Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 23
Þeir sem vinna að staðaldrivið fartölvur eiga á hættuað fá álagseinkenni í háls ogaxlir sé sérstakur búnaður
til að draga úr þessari hættu ekki
notaður. Þetta orsakast m.a. af því að
skjár fartölvunnar er niðri við lykla-
borð hennar sem neyðir notandann til
að horfa niður á við og sitja álútur við
vinnu sína.
Valgeir Sigurðsson er sjúkraþjálf-
ari hjá Gáska og hefur sérhæft sig í
vinnuvistfræði. Hann segist sjá í
starfi sínu aukningu á líkamlegum
vandamálum hjá fólki tengdum tölvu-
notkun þess. „Tölvunotkun almennt
er að aukast og eflaust mest á fartölv-
um,“ segir hann. „Langtímanotkun á
fartölvum er að okkar mati óheppileg
vegna álagsins á hálsinn og axlirnar
og vegna þeirrar stöðu sem efri hluta
líkamans er í þegar setið er við þær.
Við fartölvurnar hafa menn minni
möguleika á að koma hlutum vel fyrir
þannig að þeir henti líkamanum. Fólk
er farið að nota þessar tölvur meira
heima og situr jafnvel langtímum
saman við eldhúsborðið eða einfald-
lega þar sem pláss er. Þar er bún-
aðurinn, eins og stóll og borðhæð,
ekkert sérstakur og fleiri þættir spila
þarna inn í.“
Hann segir það vandamál við far-
tölvuna hversu skjárinn er nálægt
lyklaborði hennar. „Maður þarf að
lúta niður til að horfa í skjáinn. Það
væri betra og hvetti mann frekar í
upprétta stöðu ef skjárinn væri
hærra en við miðum yfirleitt við að
efri brúnin á honum sé í augnhæð.“
Sömuleiðis eru lyklaborð margra
fartölva talsvert þykk þannig að not-
andinn fær ekki sama stuðning af
borðinu sem tölvan hvílir á, að sögn
Valgeirs. „Þá er langt inn á lykla-
borðið og vinnan fyrir herðarnar
verður meiri fyrir vikið.“
Stök lyklaborð og
sérstakar hækkanir
Valgeir segir þó ýmislegt hægt að
gera til að bæta úr þessu. „Sumir
hafa fengið sér stök lyklaborð og
jafnvel sérstakar hækkanir sem er
hægt að stinga vélinni ofan í og gera
það mögulegt að velta skjánum upp
og hækka hann. Þannig er til ýmis
búnaður til að gera fartölvurnar svo-
lítið notendavænni.“
Hann segir að fólk í vissum starfs-
greinum vinni mikið með fartölvur í
dag, sérstaklega þar sem vinnan
krefst þess að það sé mikið á ferðinni.
„Fólk er að átta sig á því sjálft að
þetta sé ekki heppilegt þótt það sé
ekki endilega með bestu lausnirnar.
Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir
einmitt varðandi fartölvur enda er
fólk fljótt að finna fyrir því að þessu
fylgir aukið álag á háls og herðar.“
Hann hvetur því fólk, sem vinnur
mikið við fartölvur, til að huga að
þessum málum áður en vandamálin
láta á sér kræla. Það sé ekki góð hug-
mynd að vinna allan daginn við slíkan
búnað án þess að gera einhverjar ráð-
stafanir. „Ég myndi alla vega ekki
gera það sjálfur,“ segir hann að lok-
um.
Einfaldasta lausnin: Laust lykla-
borð er tengt við fartölvuna og hún
sett á stall.
Morgunblaðið/Sverrir
Slæm staða: Þar sem skjár fartölv-
unnar er niðri við lyklaborðið er
notandinn álútur við vinnuna sem
skapar álag á háls og herðar.
ben@mbl.is
HEILSA|Vandi fartölvunotenda
Álag á háls og hnakka
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 23
KONUR sem drekka meira en þrjá
bolla af kaffi á dag eru í tvöfalt
meiri hættu en hófsamari kaffikon-
ur að fæða létt sveinbörn. Þetta er
niðurstaða nýlegrar norskrar rann-
sóknar sem Berlingske Tidende
greindi frá. Rannsóknin sýndi að
kaffidrykkja hinnar verðandi móð-
ur hafði mun minni áhrif á mey-
börn.
