Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er sagt að brand- arar deyi ef þeir eru útskýrðir. Má ef til vill segja eitthvað svipað um listaverk? Að minnsta kosti vaknar með manni óþægileg tilfinning þegar maður heyrir eða les listamann útskýra fyrir manni listaverk sem maður var búinn að skoða og jafnvel mynda sér skoðun á – í það minnsta fá einhverja tilfinn- ingu fyrir. Það er svo aukinheldur enn verra að lesa útskýringu listamannsins á verkinu áður en maður sér verkið sjálfur. Listsýning listsýninganna á Ís- landi núna er Frostvirkni Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu í Reykjavík, einmitt þegar hann er nýbú- inn að leggja heiminn að fótum sér í London með risastórri sól – bókstaflega, fólk ku leggjast á gólfið í verki Ólafs í Tate-safninu í London. Að vísu ekki alveg ljóst hvort fólkið leggst af virðingu fyrir verkinu (eða listamanninum) eða af ein- hverjum öðrum óútskýrðum hvöt- um. Allt um það. Í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudaginn var mátti lesa mikið viðtal við Ólaf þar sem hann ræddi meðal annars um verkin á sýningunni sem opnuð var í Hafn- arhúsinu á laugardaginn. Þar sem sunnudagsblað Morgunblaðsins berst flestum borgarbúum síð- degis á laugardegi má ætla að þeir hafi fengið viðtalið í hend- urnar rétt eftir að þeir gátu fyrst skoðað sýninguna. Því má ætla að þeir hafi fyrst séð verkin, og síð- an lesið um þau – hver gæti stað- ist mátið? En þetta á auðvitað einvörð- ungu við um boðsgesti á opn- uninni á laugardaginn. Hafi manni nú ekki hlotnast sá heiður að berast boðskort, og hafi maður ofan í kaupið laumast á sýn- inguna á mánudegi af því að þá er ókeypis í Listasafnið, er hætt við að maður hafi verið búinn að lesa útskýringu Ólafs á listaverkunum áður en maður sá þau sjálfur. Það er óhætt að fullyrða að með slíku er engum gerður greiði, hvorki manni sjálfum né listamanninum – og sennilega síst af öllu lista- verkunum. Mánudagsgesturinn í Hafn- arhúsinu sér til dæmis verk Ólafs, Virkni sjóndeildarhrings, með eftirfarandi orð hans í huganum: „Ef við hugsum út frá því skyn- ræna, þá tekur sjóndeildarhring- urinn breytingum eftir því sem meðvitund okkar um hann eykst. Efnislega séð er auðvitað hægt að mæla hversu langt í burtu hann er og ég held að á sjónum sé sú fjarlægð um fjörutíu og tveir kíló- metrar. En ef við stígum upp á öl- kassa sjáum við strax einhverjum kílómetrum lengra. Af þessu leið- ir að ef þú ert aðeins hærri en ég þá er þinn sjóndeildarhringur allt öðruvísi en minn.“ Þegar mánudagsgesturinn las þessi orð Ólafs daginn áður brást hann af einhverjum ástæðum háðslega við og hugsaði: „Þú seg- ir ekki?! Ja þvílík djúphygli og af- hjúpandi viska!“ Og háðið situr enn í mánudagsgestinum þegar hann ratar inn í salinn þar sem Virkni sjóndeildarhrings er. Með öðrum orðum, mánudagsgest- urinn fer ekki með opinn huga að skoða verkið, heldur með for- mótaðan huga og tekur háðskur á móti verkinu. Hann situr dágóða stund í bláma verksins (sem er ljóslína sem sker miðja veggi salarins lá- rétt allan hringinn, og ekki er önnur lýsing í salnum). Smám saman breytist liturinn á ljósinu, hlýnar yfir í rautt og svo aftur yf- ir í blátt og mánudagsgestinum er bent á að þetta sé sólar- hringur. Stuttu seinna fer mánu- dagsgesturinn út úr salnum og háðið er horfið úr huga hans. Nokkrum dögum síðar er verkið Virkni sjóndeildarhrings mánu- dagsgestinum enn minnisstætt og alls ekki á háðslegum nótum. Þetta var flott verk. En mánudagsgestinum er lífs- ins ómögulegt að koma orðum að því hvers vegna verkið virkaði vel á hann – jafnvel þótt hann hafi verið fullur af háðskum for- dómum þegar hann fór að sjá það. Eitt er þó víst í huga hans: Virkni sjóndeildarhrings kveikti ekki með honum neinar efasemd- ir. Ef eitthvað var þaggaði það niður í