Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 56

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 56
HÁLF milljón tonna af loðnu virðist nú vera á svæðinu norðvestur úr Langanesi. Vegna mik- illar loðnugöngu á þessu svæði hefur tímabund- ið bann við loðnuveiðum verið fellt úr gildi og nú er gert ráð fyrir kraftveiði næstu daga. Skipin og frystihúsin sem eru að frysta loðnu fyrir Rússlandsmarkað fjórfalda verðmæti hennar. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni RE, sagði í gær að töluvert virtist af loðnu á nokkuð stóru svæði norðvestur úr Langanesi. „Þetta er nánast allt eftir bókinni, utan þess að loðnan er nokkuð seinna á ferðinni en venjulega. Það er mikið af sterkum torfum norður úr Langanesi sem hægt væri að veiða bæði í nót og troll. Okkur mældist til að þar væru um 500 þúsund tonn.“ Fjöldi loðnuskipa var á leið á miðin í gær- kvöldi, en veiði var góð hjá þeim skipum sem fyrir voru á miðunum. Guðmundur Ólafur ÓF landaði um 900 tonnum af loðnu í Neskaupstað í gær eða þeim afla sem skipinu var heimilt að veiða við loðnuleitina. Þar af voru um 150 tonn af frystri loðnu en áætlað var að frysta um 400 tonn af farminum hjá Síldarvinnslunni. Hver dagur dýrmætur Nokkur skip eru búin til frystingar á loðnu og hefur frystingin gengið vel, að sögn Árna V. Þórðarsonar, skipstjóra á Baldvini Þorsteins- syni EA. Hann sagði aflabrögðin góð en mestu máli skipti þó að vinna aflann til manneldis. „Við erum að frysta á Rússlandsmarkað og fáum ágætt verð fyrir loðnuna þar, sennilega fjórum sinnum hærra en ef hún færi til bræðslu. Það er því ágæt afkoma af þessum veiðum ef við náum að halda uppi fullum afköstum í vinnslunni.“ Hálf milljón tonna af loðnu út af Langanesi Tímabundnu veiðibanni var aflétt í gær og sjómenn búast við kraftveiði næstu daga Morgunblaðið/Sigurgeir Búið að /12 ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kom til Celje í Slóveníu í gærkvöldi en á morgun hefst Evrópumótið og etja Íslendingar kappi við heimamenn í Slóveníu í fyrsta leik. Eitt af fyrstu verkum landsliðshópsins við komuna á hótelið var að snæða kvöldverð þar sem meðal annars var boðið upp á spagettí. Patrekur Jó- hannesson, Einar Örn Jónsson, Gunnar Magn- ússon liðsstjóri, Guðjón Valur Sigurðsson, Dagur Sigurðsson, Reynir Þór Reynisson og Róbert Sighvatsson ætla greinilega að taka hraustlega til matar síns eftir ferðalagið./44 Morgunblaðið/Sverrir Mættir til leiks í Slóveníu MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á STJÓRNVÖLD í Marokkó hafa veitt Brimi ehf. tvö veiðileyfi á sard- ínu við strendur landsins. Hvort leyfi heimilar veiðar á 15.000 tonn- um. Aflinn verður sjókældur um borð og unninn í landi. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims, gerir ráð fyrir að eitt skip veiði upp í þessi leyfi. Verkefnið er unnið í samstarfi við marokkóska fyrirtækið Tawarta Pelagics. Guðbrandur segir strandlengju Marokkó langa og fiskimiðin mjög gjöful – sérstaklega hvað varðar uppsjávarfisk á borð við makríl, sardínur, ansjósur og fleiri tegund- ir. Marokkóbúar hafi hug á að byggja upp og þróa sinn sjávarút- veg betur og hafi leitað eftir sam- starfsaðilum til þess. Meðal annars fyrir tilstuðlan forseta Íslands hafi formlegu samstarfi verið komið á við Brim eftir heimsókn sjávarút- vegsráðherra Marokkós síðasta sumar. Dorrit Moussaieff aðstoðaði Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sagði frá því í viðtali við ísr- aelska dagblaðið Haaretz í lok síð- asta árs, að hún hefði reynt að nota sambönd sín til að hjálpa