Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 11 SKIPSTJÓRI farþegaferjunnar Norrænu segir að ef hann hefði ekki reynt öðru sinni að komast að bryggju í Þórshöfn, eftir að gat kom á ferjuna í fyrstu tilrauninni, hefði ferjan sokkið í ytri höfninni. Þetta kom fram í sjóprófum í Fær- eyjum á mánudag vegna óhappsins þegar farþegaferjan Norræna sigldi utan í hafnarkant í innsiglingunni í Þórshöfn í síðustu viku. Fram kom í máli skipstjórans að hann hefði misst samband við vélar skipsins frá brúnni og það hefði því orðið vélar- vana við innsiglinguna. Einnig hefðu veltiuggar ekki virkað sem skyldi. Að sögn Högna Djurhuus, frétta- manns á færeyska ríkisútvarpinu sem var við sjóprófin í gær, kom fram að Norræna ætti að þola hlið- arvind að hámarki 19,3 metra á sek- úndu þegar verið væri að snúa skip- inu á lítilli ferð. Í meiri vindi hefði skipið ekki nægilegt afl á hliðar- skrúfum til þess að sigla upp í móti vindinum. Áhöfnin hafði fengið upp- lýsingar um að vindstyrkur væri á milli tíu og sautján metrar á sek- úndu. Í því að skipið beygir inn í höfnina hafi svo komið él og vind- styrkurinn farið yfir 20 metra á sek- úndu, þannig að skipið rak undan vindinum. Skipstjórinn sagði að hann hefði gert allt sem í hans valdi hefði staðið en ekki hefði orðið við neitt ráðið og Norræna rekist utan í hafnargarð. Fyrsti stýrimaður skipsins sagði við sjóprófin að skipið hefði líka kennt botns og önnur aðalskrúfa skipsins snert botninn og skemmst mikið. Skipstjórinn ákvað að sigla frá og út fyrir höfnina og gera aðra tilraun en þá rakst skipið aftur í og stórt gat kom á skrokkinn miðskips og sjórinn streymdi inn. 150 tonn af sjó streymdu inn Yfirvélstjóri Norrænu sagði við sjóprófin að sér reiknaðist til að um eitt hundrað og fimmtíu tonn af sjó hefðu streymt inn í skipið. Reynt var að gangsetja dælur um borð en það gekk erfiðlega. Þá var tekið til þess ráðs að dæla sjó á milli jafnvægis- tanka skipsins í þeim tilgangi að lyfta gatinu upp fyrir yfirborðið. Þegar reynt var í annað sinn end- urtók sagan sig, skipinu hlekktist á á sama stað og fyrr. Fram kom í máli skipstjórans að hann hefði misst samband við vélar skipsins frá brúnni og að skipið hefði orðið vélarvana en tveir menn í vél- arrúminu sögðu að vélarnar hefðu verið í gangi allan tímann. Fyrsti stýrimaður, sem var aftur í skut skipsins, sagði að ekkert rót hefði sést frá skrúfum skipsins. Tjónið enn ekki metið til fulls Að sögn Kára Durhuus, blaðafull- trúa Smyril Line, útgerðarfélags Norrænu, hefur ekki enn tekist að meta tjónið til fulls. Unnið er að því að gera skipið haffært svo sigla megi því til meginlands Evrópu þar sem gert verður við það. Að sögn Kára er ekki enn vitað hvar gert verður við skipið. Vetraráætlun Smyril Line breyt- ist í kjölfar óhappsins og hefur gamla Norræna verið tekin í notkun á ný. Eingöngu verður siglt frá Hanstholm í Danmörku til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum og Þórshafnar í Færeyjum og liggja áætlunarsigl- ingar til Seyðisfjarðar og Bergen í Noregi því niðri eftir óhappið. Sjópróf vegna óhapps ferjunnar Norrænu í Þórshöfn í síðustu viku Hefði sokkið ef ekki hefði verið farið inn aftur Ljósmynd/Dimmalætting/Kalmar Mjög erfiðlega gekk að koma Norrænu að bryggju í Þórshöfn í síðustu viku. Ferjan skemmdist talsvert mikið. KB-BANKI hefur ákveðið að lækka kjörvexti