Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIDDLESBROUGH náði fyrst allra liða á Englandi að leggja Arsenal að velli á leiktíðinni og það með minnsta mun í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær- kvöldi. Það var Brasilíumað- urinn Juninho sem skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu. Leikurinn fór fram í London, á heimavelli Arsenal, sem hafði aðeins tapað tvívegis á leiktíð- inni og þá í Meistaradeild Evr- ópu. Liðin áttust við í síðustu viku í úrvalsdeildinni á sama stað þar sem Arseanl hafði bet- ur, 4:1. Ólafur Ingi Skúlason var í leikmannahópi Arsenal en kom ekki við sögu að þessu sinni. Arsene Wenger gerði átta breytingar á liði sínu sem lagði Aston Villa um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Ungu leikmennirnir úr röðum Arsen- al náðu ekki að skapa sér afger- andi færi í leiknum en Kanu, David Bentley, Quincy Owusu- Abeyie og Kolo Toure létu þó að sér kveða fyrir framan mark Middlesbrough. Á laugardag mætast liðin á ný í ensku bik- arkeppninni og enn á ný í síðari leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í næstu viku. Graham Stack var í marki Arsenal að þessu sinni og varði hann m.a. glæsilega frá fram- herjanum Massimo Maccarone. Middlesbrough rétti úr kútnum gegn Arsenal MIKILL áhugi er sagður í Króatíu á Evrópumeistaramótinu í handknatt- leik, enda Króatar heimsmeistarar í handknattleik. Um síðustu helgi voru 700 Króatar búnir að tryggja sér að- göngumiða á leiki landsliðs síns, en það spilar leiki sína í riðlakeppninni í Lju- bljana. Búist er við að þegar flautað verður til leiks á fimmtudaginn hafi Króatar keypt þá 1.500 miða sem þeim standa til boða á hvern leik þeirra í riðlakeppninni en þeir eru með Dönum, Spánverjum og Portúgölum í riðli. Þjóðverjar eru næst áhugasamastir en síðast fréttist voru væntanlegir 430 manns frá Þýskalandi og höfðu þeir pantað sér miða og hótel. Nú á síðustu dögum hefur eftirvænting aukist í Ungverjalandi, en Ungverjar eiga hins vegar ekki eins auðvelt með að nálgast miða á leiki sína í riðlakeppninni, við Tékka, Íslendinga og Slóvena, þar sem ungverska handknattleikssambandið afþakkaði fyrir nokkru þann mið- akvóta sem þeim stóð til boða á leiki Evrópumótsins. Þá var áhugi heima- manna takmarkaður en eftir því sem nær hefur dregið, og árangur ung- verska landsliðsins verið framar von- um í síðustu vináttuleikjum, hefur áhugi ungversku þjóðarinnar að sama skapi vaxið. Uppselt er á alla leiki í C-riðli í Celje þar sem Ungverjar spila, heimamenn hafa séð til þess. Aðeins var hægt að kaupa miða á báða leiki hvers dags, ekki var mögulegt að kaupa miða á ein- staka leiki. Reiknað með 1.500 Króötum á EM í Ljubljana KÖRFUKNATTLEIKUR Dijon - Keflavík Bikarkeppni Evrópu, 8-liða úrslit Vestur- deildar, fyrsti leikur, þriðjudagur 20. jan- úar 2004. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram. Gangur leiksins: 10:0, 18:5, 24:12, 26:17, 33:19, 44:31, 55:43, 57:49, 66:58, 70:60, 78:64, 80:64, 104:92. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 37, Nick Bradford 26, Magnús Gunnarsson 11, Gunnar Einarsson 7, Davíð Jónsson 5, Halldór Halldórsson 4, Jón Nordal Haf- steinsson 2.  Sverrir Þór Sverrisson og Hjörtur Harð- arson komust ekki á blað að þessu sinni og Gunnar Stefánsson lék ekki með. 1. deild kvenna ÍS - Grindavík....................................... 57:64 Gangur leiksins: 15:17, 34:34, 46:44, 57:64. Stig ÍS: Stella Kristjánsdóttir 13, Guðríður Bjarnadóttir 12, Lovísa Guðmundsdóttir 11, Hafdís Helgadóttir 8, Alda Leif Jóns- dóttir 7, Svandís Sigurðardóttir 5, Guðrún Baldursdóttir 1. Stig Grindavíkur: Kesha Trady 32, Sólveig Gunnlaugsdóttir 16, Petrúnella Skúladóttir 6, Jovana Stefánsdóttir 5, Guðrún Guð- mundsdóttir 3, Erna Magnúsdóttir 2. Staðan: ÍS 13 9 4 838:742 18 Keflavík 12 9 3 991:761 18 KR 12 8 4 802:739 16 Njarðvík 12 5 7 722:846 10 Grindavík 13 4 9 774:855 8 ÍR 12 2 10 695:879 4 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Washington - Chicago.......................... 