Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Er nú blessaður prófessorinn farinn að ruglast á fuglategundum? Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika „Minn frið gef ég yður…“ Síðastliðinn sunnudaghófst Alþjóðlegsamkirkjuleg bæna- vika. Henni lýkur næst komandi laugardag. Séra María Ágústsdóttir svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins í tilefni þessa. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað frá Alþjóðlegri sam- kirkjulegri bænaviku, hve- nær stofnað var fyrst til hennar og hversu víða er hún haldin? „Samkirkjuleg bæna- vika á sér langa sögu í al- þjóðlegu samhengi. Fyrstu formlegu viðleitnina til að kalla kirkjudeildir saman til bænahalds má rekja til 19. aldarinnar. Árið 1926 hóf trúar- og skipulags- málanefnd Alkirkjuráðsins að gefa út efni til notkunar í samkirkju- legri bænaviku, en það var árið 1968 sem efni, útgefið af Alkirkju- ráðinu og Páfaráðinu til fremdar kristinni einingu, var notað fyrst. Aðildarkirkjur Alkirkjuráðsins eru um 340 í yfir 100 löndum og er samkirkjuleg bænavika víðast höfð í heiðri þriðju vikuna í janúar ár hvert. Hér á landi hefur slík bænavika verið haldin frá því á 8. áratug síð- ustu aldar, ávallt í Reykjavík, en stundum einnig víðar um land. Að þessu sinni er samkoma á Akur- eyri á föstudagskvöldið í tilefni bænavikunnar og hafa prestar verið hvattir til að minnast eining- ar kristninnar um allt land á bænastundum og við guðsþjónust- ur.“ – Eru sérstök þemu hverju sinni – og hver velur þau? „Frá árinu 1975 hafa samkirkju- legir hópar í mismunandi aðildar- löndum Alkirkjuráðsins staðið að undirbúningi bænavikunnar; valið ritningarlestra fyrir 8 daga vik- urnnar, frá sunnudegi til sunnu- dags, samið bænir og sett saman guðsþjónstuform. Ástralía var fyrst og síðan hefur efni komið frá ýmsum stöðum í heiminum, t.d. Karíbahafinu, Líbanon, Englandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ken- ýa, Írlandi, Malasíu og Jamaíka, svo nokkuð sé nefnt.“ – Hvert er þema vikunnar þetta árið og hvert var þemað síðast? „Í ár er þemað úr Jóhannesar- guðspjalli 14.27: „Minn frið gef ég yður“ og er eins og yfirskriftin bendir til beðið sérstaklega fyrir friði á milli kristinna manna og friði í heiminum. Það var sam- kirkjuleg samstarfsnefnd ellefu kristinna trúfélaga í Aleppo í Norður-Sýrlandi sem tók efnið saman. Árið 2003 komu bænarefni og guðsþjónustuform frá systkin- um okkar í Argentínu undir yfir- skriftinni: „Þennan fjársjóð höfum vér í leirkerum, 2. Kor. 4.7.“ – Hver heldur utanum stjórn þessarar alþjóðlegu viku? „Samstarfsnefnd kristinna trú- félaga á Íslandi hefur það megin- verkefni að annast um samkirkju- lega bænaviku hérlendis. Í henni eiga sæti eftirtalin trúfélög: Aðventkirkjan, Frí- kirkjan Vegurinn, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkj- an.“ – Hver er tilgangurinn með ASB? „Tilgangurinn með alþjóðlegu samkirkjulegu bænavikunni, eins og samkirkjulegu starfi almennt, er að færa kristið fólk nær hvað öðru, stuðla að hinni andlegu ein- ingu kristninnar. Svo vitnað sé í 2. Vatikanþingið er bænin sál sam- kirkjuhreyfingarinnar, og aldrei er nærvera Guðs jafn áþreifanleg eins og þegar kristin systkin koma saman til bæna. Okkur hefur verið falið það mikilvæga verkefni að birta kærleika Guðs inn í mann- legt samfélag og það gerum við best með því að sýna samstöðu og kærleika, bæði innbyrðis og útífrá. Bænarefnin hverju sinni gefa síð- an til kynna á hvað þarf að leggja áherslu og sjaldan hefur verið meiri þörf á að biðja heiminum friðar en nú.