Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hægt að treysta því
ÉG hef heyrt að sumir hafi
sagt upp Morgunblaðinu
eftir að Fréttablaðið kom á
markaðinn. Ég skil ekki
hvernig fólk getur gert það
því ég a.m.k. fæ ekki
Fréttablaðið nema eftir
dúk og disk, og nánast aldr-
ei á mánudögum.
Sá að einhver var að
kvarta undan smáauglýs-
ingum í Morgunblaðinu en
finnst gott mál að hafa þær
í blaðinu.
Ég vil lýsa yfir ánægju
minni með blaðburðarfólk
Morgunblaðsins hér í Foss-
voginum, blaðið er alltaf
komið inn um lúguna fyrir
klukkan 7 á morgnana.
Upp með Morgunblaðið,
það er hægt að treysta því.
Íbúi við Giljaland.
Að mynda
sér skoðun
SVEI mér þá, ég held að
Henrik Ibsen hafi haft rétt
fyrir sér þegar hann sagði
„Meirihlutinn hefur alltaf á
röngu að standa“.
Nema hvað ég hugsa um
þessi orð þegar ég fæ vart
frið fyrir starfsfólki Gallup.
Allir verða alltaf að hafa
skoðun á öllu svo hægt sé
að finna út hvaða væringar
eru í þjóðarsálinni með
slíkum skoðanakönnunum.
Svo eru niðurstöðurnar
birtar úr könnuninni og þá
er alveg vitað hvað þjóðin
er að hugsa, sama hvaða
tjara eða rugl það er.
Hið upplýsta nútíma-
samfélag þarf að setja sig
inn í og mynda sér skoðun á
hommum, lesbíum, rjúpu-
veiði, kynlífi nágrannans,
sparnaði í Stúdentaráði og
stöðu krónunnar. Bara að
nefna það. Óþolandi.
Ólafur Þórisson.
Tapað/fundið
Rauða kortið
týndist
UNG kona týndi nýju
rauðu korti í strætó, leið 3,
um sjöleytið sl. þriðjudag.
Saknar hún kortsins og er
það mikið tjón fyrir hana að
missa það. Þeir sem hafa
fundið kortið eru beðnir að
hafa samband í síma
867 2802.
Sjal í óskilum
SJAL fannst á horni Braut-
arholts og Stórholts. Upp-
lýsingar í síma 554 5263.
Dýrahald
Fressköttur
í óskilum
GRÁBRÖNDÓTTUR
fressköttur, mjög fallegur
en ekki fullvaxinn, ca 8–9
mánaða, er í óskilum á
Njálsgötu. Hann er ólar-
laus og ómerktur. Upplýs-
ingar í síma 551 9364.
Steingrá læða
í óskilum
STEINGRÁ læða, u.þ.b.
4–5 mánaða gömul, hefur
sest að á Hraunteig 20 í
Reykjavík. Hún er ómerkt
en virðist vera vön fólki og
vera kassavön. Ef einhver
kannast við hana eða vill
taka hana að sér þá er sím-
inn hjá okkur 690 0047 eða
690 0048.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa s. 551 4349, fax.
552 5277, mataraðstoð
kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
10.30–11.30 heilsu-
gæsla, kl. 13–16.30
smíðar og handavinna,
kl. 13 spil.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–12.30 bað, kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 13–16.30
bridge/vist, kl. 13–16
glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við bað, kl. 10 leik-
fimi, kl. 14.30 bankinn,
kl. 14.40 ferð í Bónus.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 bankinn, kl.
11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 9, aðstoð við
böðun, kl. 13, leikfimi
og kl. 14, sagan.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 postu-
lín, kl. 9–16 leir-
munagerð.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Stólaleikfimi
kl. 9.30, kvennaleikfimi
kl. 10.20 og kl. 11.15,
handavinnuhorn kl. 13.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skrifstofan
er opin í dag frá kl. 10–
11.30, viðtalstími í Gjá-
bakka kl. 15–16.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Opnað kl. 9, myndment
kl. 10–16, línudans kl.
11, pílukast kl. 13.30,
biljard kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda æf-
ing kl. 13.
Söngfélag FEB kóræf-
ing kl. 17, línudans-
kennsla kl. 19.15.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10.30 gamlir leikir og
dansar, sund- og leik-
fimiæfinga í Breið-
holtslaug, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing. Sími
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 boccia, kl. 9.30
og kl. 13 glerlist, kl. 13
félagsvist, kl. 16 hring-
dansar, kl. 17. bobb. Kl.
15.15 söngur Guðrún
Lilja mætir með gít-
arinn.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 11 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
13–16.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður
og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
15–18 myndlist. Inn-
ritun á þorrablótið 23.
janúar stendur yfir.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun, fimmtudag,
pútt á Korpúlfsstöðum
kl.10.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl.
