Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 26
Vésteinn Ólason Í FORYSTUGREIN 14. jan. s.l. vakti Morgunblaðið athygli á fyr- irhugaðri endurkomu Tímarits Máls og menningar og fagnaði henni. Það er ánægjuefni fyrir Tímaritið að fá klapp á öxlina frá svo stórum bróður. Þó finnst okkur gömlum ritstjórum þess og nýjum ástæða til að gera at- hugasemdir við fáeinar línur í þessu heillaskeyti. Þar segir: „Áratugum saman var það vettvangur vinstri- manna og sósíalista sem beittu því til að upphefja skáld og rithöfunda og aðra listamenn, sem voru hliðhollir sjónarmiðum þeirra, en jafnframt til þess að gera lítið úr þeim sem voru andstæðir pólitík útgefendanna.“ Við gerum ráð fyrir að þessi orð séu til marks um að sá sem skrifar sé ann- aðhvort þekkingarlítill eða gleyminn fremur en að um vísvitandi rang- færslu sé að ræða. Þau kallast skemmtilega á við forystugrein sama blaðs tveimur dögum fyrr, en þar var kvartað yfir aðdróttunum í garð Morgunblaðsins, svo sem þeirri að eitthvað annað en málefnalegar ástæður hafi ráðið afstöðu þess um árabil til fyrirtækja eins og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga eða Árvakurs hf, eigin útgáfufélags. Samkvæmt söguskoðun blaðsins lít- ur því út fyrir að Morgunblaðið hafi á liðnum áratugum harðvítugrar bar- áttu um hugsjónir og hagsmuni verið hreint hugsjónamálgagn, hafið yfir flokkapólitík, en á móti hafi verið málgögn sem var „beitt til að upp- hefja“ skoðanabræður og „gera lítið úr“ pólitískum andstæðingum. Ætli þetta sé nú öldungis rétt? Tímarit Máls og menningar var frá byrjun (1940) málgagn róttækra, vinstri sinnaðra afla. Ritstjóri þess fyrstu áratugina var Kristinn E. Andrésson, sannfærður sósíalisti og þingmaður Sósíalistaflokksins um skeið. Eins og vænta má bar hann fram hugsjónir sínar og viðhorf í rit- stjórnarávörpum Tímaritsins, bæði til íslenskra þjóðmála og alþjóða- mála. Fleiri vinstri menn fjölluðu þar um slík mál, og er sá málflutningur eins og vænta má á þeim árum, mjög eindreginn og fer ekki í felur með af- stöðu höfundanna. Þetta var auðvit- að fullkomlega heiðarlegt. En hvern- ig skyldi vera með umfjöllun um bókmenntir? Er hún eins og ráða má af þeim ummælum Morgunblaðsins sem fyrr var vitnað til? Var tímaritið tæki til að hæla vinstrimönnum meira en þeir áttu skilið og gera lítið úr góðum höfundum með aðrar skoð- anir? Var Tímaritið óheiðarlegt? Í Efnisskrá Tímarits Máls og menningar 1940-1976 eru skráðir 567 ritdómar um nýjar bækur, og verður ekki annað séð en að þar sé fjallað um helstu bókmenntaverk tímabils- ins án tillits til pólitískrar afstöðu höfundanna. Aðalmælikvarðinn virð- ist vera listrænn og fagurfræðilegur. Þannig fékk Gunnar Benediktsson, einn helsti samherji Kristins, á bauk- inn fyrir að troða of miklum boðskap inn í skáldsögur sínar á kostnað skáldskaparins, og Stefán Jónsson fékk svipaða útreið fyrir æskuverk sín, svo að vitnað sé í tvo af ritdómum Kristins. Ekki vægði Halldór Lax- ness heldur samherja sínum og skáldbróður Ólafi Jóhanni Sigurðs- syni þegar hann gagnrýndi harka- lega eina af öndvegisskáldsögum hans, Fjallið og drauminn. Því fer reyndar fjarri að ritdómarar Tíma- ritsins á þessu tímabili hafi verið haldnir pólitískri þröngsýni, þorri þeirra mundi þvert á móti teljast til frjálslyndra menntamanna þó að þeir hölluðust flestir vissulega til vinstri. Fyrstu áratugir í sögu