Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 17
www.lv.is Bjarnarflagsvirkjun og Bjarnarflagslína 1 Kynning á mati á umhverfisáhrifum í M‡vatnssveit Landsvirkjun kynnir sk‡rslu um mat á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 í opnu húsi á Hótel Reynihlí› í dag, mi›vikudaginn 21. janúar, frá klukkan 14.00 til 18.00. Á kynningarfundinum ver›a ni›urstö›ur mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar kynntar. Einnig gefst tækifæri til a› ræ›a vi› fulltrúa Landsvirkjunar og rá›gjafa fyrirtækisins. Sk‡rslur um mat á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 eru a›gengilegar á heimasí›u Landsvirkjunar www.lv.is. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jólaskreytingar verðlaunaðar | Það er orðinn árlegur viðburður að veita viðurkenn- ingar fyrir jólaskreytingar í Dalabyggð. Voru margir tilnefndir en eftirtaldir aðilar fengu verðlaun sem KB banki gaf í formi 10.000 króna inneignar. Í einstaklingsflokki unnu verðlaun þau Björn Anton Einarsson og Góa Haraldsdóttir á Búðarbraut 3, í flokki bændabýla unnu þau Jón Egill Jóhannsson og Bjargey Sigurðardóttir á Skerðings- stöðum og í flokki fyrirtækja var það Hár- húsið/Vínbúðin undir stjórn Jóhönnu Ein- arsdóttur og Sæmundar Jóhannssonar sem þóttu skara fram úr. Verðlaunhöfum var boð- ið til veislu í KB bankann þar sem Stefán Jónsson útibússtjóri veitti þeim verðlaunin ásamt Önnu Birnu Þráinsdóttur sýslumanni, er sat með honum í dómnefnd. Úr bæjarlífinu Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Viðukenning: Verðlaunahafar ásamt útibússtjóra, fulltrúa og sýslumanni. HÉÐAN OG ÞAÐAN Nýta ekki gistirýmið | Það hefur vakið at- hygli fulltrúa í atvinnu- og hafnaráði Reykja- nesbæjar að í tvö síðustu skiptin sem erlend- ar flugvélar hafa nauðlent á Keflavíkur- flugvelli hefur öllum farþegunum verið ekið á hótel Flugleiða í Reykjavík þótt hótelrými í Reykjanesbæj hafi staðið nánast autt. Kom það fram á síðasta fundi ráðsins. Atvinnu- og hafnaráðið ákvað að spyrjast fyrir um það hjá flugvallarstjóranum á Keflavíkurflugvelli, hvernig staðið væri að útvegun gistingar og annarrar þjónustu við farþega flugvéla sem lenda á Keflavík- urflugvelli vegna neyðarástands. Endurbætur | Um 240 umsóknir bárust um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum, en aug- lýst var eftir umsóknum um miðjan nóvember sl. Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Þegar er byrjað að flokka og vinna úr umsóknum en ráðgert er að tilkynna um afgreiðslu í síðari hluta febrúar. Íshokkíleikur fórfram í fyrsta skiptiá Hornafirði á sunnudaginn, svo vitað sé, skv. frétt á vefsíðunni horn.is. Leikið var á svo- kallaðri Óslandstjörn. Á horn.is segir að feðgarnir Ásgrímur og Ari Þorsteinsson hafi flutt þessa íþróttagrein inn frá Kanada en þar æfði Ásgrímur íshokkí áður en fjölskyldan flutti heim til Hafnar á síðasta ári. „Ari segist hafa átt tvö mörk og tvo markmannsbúninga en töluvert af búnaði þarf í þessari grein, hraðinn er mikill og nauðsynlegt að hafa góðar hlífar. Fyrirhugað er að stofna Skautafélag Hornafjarðar og segir Ari að félagið muni starfa í tveimur deild- um, íshokkídeild og list- dansdeild,“ segir í frétt- inni. Hokkí á Höfn SKAFTAFELL, nýjasta vöruflutningaskip Sam- skipa, kom til hafnar á Reyðarfirði í gær. Skafta- fellið er tæplega fimm þúsund tonna gámaskip og þriðja skipið sem Sam- skip er með í föstum áætl- unarsiglingum milli Ís- lands og Evrópu og jafn- framt fjórtánda skipið í reglubundnum siglingum hjá félaginu. Einnig hefur það allmörg skip í ýmsum sérverkefnum. Siglt verður á 14 daga fresti og auk Reyðar- fjarðar eru Grundartangi og Færeyjar nýir áfanga- staðir Samskipa á þessari nýju siglingaleið milli Ís- lands og meginlands Evr- ópu. Aðrir viðkomustaðir skipsins eru Immingham á Bretlandseyjum og Rot- terdam í Hollandi. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Nýtt skip Samskipa til Reyðarfjarðar Í sambandi við meintvanhæfi Péturs H.Blöndal hefur rifjast upp að Sigurvini Ein- arssyni var synjað með forsetaúrskurði um að fá að greiða atkvæði um fjár- veitingu til kirkju á Rauðasandi, sem hafði fokið og var bændakirkja í eigu hans sjálfs. Skömmu áður hafði Hannibal Valdi- marsson sest að í Selárdal. Af því tilefni kvað Karl Kristjánsson: Saurbær kirkju sviptur skal, sálir í nauðum húka. En svo er kirkja í Selárdal sem á eftir að fjúka. Í stórhríðinni sem brast á á Norðurlandi í síðustu viku orti Móri: Víkurskarðs í skafli sat: „Í skelfing þess ég beiði elsku drottinn gef mér gat í gegnum Vaðlaheiði.