bæði óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfalána um 0,50 prósentustig. Þannig lækka kjör- vextir óverðtyggðra skuldabréfa úr 8,45% í 7,95% og kjörvextir verð- tryggðra skuldabréfa lækka í 5,60%. Í frétt frá KB-banka kemur fram að samhliða þessari lækkun kjörvaxta taki bankinn upp breytt áhættumat á skuldabréfalánum sem feli í sér aukið álag á skuldabréf tryggð með sjálf- skuldarábyrgð. Þannig geti bankinn boðið viðskiptavinum sínum, sem geti veitt gott fasteignatryggt veð, mun betri vexti en hingað til hafi verið í boði. Jafnframt geri bankinn ráð fyrir að útlánum sem tryggð eru með sjálf- skuldarábyrgðum fækki. Fastir vextir verðtryggðra fast- eignalána lækka um 0,55 prósentustig og verða grunnvextir þessara lána 5,95%. Fasteignalán á föstum vöxtum verða til allt að 25 ára og fara end- anleg vaxtakjör eftir veðsetningu. Vaxtaálag á grunnvexti verður á bilinu 0,0% til 2,25%. Nýverið hefur bankinn einnig ákveðið að hækka veð- setningarhlutfall fasteignatryggðra útlána og er nú miðað við allt að 80% af þekktu markaðsverði, samkvæmt frétt frá bankanum. Vextir á Bústólpareikningi bank- ans lækka úr 4,65% í 4,50%. Vextir á Lífeyrisbók lækka úr 6,30% í 5,95%. Vextir annarra verðtryggðra innláns- reikninga lækka einnig samsvarandi. Vextir á óverðtryggðum innlánum verða óbreyttir frá því sem nú er. KB-banki hefur einnig ákveðið að bjóða upp á fasteignalán til allt að 25 ára og verða 30% af höfuðstól greidd á lánstíma. Á síðasta gjalddaga verð- ur samið um endurgreiðslu á þeim 70% sem eftir eru af upphaflegum höfuðstól, verðbættum. KB-banki lækkar vexti skulda- bréfalána PÉTUR Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ekki enn búið að ákveða hvenær næsti fundur nefndarinnar verður. Erfitt sé að finna tíma sem henti öllum fulltrúum í nefndinni. Hann segir ljóst að ekkert verði af fundi í þessari viku og á mið- vikudaginn í næstu viku komi Alþingi aftur saman. Því geti farið svo að fyrsti fundur efna- hags- og viðskiptanefndar verði þegar reglulegir fundir nefnd- arinnar hefjist eftir að þing kemur aftur saman. Á nefndarfundinum á að ræða kaup KB banka á SPRON og stöðu sparisjóðanna í land- inu almennt. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar hafa sagt Pétur vanhæfan til að fjalla um mál- efni SPRON.Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í fyrradag að ekkert í þingsköp- um eða stjórnarskránni gæfi tilefni til að útiloka Pétur frá því að taka þátt í meðferð SPRON málsins. Pétur segir sjálfur að hann muni stýra fundi efnahags- og viðskiptanefndar þrátt fyrir að ráðist hafi verið á hann per- sónulega og hann jafnvel vænd- ur um að koma óheiðarlega fram í málinu. Fjárhagslegir hagsmunir hans í þessu máli séu smávægilegir og ef fylgja eigi tillögu Samfylkingarinnar eftir þá væru bændur á Alþingi vanhæfir að fjalla um bændur, öryrkjar um málefni öryrkja. Ekki fundað í vikunni Efnahags- og viðskiptanefnd ÞINGMENN Samfylkingar hófu út- rás í Háskóla Íslands í gær sem mun standa alla vikuna og enda með opn- um fundi um stöðu skólans í Odda á föstudag. Þingmennirnir byrjuðu á því að skoða nýtt Náttúrufræðahús skólans og ræða þar við nemendur og kennara. Björgvin G. Sigurðsson, sem er einn þriggja fulltrúa flokksins í menntamálanefnd Alþingis, segir að í vikunni verði fundað með forsvars- mönnum allra deilda háskólans. „Forsvarsmenn