13–13.30 bankinn, kl. 14
félagsvist, kaffi og
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 10–11.30
ganga, kl. 9.15–16
myndmennt, kl. 12.15–
14.30 verslunarferð, kl.
13–14 spurt og spjallað,
kl. 13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl 8.45
smiðja, kl. 10 búta-
saumur, bókband, kl.
13 föndur og kóræfing,
kl. 12.30 verslunarferð.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13–
16 keramik, taumálun,
föndur, kl. 15 bókabíll-
inn.
Vinahjálp, brids spilað
á Hótel Sögu í dag kl.
13.30.
Hafnargönguhóp-
urinn. Kvöldganga kl.
20 miðvikudaga. Lagt
af stað frá horni Hafn-
arhússins.
Kvenfélagið Aldan,
fundur verður í kvöld í
Borgartúni 18, 3. hæð
kl. 20.30 spiluð fé-
lagsvist.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 19.30 félagsvist.
Öldungaráð Hauka.
Fyrsti fundur ársins í
kvöld á Ásvöllum kl. 20.
ITC Fífa. 300. fund-
urinn er í kvöld kl.
20.15 í Safnaðarheimili
Hjallakirkju Álfaheiði
17, Kóp. Á dagskrá
verður sérstök kynning
á starfinu. Allir áhuga-
samir velkomnir.
www.simnet.is/itc/fifa
netf. itcfifa@isl.is
Í dag er miðvikudagur 21. jan-
úar, 21. dagur ársins 2004,
Agnesarmessa. Orð dagsins:
Hann veitti sálum vorum lífið og
lét oss eigi verða valta á fótum.
(Sl. 66, 9.)
Á Múrnum fjallar Ár-mann Jakobsson um
deilur sem hafa spunnist
um Sparisjóð Reykjavík-
ur og nágrennis og meint
vanhæfi Péturs Blöndals,
alþingismanns og for-
manns efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis.
„Það segir kannski sína
sögu að í þessa efnislegu
deilu um framtíð spari-
sjóðanna sé nú hlaupin
mikil harka og hún snú-
ist nú um form, þ.e. ekki
framtíð sparisjóðanna
heldur vanhæfi Péturs
Blöndals.“ Hann furðar
sig ekkert á hringlanda-
hætti Samfylkingarinnar
í málinu. „Það kemur
kannski ekki á óvart að
eins og í öðrum deilum
um form er Samfylkingin
hér í aðalhlutverki. Erf-
itt er að átta sig á hvaða
stefnu Samfylkingin hef-
ur í stóra málinu, þ.e.
hvort rétt sé að spari-
sjóðir hlutafélagavæðist.
Þar virðast Sjálfstæð-
isflokkurinn og Vinstri-
grænir vera pólarnir.
Þess í stað snýst pólitík
Samfylkingarinnar um
það hvort Pétur Blöndal
sé vanhæfur eða ekki,“
segir Ármann.
Áfram heldur hann: „Sáer þetta ritar hefur
aldrei verið aðdáandi
Péturs Blöndals, er
hvorki sammála honum
um grundvallaratriði í
pólitík eða hrifinn af
hans málflutningi yf-
irleitt. Hins vegar verður
að viðurkennast eins og
er að Pétur hefur nokk-
uð til síns máls: Formsins
vegna eru alþingismenn
sjaldnast vanhæfir. Al-
þingi er löggjaf-
arsamkunda en ekki
dómstóll eða stjórnsýslu-
stofnun. Að vísu má
segja að sumar gjörðir
Alþingis nálgist þessi
svið bæði en almennt séð
er erfitt að sjá hvernig
þingmenn geta orðið
vanhæfir nema í sér-
stökum tilvikum, t.d. ef
þeir njóta góðs af fjár-
lögum. Þess vegna virð-
ast það í fljótu bragði
mistök hjá talsmönnum
Samfylkingarinnar, til að
mynda Svanfríði Jón-
asdóttur og Lúðvík Berg-
vinssyni, að tönnlast á
orðinu vanhæfi. Því að
Pétur afgreiðir ekki
þetta mál með form-
legum hætti, hann stjórn-
ar aðeins umræðu um
það.“
Ármann segir það svoallt annað mál hvort
það sé skynsamlegt eða
siðferðislega rétt af Pétri
að víkja ekki sæti. „Vera
hans „báðum megin
borðsins“ skapar aðeins
tortryggni – og eykur
þar að auki hættu á að
umræða um málið taki að
snúast um keisarans
skegg, eins og raunin
hefur orðið. Þannig ber
Pétur ábyrgð á því, alveg
eins og Samfylkingin, að
umræðan er farin að snú-
ast um formleg og tækni-
leg atriði en ekki málið
sjálft.“ Dæmigert sé að
umræður gufi upp í
tæknilegum ágreinings-
efnum svo almenningur
skilji hvorki upp né niður
í því, segir Ármann.
