Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 27

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 27 ÞAÐ ER engin nýlunda að mönnum svíði undan vendinum og af reynslunni lærist þeim að hatast við þann sem honum beitir. Ég fæ ekki annað séð en að Pétur Björnsson, for- maður Samtaka versl- unarinnar, sé heldur rauður á rassinum þeg- ar hann geysist fram á síður Morgunblaðsins í liðinni viku til að skammast út í okkur sem beitt höfum félaga hans vendinum í hálfan annan áratug. Pétur kvartar undan fákeppni, einokun og skorti á heil- brigðri samkeppni á smásölumarkaðnum um leið og hann segir forvera Samtaka verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS), hafa í 75 ár barist fyrir frjálsri verslun á Íslandi. Þetta hét í minni sveit öf- ugmælavísa eða að kastað væri stein- um úr glerhúsi. Nú skulu sett lög og reglur til höfuðs þeim stóru á smá- sölumarkaðnum, þeim sem færðu heildsölugróðann úr vösum aðalsins í vasa neytenda. Minnir um margt á söguna úr Skírisskógi en af hógværð læt ég öðrum eftir að tengja okkur við Hróann. Tvær aðalsstéttir Allir sem þekkja verslunarsögu vita að stóran hluta þessara 75 ára hafa tvær aðalsstéttir skipt með sér íslenska markaðnum, SÍS (Samband íslenskra samvinnufélaga) og FÍS (gömlu heild- salarnir), bæði í innflutningi á sérvöru og matvöru. Það var öll heilbrigða samkeppnin hans Péturs, svo ekki sé talað um gjaldeyrishöftin og annað slíkt sem var ekki beint til þess fallið að minnka fákeppni og einok- unarstöðu þessara félaga á sínum tíma. Skrítið hvað menn er fljótir að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar það hentar til að moka undir þá sjálfa. Óháðir risunum Eftir að við feðgarnir opnuðum fyrstu Bónusverslunina fór að bresta í alræð- isvaldi þessara tveggja á smá- sölumarkaðnum. Þá kom inn á mark- aðinn fyrirtæki sem varð ekki eins háð þessum risum og aðrir. Við greiddum okkar vörur í næstu viku eftir afhend- ingu og þurftum ekki hinn hefðbundna úttektarmánuð og að auki 40 daga vaxtalausan víxil hjá seljandanum. Ekki einasta losnuðum við þannig við þann myllustein sem þessir samningar voru öðrum smásölum heldur gátum við um leið knúið fram lægra inn- kaupsverð. Þess hefur neytandinn not- ið. Þurfum að sýna klærnar Auðvitað er skiljanlegt að undan okk- ur hafi sviðið á stundum. Aðalsmenn- irnir voru vanir að klóra hver öðrum í sátt og samlyndi, í ,,heilbrigðri sam- keppni“ og skiljanlega var erfitt að finna hrikta í þessum stöðugleika þeg- ar óþægir menn komu inn á mark- aðinn. Ég ítreka að okkar markmið er og hefur alltaf verið að vinna náið og vel með þeim sem við verslum við og hugmyndir okkar um heilbrigð við- skipti kristallast í því að báðir gangi frá borði og telji sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Ég skal að vísu fúslega játa að það hefur aldrei verið eitt af okkar helstu viðskiptaboð- orðum að moka undir þessa aðalsmenn fyrri tíma. Við höfum þvert á móti þurft að sýna þeim klærnar, t.d. með því að flytja sjálfir inn matvöru þegar okkur hefur ekki fundist menn vera að bjóða sambærilegt verð við það sem best þekkist annars staðar í heiminum. Útgjöld heimilanna minnkað Heilbrigð