93:83 Atlanta - Indiana ................................ 97:100 LA Clippers - Sacramento............... 100:125 Minnesota - New Orleans .................... 97:90 Memphis - Houston.............................. 88:83 Golden State - Utah............................ 101:85 LA Lakers - Phoenix............................ 85:88 HANDKNATTLEIKUR Danmörk B - Ísland ............................. 24:23 Æfingaleikur karlalandsliða í Sorö, Dan- mörku, 19. janúar. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Sigfús Sigurðssson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sig- urðsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Ragnar Óskarsson 1, Jaliesky Garcia 1, Gunnar Berg Viktorsson 1, Gylfi Gylfason 1, Einar Örn Jónsson 1. KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, undanúrslit, fyrri leikur: Arsenal - Middlesbrough.........................0:1 Juninho 53. - 31,070. 2. deild: Grimsby - Wrexham................................. 1;3 Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, síðari leikur: Parma - Lazio ........................................... 1:1  Lazio áfram, 3:1 samanlagt ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Ásvellir: Haukar – ÍBV.........................19.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR – KA/Þór ...19.15 Hlíðarendi: Valur – Stjarnan ...............19.15 Framheimili: Fram – FH ..........................20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: DHL-höll: KR – Keflavík .....................19.15 Njarðvík: UMFN – ÍR..........................19.15 Í KVÖLD Íbv fór létt með Etar frá Búlgaríu í32 liða úrslitum um helgina, vann 38:16 í fyrri leiknum en tapaði síðan 17:18. Le Havre lék gegn Melveren frá Belgíu og vann tvo auðvelda sigra, 34:19 á heimavelli og 37:11 á útivelli. Frakkar urðu heimsmeistarar kvenna í desember en Le Havre átti engan leikmann í landsliðshópnum í keppninni. Með liðinu leika fimm er- lendir leikmenn, tveir þeirra frá Rúmeníu og hinir frá Króatíu, Kongó og Póllandi. Rúmenski mark- vörðurinn Ionica Munteanu er lang- besti leikmaður 1. deildarinnar, samkvæmt stigagjöf Handzone. Hún hefur varið 15,2 skot að með- altali í leik í vetur og er langt á und- an næsta markverði deildarinnar sem er með 9,9 varin skot í leik. Leikstjórnandinn Chantal Okoye frá Kongó er í þriðja sæti á listanum yfir bestu leikmenn deildarinnar og rúmenska skyttan Viorica Diaconu- Mincan er í fimmta sæti. Liðið á sem sagt þrjá af fimm bestu leik- mönnum deildarinnar á þessu tíma- bili. Okoye er jafnframt næstmarka- hæsti leikmaður deildarinnar þegar vítaköst eru ekki talin með, auk þess sem hún á flestar stoðsendingar allra leikmanna í deildinni. Næst á eftir henni á þeim lista er skyttan Laura Lerus-Orfevres, og á þessu má sjá að einstakir leikmenn liðsins hafa blómstrað á þessu keppnis- tímabili. Samkvæmt þessu fer ekki á milli mála að Eyjakonur eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum. Fyrri leikur liðanna fer fram í Le Havre, sem er hafnarborg á Ermarsundsströnd Frakklands, 14. eða 15. febrúar og sá síðari í Vestmannaeyjum viku síðar. ÍBV mætir franska liðinu Le Havre ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna mæta franska lið- inu Le Havre í 16-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu en dregið var til þeirra í gær. Le Havre er í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar, hefur unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli í átta leikjum en liðið á leik til góða á Besancon, sem er stigi ofar í öðru sæti. Metz er efst, hef- ur unnið alla 8 leiki sína. Hrannar Hólm formaður körfu-knattleiksdeildar Keflavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að upphafsmín- útur leiksins hefðu reynst þeim dýr- keyptar. „Við hófum leikinn í maður á mann vörn en þeir náðu að skora grimmt með því að fara einn gegn einum. Við réðum hreinlega ekki við þá og skiptum í svæðisvörn. Það gekk mun betur og við héldum í við þá