Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÓTTAST var í gær að átján skipverj-
ar hefðu farist þegar flutningaskip-
inu Rocknes hvolfdi í blíðskapar-
veðri skammt frá Björgvin í Noregi
síðdegis í fyrradag. Tólf mönnum
var bjargað og þrjú lík höfðu fundist
í gær en fimmtán var enn saknað.
Voru þeir taldir af og björgunar-
menn hættu leitinni að þeim í gær-
kvöldi en ætla að halda henni áfram í
dag.
Talið var að margir þeirra, sem
var saknað, væru inni í skips-
skrokknum sem var fullur af sjó.
Birgit Sildnes, talsmaður björgunar-
sveitanna, sagði að kafarar hefðu
ekki komist inn í skipið vegna þess
að það væri enn óstöðugt.
Stórt gat á skrokknum
Skipið var með fullfermi af grjóti á
leiðinni frá Eikefet í Noregi til Emd-
en í norðvestanverðu Þýskalandi
þegar því hvolfdi. Slysið varð í
þröngu sundi milli Björey og meg-
inlandsins, tæpa 200 metra frá landi.
Ekki var enn vitað um orsakir
slyssins en norskir fjölmiðlar leiddu
getum að því að skipið hefði rekist á
hafsbotninn eða steytt á skeri þar
sem sjónarvottar sögðust hafa séð
stórt gat á skipsskrokknum. Nokkrir
þeirra kváðust einnig hafa heyrt há-
vaða sem benti til þess að grjótið í
lestinni hefði færst til og það kann að
hafa valdið slagsíðu á skipinu.
Sérfræðingar sögðu að þetta
kynni að hafa orðið til þess að skip-
inu hvolfdi en lögðu áherslu á að
þetta væri aðeins tilgáta.
Gerðist mjög hratt
Björgunarmennirnir hafa ekki
orðið varir við neitt, sem bendir til
þess að einhverjir séu enn á lífi í
skipinu, frá því í fyrrakvöld þegar
þremur Filippseyingum var bjargað
úr því sjö klukkustundum eftir slys-
ið. Vakti það vonir um að fleiri fynd-
ust á lífi en hálfum sólarhring síðar
hafði aðeins eitt lík fundist í Raune-
firði, um sex kílómetra frá skipinu.
Tvö önnur lík fundust skömmu eftir
slysið.
Alls voru þrjátíu menn í skipinu –
24 Filippseyingar, þrír Hollending-
ar, tveir Norðmenn og Þjóðverji.
Átta Filippseyinganna, Hollending-
unum þremur og Norðmanni var
bjargað. Sextán Filippseyinga,
Norðmanns og Þjóðverjans var
saknað.
Ellefu af mönnunum tólf, sem var
bjargað, voru fluttir á Háskóla-
sjúkrahús Haukeland, en enginn
þeirra slasaðist alvarlega. Þrír skip-
verjanna útskrifuðust af sjúkrahús-
inu í gær.
Læknir á sjúkrahúsinu kvaðst
hafa rætt við nokkra skipverjanna.
„Þeir sögðu að allt hefði gerst mjög
hratt. Einn þeirra sagði að þetta
hefði tekið tæpa mínútu. Annar
sagði að þeir hefðu verið „réttum
megin á skipinu“,“ hafði fréttavefur
Aftenposten eftir lækninum.
Skipstjóri Rocknes, 57 ára Norð-
maður, og norskur hafnsögumaður
voru í brúnni þegar slysið varð, að
sögn fréttavefjar Bergens Tidende.
Hafnsögumaðurinn lifði af en skip-
stjórans er saknað. Þetta átti að vera
síðasta ferð skipstjórans sem hafði
ráðið sig á skip í Þýskalandi.
Flutningaskipið var dregið að
landi og um tuttugu bátar voru á
slysstaðnum í gær. Björgunarstarfið
gekk erfiðlega vegna þungra sjávar-
strauma, kulda og ísingar sem varð
til þess að kjölur skipsins var mjög
háll.
