Morgunblaðið - 21.01.2004, Page 18

Morgunblaðið - 21.01.2004, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík | Flutningur Hringbrautar suður fyrir Umferðarmiðstöð hefur staðið til um ára- bil, en nú hefur verið ákveðið að setja fram- kvæmdir við hann í út- boð um næstu mánaðamót. Höf- uðborgarsamtökin og Samtök um betri byggð hafa sent borg- arráði Reykjavíkur bréf þar sem hvatt er til að fresta útboðinu og framkvæmdum og taka til greina mögu- leikann á því að setja Hringbrautina í stokk til að greiða fyrir fram- tíðarþróun miðborgarinnar á Vatnsmýr- arsvæðinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við færslu Hringbrautar hefjist nú í lok mars. Að sögn Ólafs Bjarnasonar, forstöðumanns verk- fræðistofu umhverfis- og tæknisviðs Reykja- víkurborgar, verður unnið við framkvæmd- irnar á þessu ári og fram eftir því næsta. „Aðalframkvæmdatíminn er þetta og næsta ár og er reiknað með að kostnaðurinn verði um 1.500 milljónir,“ segir Ólafur. Áhyggjur akandi vegfarenda af skerðingu umferðar vegna fram- kvæmdanna segir Ólafur óþarfar. „Fram- kvæmdasvæðið er að mestu leyti utan gatna, þannig að vandamál með umferð verða bara rétt þegar verið er að tengja nýju göturnar við þær eldri. Framkvæmdasvæðið er sjálfstætt að því leyti til.“ Ólafur segir brúna á Bústaða- veginum vera hluta af umferðarskipulaginu, nýja Hringbrautin verði leidd undir Bústaða- veginn. Tvö hús verða fjarlægð vegna færslu Hring- brautar, fjölbýlishús við Miklubraut 16 og leik- skólinn Sólbakki, sem liggur á nýju vegarstæði Hringbrautar. Nú er verið að byggja Sólbakka nýtt húsnæði í Stakkahlíð í stað þess gamla og verður það tilbúið í vor. Framtíðarmöguleikar í húfi Bæði samtökin hafa mótmælt útfærslu Reykjavíkurborgar á færslu Hringbrautar og segja útfærslu borgarinnar skammsýna og hún valdi miklum skerðingum á framtíðarmögu- leikum byggðar í Vatnsmýri. Þar er bent á að viðbótarlóð Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) skerðist um 55% vegna hljóðvistar og beinir tengimöguleikar LSH við Háskólann og hátæknifyrirtæki í Vatnsmýrinni verði að engu. Einnig taka þeir fram að tengsl gömlu miðborgarinnar við framtíðarbyggð í Vatns- mýri verði að engu og umhverfisgæði aðliggj- andi útivistarsvæða skerðist verulega. Enn- fremur leiða samtökin líkur að því að staða nýs flugvallar í Vatnsmýrinni styrkist. Þá eru gatnamót við Bústaðaveg, Barónsstíg og Njarðargötu sögð óskilvirk, landfrek, dýr og háskaleg. Segja samtökin gatnamótin við Bar- ónsstíg algerlega óþörf og óhagkvæm út frá umferðarfræðilegum forsendum. Örn Sigurðsson, arkitekt og meðlimur í Höf- uðborgarsamtökunum, segir meginvandamálið felast í því að ef tækifærið er ekki nýtt til að setja Hringbrautina í stokk ónýtist ellefu hekt- arar af verðmætasta byggingarlandi borg- arinnar, en verðmæti þess sé auðveldlega hægt að áætla um 5 milljarða. „Ef Hringbrautin færi í stokk væri hægt að setja þarna afar verð- mæta byggð, annars er þarna um að ræða 200 metra líflaust og óbyggilegt hávaðasvæði. Þarna er verið að skera miðborgina í sundur.