efasemdum (háð er í grundvallaratriðum efi). Samt segir Ólafur í Tímaritsviðtalinu að hugmyndir sínar um sjóndeild- arhringinn snúist um hverfulleika hans og efasemdir sem kvikni af þeim hverfulleika. Reyndar botnaði mánudags- gesturinn hvorki upp né niður í vangaveltum Ólafs í Tímarits- viðtalinu um afstæði, hverfulleika og efavekjandi áhrif sjóndeild- arhringsins. Eiginlega runnu all- ar hugleiðingar Ólafs um eigin verk út í óskiljanleika í huga mánudagsgestsins, en ef til vill þess vegna staldraði hann við og samsinnti í huganum þeim orðum Ólafs sem vitnað er til hér efst í dálkinum, og fleiri orðum hans sem skilja má sem svo, að hann sjái ekki alveg tilganginn í því að setja í orð það sem hann setur í listaverkin sín. Afstaða Ólafs er því tvíbent á afskaplega kunnuglegan máta: Hann segir eitt en gerir annað. Hann segist efast um réttmæti þess að útskýra verkin sín, en hann útskýrir þau engu að síður. Eða öllu heldur gerir tilraun til þess. Þegar á hólminn er komið fær hann ekki vikist undan þeirri útbreiddu sannfæringu, að vett- vangur orðanna sé einhvern veg- inn fær um að ná utan um alla hina vettvangana (til dæmis mál- verk og innsetningar) og útskýra þá. Ólafur er ekki einn um þessa sannfæringu. Það hafa hana flest- ir. En mánudagsgesturinn má til með að nota þetta tækifæri til að benda Ólafi á, að listaverkunum hans er alls ekki gerður neinn greiði með því að reyna að troða þeim í orð. Þau eru ekki orð. Ef reynt er að umsnúa þeim í orð deyja þau. Listaverk lifir af „Jafnvel þótt við getum ekki útskýrt með orðum hvaða þýðingu […] myndlistarverk hafa þá eru þau ekki minna virði eða lægra sett í hinum vitsmunalega valdastiga.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Ólafur Elíasson ✝ Rósa IngibjörgJafetsdóttir fæddist í Keflavík 2. desember 1928. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 13. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jafet Egill Sigurðsson, f. 22. janúar 1907, d. 26. febrúar 1970, og Brynhildur Magnús- dóttir, f. 17. desem- ber 1900, d. 10. októ- ber 1967, en uppeldisfaðir Rósu var Ólafur J. Petersen, f. 22. októ- ber 1903, d. 6. mars 1986. Systkini Rósu sammæðra eru: Theodór, f. 30. maí 1924, d. 7. júlí 2001, Jó- hanna (Dídí), f. 1. ágúst 1930, Pétur Þór, f. 3. október 1936, Elsa, f. 28. september 1939, d. 12. nóvember 2000. Systkini samfeðra eru: Hörð- ur, f. 12. júní 1932, d. 4. september 2003, Viktoría, f. 21. mars 1932, d. 28. desember 1998, Halldóra, f. 24. apríl 1933, Bragi, f. 20. mars 1935, Baldur, f. 11. mars 1936. d. 2. nóv- ember 1959. Rósa ólst upp hjá móður sinni og fóstra, fyrst í Keflavík en síðar í Vogum við Vatnsleysuströnd. Síðan lá leið hennar til Hafnarfjarðar og bjó hún hjá föðurömmu sinni og afa, þeim Steinunni Ólafsdóttur og Sigurði Ólafssyni kennara, er hún 28. febrúar 1980. d) Davíð, f. 28. febrúar 1980. 4) Kristín, f. 19. febr- úar 1957, maki Heimir Ólafsson, f. 12. janúar 1955. Börn þeirra eru: a) Erla, f. 9. ágúst 1980. b) Jóna Krist- ín, f. 3. janúar 1984. c) Ólafur Fann- ar, f. 14. júní 1988. 5) Steinunn Guð- rún, f. 23. mars 1959, maki Björgvin Jens Guðbjörnsson, f. 16. júlí 1957. Börn þeirra eru: a) Ingvar Þór, f. 15. ágúst 1977. b) Birgir Örn, f. 10. nóvember 1981. c) Berglind Ósk, f. 19. september 1983. 