Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 49 Smáauglýsing með mynd á aðeins 995 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 1. mars 2004. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 22 76 4 0 1/ 20 04 Murray upp’í tré (Treed Murray) Spennudrama Kanada 2001. Myndform VHS. Bönnuð innan 12 ára (90 mín.) Leikstjórn og handrit William Phillips. Aðalhlutverk David Hewlett. TREED Murray er kokhraustur og farsæll auglýsingagerðarmaður sem villist í skemmtigarði stórborgar. Hann spyr ungan mann til vegar en fær í staðinn hótanir og skipun um að láta veskið af hendi. Hann bregst við með að berja frá sér og leggja á flótta sem gekk ekki betur en svo að vinir unga ræningjans birtast og um- kringja hann þannig að hann sér eng- an annan kost vænni en að klifra upp í tré. Þar tekst hon- um að berja alla frá sér en ræningjarnir láta ekki deigan síga og hóta að bíða eftir honum uns hann kemur niður – uppfullir af heift út í hvítflibbapakk eins og hann. Líður og bíður og enginn vill gefa sig. Hægt og bítandi fær maður að kynnast betur Murray og þessu unga ólánsama fólki sem stendur í ofbeldishótunum við hann og kemur á daginn að ekki eru allir þar sem þeir eru séðir. Þessi mynd var tilnefnd til 5 kan- adískra kvikmyndaverðlauna, Genie, og er ágætlega að því komin. Sagan býsna frumleg og sterk, framvindan markviss og spurningar sem upp er varpað áhugaverðar. Svörin reynast þó fullklisjukennd og auðveld og leik- urinn er upp of ofan.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Umsetinn hvítflibbi HVERJUM þeim, sem situr und- ir hinni vel á þriðja klukkutíma löngu samúræjaepík leikstjórans Edwards Zwick, ætti ekki að blandast hugur um hvað er gott og hvað er illt í hinum stóra heimi. Heimsmyndin sem hér er sett fram er nefnilega skýr og einföld: Nú- tíminn er vondur en samúræjar fortíðarinnar eru góðir. Eins og oft vill vera með myndir sem gerðar eru innan hugmyndafræðilegra og framleiðslustaðlaðra vébanda Hollywood er því hálfsorglegt að horfa upp á allt púðrið sem eytt er í vandvirknislega útfærslu kvik- myndar sem reist er á svo einfeldn- ingslegum grunni að allt sem byggt er ofan á hann verður þeim mun hjákátlegra sem dramatíkin er meiri. Ég bið a.m.k. sýningargesti sem sátu í kringum mig í bíóinu af- sökunar á því að hafa fengið óstöðvandi hláturskast í mestu dramatíkinni undir lok myndarinn- ar þegar margir af bestu og dygg- ustu vinum hetjunnar voru að mæta endanlegum örlögum sínum. Tár á hvarmi eru líklega nær við- brögðunum sem kvikmyndagerðar- mennirnir voru að sækjast eftir, en þetta varð a.m.k. niðurstaðan í mínu tilfelli. Edward Zwick á að baki fleiri metnaðarfullar myndir sem taka á spurningum um stríð og föður- landshollustu s.s. Glory, Legends of the Fall og The Siege, og kallast Síðasti samúræinn skýrt á við það hugðarefni hans. En hér leggur hann til atlögu við samúræjahefð- ina, viðfangsefni sem hefur heillað kvikmyndagerðarmenn frá Akira Kurosawa og Jean-Pierre Melville til Jims Jarmush og Quentins Tar- antinos. Það sem greinir hins vegar Zwick frá fyrrnefndum leikstjórum er að enginn fyrirvari er settur við aðdáun hans á sögu og lífsspeki samúræjanna, og lítið er gert til þess að líta menningarfyrirbrigðið gagnrýnum augum. Þess í stað er brugðið upp mynd af samúræja- stéttinni í Japan sem hreinum birt- ingarmyndum góðra kosta s.s. holl- ustu og fegurðarástar, drengskapar og mannkærleika, hugdirfsku og fórnarlundar, og þeim arfi fortíðar stefnt gegn óöld nútímans sem er að hefja innreið sína í Japan þegar þessi saga er látin eiga sér stað, þ.e. á síðustu áratugum 19. aldar. Þó svo að heimspeki og bardagalist samúræjahefðarinnar sé merkileg er hún ekki sprottin fram án tengsla við valdbeitingu lénsherr- anna sem höfðu yfir samúræjunum að ráða, og er því sú mynd sem dregin er upp af samúræjum í myndinni, sem nokkurs konar göf- ugum verndurum þorspbúa sem óspilltir eru af gróða- og tækni- hyggju nútímans, mjög langt frá því að ganga upp sem einhvers konar söguleg endursköpun. Aðalsöguhetjan í myndinni er Nathan Algren (Tom