Björgunarmenn dældu lofti inn í
skrokk skipsins til að halda því á floti
í von um að kafarar kæmust inn í
það. Starfsmenn norsku landhelgis-
gæslunnar reyndu einnig að koma í
veg fyrir að olía læki úr skipinu.
Hundruð fugla hafa drepist vegna ol-
íumengunar.
„Alveg óskiljanlegt“
Skipið var smíðað árið 2001 og
hafði verið notað frá því í fyrra til að
sturta grjóti yfir olíuleiðslur neðan-
sjávar til að festa þær.
Aftenposten hafði eftir Atle Jeb-
sen, stjórnarformanni norska skipa-
félagsins Jebsen Management, sem
rak Rocknes, að hann og samstarfs-
menn hans hefðu engar skýringar á
því hvers vegna skipinu hvolfdi.
„Þetta er alveg óskiljanlegt,“ sagði
hann.
Jebsen bætti við að norskir skipa-
eftirlitsmenn hefðu skoðað Rocknes
um mitt síðasta ár og það hefði upp-
fyllt allar öryggiskröfur.
Stýrið of lítið?
Norskir fjölmiðlar sögðu þó að
hafnsögumenn hefðu haft áhyggjur
af stýrisbúnaði flutningaskipsins og
systurskips þess. Bergens Tidende
hafði eftir hafnsögumanninum Alf
Ove Austevoll að nokkrum sinnum
hefðu komið upp vandamál þegar
skipin voru með fullfermi. Hann
kvaðst telja að stýri þeirra kynnu að
vera of lítil miðað við stærð skip-
anna.
Austevoll sagði að stundum hefði
þurft að sigla skipunum hratt til að
taka beygju og síðan hefði verið erf-
itt að hægja á þeim.
Hitinn frá vél-
unum hélt lífi
í mönnunum
Norska flutningaskipið Rocknes kann að hafa steytt á skeri áður en því hvolfdi
Óttast er að átján
skipverjar hafi farist
Norskir björgunarmenn hjálpa einum skipverjanna (fyrir miðju) sem var
bjargað úr Rocknes í fyrrakvöld, sjö klukkustundum eftir slysið.
Reuters
Björgunarbátar við norska flutningaskipið Rocknes sem dregið var að landi eftir að því hvolfdi skammt frá Björgvin í Noregi síðdegis í fyrradag.
MENNIRNIR þrír, sem bjargað
var úr flaki flutningaskipsins
Rocknes í fyrrakvöld, voru við
vinnu í vélarrúmi skipsins þegar
því hvolfdi. Hitinn frá vélunum
hélt lífi í mönnunum sem biðu
björgunar í sjö klukkustundir.
Þeir heyrðu í björgunarmönnum
banka á skipsskrokkinn og reyndu
að svara, að því er haft er eftir
læknum á fréttavef Bergens
Tidende.
Björgunarmönnum tókst að
skera gat á skipið þar sem það lá
á hvolfi og ná mönnunum út um
klukkan 22:20 að íslenskum tíma.
Þremenningarnir, sem allir eru
frá Filippseyjum, voru fluttir á
sjúkrahús en reyndust lítið slas-
aðir.
Áður en mönnunum var bjargað
gátu þeir stungið pappírssneplum
út um lítið gat á skipinu. „Á síð-
asta sneplinum stóð á slæmri
ensku að einn mannanna væri að
deyja. Þá urðum við hræddir,“
sagði einn björgunarmannanna.
Haft er eftir Guttorm Brattebø,
sem fór fyrir hjúkrunarliði á slys-
staðnum, að mennirnir þrír hafi
verið orðnir kaldir eftir vistina í
flakinu en þeir hefðu ekki lent í
sjónum. Þeir komust út um gat
sem skorið var á skipsskrokkinn
og síðan voru þeir fluttir með bát
um borð í ferju sem kom þeim í
land þar sem sjúkrabílar biðu
þeirra og fluttu á Haukeland-
háskólasjúkrahúsið.
Haft er eftir Trygve Hillestad,
talsmanni lögreglunnar, að ekki
hafi fleiri verið í vélarrúminu þar
sem mennirnir þrír voru.