Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 40

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Svínið mitt framhald ... RÚNAR © DARGAUD © DARGAUD KOMIÐ SARA! ÞÖKK SÉ ÞESSARI FRÁBÆRU MANN- LÝSINGU GETUM VIÐ LOKS- INS FUNDIÐ MORÐINGJA JÚLÍUSAR SESARS! VIÐ VERÐUM AÐ LÁTA SARDET VITA AF þESSU SEM FYRST! FULLTRÚI! ÞÉR HEFÐUÐ EKKI GETAÐ ... ÉG VAR AÐ REYNA AÐ NÁ Í þIG Í SENDIRÁÐINU. FYRST AF ÖLLU, VIL ... GLEÐUR MIG AÐ HITTA YÐUR AFTUR SARA! MÉR VAR SAGT AÐ ÞÚ VÆRIR KOMIN ... ÉG VAR FARINN AÐ HLAKKA TIL AÐ ... ÉG VIL AÐ EITTHVAÐ VERÐI GERT FYRIR FRÆNDA MINN! FRÆNDA ÞINN? HVAÐ HEFUR KOMIÐ FYRIR HANN? É ... ÉG VIL BENDA ÞÉR Á AÐ VIÐ ERUM AÐ FARA ÚT ÚR PARÍS HERRA ... VIL ...VILTU AÐ VIÐ HÖLDUM ÁFRAM? HEF ÉG SAGT EITTHVAÐ ANNAÐ KÚTUR? ... SVONANÚ, GEFÐU Í, VIÐ ERUM AÐ DRAGAST AFTUR ÚR. ÉG ER SVO GLÖÐ!! JÆJA, OFSALEGA ERTU GLÖÐ JÁHÁ, MAMMA ... HVAÐA GLEÐI TÍÐINDI HEFUR ÞÚ AÐ FÆRA ... 10 Í ÍSLENSKU NEI, EN KENNARINN ÆTLAR MEÐ OKKUR Á STÖNDINA ... MÁ ÉG FARA, ELSKU MAMMA ... AUÐVITA MÁTTU ÞAÐ AAAH... SJÓRINN ÉG NEITA ALVEG AÐ FARA Í ÞESSA ASNALEGU FERÐ...!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NOKKRAR umræður hafa orðið um heimildameðferð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í bókinni Halldór sem kom út nú fyrir jólin. Til skemmtunar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til að skoða hvernig Hannes notar texta úr öðrum verkum sýni ég hér dæmi og ber saman texta Halldórs Kiljans Laxness og texta Hannesar: HKL: Vefarinn mikli frá Kasmír 5. útg. Rv. 1990, bls. 91–92 (Steinn Elliði á norðurleið) Í klefa annars farrýmis Roma- Paris-hraðlestarinnar situr Steinn Elliði að kvöldi norðrí Modane, franska landamærabænum. Hann hefur sveipað að sér þykkum ferða- frakkanum, situr við gluggann, horf- ir út og bíður þess að lestin haldi á stað til Parísar. Í klefanum eru auk hans bresk hjón roskin, sofandi eins og múrmeldýr, frúin vafin innaní heljarmikið ferðabrekán, bóndinn undir meginlandsútgáfunni af Daily Mail. Biðin á landamærastöðvunum er laung og þreytandi. Fyrir utan gluggann stendur mað- ur með æki af koddum sem eru falir til leigu fyrir tvær lírur. Frúr mínar og herrar! segir maðurinn í sífellu, mjúkur koddi á tvær lírur! Hressing- arsalar og blaðakarlar þyrlast hverj- ir innanum aðra rauðir og bláir af öskri, raddir þeirra ýmist eins og neyðaróp eða hótanir. Burðarkarlar, brautarþjónar, tollverðir og lög- gæslumenn hlaupa uppí fángið á öðr- um og eru að bjarga ríkinu, og eing- inn skilur þennan æðibunugáng, því farþegar eru laungu afgreiddir og flestir stignir inn. Reykjandi her- menn með laung sverð spígspora fram og aftur um stéttina og flimta um stelpurnar í bænum. Rínglaður ferðalángur sem hefur gert ein- hverja vitleysu og týnt af sér hatt- inum stendur uppi einsog þvara framaní þremur embættismönnum ríkisins og er skrifaður upp. Ein- stöku reyndir ferðamenn gánga um gólf á járnbrautarstöðinni, vita að ekkert stoðar að fjasa, en nota biðina til að liðka sig eftir dægurlánga