6) Sigurður, f. 21. nóvember 1960, maki Brynhild- ur Pétursdóttir, f. 13. mars 1970. Börn þeirra eru: a) Daníel Örn, f. 29. ágúst 2001. b) Ástrós María, f. 20. júlí 2003. Þá átti Sigurður fyrir börnin: c) Hrefnu Björk, f. 10. febr- úar 1980. d) Sigurð Almar, f. 8. október 1984. e) Valgerði, f. 4. ágúst 1986. f) Jafet Egil, f. 28. des- ember 1990. Barn Brynhildar er Sunna Björg Richter, f. 10. mars 1995. Langömmubörn Rósu eru sjö, þar af eitt látið. Rósa og Jón byrj- uðu sinn búskap fyrst í Reykjavík en fluttu fljótlega til Hafnarfjarðar og byggðu sér seinna hús við Erlu- hraun 6 og bjó Rósa þar til dauða- dags. Rósa vann ýmis störf auk hús- móðurstarfa, þar á meðal nokkur ár hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Seinna eftir nám við Hótel- og veit- ingaskólann starfaði hún í eldhúsi Iðnskólans í Reykjavík og síðar hóf hún starf sem aðstoðarkokkur í mötuneyti Seðlabanka Íslands og starfaði þar uns hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Rósu fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. var við nám í Flens- borgarskóla. Hinn 31. desember 1947 giftist Rósa Jóni Kristni Kristjánssyni bifreiðastjóra, f. 21. júlí 1926, d. 2. maí 1981. Foreldrar hans voru Kristján Bene- diktsson, f. 3. mars 1896, d. 6. ágúst 1974, og Þóra Guðlaug Jóns- dóttir, f. 25. nóvember 1894, d. 24. mars 1970. Börn Rósu og Jóns voru sex: 1) Magnús, f. 22. júní 1947, d. 2. október 1985, maki Einína Einars- dóttir, f. 19. september 1948. Börn þeirra eru: a) Ólöf Sæunn, f. 26. nóvember 1966, d. 5. febrúar 1989. b) Brynhildur Rósa, f. 19. nóvember 1968. c) Helena Björk, f. 6. mars 1972. d) Magnús, f. 12. október 1978. 2) Kristján Þ. G., f. 9. október 1948, maki Sigríður Guðrún Jóns- dóttir f. 30. desember 1949. Börn þeirra eru: a) Jón Kristinn, f. 18. nóvember 1969. b) Sverrir Þór, f. 25. júlí 1971. c) Rósa Björk, f. 23. september 1972. d) Kristján Þórir, f. 19. október 1979. e) Gyða Sigrún, f. 27. nóvember 1980. 3) Brynhildur Rósa, f. 7. desember 1949, maki Guðmundur S. Halldórsson, f. 21. desember 1950. Börn þeirra eru: a) Baldur Páll, f. 6. júlí 1977. b) Linda Björk, f. 22. mars 1979. c) Karen, f. Ástkær móðir okkar er látin eftir hetjulega og æðrulausa baráttu við krabbamein. Við eigum margar góðar minn- ingar frá uppvaxtarárum okkar fyrst á Öldugötunni og síðar á Erlu- hrauninu. Við vorum svo lánsöm í lífinu að eignast góða foreldra sem voru aldrei langt undan hvort sem var í gleði eða sorg. Það er ekki of- sögum sagt að mamma var hin sanna kjarnakona með stórt hjarta sem allir höfðu aðgang að. Hún var vel að sér um menn og málefni og var oft hrókur alls fagnaðar í mann- fagnaði. Mamma og pabbi höfðu gaman af að ferðast bæði innan- og utanlands en mest var gaman þegar allir fóru saman í ,,konvoj“ að hætti mömmu og pabba. Ófáar stundir áttum við með henni í sumarhúsi hennar í Gríms- nesinu og var oft glatt á hjalla þar þegar allir komu saman. Sumarhús- ið var mikill sælureitur bæði fyrir hana og okkur öll en hún undi sér vel við að planta gróðri eða að reyta arfa og var oft að frá morgni fram á kvöld. Skömmu eftir að pabbi deyr var það mömmu til mikils láns er henni bauðst starf hjá Sigurbergi Jóns- syni matreiðslumanni, í mötuneyti Iðnskólans í Reykjavík og síðar sem aðstoðarkokkur í Seðlabanka Íslands. Spannaði samstarf þeirra hátt á annan áratug og var hann henni bæði vinnufélagi og kær vin- ur. Seinustu árin fór hún með góðri vinkonu sinni, Erlu Jóhannsdóttur, í nokkrar eftirminnilegar ferðir ut- anlands og síðast nú í haust til Mallorca og höfðu þær gaman af og nutu félagsskapar hvor annarrar í góðum hópi. Mamma fór ekki varhluta af sorginni í lífi sínu þar sem hún missti mann sinn í blóma lífsins er hún var fimmtíu og tveggja ára gömul og fjórum árum seinna elsta son sinn, Magnús, eftir erfið og langvinn veikindi. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund en það er huggun harmi gegn að þú færð góða heim- komu í faðmi föður okkar, Magn- úsar bróður, Ólafar Sæunnar og litlu Gabríelu. Minningin um einstaka móður mun lifa með okkur, megi Drottinn Guð blessa hana. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu.“ (Kahlil Gibran) Kristján, Brynhildur, Kristín, Steinunn og Sigurður. Elsku Rósa, það er sárt að sjá á eftir þér svona snögglega. Þegar ég hugsa til baka og reyni að muna hvernig fyrstu kynni okkar voru þá get ég ekki munað þau, mér finnst eins og við höfum þekkst alla ævi. Það kemur sterkt upp í huga minn þegar Bjarni Guðmann og Inga Rósa voru nýfædd þá man ég eftir að þú talaðir við þau með alveg sér- stöku „agúúi“ og skildir eftir svolít- ið af varalit út um andlit þeirra og þau alsæl með það. Þú varst dugn- aðarforkur, alveg stórglæsileg og áttir svo fallegt og myndarlegt heimili. Þú hafði alveg sérstaklega góða návist, hress og skemmtileg og það var notalegt að koma við hjá þér á Erluhrauninu, alltaf kaffi á könnunni, meðlæti og ánægjulegar samræður. Hann Jón minn á eftir að sakna þess að geta ekki fengið sér kaffisopa hjá þér, honum þótti svo óskaplega vænt um þig. Okkur þótti líka notalegt að fá þig til okk- ar hingað upp í Borgarnes. Þú varst alveg ekta, hafðir þínar skoðanir á hlutunum og svo hrein og bein. Þú fylgdist vel með fólkinu þínu og sýndir áhuga á öllu sem verið var að gera eða stóð til að gera. Við munum sakna þess að hafa þig ekki hérna nálægt okkur lengur en eftir stendur myndarleg og samheldin fjölskylda sem mun halda uppi minningu þinni. Bjarni og Inga Rósa senda ömmu bænina sem við förum með áður en við förum að sofa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Það var ánægjulegt að fá að kynnast þér, Rósa amma, og ég trúi því að þú fylgist enn betur með þínu fólki þarna ofan frá. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir. Nú er ástkær tengdamóðir mín Rósa Jafetsdóttir látin eftir snarpa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það eru liðin tæp 30 ár síðan ég kynnt- ist þeim sómahjónum Rósu og Jóni Kristjánssyni, tengdaforeldrum mínum, þegar ég kynntist Brynhildi dóttur þeirra hjóna. Er ég kom fyrst inn á heimili þeirra var mér tekið eins og ég væri einn af fjöl- skyldunni og alla tíð síðan sýndu þau mér einstakan hlýhug og vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Er við Binna byrjuðum að byggja mátti ekki heyra annað en að við flyttum inn til þeirra með fjögur ung börn þar til við fengjum íbúð. Oft var gestkvæmt á Erluhrauninu og margir fjölskyldumeðlimir gistu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma, alltaf var pláss fyrir alla ef á þurfti að halda. Velferð barna þeirra og fjölskyldna var þeim hjartans mál og drógu þau ekkert af sér ef þau gátu rétt hjálparhönd við að mála eða gæta barnabarna. Sýndi það sig best þegar við vorum að byggja, þá var tengdamamma mætt með hamar og sköfu um leið og búið var að steypa, til að nagl- hreinsa og skafa timbur. Rósa hafði yndi af börnum og nutu börnin okkar þess í ríkum mæli eins og allur hópurinn. Rósa var há og glæsileg kona, fáguð í framkomu og hrókur alls fagnaðar með skemmtilegan húm- or. Hún var mikil hagleiks kona, vandvirk á öllum sviðum hvort sem um var að ræða matargerð, sauma- skap eða annað. Hún hafði sérstakt yndi af garðrækt og bera garðarnir á Erluhrauninu og við sumarbú- staðinn þess glöggt vitni. Það var Rósu og fjölskyldunni allri mikið áfall er tengdapabbi lést í blóma lífsins, en síðan rak hvert áfallið annað því að á fáum árum létust elsti sonur hennar, sonar- dóttir og langaömmubarn. Það bar vott um kjark þinn og dugnað er þú réðst í að reisa sum- arbústaðinn eftir lát Jóns. Lagðist öll fjölskyldan á eitt til að láta draum ykkar tengdapabba rætast. Eigum við góðar minningar frá þeim tíma og æ síðar. Á þessari erfiðu stundu er gott að ylja sér við minningarnar um allar samverustundirnar og vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég kveð mína kæru tengdamóður með virðingu og hlýhug. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk, fyrir allt og allt. (V. Briem) Þinn tengdasonur Guðmundur Halldórsson. RÓSA INGIBJÖRG JAFETSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.