“ – Er góð kirkjusókn á ASB? „Á þeim fjölbreyttu guðsþjón- ustum, samkomum og bænastund- um sem bænavikan býður til er sérstaklega ánægjulegt að horfa yfir hópinn, misstóran eftir að- stæðum hverju sinni, en svo skemmtilega fjölbreyttan og lif- andi. Þarna sitja hlið við hlið nunn- ur, hjálpræðishermenn, prestar og allskonar fólk, hvert með sínu sniði og í sínum búningi. Oft gefst tæki- færi til að fá sér kaffisopa á eftir stundinni og ræða saman, sem er ákaflega mikilvægt, því persónu- leg kynni rjúfa múra og stuðla að einingu.“ – Hver er dagskrá vikunnar? „Í kvöld er samkoma klukkan 20 í Kristskirkju í Landakoti. Ræðu- maður er Jóhannes Gijsen biskup. Á morgun er samkoma hjá Hjálp- ræðishernum í Kirkjustræti 2 klukkan 20. Ræðumað- ur er Högni Valsson forstöðumaður í Frí- kirkjunni Veginum. Á föstudag verður sam- koma hjá Hjálpræðis- hernum á Akureyri á Hvannavöll- um 10 klukkan 20. Ræðumaður er Guðmundur Guðmundsson hér- aðsprestur. Lokasamkoman er svo á laugardaginn í Íslensku Krists- kirkjunni á Bíldshöfða 10, en þar er ræðumaður Svanhildur Sigur- jónsdóttir frá Óháða söfnuðinum.“ – Mega allir koma á bænastund? „Bænastundir og samkomur bænavikunnar eru öllum opnar.“ María Ágústsdóttir  María Ágústsdóttir er fædd á Egilsstöðum 20.2. 1968. Lauk embættisprófi í guðfræði frá HÍ haustið 1992 og vígðist til Dóm- kirkjunnar í Reykjavík 3. janúar 1993. 1994 tók hún próf í uppeld- is- og kennslufræðum til kennsluréttinda frá HÍ og leggur nú stund á doktorsnám í trúfræði við HÍ. María hefur og starfað sem prestur í Háteigskirkju og við Landspítala – Háskólasjúkra- hús, en gegnir frá haustinu 2000 embætti héraðsprests í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. Börn Maríu eru Kolbeinn og Ragnhild- ur og maki sr. Bjarni Þór Bjarna- son. …að sýna samstöðu og kærleika KLÁM er víðast hvar í umhverfi okk- ar og það er viðurkenndur hluti af menningunni. Áður þurfti að sækjast eftir klámi og það var flokkað sem jaðarfyrirbrigði, en nú blasir það hvarvetna við og menn þurfa að gera sérstakar ráðstafanir til að forðast það; Áreit- ið er alls staðar, það blasir m.a. við fólki í matvöru- búðum. Þetta kom fram í fyrirlestri Kristjáns Jósteinssonar, sérfræðings á Jafnréttisstofu, sem hann flutti á Félagsvísindatorgi félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestursins var Klám- væðing almennings. Kristján sagði umræðuna hafa byrjað í Danmörku og hefði hún verið nokkuð hávær á liðnum misserum. Þar í landi hafa málin verið til skoð- unar, en allt klámefni, ritað mál og myndmál var gefið frjálst þar á ár- unum 1967 til 1969. „En það er svo á síðustu árum sem gríðarlegu magni klámefnis hefur verið dælt inn á Net- ið, svo jafna má við faraldur, en þar er þetta efni nánast öllum aðgengilegt,“ sagði Kristján. Klám framleitt af körlum fyrir karla Hann sagði breytinga hafa byrjað að gæta á Íslandi um og upp úr árinu 1995, þegar nektardansstaðir voru opnaðir og þá fóru aulýsingar að birt- ast í dagblöðum þar sem boðin var margs konar þjónusta sem tengdist kynlífi. „Málin þróuðust mjög hratt, undir formerkjum nýfengis markaðs- frelsis,“ sagði Kristján og benti á að klám og vændi væru tvær hliðar á því sem gerðist þegar konur og börn yrðu að markaðsvöru. „Verslun með mann- eskjur þekkir engin landamæri. Þessi verslun er alþjóðleg, en á sér einkum stað í þeim samfélögum þar sem allt er falt á frjálsum markaði.