“ segir Örn og bætir við að hljóðvistarvandamál voru ekki þekkt þegar Miklabraut og Hring- braut voru upphaflega lagðar. „Nú vitum við að hávaði yfir 55 desibelum, eins og verður á þessu 200 metra breiða svæði, getur valdið gríðarlegum heilsuvandamálum, fólk er mun líklegra til að þjást af langtímastreitu og fá streitutengda sjúkdóma eins og hjarta- sjúkdóma og krabbamein þótt það finni ekki beint fyrir hávaðanum,“ segir Örn. Hann segir einnig að mikill kostnaður verði vegna glataðra tækifæra og lélegrar nýtingar lóða. Þennan kostnað sé erfitt að reikna beint út, en hann liggi í augum uppi. Þá gagnrýna samtökin umferðarljósa- gatnamót og segja mun nærtækara að setja upp hringtorgsgatnamót eins og eru áætluð á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar. Með óslitnu flæði minnki allar umferð- artafir og slysahætta minnki. Ósammála um kostnað við stokk Ólafur Bjarnason segir þessum athugasemd- um samtakanna hafa verið svarað á deiliskipu- lagsstigi. „Á undirbúningsstigi skoðuðum við ýmsa möguleika á yfirbyggingu gatnamóta og að setja götuna í stokk,“ segir Ólafur. Á þeim tíma segir Ólafur kostnað við stokk frá gatna- mótum við Bústaðaveg að Háskóla hafa verið áætlaðan að minnsta kosti fimm milljarða. „Stokkurinn færi um fimm metra niður fyrir sjávarmál, þar sem hann færi undir Tjarn- arlækinn, og mjög erfiðar tengingar yrðu við Njarðargötu og Barónsstíg og Hlíðarfót með landfrekum mislægum gatnamótum. Þótt stokkurinn sé byggður verður eftir sem áður umferð á yfirborði. Einnig var athugað að yf- irbyggja gatnamót Hringbrautar og Njarð- argötu. Áætlaður kostnaður við það var um 1,2 milljarðar. Þessar hugmyndir voru lagðar til hliðar bæði vegna kostnaðar og takmarkaðs umhverfislegs ávinnings,“ segir Ólafur. Örn Sigurðsson segir þessar tilraunir borg- arinnar til að kæfa hugmyndir samtakanna í fæðingu undanbrögð. „Þar má nefna að þeir áætla kostnað við hvern metra stokks á um- ræddu framkvæmdasvæði fjórum til fimm sinnum meiri en sambærilega stokka sem þeir sjálfir hafa gert ráð fyrir sitthvorumegin við þetta svæði og gera hvergi grein fyrir ástæðum þessa dularfulla munar á kostnaði. Þessi stefna samgönguyfirvalda veldur öll- um landsmönnum skaða með lélegri landnýt- ingu, hrörnandi miðborg og hærri slysatíðni á þessu svæði. Með þessari útfærslu er aug- ljóslega verið að vernda flugvöllinn og byggja í kringum hann í stað þess að gera ráð fyrir því að hann fari á endanum. Þótt okkar útfærsla á framkvæmdunum væri eitthvað dýrari einn og sér er hann á end- anum mun hagkvæmari fyrir framtíð borg- arinnar og samfélagið í heild,“ segir Örn að lok- um. Höfuðborgarsamtökin og Samtök um betri byggð vilja Hringbraut í stokk og hringtorgsgatnamót Áætlað verðmæti landsins um fimm milljarðar króna Áformuð færsla Hringbrautar: Höfuðborgarsamtökin segja þessa útfærslu eyðileggja 11 hekt- ara byggingarlands að verðmæti a.m.k. fimm milljarða. Hringtorgsgatnamót auka gegnumflæði: Samtökin vilja setja Hringbrautina í stokk til að auka verðmæti lands í vatnsmýrinni. Örn Sigurðsson Forvarnarstarf | Undanfarin ár hefur hópur þeirra sem fara með mál unglinga í Mosfellsbæ hist reglulega til að ræða á hvern hátt hægt er að styðja unglingana í að standa sterk gegn böli vímuefna. Hópinn skipa forsvarsmenn skólamála, fé- lagsmála, kirkju, lögreglu, Rauða kross Kjós- arsýslu, Heilsugæslu og foreldraráða skólanna. Meðal þeirra forvarnaverkefna sem greint var frá á fundi hópsins í Kjarna á dögunum má nefna svokallað foreldrarölt, sem foreldrar með aðstoð Rauða krossins hefur endurvakið í vet- ur. Foreldrar safnast þá saman kl. 22 á föstu- dags- og laugardagskvöldum í húsnæði Rauða krossins í Urðarholti 4. Gengið er um bæinn í einn og hálfan tíma. Þetta veitir krökkunum aðhald og þau sjá að foreldrar