STAKSTEINAR
Tal um vanhæfi mistök
Samfylkingarinnar
Víkverji skrifar...
Víkverji tilheyrir þeimstóra hópi lands-
manna sem fylgdist
með Idol-keppninni á
Stöð 2, og gekk svo
langt að kaupa sér
meira að segja áskrift
rétt fyrir úrslitakvöldið
til að fá óbrenglaða
mynd af herlegheit-
unum. Víkverji, sem
hefur haft Sýn á heim-
ilinu til að fullnægja fót-
boltaþörfum sínum, hef-
ur látið sér duga hljóðið
í útsendingum frá
keppninni eða þá snap-
að sér kvöldverð eða
partí hjá vinum og
vandamönnum í áskrif-
endahópi Stöðvar 2.
x x x
Keppnin var óneitanlega frábærtsjónvarpsefni, sem allir virtust
hafa skoðanir á, jákvæðar sem nei-
kvæðar. Þannig var það á heimili Vík-
verja að menn mynduðu sér ekki síð-
ur skoðanir á frammistöðu
dómaranna en keppendanna. Flestir
geta verið sammála um að besti
söngvarinn vann, hann Kalli Bjarni,
sjóari úr Grindavík, sem líklega mun
ekki skila af sér svo miklu í saltan sjó
á næstu árum (nema að hann kjósi
það sérstaklega í frítíma sínum!).
x x x
Á heildina litið stóðu dómararnir siglíka vel, þau Þorvaldur, Sigga og
Bubbi. Það sem Víkverji er þó ósáttur
við er mismunandi og ósannfærandi
dómgæsla Bubba í garð Önnu Katr-
ínar. Á fyrstu stigum talaði hann um
hana sem „sjarmatröll“ og vissulega
tókst henni að heilla marga áhorf-
endur. En Víkverji trúði vart sínum
eigin augum þegar Bubbi stóð upp
fyrir henni og klappaði þegar Anna
Katrín átti heldur slaka frammistöðu
í þriðja síðasta þættinum. Hún átti
varla slíkan dóm skilið, því aðrir
keppendur stóðu sig mun betur. Viku
síðar var eins og Bubbi hefði fyrst
áttað sig og sagði Önnu þá hafa senni-
lega verið að syngja sig út úr keppn-
inni, einmitt þegar hún stóð sig í raun
betur en vikuna áður. Þarna missti
Víkverji allt álit sitt á Bubba Morth-
ens í þessu dómarahlutverki, sem er í
raun synd því hann (Bubbi) náði oft
að túlka það sem almenningur var að
hugsa og spáði rétt um hverjir dyttu
úr leik. Síðan var afstaða hans í garð
Jóns Sigurðssonar óþarflega neikvæð
að mati Víkverja og það var ekki fyrr
en á úrslitakvöldinu sem Bubbi „píndi
sig“ til að segja eitthvað jákvætt um
hann.
x x x
Svona gæti Víkverji haldið lengiáfram að skrifa um Idol-ið en læt-
ur hér staðar numið og bíður spennt-
ur eftir því að Stöð 2 efni til annarrar
keppni. Við eigum áreiðanlega fullt af
poppstjörnum, bara ef leitað er nógu
vel og vandlega.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kalli Bjarni, sigurvegari Idol-keppninnar,
fagnar sigri.
LÁRÉTT
1 safna saman, 4 óstelv-
ísa, 7 gamalt, 8 tekur, 9
gott eðli, 11 hey, 13 byl-
ur, 14 skreytnin, 15 úr-
ræði, 17 borðar, 20
agnúi, 22 fótþurrka, 23
leyfum afnot, 24 missa
marks, 25 ráfa.
LÓÐRÉTT
1 hlaupastörf, 2 óbeit, 3
ójafna, 4 þorpara, 5 stór,
6 ákveð, 10 fara með
þvætting, 12 rödd, 13
liðamót, 15 óhrein, 16
náði í, 18 nes, 19 hæsi, 20
skotts, 21 vel fær.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 haldgóður, 8 síðan, 9 aftur, 10 got, 11 rengi, 13
tíkin, 15 sekta, 18 sagga, 21 fok, 22 flatt, 23 ansar, 24
barnæskan.
Lóðrétt: 2 agðan, 3 dengi, 4 ólatt, 5 umtak, 6 Æsir, 7
grun, 12 get, 14 íla, 15 safi, 16 klafa, 17 aftan, 18 skass,
19 giska, 20 arra.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html