„Lítil fæðingarþyngd er ekki
hættuleg í sjálfu sér og mörg
barnanna þroskast eðlilega, jafnvel
þótt þau hafi verið lítil við fæðingu.
En lítil fæðingarþyngd er áhættu-
þáttur varðandi ýmsa sjúkdóma við
og eftir fæðingu,“ sagði Torstein
Vik, prófessor við Lýðheilsustofn-
unina (Institutt for Samfunnsmedis-
in), í samtali við netútgáfuna
www.forskning.no.
Þátttakendur í rannsókninni
voru 850 konur sem voru að fæða
barn í annað og þriðja skipti. Þær
héldu nákvæma skrá yfir matar- og
drykkjarvenjur á meðgöngunni.
Tilgangur rannsóknarinnar var að
athuga hvort matur og neysluvenj-
ur móðurinnar hefðu áhrif á þroska
fóstursins. Torstein Vik prófessor
segir að svo virðist sem kaffið hafi
áhrif á fæðingarþyngd svein-
barnanna. „Fóstrið fær jafn mikið
koffein og móðirin. Fáum dytti í
hug að bjóða nýfæddu barni upp á
kaffi, og þess vegna er rökrétt að
takmarka kaffineyslu á með-
göngu.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Kaffið og krílin
MEÐGANGA
ÞRÍR fjórðu Breta sofa minna nú en fyrir fimm ár-
um, að því er könnun hefur leitt í ljós. Bretar í fullri
vinnu vinna lengur en í öðrum Evrópulöndum með
43,3 stunda meðalvinnuviku en algengt er að Bretar
vinni yfir 48 klukkustundir á viku, að því er fram
kemur á fréttavef BBC.
Samkvæmt könnuninni finna 57% fyrir því a.m.k.
einu sinni í viku að svefnleysið hefur áhrif á frammi-
stöðu þeirra í vinnunni. 30% hafa sofnað í strætó eða
lest og 13% á viðskiptafundi. Meira en helmingur
hefur sofnað á einhverjum óviðeigandi stað, vegna
ónógs nætursvefns. 5% höfðu sofnað undir stýri.
Svefnsérfræðingurinn Chris Idzikowski segir að
fólk vinni lengur en vilji samt sem áður félagslíf og
svefninn verði því útundan. Svefninn sé þó lífs-
nauðsynlegur og slök frammistaða í vinnunni og
vanlíðan geti verið afleiðing svefnleysis. „Okkur er
ekki ætlað að vera alltaf að vinna. Líkaminn verður
að endurnærast.“
Rannsóknir á vegum Háskólans í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum gefa til kynna að meiri meðallífs-
líkur kvenna séu afleiðing þess að þær sofi betur en
karlar. Niðurstöður annarrar rannsóknar eru á þann
veg að skertur svefn barna hafi áhrif á andlega
hæfni þeirra, þótt einungis sé um að ræða að þau
missi eina klukkustund úr nætursvefninum.
Syfja kemur
niður á heilsunni
Morgunblaðið/Golli
Syfjan sækir á: Þingmenn eru meðal þeirra sem vinna
mikið og þurfa að gæta þess að fá nægan svefn.
SVEFN
Ný sending af
samkvæmiskjólum
til leigu og sölu
Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680
www.fataleiga.is
Bjóðum mötuneyti Sjálfsbjargar
velkomið í hóp viðskiptavina
okkar. Þeir hugsa vel um sitt fólk.
Hvað hentar þér:
fyrir þá sem hugsa
um heilsuna
Fæst í heilsubúðum
www.xylitol.is
Hollt
Ekki fi tandi
Verndar tennur
Allir geta notað
í stað sykurs
Xylitol
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s