“ Þessi staka gefur tilefni til að rifja upp vísu Páls Guð- mundssonar á Hjálms- stöðum: Næðir fjúk um beran búk byltist skafl að hreysi, tunglið yfir Hekluhnjúk hangir í reiðileysi. Rauðasandskirkja Mývatnssveit | Þeir eru bjart- sýnir og framkvæmdaglaðir þessir vösku menn sem hér standa á þaki snjóhúss og fagna því með þjóðfánanum að hafa komið þaki yfir húsið hans Ingva Ragnars Kristjánssonar í Sel hóteli Skútustöðum. Það var í fyrravetur sem Yngvi Ragnar reisti fyrst þvílíkt hús en þá voru máttarvöldin ekki hliðholl framkvæmdinni og bræddu niður fyrir honum húsið um það bil þegar það var að verða tilbúið. En það beygði ekki Yngva Ragnar, hann er byrjaður öðru sinni. Fullur bjartsýni og framkæmdagleði er hann kom- inn vel á veg með nýtt snjóhús. Hann hefur öðlast reynslu og viðhefur önnur vinnubrögð en í fyrra við bygginguna mokar t.d. sjónum upp með kranabíl og kælikerfi verður í húsinu til að verjast óvæntum hlákum. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið um miðjan febrúar. Þarna verð- ur aðstaða til veitinga og eflaust verður hægt að fá þar gistingu ef mönnum sýnist svo. Hver uppá- koman eftir aðra er framundan á vegum Yngva Ragnars fram á vorið og mun snjóhúsið nýtast vel. Vonandi er að sá góði snjór sem nú er hér og loksins nóg af, verði þaulsætinn í sveitinni til vors þannig að útivistarfólk fái vel notið Mývatnssveitar í vetr- arbúningi. Morgunblaðið/BFH Á þaki snjóhússins: Friðrik Steingrímsson, Sigurður Kristjánsson, Sverrir Karlsson og Yngvi Ragnar Kristjánsson. Þeir vinna nú baki brotnu við byggingu snjóhússins. Veitingar og uppákomur í snjóhúsi Nýjung SKÓLANEFND Árborgar samþykkti á fundi sínum á mánudag að mæla með Guð- mundi Ó. Ásmundssyni í stöðu skólastjóra við Suðurbyggðarskóla. Ráðgjafanefnd taldi Birgi Edwald hæfastan til að gegna stöðunni, en fulltrúum kennara og foreldra í skólanefndinni fannst gengið fram hjá Páli Leó Jónssyni. Ráðgjafanefnd komst að þeirri niður- stöðu að Birgir Edwald, Guðmundur Ó. Ás- mundsson og Páll Leó Jónsson uppfylltu þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu um stöðuna. Eftir gagnaöflun og viðtöl taldi nefndin að Birgir og Guðmundur Ó. væru hæfastir til að gegna stöðunni og Birgir hæfari af þeim tveimur. Í umsögn meiri- hluta skólanefndar segir að ráðgjafanefndin mæli með Birgi vegna reynslu hans af skólaþróunarverkefnum, þekkingu á kennslufræðum og tölvu- og upplýsinga- tækni, en skólanefndin sé ekki fyllilega sam- mála þessari niðurstöðu nefndarinnar og forsendum hennar. Nefndarmenn vilji einn- ig líta til þess að Guðmundur Ó. Ásmunds- son hafi meiri reynslu af skólastjórn en Birgir. „Hann hefur, auk þess að vera að- stoðarskólastjóri, gegnt skólastjórastöðu í eitt ár við erfiðar aðstæður í stórum skóla,“ segir í umsögninni. „Þá þurfti hann meðal annars að takast á við það mikla umrót sem átti sér stað við sameiningu grunnskólanna á Selfossi og leiddi samstarfsfólk sitt saman til farsælla verka. Þetta styður það álit okk- ar að Guðmundur uppfylli þau skilyrði sem fram koma í auglýsingunni um frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálfstæði í vinnubrögð- um og hæfni í mannlegum samskiptum.“ Bókuðu mótmæli Ari Thorarensen sat hjá en bókaði að ráð- gjafinn Hafsteinn Karlsson „hafi verið al- gerlega óhæfur til að fjalla um ráðningu Páls þar sem Hafsteinn er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og Páll fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar. Það er mat mitt að þar sem 17 ára reynsla Páls sem skólastjóra og reynsla hans af öðrum félagsmálum langt umfram hina umsækjendurna sé að engu gerð og 13 ára samanlögð aðstoðarskólastjórnun hinna umsækjendanna tveggja lögð að einhverj- um líkum, sé um hreina pólitík að ræða en ekki vönduð vinnubrögð ráðgjafanna.“ Í bókun Kristins M. Bárðarsonar segir meðal annars: „Páll Leó hefur að mínu mati yfirburða þekkingu og reynslu sem stjórn- andi og er því hæfastur til starfans.“ Deilur vegna ráðningar skólastjóra      

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.