Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 20
á næstu mánuðum svipað og gert var
ráð fyrir við útboðið.
Kemur skipið inn í Ameríkusigl-
ingarnar í staðinn fyrir leiguskipið
Hanse Duo, sem er mun minna skip.
Skógarfoss mun áfram sigla á Am-
eríku. Höskuldur segir að vaxandi
flutningar hafi verið á flutningsleið-
inni til Ameríku, sérstaklega inn-
flutningur á vörum frá Bandaríkjun-
um vegna lágs gengis
Bandaríkjadals. Brúarfoss mun því
koma að góðum notum, einnig af
þeim ástæðum.
Í samningum er kveðið á um að
Eimskip taki við flutningum fyrir
varnarliðið 1. febrúar næstkomandi.
Bandaríkjaher hefur beðið Eimskip
að taka við fyrr og mun Brúarfoss
lesta í fyrsta skipti í Helguvík næst-
komandi mánudag.
Atlantsskip og bandarískt systur-
félag þess hafa notað Njarðvíkurhöfn
fyrir varnarliðsflutninga og munu
gera það áfram fyrir þann hluta
flutninganna sem félögin halda.
Helguvík | Eimskip mun nota Helgu-
víkurhöfn til að losa og lesta vörur
fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli. Brúarfoss mun lesta þar í fyrsta
skipti 27. þessa mánaðar.
Eimskip samdi um að annast
meirihluta flutninga fyrir varnarliðið
næstu fimm árin, eftir útboð Banda-
ríkjahers, í stað Atlantsskips sem
hefur haft alla flutningana undanfar-
in ár. Þegar sagt var frá samning-
unum kom fram að gera yrði breyt-
ingar á skipastól félagsins til að
annast þessa aukingu í Ameríkusigl-
ingum. Höskuldur H. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim-
skips, segir að ákveðið hafi verið að
nota Brúarfoss í varnarliðsflutn-
ingana.
Brúarfoss hefur verið í siglingum
til Evrópu. Það tekur liðlega 720
gámaeiningar. Áætlað er að fluttir
verði samtals um 200 gámar fyrir
varnarliðið í hverri ferð og segir
Höskuldur að áætlanir bendi til að
flutningsmagn fyrir varnarliðið verði
Brúarfoss
lestar í Helguvík
Brúarfoss fær nýtt hlutverk: Brúarfoss er gámaflutningaskip sem smíðað
var 1992 og verið hefur í Evrópusiglingum fyrir Eimskip í fjögur ár.
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Reykjanesbær | „Við munum ekki draga
hækkun leikskólagjalda til baka, en leggja til
við bæjarráð að systkinaafsláttur með 2.
barni verði aukinn úr 25% í 40%,“ sagði Árni
Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á
fjölmennum fundi með foreldrum leikskóla-
barna í fyrrakvöld. Foreldrafélög leikskóla
Reykjanesbæjar boðuðu til fundarins og vildu
félögin fá skýringu á hækkun leikskólagjalda,
sem nema á bilinu 16% sé 19% sé ekki miðað
við tímagjald. Í lok fundar gekk undirskrift-
arlisti þar sem foreldrar mótmæla hækkun
leikskólagjalda. Flestir fundarmenn skrifuðu
nöfn sín undir, segir Petra Lind Einarsdóttir
sem var í forsvari fyrir foreldra á fundinum.
Ætlunin er að láta listana liggja frammi
næstu daga, á leikskólunum ef það er unnt-
.Það var mikill hiti í þeim rúmlega 100 for-
eldrum sem mættu á fundinn og margar
spurningar sem brunnu á vörum þeirra. Ekki
minni hiti var í bæjarfulltrúum Samfylking-
arinnar, þeim Sveindísi Valdimarsdóttur og
Guðbrandi Einarssyni, sem jafnframt er for-
eldri tveggja leikskólabarna, en þau stigu
bæði í pontu til að lýsa andstöðu sinni við
hækkunina.
Gagnrýna að hækkunin
skuli koma öll í einu
Foreldrar gagnrýndu einnig að hækkunin
skyldi koma öll á einu bretti og að óþolandi
væri að rökstuðningur á gjaldskrárhækkun
gengi út á hækkun launa, eins og fram kom í
máli Petru Lindar Einarsdóttur, sem stýrði
fundinum fyrir hönd foreldrafélagnna. Petra
Lind sagði að slíkt tíðkaðist ekki annars stað-
ar og hún skoraði jafnframt á bæjaryfirvöld
að endurskoða ákvörðun sína um hækkun
leikskólagjalda.
Í svari bæjarstjóra kom fram að ekki væri
rétt sem komið hefði fram, meðal annars í
fjölmiðlum, að skýring á hækkun leikskóla-
gjalda væri launahækkun starfsfólks og að
einkennilegar þætti honum þær athugasemd-
ir að verið væri að fjárfesta í steinsteypu.
Skýring hækkunarinnar væri hins vegar sú
að Reykjanesbær, líkt og önnur sveitarfélög,
væri að miða við að hlutur foreldra verði
þriðjungur af kostnaði, miðað við vistun eins
barns, en bæjarsjóður stæði undir tveimur
þriðju hlutum kostnaðarins. Hlutfall foreldra
hafi hins vegar verið lægra en til viðbótar
komi aukinn rekstrarkostnaður leikskólanna
og hann áréttaði undir lok fundar að ákvörð-
un bæjaryfirvalda um hækkunina yrði ekki
haggað.