Cruise), fyrr- um höfuðsmaður í bandaríska hernum sem glatað hefur trú sinni á mannkynið eftir að hafa tekið þátt í og horft upp á miskunn- arlausar árásir hersveita Custers hershöfðingja á indíánabyggðir. Al- gren hefur lagst í drykkjuskap og volæði en þegar hann hittir fyrir erindreka japönsku ríkisstjórnar- innar samþykkir hann að taka þátt í að þjálfa nýjan her Japans og kenna honum að nota vopn að nú- tímasið. Í Japan kynnist Algren menningu samúræjanna, og finnur þar þau manngildi sem virtust hon- um áður horfin og gengur í lið fá- mennra uppreisnarherja samúræja sem berjast gegn viðleitni ríkis- stjórnar Meiji keisara til þess að taka upp vestræna lífs- og við- skiptahætti. (Það vekur reyndar at- hygli hvernig handritinu tekst að fría keisarann ábyrgð á stjórnar- háttum sínum, og gera hann að óræðri, upphafinni og ögn pervert- ískri leiðtogaímynd.) Skemmst er frá því að segja að í upphafi gefur myndin góð fyrirheit með kynningu á hinni beisku hetju, sem Tom Cruise leikur með hæfi- lega sposku ívafi. Mikið er lagt í að gera endursköpun tímabilsins vel úr garði, og kvikmyndataka er víða listræn og vönduð. Hins vegar ligg- ur leiðin stöðugt niður á við eftir því sem mótsagnirnar taka að birt- ast bæði í hugmyndaheiminum og handritsgerðinni. Það skýtur til að mynda skökku við að samúræja- leiðtoginn Katsumoto (Ken Wat- anabe) þyrmir lífi Algrens í upp- hafsbardaga myndarinnar eftir að hafa orðið vitni að framúrskarandi bardagahæfileikum þess síðar- nefnda, sem fellir hvern samúræj- ann á fætur öðrum. En í kjölfarið tekur það klukkustund í frásögn- inni, og hátt í hálft ár í tíma mynd- arinnar, fyrir Algren að fara í gegnum hefðbundið þjálfunarferli og standa jafnfætis samúræjunum í vopnfimi. Hér er augljóslega metnaður fyr- ir hendi og lítið er til sparað við að fanga tíðaranda og skapa kvik- myndaveislu úr mikilfengleika sam- úræjamenningarinnar. Nostrað er við búninga og ýmiss konar smáat- riði, og eru samúræjarnir óneit- anlega reffilegir ásýndar í fullum herklæðum. En myndin kemst ekki nema takmarkað langt á sjónar- spilinu einu saman og ekki nægir heldur að draga frásögnina enda- laust á langinn til að skapa henni epíska breidd. Dramatísk undir- bygging myndarinnar er meingöll- uð og leysist myndin því hægt og örugglega upp í stirðbusalega og væmna hetjudýrkun sem nær vandræðalegum hæðum undir lok- in. Samúræjasagan endalausa Kvikmyndir Háskólabíó og Sambíóin Leikstjórn: Edward Zwick. Handrit: John Logan, Marshall Herskovitz og E. Zwick. Kvikmyndataka: John Toll. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Ken Watanabe, Timothy Spall, Koyuki, Billy Connolly og Tony Goldwyn. Lengd: 154 mín. Bandaríkin / Nýja-Sjáland / Japan. Warner Brothers, 2003. The Last Samurai / Síðasti samúræinn Síðasti samúræinn er metnaðarfull mynd og mikifengleg en „kemst þó ekki nema takmarkað langt á sjónarspilinu,“ segir í umsögn. Heiða Jóhannsdóttir EKKI allir fagna fyrirhugaðri komu söngkonunnar Mariuh Carey til Mal- asíu en stjórnarandstöðuflokkur hef- ur ritað ríkisstjórninni bréf þar sem hvatt er til þess að henni verði bann- að að koma fram í landinu. Leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins, Ahmad Sabki Yusof, segir að hún brjóti í bága við íslamskar grundvall- arreglur. „Allir vita að Mariah Car- ey sýnir sig á kynþokkafullan hátt en þetta er óviðeigandi og gróft,“ segir hann. Carey hefur fengið leyfi opinberra yfirvalda fyrir tónleikum í landinu en hefur verið vöruð við því að bún- ingar hennar megi ekki vera móðg- andi fyrir almenning. Áætlað er að hún komi fram á tónleikum á 50.000 manna leikvangi í Kuala Lumpur hinn 22. febrúar. Aðrar stjörnur hafa þurft að fara eftir ströngum reglum á tónleikum í Malasíu en Linkin Park máttu ein- ungis fara á svið ef meðlimir myndu ekki vera berir að ofan eða öskra. Mariah Carey óvelkomin til Malasíu Of djarflega klædd á sviði? Reuters Mariah Carey á tónleikum í Las Vegas á síðasta ári en líklegt er að hún þurfi að velja annan búning fyrir Malasíuförina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.