Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LIÐSÝKINGUM hefur fjölgað verulega hér á landi á síðustu árum og hafa um 40 ný tilfelli greinst ár- lega undanfarin 2-3 ár. Til saman- burðar voru um 20 manns greindir á ári með liðsýkingar að meðaltali á árabilinu 1990-2002, að því er fram kom í erindi sem Árni J. Geirsson gigtarlæknir hélt á Læknadögum á Nordica hóteli í gær. Liðsýkingar lýsa sér þannig að bakteríur berast inn í lið og fjölga sér og veldur það mikilli bólgu þar sem verður innflæði á hvítum blóð- kornum og vökvi safnast fyrir í liðn- um. Ef ekkert er að gert getur það valdið brjóskskemmdum og skemmt liði. Bakteríurnar berast annaðhvort með blóði inn í liðinn, eða í gegnum húðina t.d. ef sjúklingur verður fyrir áverka og húðin rofnar, eða við liðástungu eða inngrip læknis. Óviðunandi hátt hlutfall Samkvæmt íslenskri rannsókn sem nær yfir liðsýkingar á landsvísu á 13 ára tímabili frá 1990 til 2002 eru inngrip lækna orsakavaldur liðsýk- inga í 44% tilvika, oftast vegna liðástungna en einnig vegna lið- speglana og aðgerða á liðum. „Þetta er óásættanlega hátt hlutfall liðsýkinga sem orsakast af inngripi lækna og bendir til að læknar þurfi að vanda sig betur þegar þeir stinga á liðum, sótt- hreinsa húðina betur og passa sig á því að menga ekki liðinn,“ segir Árni. Af um 20 tilfellum liðsýkinga sem greinast að meðaltali á ári eru 5,5 tilfelli meðal barna. Þar af eru drengir líklegri til að fá sjúkdóminn eða um 6 af hverjum 10 börnum. „Ástæðan fyrir þessu er að það er oft á bak við þetta áverki meðal barnanna. Það er talið að strákarnir slasi sig oftar, séu oftar í íþróttum og meiði sig frekar.“ Í börnum er liðsýking algengust í mjöðm og hnjám. Árni segir að mjög mikilvægt sé að greina liðsýkingar í mjöðmum hjá börnum strax vegna þess að mjaðmirnar skemmist mjög fljótt. Meðal fullorðinna eru liðsýkingar langalgeng- astar í hné, en einnig í mjöðm, öxl og ökkla. Árni Jón Geirsson Inngrip lækna orsakavaldurinn í 44% tilvika Liðsýkingum hefur fjölgað verulega Borgarstjóri ferðast með Iceland Express ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri upplýsti á fundi borgarráðs í gær að hann, borgarfulltrúar og borg- arstarfsmenn ferðuðust bæði með Iceland Express og Flugleiðum í ferðum á vegum Reykjavíkurborg- ar. Tók hann sérstaklega fram að skýrar reglur giltu um ferðaheim- ildir og ferðalög á vegum borg- arinnar. Mælst væri til þess að ferðum væri háttað á sem hag- stæðastan hátt og keypti Reykja- víkurborg flugfarseðla á almennu farrými. Alþingi aldrei keypt miða Tilefni svara borgarstjóra var fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-listans, um hvort fyllstu hagkvæmni hefði verið gætt hjá Reykjavíkurborg vegna ferða- kostnaðar. Í því sambandi spurði Ólafur með hvaða flugfélögum kjörnir fulltrúar og starfsmenn borgarinnar ferðuðust. Ólafur Hauksson, forstöðumaður almannatengsla Iceland Express, segir að Alþingi hafi aldrei keypt farseðla hjá flugfélaginu vegna ferða þingmanna. Sömu sögu sé að segja af stjórnarráðinu; ráðherrar hafi aldrei ferðast með Iceland Ex- press. Hann segist ekki trúa því að aldrei nokkurn tíma, þá ellefu mánuði sem félagið hefur flogið reglulega til Evrópu, hafi hentað að fljúga með þeim. Einhverjar aðrar skýringar liggi þar að baki enda bjóði Iceland Express upp á hagkvæmasta verðið. Þegar óskað var skýringa á þessu hjá Alþingi fengust þau svör að sögn Ólafs að Ferðaskrifstofu Íslands, sem er dótturfyrirtæki Flugleiða, væri falið að leita hag- stæðustu tilboða fyrir ferðir þing- manna. Ekki náðist í Hörð Gunnarsson, forstjóra ferðaskrifstofunnar, til að leita skýringa á því af hverju þingmenn flygju aldrei með Ice- land Express. HARÐUR árekstur varð á mótum Háaleit- isbrautar og Listabrautar kl. 11:50 í gær- morgun og var einum ekið í einkabíl á slysadeild. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni. Eins og sjá má skemmdust ökutækin talsvert en um var að ræða frem- ur nýlegar bifreiðir. Allar bifreiðirnar voru fjarlægðar með krana og tvær þeirra teknar af númerum strax eftir áreksturinn. Morgunblaðið/Ásdís Mjög harður árekstur á Listabraut í Reykjavík OPNUÐ hefur verið ljós- myndasýning sem nefnist Stiklur úr knattspyrnusögu Íslands í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni. Meðal þeirra sem voru viðstaddir opn- unina voru forystumenn Knatt- spyrnusambands Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, hef safnað myndum úr boltanum í áratugi og datt í hug að gaman væri að setja upp sýningu með myndum frá því fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og til dagsins í dag,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson, veit- ingamaður í Litlu kaffistofunni. Stefán fékk feðgana Helga Daníelsson og Friðþjóf Helgason til að setja sýninguna upp og hafa þeir meðal annars skrifað texta með öllum myndunum. „Þeir eru í stórum hlutverkum, Friðþjófur hefur tekið margar myndirnar og Helgi er tvisvar á forsíðu Morg- unblaðsins, þegar myndir voru fyrst símsendar á milli landa, en hann átti stórleik í markinu í þessum sögufræga 1-1 jafn- teflisleik á móti Dönum 1959.