samkeppni þýðir í mínum huga ekki það að menn skipti kökunni á milli sín í bróðerni heldur berjist um hylli viðskiptavinanna eins og nú er gert af meiri hörku en nokkru sinni. Ég fullyrði að þess hefur neytandinn notið frá því að við opnuðum Bónus 1989. Finnist mönnum ég of hlut- drægur til þess að mark sé á mér tak- andi geta þeir skoðað opinberar tölur Hagstofunnar. Þær sýna, svo ekki verður um villst, að útgjöld heimilanna til dagvöru hafa, sem hlutall af tekjum, lækkað úr 23 prósentum í 14 prósent. Þannig getum við Bónusmenn kinn- roðalaust sagt að viðskiptavinir okkar hafi notið þeirrar baráttu sem við höf- um háð frá fyrsta degi. Á litlum mark- aði eins og Ísland er þurfa neytendur á öflugu fyrirtæki eins og Högum að halda, fyrirtæki sem hefur bolmagn til að kaupa inn á lægra verði en áður hefur þekkst. Vera má að það hafi ein- hvers konar fákeppni í för með sér en Pétri og félögum er hollt að muna að neytendur eru engir aular sem láta bjóða sér hvað sem er. Við vitum hvernig og af hverju við komumst inn á markaðinn á sínum tíma og náðum þar góðri fótfestu, af hverju neytendur tóku okkur opnum örmum. Gamli að- allinn hafði gleymt sér og var farinn að njóta þess um of að rugga sér á park- etinu. Í slíka stöðu ætlum við ekki að koma okkur og gætum því hags beggja, okkar sjálfra en ekki síður við- skiptavina okkar. Pétri og félögum væri nær að laga sig að breyttu um- hverfi, taka höndum saman með okkur og vinna að því sem máli skiptir, að lækka matarreikning landsmanna. Þeir virðast of uppteknir af því að að- allinn sé að missa völdin og að stólar klúbbfélaganna í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna kunni að vera í hættu. SÍS og FÍS – íslenskur aðall fyrri tíma Jóhannes Jónsson skrifar um samkeppni ’Þannig getum við Bón-usmenn kinnroðalaust sagt að viðskiptavinir okkar hafi notið þeirrar baráttu sem við höfum háð frá fyrsta degi.‘ Jóhannes Jónsson Höfundur er kaupmaður í Bónus. Í GREININNI „Líf í skotgröf“ í Lesbók Morgunblaðsins 25. októ- ber 2003 fjallar Ármann Jakobs- son um afstöðu fólks á vinstri væng stjórnmálanna til Halldórs Laxness og kommúnismans í kjöl- far deilna sem rétt eina ferðina höfðu orðið um Hannes Hólmstein Gissurarson. Orðrétt segir Ár- mann: „Fyrir íslenska Samfylkingar- krata, þá sem Guðbergur Bergs- son kallar „vinstrimenn sem eru með allt niðrum sig í pólitík“ virð- ist þetta hins vegar feimnismál. Þeir þurfa að afsaka skáldið“ o.s.frv. Fáum línum síðar víkur Ár- mann að skrifum Guðna Elíssonar í þessu samhengi og segir: „Finnst Guðna það illþolandi að vinstrimenn skuli taka almenna af- stöðu sem felur hugsanlega í sér stuðning við Hannes Hólmstein Gissurarson, fremur en samherja og vini? Eru skotgrafir almennt til góðs?“ Í lok greinar sinnar segir Ár- mann: „Íslendingar hafa áhuga á fólki fremur en hugmyndum. Í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En er ekki klént þegar sá áhugi verður svo altækur að veist sé að mönnum fyrir að taka afstöðu öðruvísi en á grundvelli persóna? Eða þegar há- skólakennarar [þ.e. Guðni Elísson] harma það sérstaklega að menn nenni ekki að búa um alla ævi í skotgröf? Einkum þegar félagarn- ir í skotgröfinni hafa meira og minna týnt trúnni á þann málstað sem upphaflega var barist fyrir.