það sem eftir er,“ sagði Hrannar en var samt sem áður viss um að Dijon væri hægt að leggja á heima- velli. „Við fengum góðar móttökur sem lið fyrir leikinn, fínar aðstæður og yfir engu að kvarta. En á leikn- um voru 3000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra og það var mikil spenna í okkar í liði. Upp úr sauð um miðjan leik er Magnús Gunn- arsson ýtti við einum frönskum leik- manni sem svaraði með því að taka Magnús hálstaki. Eftir þá rimmu var andrúmsloftið rafmagnað í höll- inni, í raun var það fjandsamlegt, en skemmtilegt. Hrannar bætti því við að Derrick Allen hefði átt stórleik og skoraði hann 37 stig. „Allen var á fullri ferð frá upphafi til enda en fékk krampa undir lok leiksins og gat því ekki beitt sér af öllu afli eftir það. Við tókum 44 fráköst líkt og þeir. Það kom okkur verulega á óvart en þetta franska lið er það besta sem við höf- um mætt í þessari keppni – en þeir eru ekki ósigrandi. Við áttum fínar rispur í öðrum og fjórða leikhluta. Og munurinn var minnstur sex stig í þeim þriðja. En þeir settu niður tvær þriggja stiga körfur í kjölfarið og hristu okkur af sér á ný,“ sagði Hrannar. Spurður hvort liðið hefði ekki saknað Fannars Ólafssonar sem fingurbrotnaði í fyrsta leik sín- um með liðinu á dögunum sagði for- maðurinn að svo hefði verið. „Í þess- um leikjum skiptir það öllu máli að hafa stóra og sterka leikmenn. Það er ekki endilega létt fyrir slíka leik- menn að skora, baráttan undir körf- unni er það mikil að stóru mennirnir okkar voru alveg örmagna eftir leik- inn. Það hefði verið fínt að hafa Hrannar í leiknum en það þýðir ekkert að vera svekkja sig á því. Hann er meiddur og kemur sterkari til baka. Ungir leikmenn í liðinu fengu tækifæri og stóðu sig vel. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir okkar lið. En við erum bjartsýnir á að geta gert betur á föstudaginn á Íslandi,“ sagði Hrannar. Dijon vann fyrstu rimmuna KEFLVÍKINGAR töpuðu í gær á útivelli gegn franska liðinu Dijon í fyrsta leik liðanna í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik, 104:92, en staðan í hálfleik var 57:49. Liðin mætast á ný á föstudag á heima- velli Keflvíkinga og þarf íslenska liðið að vinna þann leik til þess að fá oddaleik í Frakklandi um áframhald í keppninni. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Morgunblaðið/Árni Torfason Derrick Allen skoraði 37 stig í Dijon fyrir Keflvíkinga. HELSTU handboltasérfræðingar Dana eru bjartsýnir á gott gengi sinna manna í EM í Slóveníu. Þeir eru nánast á einu máli um að Danir verði í hópi sex efstu liða keppn- innar og eigi góða möguleika á að tryggja sér Ólympíusætið, sem sú þjóð fær sem verður efst af þeim sem ekki eru þegar komnar með keppnisrétt í Aþenu. Svíar, Danir, Serbar og Slóvenar eru meðal þeirra þjóða sem verða í þeim slag. Bent Nyegaard, þjálfari GOG sem þjálfaði ÍR og Fram á níunda áratug síðustu aldar, er reyndar nokkuð viss um að Svíar hirði Ól- ympíusætið. Hann hefur ákveðinn fyrirvara á sínum spádómum, sér- staklega vegna þess að hann var ákaflega bjartsýnn fyrir HM í Portúgal á síðasta ári þegar allt hrundi hjá Dönum. „Við munum aldrei vinna mótið en ef vel gengur getum við leikið um bronsið. Ég er í engum vafa um hæfileika liðsins en spurningin er hvort það sýni sitt besta þegar á hólminn er komið. Mér finnst Wint- her vera með ævintýralega gott lið í höndunum en því miður hefur oft farið þannig hjá okkur að við höf- um ekki staðið undir væntingum,“ sagði Nyegaard við BT. Anders Dahl-Nielsen, þjálfari Skjern og fyrrum þjálfari KR og danska landsliðsins, telur öruggt að liðið verði í hóp sex efstu. „Þetta er sama lið og var í Portúgal og nú er það reynslunni ríkara. Margir okk- ar leikmanna spila með bestu liðum Evrópu og þeir eiga að skila sömu frammistöðu og þar með landslið- inu. Danmörk fær örugglega Ól- ympíusætið, ég tel að við höfum svo gott tak á Svíum að við eigum að sigra þá,“ segir Anders Dahl. Hvað segja Danir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.