Hæst á Suðurnesjum
Sé miðað við önnur sveitarfélög er Reykja-
nesbær með hæstu mánaðargreiðslur af sveit-
arfélögunum á Suðurnesjum og hærri en t.d.
Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Árborg og
Garðabær en lægri en Seltjarnarnes, Kópa-
vogur, Akureyri og Reykjavík.
Á fundinum kom fram að Sjálfstæðisflokk-
urinn myndi leggja fyrir bæjarráð á morgun
þá tillögu að systkinaafslættur á 2. barn verði
aukinn úr 25% í 40% frá og með 1. febrúar
næstkomandi og þó foreldrar með tvö eða
fleiri börn á leikskóla hafði tekið þeim upplýs-
ingum fagnandi fannst foreldrum með eitt
leikskólabarn lítill fengur í því.
Fjölmennur fundur foreldrafélaga leikskólanna í Reykjanesbæ um hækkun leikskólagjalda
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Heitur fundur: Kapp var í fundarmönnum sem þó hlýddu með athygli á svör Árna Sigfússonar bæjarstjóra.
Lækkið gjöldin: Petra Mjöll Gunnarsdóttir kom fram fyrir hönd foreldra
leikskólabarna og skoraði á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína.
Ákvörðun um hækkun gjalda stendur
Aðalfundir deilda | Boðað hefur
verið til aðalfundar deilda Keflavík-
ur, ungmenna- og íþróttafélags. Að-
alfundur félagsins sjálfs verður
haldinn að þeim loknum, undir lok
febrúarmánaðar, að því er segir í til-
kynningu frá félaginu.
Fyrsti fundurinn í þessari funda-
röð er aðalfundur skotdeildar, laug-
ardaginn 24. janúar, þá verða fundir
badmintondeildar mánudaginn 26.
janúar, sunddeildar þriðjudaginn
27., fimleikadeildar miðvikudaginn
28. og Taekvondodeildar fimmtu-
daginn 29. janúar.
Aðalfundur körfuknattleiks-
deildar Keflavíkur verður laug-
ardaginn 31. janúar og knatt-
spyrnudeildar miðvikudaginn 4.
febrúar.
Allir fundirnir verða í félagsheim-
ili Keflavíkur á Hringbraut 108.
Drasl á veginum | Bifreið sem leið
átti um Hafnaveg á mánudags-
kvöldið var ekið á hljóðkútsrör sem
var á veginum. Hjólbarði rifnaði.
Ökumaðurinn tilkynnti atvikið til
lögreglu og kvaðst hann þakka fyrir
að ekki hefðu aðrir verið á ferð
þarna á sama tíma því þá hefði getað
farið illa.
Reykjanesbær | Liðlega 464.000
íþróttaiðkendur og sundgestir
sóttu íþróttamannvirki Reykja-
nesbæjar á síðasta ári. Notkun
mannvirkjanna hefur aukist ár
frá ári og nú var aukningin tæp
5% frá árinu á undan.
Mest notkun var á Íþróttahúsi
Keflavíkur. Þangað komu tæplega
112 þúsund gestir sem er 12 gesta
aukning frá árinu á undan, sam-
kvæmt samantekt Menningar-,
íþrótta- og tómastundasviðs
Reykjanesbæjar (MÍT). Með gest-
um er eingöngu átt við íþróttaiðk-
endur sem koma í íþróttasalina,
ekki áhorfendur. Veruleg aukn-
ing varð einnig í Reykjaneshöll-
inni. Þangað komu liðlega 69 þús-
und gestir. Í íþróttasali bæjarins
komu alls liðlega 293 þúsund
manns á síðasta ári sem er aukn-
ing um 21 þúsund gesti eða lið-
lega 7%.
„Það er ánægjulegt að nýting
þessara mannvirkja skuli vera að
aukast. Það hefur verið markvisst
unnið að aukinni þátttöku kvenna
í íþróttum, ekki síst í knatt-
spyrnu. Það er skýrir að hluta til
aukinn gestafjölda í íþróttahús-
unum,“ segir Stefán Bjarkason,
framkvæmdastjóri MÍT.
Gestum í sundlaugar bæjarins
fjölgaði einnig frá fyrra ári. Sam-
tals komu tæplega 171 þúsund
gestir í sund, á annað þúsund
fleiri en árið áður. Flestir sækja
Sundmiðstöðina í Keflavík, tæp-
lega 102 þúsund manns.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Gaman í sundi: Aðsókn að Sundmiðstöðinni í Keflavík hefur aukist á und-
anförnum árum. Iðkendum í íþróttahúsum bæjarins hefur fjölgað meira.
464 þúsund gestir
íþróttamannvirkja
Innbrot í Sandgerði | Lögreglan
fékk tilkynningu um innbrot í Shell-
skálanum í Sandgerði um klukkan
eitt í fyrrinótt. Innbrotsboð bárust
til öryggisfyrirtækisins Securitas.
Þegar lögreglan kom á staðinn
sást að gluggi hafði verið spenntur
upp og við það hafði þjófavarn-
arkerfi staðarins farið í gang. Sá eða
þeir sem þarna voru að verki voru
farnir og fundust ekki.