Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 25

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 25 VIÐAR Hreinsson bókmenntafræð- ingur hlýtur viðurkenningu Hag- þenkis fyrir ævisögu sína um Steph- an G. Stephansson í 2 bindum, Landneminn mikli og Andvöku- skáld. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi fræðilegt efni á árinu 2003. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og aðra miðlun fræðilegs efnis til al- mennings. Viðurkenningarráð Hag- þenkis úthlutar viðurkenningunni, það er skipað fimm félagsmönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum. Viðurkenning Hagþenkis eru ein veglegustu verðlaun sem höfundum fræðirita og fræðilegra rita fyrir al- menning getur hlotnast. Öll fræðirit sem koma út á Íslandi koma til greina óháð útgefanda eða tilnefn- ingum. Verðlaunaupphæðin hefur nú verið hækkuð í 750 þús. kr., sem er sama upphæð og Félag íslenskra bókaútgefenda veitir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í hvorum flokki fyrir sig. Ævisögur fyrirferðarmiklar Í umsögn Hagþenkis um verð- launaveitinguna nú segir m.a.: „Ævi- sögur eru mjög fyrirferðarmiklar á íslenskum bókamarkaði. Þannig má segja að drjúgur hluti þeirra bóka sem skipuðu efstu sætin á sölulistum sí0ðustu bókavertíða hafi verið ævi- sögur í einhverjum skilningi, eða sögulegar skáldsögur, en mörkin milli þessara tveggja bókmennta- greina – og annarra skyldra – verða gjarnan heldur óljós og fljótandi. Undirrótin er ekki síst áhugi ís- lenskra lesenda á fólki, á lífi nafn- greindra persóna í nútíð og fortíð. Á síðari árum hefur æ meira borið á því að fræðimenn leitist við að höfða til hins almenna lesanda með því að búa fræðum sínum einhvers konar ævisagnaform, sem aftur hefur leitt af sér vissa endurnýjun á því sviði. Þrátt fyrir mikla verðleika margra fræðilegra ævisagna á und- anförnum árum hefur slíkt verk ekki hlotið Viðurkenningu Hagþenkis – fyrr en nú. Á viðurkenningarskjali er letrað að Viðar „opnar heim skáldsins með næmleika, traustri fræðimennsku og alþýðlegri fram- setningu“. Verðleikar bókanna felast ekki síst í greiningu Viðars á ljóðum Stephans. Skáldskapur hans er skoðaður í hugmyndasögulegu og þjóðfélagslegu samhengi síns tíma, en um leið verður ljóst hvað ljóð Stephans eru í raun tímalaus, við- fangsefni hans sammannleg og nær- tæk allt fram á okkar tíma. Þessar bækur eru mikill fengur þeim sem unna ljóðum Stephans G. Steph- anssonar og ekki síður þeim sem eiga eftir að kynnast verkum þessa mikla skálds.“ Viðar Hreinsson hlýtur viðurkenningu Hagþenkis fyrir ævisögu Stephans G. Morgunblaðið/Þorkell Ármann Jakobsson afhendir Viðari Hreinssyni viðurkenningarskjal Hagþenkis. Traust fræðimennska Næsti bar, Ingólfstræti 1a, kl. 21.30 Þjóðaríþróttakvöld þar sem listamenn flytja og syngja texta sína og annarra kunnra Íslendinga. Fram koma meðal annarra Steindór Andersen, Friðrik Erlingsson, Guð- rún Eva Mínervudóttir, Kristbergur Pétursson, Lísa Pálsdóttir, Björg- úlfur Egilsson, Hálfdán Theodórs- son o.fl. Kynnir er Guðjón Sigvalda- son. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við fjórum aukasýningum á uppistandi Eddu Björgvinsdóttur í Iðnó. „Þetta er til- valið tækifæri fyrir stærri og smærri hópa að gera sér glaðan dag í lok vinnuviku,“ segir í kynningu. Innifalið í miðaverði er súpa dags- ins og heimabakað brauð. Uppistandið er milli 12.00 og 12.55 á föstudögum í Iðnó og eru næstu sýningar 23. og 30. janúar, 6. og 13. febrúar. Miðasala er í Iðnó alla daga vik- unnar og einnig á heimasíðu Iðnó. Hádegisuppi- stand Eddu Björgvins í Iðnó KRISTÍN Ómarsdóttir hefur gert útgáfusamning við Bókaútgáfuna Sölku og mun skáldsaga sem hún hefur í smíðum koma út hjá Sölku á árinu, segir í fréttatilkynningu frá útgáfunni. Fyrsta bók Kristínar var ljóða- bókin Í húsinu okkar er þoka sem hún gaf út sjálf 1987, síðan hafa birst eftir hana á annan tug verka, leikrit sem sýnd hafa verið víða og ljóða- bækur, skáldsögur og smásögur sem gefnar hafa verið út hjá Máli og menningu. Nokkur verka Kristínar hafa verið þýdd á erlend tungumál og hafa meðal annars komið út í Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi. Kristín dvelur nú í Barcelona við rit- störf. Kristín Ómarsdóttir gengur til liðs við Sölku ♦♦♦ SOFFÍA Sæmundsdóttir myndlist- arkona hreppti nýverið bandarísku Joan Mitchell-verðlaunin fyrir myndlist sína. Verðlaunin eru kennd við bandarísku listakonuna Joan Mitchell, sem var einn kunnasti mál- ari þjóðar sinnar á síðustu öld. Stofn- un í hennar nafni sér um verðlauna- veitinguna. Að sögn Soffíu var Joan Mitchell abstrakt-expressjónisti, og starfaði lengi í París. „Þetta eru svipuð verð- laun og Pollock-Krasner verðlaunin, en eingöngu fyrir starfandi lista- menn í málaralist og skúlptúr,“ segir Soffía. „Mér hlotnaðist sá heiður að verða tilnefnd til að sækja um verð- launin. Það er ekki hægt að sækja um þau sjálfstætt; - fólki er boðið að gera það. Þetta var í sumar. Mér var boðið að senda inn slides-myndir af verk- um mínum og komast í þennan pott listamanna sem valið er úr. Tíu lista- menn voru svo valdir úr þessum hópi.