Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 37
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 37 eru þetta notalegar samverustundir í hlý- legu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.00. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði – allir aldurshópar. Umsjón: Helga Helena Sturlaugsdóttir. Inngangur að siðfræði fyrir þá sem hafa áhuga í minni sal Kirkjulundar kl. 20.15–21.00. Umsjón: Ólafur Oddur Jónsson. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Kl. 17.30 TTT, yngri og eldri, í Landakirkju. Er einhver áhugi á því að fara á mót á þessu misseri? Sr. Fjölnir Ásbjörnsson, Esther Bergsdóttir og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K heimilinu hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Esther Bragadóttir æskulýðs- fulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtog- arnir. Fastir viðtalstímar presta kirkjunnar er þriðjudaga til föstudaga kl. 11–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Konur hjálpa. Lúk. 8.1–3. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Söngvar M. Lúthers í umsjá Þorgils H. Þor- bergssonar. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýs- ingar á www.kefas.is Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org- eltónar, fyrirbænir, sakramenti og léttur há- degisverður. Opið fræðslukvöld um kristna trú kl. 19.30. Sr. Arnaldur Bárðarson flytur innlegg og leiðir umræður. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börn- in. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Unglingafund- ur fyrir 8. bekk og upp úr. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 17 krakkastarf fyrir 3–9 ára. Kl. 18 starf fyrir 10–12 ára krakka (Skjaldberar.) Dagskrá bænaviku: Miðvikudagur: Kvöldsamkoma í Krists- kirkju, Landakoti, kl. 20. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13– 16.30. Spilað, föndrað, helgistund og gáta. Gestur Sigríður Sigurbergsdóttir. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samveru- stundirnar látið kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Sam- verustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudags- morgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyr- ir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helga- dóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Ferming- artími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju kl. 20 í umsjá Sigurvins Jónssonar og Sigríðar Tryggvadóttur. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og umræður kl. 17. Lesið úr ævi- sögu sr. Árna Þórarinssonar. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis- verður eftir stundina. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boð- ið til bænastunda í kapellu safnaðarins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bæna- stund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í hádeg- inu. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Kirkjuprakkarar starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyr- irbænir og altarisganga. Boðið er upp á létt- an hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora nám- skeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheimilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Alfa 2. Kynningar- kvöld í Glersalnum (fyrir ofan Nettó) kl. 20. Allir velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. Biblíulestrar kl. 19.30–21. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dags- ins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrð- arstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikulegar sam- verur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldr- ar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnastöðrum for- eldrum sem eru að fást við það sama, upp- eldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13.00–16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt Safnaðarstarf Tilvist og trú UMFJÖLLUN um tilvist, trú og til- gang er efni námskeiðs sem haldið verður á vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar og hefst fimmtu- daginn 22. janúar kl. 20.00. Nám- skeiðið er sjálfstætt framhald á samnefndu námskeiði sem haldið var í október 2003. Kennari er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur. Tilgangur námskeiðsins, sem er í formi biblíulestra, er að reyna að draga fram þá mynd sem Biblían gefur af Guði. Í tengslum við það verður farið í umfjöllun manna um tilvist Guðs. Gerð verður grein fyrir sönnunum sem lagðar hafa verið fram fyrir tilvist Guðs. Einn- ig verður skoðuð gagnrýni á guðs- sannanir í nútímanum t.d. úr rit- um Nietzsche og Freud. Í tengslum við þessa umfjöllun verður farið í valda texta úr Biblí- unni og ritum Lúthers. Endað verður á að fara í texta úr guð- spjöllunum sem tengjast písl- arsögu Jesú og upprisu. Námskeiðið hefst 22. janúar kl. 20.00 og verður kennt í Breið- holtskirkju í Mjódd. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans www.kirkj- an.is Alfa-námskeið í Garði Á KRISTIN trú erindi við samtíð okkar? Er Guð veruleiki? og hvert er innihald kristindómsins? Slíkar spurningar eru meðal þess sem lagðar eru til grundvallar á Alfa- námskeiðunum. Alfa eru áhugaverð og lifandi námskeið um trúna og lífið. Nám- skeiðin byggjast upp á sameig- inlegum málsverði, fyrirlestri og umræðum. Reynt er að hafa nám- skeiðið í notalegu og afslöppuðu umhverfi og er kennslan sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Alfa-námskeið eru nú haldin í flestum kirkjudeildum í yfir130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið mikla athygli enda hafa yfir fjórar milljónir sótt þessi nám- skeið. Miðvikudaginn 21. janúar kl. 20.30 verður kynningarkvöld Alfa haldið í safnaðarheimilinu í Garði. Námskeiðinu verður framhaldið á miðvikudagskvöldum og stendur í tíu vikur. Þátttaka á kynning- arkvöldinu felur ekki í sér skuld- bindingu um að sækja námskeiðið sjálft. Sóknarprestur. Samverur eldri borgara í Laugarneskirkju NÚ HEFJUM við gönguna að nýju á samverum eldri borgara í Laug- arneskirkju og horfum ótrauð fram til vors með hækkandi sól. Fyrsta samvera vorannar verður haldin fimmtudaginn 22. janúar kl. 14 og síðan mælum við okkur mót annan hvern fimmtudag upp frá því, njótum áhugaverðrar dag- skrár um fjölbreytt málefni, tök- um lagið saman, njótum veitinga og ræðum saman. Stjórn samveranna er jafnan í höndum sr. Bjarna Karlssonar, en undirbúningur dagskrár og umsjá veitinga er í höndum Þjón- ustuhóps kirkjunnar og kirkju- varðar. Hvetjum við alla eldri borgara í Laugarnessókn til að nýta sér þetta góða tilboð. Þjónustuhópur Laugarnes- kirkju. KSS - Kristileg skólasamtök kynna ALFA námskeið fyrir 15–20 ára. Alfa námskeið fjallar um grunn- atriði kristinnar trúar og leitast við að svara spurninguni um til- gang lífsins. Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér kristna trú. Kennt verður á miðvikudög- um frá kl. 19–22 og hefst á mat. Haldið verður kynningarkvöld í kvöld, miðvikudaginn 21. jan., kl. 20 á Holtavegi 28 (hús KFUM og KFUK) Allir eru velkomnir og engar skuldbindingar. Nám- skeiðið sjálft hefst 28. jan. kl. 19 á Holtavegi 28. Nánari upplýsingar og skrán- ingar í síma 588 8899. Biblíulestrar í Seljakirkju BIBLÍULESTRAR eru haldnir í Seljakirkju annað hvert mið- vikudagskvöld og hefjast þeir kl. 19.30 og lýkur kl. 21.00 Fyrsti lest- urinn á nýju ári verður mið- vikudagskvöldið 21. janúar. Lesið verður úr Davíðssálmum. Samveran byrjar með fyr- irlestri og að honum loknum eru almennar umræður. Sr. Valgeir Ástráðsson sóknarprestur stjórn- ar lestrunum og flytur fyrirlestr- ana. Ekkert námskeiðsgjald, koma þarf með Biblíu. Allir eru velkomnir til þátttöku. Stofnfundur Listvinafélags Seltjarnarneskirkju STOFNFUNDUR Listvinafélags Seltjarnarneskirkju verður hald- inn í kvöld, miðvikudag 21. janúar, og hefst kl. 20 í safnaðarheimilinu. Félaginu verða sett lög og kjörin stjórn. Að fundarstörfum loknum verð- ur menningardagskrá í kirkjunni þar sem m.a. Gunnar Kvaran mun leika þætti úr Bach-sellósvítu og Einar Már Guðmundsson lesa upp úr verkum sínum. Allir eru velkomnir og aðild að félaginu ekki takmörkuð við Sel- tirninga. Morgunblaðið/Arnaldur Breiðholtskirkja. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS BJÖRG STEINGRÍMSDÓTTIR, Nesi í Aðaldal, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Nesi í Aðaldal laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Sigríður M. Örnólfsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Hálfdán Örnólfsson, Hugrún Sigmundsdóttir, Steingerður Örnólfsdóttir, Jóhann Pálmason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA PÉTURSDÓTTIR frá Skammbeinsstöðum, Hæðargarði 33, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 16. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 10.30. Guðný Hulda Í. Waage, Skúli Ísleifsson, Guðlaug Hallgrímsdóttir og ömmubörnin. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU G. GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar kveðjur og þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar LHS við Hringbraut og til heimilisfólks og starfsfólks Seljahlíðar. Inga Ingimundardóttir, Sigurður Stefánsson, Steindór Ingimundarson, Þóra B. Jónsdóttir, Sigurlaug Ingimundardóttir, Jónas Hannesson, Eyjólfur Ingimundarson, Ingibjörg Helgadóttir, Guðmundur Ingimundarson, Guðrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR ÓSKARSDÓTTUR, Sandbakka 4, Höfn. Óli Björgvinsson, Erlendur Ólason, Þórey Dögg Jónsdóttir, Kristín Óladóttir, Ingólfur Guðni Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.