“ Kristján fjallaði um það sem kallað hefur verið klámvæðing almanna- rýmis og vitnaði þar í Guðmund Odd Magnússon, prófessor í Listaháskóla Íslands, sem skilgreindi hugtakið eins og það hefur verið notað í umræðunni þannig að það lýsti því að fyrirferð í almannarými á kynferðislegum tilvís- unum og hreinu klámi væri komin á það stig að um væðingu eða meðvit- aðar aðgerðir væri að ræða. Með al- mannarými eigi hann fyrst og fremst við fjölmiðla og fjölföldun efnis sem birtist ýmist sem söluvara eða þá hreinlega gefins. Kristján nefndi að klám væri fram- leitt af körlum og fyrir karla og að í klámvæðingu almennings fælist nið- urlægjandi sýn á manneskjuna, eink- um konur og hún undirstrikaði valda- ójafnvægi kynjanna. Engar rannsóknir eru til hér á landi um notkun á klámi, en í Dan- mörku eru slíkar rannsóknir til og benda þær að sögn Kristjáns m.a. til þess að helmingur danskra unglinga, 13 til 15 ára telji að fjölmiðlar veitti bestu kynlífsfræðsluna, 22% nefndu sjónvarp í þessu sambandi, 15% Net- ið, 10% tímarit og einungis 5% nefndu foreldra sína í þessu sambandi. Könn- un á notkun kláms hjá 18–19 ára ung- mennum í Osló sem gerð var fyrir fáum árum leiddi í ljós að 97% strák- anna höfðu séð klám á því ári sem könnunin var gerð og 71% stúlkn- anna, 8,8% strákanna höfðu séð barnaklám og 1,7% stúlknanna, 68% strákanna höfðu stundum eða oft not- að klám en 10% stúlknanna. Kristján sagði unglingamenningu sérstaklega verða fyrir barðinu á klámvæðingunni, en í augum mark- aðarins væru unglingar mikilvægir neytendur, „en fyrst og fremst eru þeir neytendur framtíðarinnar og því eftirsóknarvert að móta neyslu- mynstur ungs fólks snemma, eða allt frá barnæsku,“ sagði Kristján. Velta upp á 950 milljónir á ári „Eitt sláandi dæmi um þetta er að megintískustraumar um þessar mundir hníga mjög í þá átt að skaffa réttlætingu fyrir áróðri „pedófíla“ um að lítil börn, vilji, eigi, geti og megi vera kynverur. Ég tel að það verði að setja spurningarmerki við það að sýn barnaníðinga á börn sem kynverur skuli samræmast að því er virðist boð- skap hins svokallaða tískuheims.“ Kristján sagði að 12 nektarstaðir hefðu verið starfandi á Íslandi árið 2000 og talið að þeir hafi velt um 400 milljónum króna á ári að því er fram hefði komið í rannsókn Drífu Snædal, „Kynlífsmarkaður í mótun.“ Kynlífs- markaður var þar skilgreindur sem nektardansstaðir, nuddstofur, vændi, myndbönd, símaþjónusta, tímarit, fylgdarþjónusta, vefsíður, sjónvarps- útsendingar og auglýsingar þar sem beinlínis var verslað með kynlíf. Þessi „löglegi“ kynlífsmarkaður velti í það minnsta 650 milljónum á ári og áætlað að við hann starfi 120 til 160 manns. Þegar erótískum nuddstofum sem svo eru nefndar er bætt við mætti áætlað að veltan næmi um 950 þúsund krónum. Kristján sagði áhrif klámvæðingar- innar margvísleg, hún hefði til að mynda bein áhrif á dægurmenningu samtíðarinnar, s.s. á fatatísku, dæg- urtónlist og sérstaklega á unglinga- menningu. Eins væri talið að hún hefði sömu skaðlegu áhrifin á heilsu kvenna og vændi og einnig nefndi Kristján að klámiðnaðurinn blómstr- aði mjög í hinum fátækari löndum heimsins. Benti hann á að konur og börn væru í auknum mæli hneppt í þrælkun og þvinguð til framleiðslu grófs ofbeldiskláms. „Klámið þjálfar eða venur karla á það að líta á konur og ungar stúlkur sem viðfang fyrir óseðjandi þörf sína fyrir kynlíf. Rétt- lætingin er einhvern veginn þannig að þetta sé bara eitthvað stjórnlaust, eitthvað sem karlar ráða ekki við,“ sagði Kristján. Hann sagði brýnt að rannsaka þessi mál betur og skapa umræður um hvar mörkin lægju í þessum efn- um. Það þyrfti að kalla eftir viðbrögð- um almennings í landinu. Klámið er alls staðar og erfitt fyrir fólk að forðast það Áreitið frá klámi er jafn- vel í matvörubúðunum Kristján Jósteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.