“ Að sögn Stefáns leggur hann áherslu á að sýna frá merk- isatburðum sem standa upp úr í íslenskri knattspyrnusögu. „Ég er til dæmis með mynd af fyrsta ís- lenska landsliðinu, mynd frá fyrsta leiknum á Melavellinum, mynd frá fyrsta leiknum á Ísa- firði, mynd frá fyrsta leiknum á Húsavík, mynd af Ríkharði Jóns- syni, sem gerði öll mörkin í 4-3 sigri á Svíum í landsleik á Mela- vellinum 1951 og af Arnóri Guð- johnsen, þegar hann jafnaði metin 40 árum síðar í leik gegn Tyrkj- um. Ég reyni að draga fram þá sem hafa skarað framúr eins og Magnús Pétursson, dómara, Óla B. Jónsson, þjálfara, Teit Þórð- arson, markaskorara, Hörð, Bjarna og Gunnar Felixsyni, sem léku saman í landsliðinu 1963, fyrstu íslensku landsliðsstúlk- urnar og svo má lengi telja.“ 56 myndir eru á sýningunni sem ráðgert er að verði í Litlu kaffistofunni fram á haust en þá hyggst Stefán skipta um myndir og setja upp myndir frá Íslands- mótinu í knattspyrnu í sumar. „Það er við hæfi að hafa þessa sýningu í Litlu kaffistofunni sem er næsti bær í byggð við Kolvið- arhól þar sem íslenska landsliðið æfði fyrir fyrsta landsleikinn, á móti Dönum á Melavellinum 1946.“ Stiklur úr knatt- spyrnusögu Íslands í Litlu kaffistofunni Morgunblaðið/Ásdís Frá opnun sýningarinnar í Litlu kaffistofunni. Magnús Pétursson, (l.t.v.) Friðþjófur Helgason, Stefán Þormar Guðmundsson og Helgi Daníelsson. Tillaga Íslands um lífshætti samþykkt hjá WHO TILLAGA Íslands þess efnis að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) setji heilbrigða lífshætti efst á forgangslista sinn var samþykkt einróma á fundi framkvæmdastjórn- ar stofnunarinnar í gærmorgun. Í til- lögunni felst meðal annars að hvatt er til þess að á vettvangi WHO beini menn sjónum sínum í auknum mæli að áfengisneyslu og áhættunni sem henni er samfara, ekki síst þar sem í hlut eiga börn, ungmenni og ófrískar konur. Sama gildir um áfengi og akstur og áfengisneyslu á vinnustöð- um. Í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, segir að tilllagan, sem Davíð Á. Gunnars- son ráðuneytisstjóri bar upp, hafi hlotið góðar undirtektir í stjórn stofnunarinnar þar sem 32 ríki eigi fulltrúa. Sextán ríki hafi skrifað sig á íslensku tillöguna, í þeim hópi hafi verið aðrar Norðurlandaþjóðir, Bandaríkin, Kína og Rússland. Konur enn meirihluti umsækjenda um prestsembætti Endurspeglar kynja- hlutfall í guðfræðinámi KONUR hafa undanfarið verið í miklum meirihluta umsækjenda um prestsembætti, og endurspegl- ar það sennilega hlutfall kvenna af þeim sem útskrifast úr guðfræði- deild Háskóla Íslands, segir segir sr. Jón Helgi Þórarinsson, formað- ur Prestafélags Íslands. Alls sóttu 21 um Mosfellspresta- kall, þar af 17 konur, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Sr. Jón Helgi segir að þeir sem sótt hafi um Mosfellsprestakall séu mikið til guðfræðingar sem út- skrifast hafi nýlega, og því end- urspeglist kynjahlutfallið í guð- fræðideild í umsækjendahópnum. „Síðan eru þarna líka nokkrir prestar og það eru líka fleiri konur þar. Annars vegar eru það prestar sem eru í föstu starfi en langar til að breyta til, hins vegar eru það konur sem eru í afleysingum, eru ekki með föst embætti og vilja komast í embætti sem er fast. Einnig eru einhverjar konur sem hafa haft föst embætti en sagt upp af einhverjum ástæðum og vilja nú komast aftur í prestskap,“ segir sr. Jón. Í dag eru um 140 nemendur í guðfræðideild Háskóla Íslands, þar af um 65% konur. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu deild- arinnar hefur hlutfall kvenna í náminu hæst farið upp í 75% á undanförnum árum. Hlutfall út- skrifaðra guðfræðinga endurspegl- ar þetta, árið 2003 útskrifuðust 7 konur og 2 karlar úr guðfræði- námi, og árið 2002 útskrifuðust 8 konur og einn karl. Ekki erfiðara fyrir konur Jón segir þetta háa hlutfall kvenna meðal umsækjenda ekki endilega vísbendingu um að erf- iðara sé fyrir konur að fá brauð. Hann segir þó að líklega verði m.a. sá þáttur kannaður í úttekt sem verið er að vinna á stöðu guðfræð- inga fyrir Prestafélagið, en ástæð- ur þess að farið var að kanna stöðu guðfræðinga eru þær að undanfarið hafa mun fleiri guð- fræðingar lokið prófi heldur en fá embætti hjá kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.