyrir samveruna á þeim ferðalögum sem við fórum í sameiginlega og fyrir samstarfið hjá Tálknafjarðarhreppi, og bara fyrir að vera Stína Ólafs sem okkur þótti svo vænt um. Börnin hennar standa nú frammi fyrir því að vera föður- og móðurlaus. Við berum virðingu fyrir þeirri yfirvegun og æðruleysi sem þau hafa öll sýnt þessa síðustu daga. Megi góður Guð styrkja þau í sorg sinni og á þeim erf- iðu tímum sem framundan eru. Elsku Óli, Árni, Eydís og Gunnar, Karl Þór og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minning Kristínar Ólafsdóttur mun lifa hjá okkur til æviloka. Helga og Geir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Kristín, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og gleymi eigi þeim góðu minningum sem ég á um þig, Stína mín, um Árna son þinn og þína ljúfu fjölskyldu. Þú varst svo sannarlega kona sem ég leit upp til og dáðist að. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð að hafa misst þig. Blessuð sé minning þín. Marín Hergils. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mág- kona og amma, HELGA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Albany, Ástralíu, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 23. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samhjálp og Minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Gústaf Gústafsson, Vilhjálmur Gústafsson, Svala Karen MacFarlane, Kenneth MacFarlane, Anna Vilhjálmsdóttir, Þórir J. Axelsson, Fríða Pálína Vilhjálmsdóttir, Ásgeir Hólm, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Jóhannes L. Vilhjálmsson, Helga Jónsdóttir, Guðrún E. Vilhjálmsdóttir, Robert Bachman, Kyle og Corey Jay. Móðurbróðir minn, EINAR HANNES GUÐMUNDSSON, Skipholti 21, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. janúar kl. 13:30. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Gunnarsson. Móðir okkar, BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR kjólameistari, andaðist í gær. Bergljót Valdís Óladóttir, Guðrún Sigríður Óladóttir, Jóna Sigurbjörg Óladóttir, Sigurður Hilmar Ólason, Sævar Karl Ólason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNLAUGUR TRYGGVASON bóndi á Þorsteinsstöðum, Svarfaðardal, lést föstudaginn 16. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Erla Rebekka Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SVANFRÍÐUR F. GUNNLAUGSDÓTTIR, Fagrabæ 19, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 8. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Krabbameins- félagsins og Minningarsjóð Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga. Reynir Vilhjálmsson, Halla Reynisdóttir, Árni Hrólfsson, Valdimar Reynisson, Steinunn Reynisdóttir, Ágúst Júlíusson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGURÐSSON bifreiðastjóri, Austurbrún 6, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landakots mánudaginn 19. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNLAUGUR SIGURÐUR SIGURBJÖRNSSON, Jaðarsbraut 15, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt þriðju- dagsins 20. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Jóhannsdóttir, Þóra Sigríður Gunnlaugsdóttir, Thomas Oskarsson, Guðmundur Freyr Gunnlaugsson, Katrín Jakobsdóttir, Jóhanna Marianne Oskarsson, Björn William Oskarsson, Gunnlaugur Þór Guðmundsson, Jakob Þór Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.