“ Sýnir talsvert í Bandaríkjunum Í 30 manna hópi sem velur þá sem boðið er að sækja um, eru sýning- arstjórar og listamenn, og hver þeirra tilnefnir tvo, og segist Soffía gruna kennara sinn úr Kaliforníu um að hafa tilnefnt sig, þótt ekki sé gefið upp hverjir sitji í hópnum. Það er svo óháð dómnefnd sem vel- ur þá tíu sem verðlaunin hljóta. Soffía er nýkomin heim úr tveggja ára meistaranámi í San Francisco, og segir verð- launin vera gríðarlega hvatningu fyrir sig um að halda áfram ótrauð. „Ég hef verið að skoða þau nöfn sem hafa fengið þessi verðlaun áður og hvað það fólk er að gera, og listinn er fagur og af- rekin mörg, bæði meðal þeirra sem fá verðlaunin núna, og þeirra sem hafa fengið þau áður. Þetta hvetur mann því sannarlega til dáða.“ Verðlaunin eru drjúg peningaupp- hæð sem listamaðurinn getur notað að eigin vild til framdráttar sinni list, og segist Soffía hafa ákveðið að nota tækifærið og taka sér vinnustofu á leigu, til að skapa sér betri aðstöðu. „Ég er ekki alveg farin að melta það með mér hverju þetta kann að breyta fyrir mig, ætli ég þurfi ekki að setjast niður og velta fyrir mér næstu skref- um.“ Soffía hefur sýnt talsvert í Banda- ríkjunum að undanförnu og hélt með- al annars sýningu á verkum sínum í SF MOMA Artist Gallery í San Franc- isco síðasta vor, en galleríið er starfrækt í tengslum við Nútíma- listasafnið í San Francisco. „Mér var boðið að sýna þar á meðan ég var enn í skólanum, og síðan þá hef ég tekið þátt í tveimur samsýningum og sýni í Boston í maí í vor.“ Í kjölfar verð- launanna opnast Soffíu ýmis tækifæri, sem hún segir að tíma taki að velta fyrir sér. „Ég þarf fyrst og fremst að átta mig á því hvað ég vil sjálf gera og eftir hverju ég er að sækjast í listinni. Ég kom heim í haust, búin að ákveða að setjast hér að og njóta þess, en tækifærin ráðast kannski af því sem ég vil gera. Joan Mitchell-stofnunin er í New York, og ef maður vill, býðst manni kennsla þar. En það er kannski mesta hjálp- artækið að hafa nafn Joan Mitchell á bak við sig á þennan hátt. Einn af verðlaunahöfunum frá í fyrra, Fred Wilson, var til dæmis valinn sem fulltrúi Bandaríkjanna til að sýna á Feneyjatvíæringnum. Margir fleiri úr hópi þessara verðlaunahafa eru að gera það mjög gott í listaheiminum. Verðlaunin eru ætluð til þess að lista- mennirnir geti unnið að sínum ferli, og það er undir hverjum og einum komið hvernig hann spilar úr því. Úti var ég til dæmis að vinna risastórar teikningar, sem eru ekki beint sölu- vænar. Verðlaunin auðvelda manni þannig að sinna því sem hugurinn stendur til og það er mesti ávinning- urinn.“ Soffía Sæmundsdóttir hreppir bandarísku Joan Mitchell-verðlaunin Gott að hafa nafnið á bak við sig Soffía Sæmundsdóttir Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Reimar og drifbúnadur 70 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Óskast Erum að leita fyrir opinberan aðila að 70 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400 eða 694 1401! Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 562 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. Sverrir Kristinsson. EINB. - HÆÐ OG RIS EÐA HÆÐ OG KJ. Í VESTURB. 4RA HERB. ÍBÚÐ ÓSKAST Í KÓPAVOGI Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Smárahverfi eða Lindunum í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. RAÐH., PARH. EÐA EINBÝLISH. Í VESTURBÆ ÓSKAST Góð 57 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í hol, stofu, baðherbergi, svefnherbergi og eldhús. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. V. 8,9 m. 3836 HRINGBRAUT - LAUS STRAX Traustur kaupandi óskar eftir eign eins og lýst er í fyrirsögn. Æskileg stærð 250- 350 fm. Eignin má kosta á bilinu 25-40 millj. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-250 fm eign skv. ofanskráðri lýsingu. Sjávarútsýni æskilegt. Staðgreiða í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.