Tímarits Máls og menningar voru tímabil harðra pólitískra deilna sem mótuðu einnig menningarumræðuna. En við leyfum okkur að halda því fram að Tímaritið hafi á þessu tímabili ein- kennst af mun meiri víðsýni og óhlut- drægni en Morgunblaðið, með allri virðingu fyrir því á síðari árum. Í því sambandi má til dæmis skoða afstöðu blaðsins til fremsta rithöfundar tíma- bilsins, Halldórs Laxness. Morg- unblaðið lét ekki svo lítið að birta rit- dóma um þau verk skáldsins sem voru að koma út um þetta leyti, sagnabálkinn Heimsljós (1937-40). Og blaðið lætur sér ekki segjast þó að Sigurður Nordal skrifaði lofsam- lega um verkið í Lesbókina 1940 þar sem hann undrast þögnina um verk Halldórs og gerir því skóna að hann sé sennilega of stór til að samtíðin geti metið hann að verðleikum. Eina umfjöllunin sem á eftir kemur er skammargrein í Lesbók 1941 eftir Sigurjón Jónsson lækni með löngum lista yfir ljót orð og óvandað málfar í þessum sagnabálki. Og Morgun- blaðið fjallaði aðeins um þrjár af tíu ljóðabókum eins listrænasta ljóð- skálds tímabilsins, Guðmundar Böðvarssonar. Rétt er að hafa í huga að dæg- urskrif um bókmenntir og listir hljóta alltaf að einhverju marki að mótast af lífsskoðunum þess sem skrifar. Því er eðlilegt að munur hafi verið á bókmenntalegum viðhorfum og umfjöllun Morgunblaðsins og Tímarits Máls og menningar um langt árabil, bæði um efnisval og dóma. Á síðustu áratugum hefur bókmenntaumfjöllunin orðið fag- legri, en ekki endilega skemmtilegri af þeim sökum, en við berum af Tímariti Máls og menningar allar sakir um óheiðarlega bókmennta- rýni. „Ástæðulaust þekkingarleysi“ um Tímarit Máls og menningar Silja Aðalsteinsdóttir, Vésteinn Ólason og Þorleifur Hauksson gera athugasemdir við leiðara ’Það er ánægjuefni fyr-ir Tímaritið að fá klapp á öxlina frá svo stórum bróður.‘ Þorleifur Hauksson Silja er ritstjóri nýendurreists Tíma- rits Máls og menningar, Vésteinn er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar og Þorleifur er sjálf- stætt starfandi fræðimaður í Reykja- víkurAkademíunni. Þau hafa öll verið ritstjórar TMM. Silja Aðalsteinsdóttir UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI með eignir og yfirráð yfir fyrirtækjum undanfarin misseri hafa verið risavaxin. Þau gefa að ein- hverju leyti innsýn í þá framtíð sem er óhjá- kvæmileg á Íslandi. Óhjákvæmileg vegna þess að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um að opna landið fyrir viðskiptum verða ekki aftur teknar, til þess munu aldrei verða póli- tískar forsendur. Stjórnvöld þurfa af þessum ástæðum að skoða vandlega sam- keppnisumhverfið á hverju sviði og það með hvaða hætti risarnir á markaði nota afl sitt þar. Reglum getur þurft að breyta og setja nýjar. Sú viðurkenning á gagnkvæmum rétti manna til að stunda viðskipti og atvinnurekstur sem felst í þeim al- þjóðasamningum sem við höfum gerst aðilar að setur okkur þó að sjálfsögðu skorður hvað varðar hugsanlegar takmarkanir á athafna- rými fólks og fyrirtækja. Grundvöllur samkeppni Það er hlutverk stjórnvalda að setja almennar leikreglur sem tryggja samkeppni. Reglurnar sem gilda þurfa að vera sambærilegar í hinum mismunandi greinum atvinnulífsins. Það er langt frá því að stjórn- völd hafi staðið sig þar sem skyldi. Mín skoðun er sú að mikilvægustu grund- vallaratriðin séu að engar hindranir séu í vegi þeirra sem vilja stofna til