“ Það er því alveg ljóst að í þessari grein setur Ármann Jakobsson samasemmerki milli Guðna Elís- sonar og „Samfylkingarkrata“ – a.m.k. í afstöðunni til Halldórs Laxness. Rétt er að taka fram að þótt ég sé efnislega sammála Ármanni Jakobssyni um margt í téðri grein hans er ekki þar með sagt að ég telji pólitísk skrif hans að öðru leyti til eftirbreytni. Jakob F. Ásgeirsson Athugasemd Höfundur er rithöfundur. NÚ ÞEGAR mikil umræða er í gangi vegna niðurskurðar á LHS, þá finnst mér vanta að meira sé rætt um þann möguleika að lækka lyfjakostnað með öll- um tiltækum ráðum. Að mínu mati er það með ólíkindum að jafn stór lyfjanotandi og sjúkrahúsin eru, geti ekki sjálf flutt inn þau lyf sem þau telja sig geta fengið á betra verði með beinum inn- flutningi. Einnig finnst mér kominn tími til að endurskoða reglugerð- ir um innflutning lyfja og útrýma lyfja- heildsölu á sama hátt og önnur heildsala er að deyja út. Nú finnst mér ég tala af smá reynslu. Ég er móðir langveiks barns sem þarf á tvennskonar lyfjum að halda. Annað lyfið er sárasaklaust K vítamín sem ég hef keypt til margra ára hérlendis dýrum dómi. Um er að ræða sérstakt undanþágulyf sem ég get eingöngu keypt í dýrum apótek- um. En fyrir um tveimur árum kom annað í ljós. Ég var stödd í apóteki í Danmörku og var að ræða við af- greiðsludömuna, þegar mér datt í hug að spyrja um þetta lyf. Jú, það gat ég fengið hjá henni, án lyfseðils á brot af því verði sem ég greiði fyr- ir hér heima. Þá var verðmunurinn rétt yfir 100%. Þegar heim kom, hringdi ég í ein- hverja lyfjastofnun og spurði um reglur um undanþágulyf. Ég hafði alltaf haldið að um væri að ræða mjög nýtt lyf sem kannski væri ekki búið að rannsaka nógu vel og að það væri ástæðan fyrir þessum mikla kostnaði og hve lítið ríkið tók þátt í þessum kaupum. En það var alls ekki ástæðan. Þær upplýsingar sem ég fékk voru að um væri að ræða lyf sem væri óskráð vegna þess að lyfjaheildsalinn sá sér ekki hag í að fá lyfið skráð á eigin kostnað. Á meðan hann fær lyfið ekki skráð er öll verðlagn- ing eins og honum hentar. Sé þessi litla saga dæmi um hvernig komið er fyrir lyfjasölu á landinu þá finnst mér aukin útgjöld sjúkrastofnana ekki mjög óeðlileg. Það væri gaman að fá að vita hver hagnast mest á þessu eins og staðan er í dag. Er ríkið að umbuna lyfja- heildsölum á okkar kostnað, eða er ríkið að græða á vanda sjúk- linga og sjúkrahúsa? Ég hef þá trú að ef sjúkrastofnanir fái að flytja inn lyf sjálf og að heildsalan verði lögð niður í þeirri mynd sem hún er í dag, þá lækki það bæði útgjöld ríkis og heimila. Maður fær þær fregnir erlendis frá, þar sem samheitalyf eru notuð í miklu meira mæli en hér heima að lyfjakostnaður einstaklinga sé örlít- ið brot af því sem sjúklingar þurfa að greiða hérlendis. Á Spáni er t.d hægt að ganga inn í apótek og kaupa flest almenn hjartalyf án lyf- seðils á svipuðu verði og kostnaður sjúklinga er hér heima. Þá er ríkið ekki að borga krónu. Hvernig sem á þetta er litið getur lyfjakostnaður hérlendis ekki talist eðlilegur. Lyfjakostnaður Anna María