deildanna fögnuðu mjög þessu frumkvæði okkar að hitta þá svona til að heyra stöðuna og nemendur ekki síður sem hafa grein- lega mjög miklar áhyggjur af því að skólagjöld séu næsta skref í skóla- málum Sjálfstæðisflokksins. Við höfnum þeirri leið afdráttarlaust,“ segir Björgvin. Með því að hafa ekki skólagjöld sé jafnrétti til náms tryggt. „Í ríkishá- skólann á að vera ókeypis aðgangur svo jafnrétti til náms og blómlegt há- skólalíf sé tryggt óháð því hvaða efnahagslega bakgrunn fólk hafi í það og það skiptið,“ segir Björgvin. Segir hann Samfylkinguna leggja áherslu á að fjárframlög til háskóla- stigsins verði aukin um 4-8 milljarða á kjörtímabilinu, eða þar til framlög- um annarra Norðurlandaþjóða verði náð. Íslensk stjórnvöld veiti um 0,8% af landsframleiðslu til háskólastigs- ins en hlutfallið á hinum Norður- löndunum sé 1,2-1,7% „Það viljum við gera bæði til að efla, styrkja og tryggja það fjármagn sem þarf til að starfa eðlilega og eyða þessari fjár- hagslegu óvissu sem er uppi núna og kristallast í þessari umræðu um skólagjöld sem við höfnum afdrátt- arlaust í ríkisháskólum,“ segir Björgvin. Þá vilji Samfylking engar frekari fjöldatakmarkanir við skólann, ábyrgðarmannakerfi LÍN verði lagt niður og framfærslugrunnur náms- lána verði endurmetinn. Við fjár- lagagerð þurfi að forgangsraða þannig að háskólanum verði tryggt nægt fjármagn „enda er margsýnt að aukin framlög til menntamála auka hagvöxt og tekjur þjóðfélagsins verulega.“ Hafna skólagjöldum og fjöldatakmörkunum Þingmenn Samfylkingar kynna sér málefni Háskóla Íslands Morgunblaðið/Ómar BARNAGEÐLÆKNAFÉLAG Ís- lands stendur fyrir þverfaglegu námskeiði um unglinga og sjálfsvíg nk. föstudag í sal Læknafélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi. Þá mun fé- lagið efna til málþings um börn með þroskavanda á Grand hóteli dagana 29.–30. janúar nk. Að sögn Bertrands Lauth, barna- geðlæknis á Barna- og unglingageð- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss, er námskeiði um unglinga og sjálfsvíg einkum ætlað að hjálpa sér- fræðingum að meðhöndla unglinga sem skaða sig. Námskeiðið er ætlað sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum, starfsfólki Félagsþjón- ustunnar, Fræðslumiðstöð og öðrum aðilum sem starfa náið með ungling- um á hinum ólíku stofnunum. „Hverjir eru þessir unglingar sem eru að fremja sjálfsvíg og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það? Hvernig er hægt að meðhöndla ung- linga sem skaða sig? Þetta er spurn- ingar sem meðal annars verður leit- ast við að svara,“ segir Bertrand. Meðal fyrirlesara verða Simon Wilkinson barnageðlæknir, sem er þekktur á því sviði í Noregi, og Nicolas Gergieff, prófessor í barna- geðlækningum frá Frakklandi. Þá fer fram málþing um börn með þroskavanda dagana 29.–30. janúar á Grand hóteli. Að sögn Gísla Bald- urssonar, formanns Barnageð- læknafélags Íslands, tekur málþing- ið til margra ólíkra þátta, bæði greiningarþáttar og lyfjameðferðar, auk þess sem fjallað verður um hlut- verk skólanna. „Það er mjög mikilvægt að greina þessa erfiðleika sem allra fyrst svo hægt sé að setja inn stuðningsað- gerðir. Það hefur margt verið mjög vel gert í skólum, m.a. með sér- kennslu, en það er líka margt sem mætti gera betur,“ segir Gísli. Námskeið um unglinga og sjálfsvíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.