atvinnu- rekstrar í viðkomandi grein. Það eru t.d. og eiga ekki að vera takmörk fyrir fjölda prentmiðla. Líki mönnum ekki staðan á þeim markaði geta þeir stofnað dagblað eða annars konar slíkan miðil. Þannig varð marg- umrætt Fréttablað til. Í flestum at- vinnugreinum er atvinnufrelsi, þ.e. möguleikar nýrra fyrirtækja eru ekki takmarkaðir til að hefja rekst- ur. En í sumum geirum atvinnulífs- ins eru takmörk. Þar þurfa að vera skýrar leikreglur. Fjöldi sjónvarps- og útvarpsrása er t.d. takmarkaður. Þess vegna getur orðið að koma í veg fyrir að sami aðilinn ráði yfir of mörgum rásum. Ástandið í sjávar- útvegi og landbúnaði er hrópandi dæmi um það hvað stjórnvöld geta verið blind á nauðsyn þess að virða jafnræði og atvinnufrelsi. Með regluverkinu sem gildir í þeim greinum er atvinnufrelsi í raun af- numið með því að styrkja gífurlega þá sem fyrir eru í greinunum en neita þeim sem vilja hefja atvinnu- rekstur um samskonar styrki. Kvótaúthlutun í sjávarútvegi og beingreiðslur til bænda virka að fullu sem styrkir í samkeppni við þá sem vilja hefja atvinnurekstur í greinunum. Afleiðingin er sú í báð- um greinunum að nýliðun er ekki möguleg. Leikreglur um það með hvaða hætti hið opinbera úthlutar eða hef- ur áhrif á hvernig slík gæði skipta um hendur þurfa að vera skýrar og byggðar á jafnræði og atvinnufrelsi. En það er eimitt sú aðalniðurstaða sem lesa má úr skýrslu Auðlinda- nefndar þar sem fjallað um slíkar reglur og nauðsyn þeirra. Risar á markaði Önnur hlið á þessu máli er hvernig þátttakendur í atvinnulífinu nýta sér markaðsráðandi stöðu ef þeir hafa hana. Um slíkt getur þurft að setja skýrari reglur og það þarf örugglega að styrkja Samkeppnisstofnun til að vinna gegn óeðilegum viðskiptahátt- um risanna á markaðnum. Ég hef um það trúverðugar upplýsingar að stórir aðilar á matvörumarkaði fái margfalt hærri afslátt hjá heild- sölum en smærri kaupendur. Mis- munur kjara þessara aðila verður með engu móti skýrður með hag- kvæmni viðskiptanna. Þessi mis- munun í viðskiptakjörum er sem óðast að útrýma smærri verslunum og loka fyrir nýliðun í mat- vöruverslun. Þarna þarf að taka í taumana. Reglur um gagnsæi þess- ara viðskipta og réttur til viðskipta samkvæmt verðskrá sem er byggð á hagkvæmni þeirra og engu öðru þurfa að vera til staðar og það þarf að vera hægt að fylgja þeim eftir. Jafnræði og réttlæti Stjórnvöld hafa ekki fram til þessa haft vilja til að setja almennar reglur af því tagi sem Auðlindanefnd lagði í raun til um nýtingu auðlinda og tak- markaðra gæða eins og t.d. útvarps- rása. Ástæðan fyrir því er sú að verði farið að huga að almennum reglum um aðgang að auðlindum og eigi jafnræði og réttlæti að vera grunnhugsun slíkra reglna komast menn ekki framhjá því að leggja samskonar mælistikur á sjávar- útveginn og landbúnaðinn og aðrar atvinnugreinar. Það er löngu kominn tími til að Al- þingi fari að leggja slíka mælikvarða á þær reglur sem gilda eiga í at- vinnulífinu. Verði hafin endurskoðun þeirra reglna sem nú gilda í við- skiptalífinu sem heild skal ég fyrstur manna fagna henni verði hún byggð á því að jafnræði og atvinnufrelsi skuli ríkja í öllum greinum atvinnu- lífsins. Stjórnvöld og samkeppni Jóhann Ársælsson fjallar um samkeppni ’Reglurnar sem gildaþurfa að vera sambæri- legar í hinum mismun- andi greinum atvinnu- lífsins. ‘ Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.