lest- arsetu. Steinn hallar sér uppí hornið við vagngluggann og bíður aðgerðarlaus að öðru leyti en því að við og við seil- ist hann niðrí frakkavasann eftir hnot og mölvar undir lokinu á ösku- bikarnum, sem festur er innaná klefahurðina, stíngur síðan kjarnan- um í munn sér. Loksins! Lestin tekur kipp, fyrst aftrábak einsog hún ætli að hlaupa til, þá lítið eitt áfram; þvínæst tekur hún úr- slitakippinn, rennur á stað. HHG: Halldór Rv. 2003, bls. 312 (Halldór á suðurleið) Í franska landamærabænum Mod- ane nam lestin staðar. Í klefanum voru auk Halldórs bresk hjón, rosk- in, sem steinsváfu, konan vafin inn í þykkt teppi, bóndi hennar undir meginlandsútgáfunni af Daily Mail. Biðin á brautarstöðinni var löng og þreytandi. Hressingarsalar og blaða- karlar þyrptust hverjir innan um aðra rauðir og bláir af öskri, raddir þeirra ýmist eins og neyðaróp eða hótanir. Burðarkarlar, brautarþjón- ar, tollverðir og löggæslumenn hlupu upp í fangið hver á öðrum. Þessi æðibunugangur var illskiljanlegur, því að farþegar voru löngu afgreiddir og flestir stignir inn. Hermenn með löng sverð og vindling í munni spíg- sporuðu um stéttina og flimtuðu um stúlkur. Ringlaður ferðalangur, sem hafði týnt af sér hattinum, stóð uppi eins og þvara framan í þremur emb- ættismönnum og var skrifaður upp. Nokkrir vanir ferðamenn gengu um gólf á járnbrautarstöðinni. Þeir vissu, að ekkert stoðaði að kvarta, og notuðu biðina til að liðka sig eftir dægurlanga lestarsetu. Halldór hall- aði sér upp í hornið við vagngluggann og beið aðgerðalaus að öðru leyti en því, að öðru hverju seildist hann nið- ur í jakkavasann eftir hnot og mölv- aði undir lokinu á öskubikarnum, sem var festur inn á klefahurðina, og stakk síðan kjarnanum í munn sér.6 Loksins tók lestin kipp, fyrst aftur á bak eins og hún ætlaði að hlaupa til, síðan lítið eitt fram, því næst tók hún úrslitakippinn, rann af stað. 6 Vefarinn mikli frá Kasmír, 30. k. Texti Hannesar fyllir tæpa hálfa síðu í bók hans. Tilvitnunin í Vefarann er í lok næstsíðustu setningar í texta Hannesar, en upphafs og endis þess- arar tilvitnunar er ekki getið. Hann- es styttir fyrsta hluta texta Halldórs en það vekur athygli að frá og með orðunum „Hressingarsalar og blaða- salar ...“ er textinn nánast samhljóða. Fróðlegt væri að vita hvaða tilgangi það þjónar að breyta orðunum stelp- ur í stúlkur, frakkavasa í jakkavasa o.s.frv. Hinsvegar er skiljanlegt að breyta þurfi Steinn í Halldór, nútíð í þátíð og nota „stafsetningu stjórnar- ráðsins“ til að fella texta Halldórs inn í bók Hannesar svo lítið beri á. Á meðan fræðimenn brjóta heilann um hvort bók þessi verðskuldi ís- lensku bókmenntaverðlaunin og há- skólaráðstefnu um ævisagnaritun gæti markhópur höfundarins, al- menningur, velt fyrir sér hvort verk- inu hæfi e.t.v. sömu laun og það að taka til láns í Þjóðleikhúsinu og BYKO. SÍMON STEINGRÍMSSON, Laugateigi 24, Reykjavík. Hannes tekur til láns Frá Símoni Steingrímssyni FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.