láta sig þau varða. Fram kom að unglingar eru ekki mikið úti á kvöldin. Ánægja ríkti á fundinum með unglinga í Mosfellsbæ og voru menn á einu máli um að gott ástand ríkti á þessu sviði í vetur. Seltjarnarnes | Félagsstarf aldraðra á Sel- tjarnarnesi er nú að hefjast eftir jólaleyfi. Dagskráin er fjölbreytt og margt spennandi í boði. Auk handavinnu er boðið upp á ker- amik og postulínsstimplun, tréskurð, bók- band og glerskurðarnámskeið. Leikfimi verður stunduð tvisvar í viku og boccia einu sinni í viku. Auk þess eru spilakvöld annan hvern þriðjudag til vors og einu sinni í mán- uði er farið í óvissuferð. Aðsókn að félagsstarfinu er vaxandi og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskránni en hana má finna á vefsíðu Sel- tjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, auk þess sem henni hefur verið dreift til eldri- borgara. Félagsstarf aldraðra að hefjast    Reykjavík | Reykjavíkurborg hefur í undir- búningi stofnun símavers þar sem á einum stað verður svarað fyrirspurnum um þjónustu og starfsemi borgarinnar eða símtölum beint áfram. Hug- myndirnar voru kynntar borgarráði í gær, en stefnt er að því að opna símaverið samhliða þjónustumið- stöðvum í hverfum borgar- innar. Í tilkynningu frá Reykja- víkurborg segir að fjöl- breytt starfsemi Reykjavík- urborgar snerti flesta þætti daglegs lífs íbúa borgarinn- ar og þurfi því aðgengi borgarbúa að þjónustu, upplýsingum um hana og starfsemi borgarinn- ar að vera gott. Undanfarið hefur verið unnin hugmyndavinna um betra aðgengi að upplýs- ingum, m.a. með endurbótum að vef, og betra aðgengi að þjónustu borgarinnar með stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum. Ákveðið var að meta hvort rétt væri að bjóða upp á eitt aðalnúmer Reykjavíkurborgar sem svarað yrði í úr símaveri þar sem sérþjálfað starfsfólk svarar fyrirspurnum borgarbúa og vísar áfram til réttra aðila. Þjónusta batni án kostnaðarauka Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir þarna um að ræða tilraun til að læra af reynslu annarra þjóða og því sem best gerist hjá þjón- ustufyrirtækjum. „Við viljum einfalda aðgengi íbúa og fyrirtækja að þjónustu og stjórnsýslu borgarinnar. Langfæst sveitarfélög á íslandi eru með það flókna þjónustu að þurfi meir en eina aðkomuleið að þjónustu þeirra. Við þurf- um að ná ákveðnu jafnvægi milli nálægðar þjónustu við íbúa og einfaldleika hennar. Við erum í raun að skoða þessa þríþættu gátt að borginni, þ.e.a.s. í gegnum síma, net og þjón- ustumiðstöðvar. Á vormánuðum reynum við að komast til botns í skynsamlegustu og hag- kvæmustu leiðunum til þess að þjóna íbúum betur án þess að seilast dýpra í vasa skattborg- aranna. Kannanir hafa sýnt að almennt upp- lýsinga- og þjónustuver getur svarað um 80% spurninga fólks. Þannig losum við um leið um tíma sérfræðinga sem annars þyrftu að svara þessum spurningum,“ segir Dagur. Hlutverk símaversins verður að veita allar almennar upplýsingar, í gegnum eitt aðalnúm- er Reykjavíkurborgar og mun útfærslan taka mið af starfsemi þjónustumiðstöðvanna. Samrýming fyrirhuguð á upplýsingaþjónustu Reykjavíkurborgar Eitt númer fyrir alla þjónustu Dagur B. Eggertsson Morgunblaðið/Sverrir Ein miðstöð þjónustu: Mikil hagræðing er talin nást með sameiginlegu þjónustuveri fyrirtækja og stofnana borgarinnar, en talið er að það geti svarað um 80% spurninga innhringjenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.