Íslending- um. Hún hefði t.d. komið á tengsl- um milli íslenskra sjómanna og sjó- manna frá Marokkó, en einn ráðgjafi konungsins í Marokkó er náinn vinur hennar. Hingað til hafa stór erlend verk- smiðjuskip veitt mikið á þessum slóðum og lítið af arðsemi veiðanna runnið til Marokkóbúa. Veiðileyfi útlendra skipa voru felld úr gildi á meðan ný áform stjórnvalda um fjölþætt samstarf við erlend fyrir- tæki voru mótuð. Framkvæmda- stjóri Brims segir að fyrirtækið muni byggja upp vinnslu í Marokkó með þarlendu vinnuafli í krafti reynslu og þekkingar Íslendinga á sjávarútvegi. Guðbrandur segir lítil nóta- og trollskip með öfluga sjókælingu henta best til veiðanna vegna þess að sjórinn á þessu svæði er heitur. Til að byrja með verða sardínurnar flokkaðar í landi og heilfrystar. Mismunandi stærðir eru seldar á mismunandi markaði. Í framtíðinni sjái þeir fyrir sér að vinna aflann frekar. Unnið verður úr 30.000 tonnum af sardínu á ári til að byrja með og munu um 100 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Helstu yfir- menn verða Íslendingar en að öðru leyti verður mest notast við þarlent vinnuafl, segir Guðbrandur Sig- urðsson. Brim hyggur á vinnslu sjávarafurða erlendis á þessu ári Fengu leyfi til að veiða 30 þúsund tonn við Marokkó Niðurhal á tónlist hefur áhrif Dregur úr plötusölu HÉR á landi hafa plötubúðaeigendur og starfsmenn útgáfu- og innflutningsfyrir- tækja orðið varir við minnkandi sölu á tón- list á geisladiskum. Hægt er að rekja þetta til aukins niðurhals á tónlist í gegnum Netið sem er ólöglegt. Þó eru það bara vissir geir- ar tónlistar sem verða fyrir þessum áhrif- um. Þá eru erlendar plötur viðkvæmari en innlendar, en síðasta ár var metár í sölu á íslenskum hljómplötum.  Fólk í fréttum/50, 51 Kia-umboðið selt PÉTUR Kjartansson lögfræðingur hefur keypt Kia-umboðið af Stefáni Tómassyni. Kia-umboðið flytur inn og selur bifreiðir suður-kóreska framleiðandans Kia, sem er í meirihlutaeigu Hyundai. Pétur segir að sér lítist vel á framtíðina í rekstrinum og segir fyrirtækið ætla að auka sinn hlut á bíla- markaðnum. Hann segir að ekki hafi verið hagnaður af rekstri fyrirtækisins að und- anförnu en til standi að snúa því við með nýjum stjórnendum.  Bílablað/2 Hlýtur virt bandarísk myndlistar- verðlaun SOFFÍA Sæmunds- dóttir myndlistarkona hreppti nýverið banda- rísku Joan Mitchell- verðlaunin fyrir mynd- list sína. Verðlaunin eru kennd við banda- rísku listakonuna Joan Mitchell, sem var einn kunnasti málari þjóðar sinnar á síðustu öld. Stofnun í hennar nafni sér um verðlaunaveitinguna. Að sögn Soffíu var Joan Mitchell ab- strakt-expressjónisti og starfaði lengi í París. „Þetta eru svipuð verðlaun og Pollock-Krasner-verðlaunin, en ein- göngu fyrir starfandi listamenn í mál- aralist og skúlptúr,“ segir Soffía. Hún segir það kannski mesta hjálp- artækið að hafa nafn Joan Mitchell á bak við sig á þennan hátt. Einn af verðlauna- höfunum frá í fyrra, Fred Wilson, var til dæmis valinn fulltrúi Bandaríkjanna til að sýna á Feneyjatvíæringnum. „Margir fleiri úr hópi þessara verðlaunahafa eru að gera það mjög gott í listaheiminum.“  Gott að hafa/25 Soffía Sæmundsdóttir ViðhafnarútgáfA á þeim tveimur mynddiskum sem út hafa komið með Hringadrótt- inssögu; Föru- neyti hringsins og Tveggja turna tali, er uppseld hérlendis og sömuleiðis hjá út- gefanda. Ný sending er vænt- anleg á næstu vikum. Þegar allt er saman tekið hefur Hringadróttinssaga á mynddiskum selst í 38.000 eintökum hérlendis. Hringadróttins- saga uppseld ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.