Þorkelsdóttir skrifar um lyfjakostnað Anna María Þorkelsdóttir ’Það væri gam-an að fá að vita hver hagnast mest …‘ Höfundur er fyrrverandi formaður Einstakra barna. VIÐ bindindismenn höfum lengi bent á þá staðreynd, að auðveld- ara aðgengi að áfengi, eins og til dæmis verðlækkun á þeim görótta drykk og/eða það að leyfa sölu á honum í stór- mörkuðum og mat- vöruverzlunum myndi einungis auka áfengissöluna og um leið neyzluna og þar með vandræðin öll sem af stafa. Nú hafa frændur vorir Danir ennþá einu sinni komizt í eða bakað sér vandræði í sam- bandi við áfengissölu og áfengisnotkun – og hvers vegna? Þeir gripu til þess óvina- fagnaðar eða óynd- isúrræðis – að lækka opinber gjöld á áfengi. Hverjar urðu svo afleiðingarnar? Í Morgunblaðinu sunnudaginn 4. janúar 2004 mátti á forsíðu lesa frétt undir fyrirsögninni: „Verð- lækkun stóreykur áfengissölu“. Við nánari athugun á fréttinni mátti lesa eftirfarandi: „Eftir að opinber gjöld á áfengi voru lækk- uð í Danmörku 1. október síðast- liðinn hefur neyzlan rokið upp úr öllu valdi. Hafa margir stjórn- málamenn og talsmenn heilbrigðra lífshátta af því miklar áhyggjur, enda finnst þeim sem áfeng- isdrykkjan hafi verið meiri en nóg fyrir.“ Skyldi annars nokkurn furða? Í fréttinni segir áfram: „Í sum- um stórmörkuðum hefir salan í flöskum talin allt að tvöfaldast frá síðasta ársfjórðungi 2002 og hafa menn einkum áhyggjur af vaxandi neyzlu ungs fólks á sterkum vín- um.“ „Sagði frá þessu í Berlinske Tidende í gær.“ Segir þessi frétt okkur nokk- uð? Er þessi reynsla frænda vorra Dana ekki ennþá ein stað- festingin á því, að það sem við templarar og aðrir bindindismenn höfum haldið fram og varað við, að auðveld- ara aðgengi að áfengi og lægra verð eykur neyzluna á því, kallar yfir okkur fleiri hörmulegar afleið- ingar. Staðreynd sem ekki verður hrakin. Skyldu menn og þar á meðal þingmenn eitt- hvað hafa lært getað af þessum „1. okt. glaðningi“ frænda vorra Dana í áfengismálum? Síðast í fréttinni má lesa: „Sum- ir stjórnmálmenn sem studdu lækkun áfengisgjaldsins, segjast hafa áhyggjur af þróuninni og vilja jafnvel taka málið upp aftur.“ Skyldu íslenzkir stjórnmálamenn og þar á meðal þingmenn hafa áhyggjur af þróuninni í áfeng- ismálum hérlendis? Vonandi láta þeir víti Dana sér til varnaðar verða og halda fast við þá stefnu að takmarka með öllum ráðum aðgengi að þessum göróttu drykkjum. Þankar á nýju ári um áfengismál Björn G. Eiríksson skrifar um bindindismál Björn G. Eiríksson ’Vonandi látaþeir víti Dana sér til varnaðar verða.‘ Höfundur er sérkennari og á sæti í fjölmiðlanefnd IOGT. Hnitmiðað og vinsælt nám sem skilar sér í fagmennsku í sölu ásamt aukinni tölvuþekkingu og betri árangri í samskiptum við viðskiptavini. Styrktu stöðu þína! - Lengd: 264 stundir. - Næsta námskeið: 27. jan. - Kennslutími: 2 kvöld og laugard. - Stgr.verð: 179.550 - Hlutverk sölumanns - Sölutækni - Samskipti við viðskiptavini - Sölu- og viðskiptakerfi - Verslunarreikningur - Windows - Word - Excel - Power Point - Markaðsfræði - Framsögn og framkoma - Tímastjórnun - Auglýsingatækni - Gerð kynningarefnis - Lokaverkefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.