Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLITIN í forkosningum demó- krata í Iowa eru mikið áfall fyrir Howard Dean, fyrrverandi ríkis- stjóra í Vermont, og benda til, að for- kosningabaráttan verði harðari og tvísýnni en áður var talið. Að sama skapi er sigurinn mikill fyrir John F. Kerry, öldungadeildarþingmann fyr- ir Massachusetts, og málflutning hans. Hann hefur lagt áherslu á, að hann sé traustur innanbúðarmaður í bandarískri pólitík, fyrrverandi stríðshetja með hefðbundna og skýra stefnu og því manna líklegastur til að bera sigurorð af George W. Bush for- seta í kosningunum í haust. Forkosningabaráttan er rétt að hefjast og úrslitin í Iowa í tölum talin vega ekki þungt á landsmælikvarða. Þar að auki er fyrirkomulagið þar á bæ sérstakt að því leyti, að kosið er á milli frambjóðenda á opnum kjör- fundum en ekki á venjulegum kjör- stöðum eins og tíðkast í kosningum almennt. Niðurstaðan hefur samt mikil sálfræðileg áhrif. Howard Dean, sem hingað til hefur siglt beggja skauta byr í forkosningabar- áttunni, á nú allt í einu undir högg að sækja. Gephardt ákvað að draga sig í hlé Dean ræður yfir mestu fjármagni allra frambjóðendanna og er með öfl- uga kosningavél í New Hampshire þar sem kosið verður í næstu viku en reynslan er hins vegar sú, að sá, sem sigrar í Iowa, hefur ávallt notið þess að einhverju marki í New Hamp- shire. Á hinn bóginn hafa ríkin aðeins kosið sama manninn þrisvar í 13 próf- kjörum frá 1972. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum benda á, að á síðustu vikum hafi kjós- endur farið að líta frambjóðendurna gagnrýnni og raunsærri augum en áður og það kann að hafa skipt sköp- um fyrir þá Richard A. Gephardt, fulltrúadeildarþingmann fyrir Miss- ouri, og Dean. Verkalýðshreyfingin, öflugasti bakhjarl Gephardts, sem um tíma hafði forystu í skoðanakönn- unum í Iowa, brást honum þegar á hólminn kom og Gephardt tilkynnti í gærkvöldi, að hann hefði dregið sig út úr forkosningabaráttunni. Lenti hann í fjórða sæti á eftir þeim Kerry, John Edwards og Dean með 10,6%. Fyrir Dean er áfallið það, að kjós- endur virðast ekki telja, að reiðilestur hans yfir Bush og Íraksstríðinu sé lykillinn að sigri í forsetakosningun- um í haust. Skoðanakönnun, sem gerð var meðal þeirra demókrata, sem kusu í Iowa, sýnir, að Kerry fékk 34% atkvæða andstæðinga Íraks- stríðsins en Dean 24%. Breiður stuðningur Könnunin sýndi líka, að stuðning- urinn við Kerry er mjög breiður. Hann sigraði jafnt meðal kvenna sem karla, meðal hófsamra og þeirra, sem íhaldssamari eru, meðal þeirra, sem telja sig fremur frjálslynda, og meðal ungs fólks og þeirra, sem fylgjast mikið með pólitíkinni á Netinu. Þessir tveir síðastnefndu hópar hafa hingað til verið taldir kjarninn í stuðningnum við Dean. Í Iowa sigraði hann aðeins meðal þeirra, sem skilgreina sig af- dráttarlaust sem frjálslynda en í aug- um margra Bandaríkjamanna er það annað orð yfir vinstrimennsku. Góður árangur John Edwards, öld- ungadeildarmanns fyrir Norður-Kar- ólínu, kom einnig á óvart en hann lenti í öðru sæti með tæp 32% at- kvæða á móti tæplega 38% fyrir Kerry. Er málflutningur þeirra beggja mjög svipaður og styður það þá kenningu, að kjósendur telji, að maður með báða fætur í hefðbundn- um gildum sé líklegastur til að sigra Bush. Saman fengu þeir Kerry og Edwards 70% atkvæða í Iowa. Að duga eða drepast í New Hampshire Tveir frambjóðendanna í forkosn- ingabaráttu demókrata, þeir Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi, og öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman, varaforsetaefni Al Gores í kosningunum 2000, tóku ekki þátt í baráttunni í Iowa en verða með í slagnum í New Hampshire í næstu viku. Almennt er búist við, að Lie- berman muni heltast fljótlega úr lest- inni og fréttaskýrendur telja nú, að Clark hafi orðið á alvarleg mistök með því að vera ekki með í Iowa. Hann og Kerry eru á svipuðum nót- um í málflutningi sínum en í New Hampshire verður Kerry með sigur- inn í Iowa í farteskinu. Ætla má, að Dean standi vel að vígi í New Hampshire. Hann er með öfl- uga kosningavél, frammámenn í flokknum víða um land hafa lýst yfir stuðningi við hann og síðast en ekki síst hefur hann fjármagnið. Á síðasta ári söfnuðust í kosningasjóð hans um 40 milljónir dollara, hátt í þrír millj- arðar ísl. kr. Ósigurinn í Iowa, aðeins 18% atkvæða, og á stundum hvat- skeytleg framkoma hans valda því hins vegar, að hann þykir ekki lengur jafn aðlaðandi og áður. Kannanir sýna, að af einstökum frambjóðend- um í Iowa var andúðin mest á Dean og keppinautar hans segja, að þeir verði varir við það sama í New Hampshire. Segjast margir efast um, að hann „lifi af“ ósigur í kosningunum þar í næstu viku. Að kosningunum í New Hampshire loknum verður kosið í sjö ríkjum 3. febrúar og síðan í hverju ríkinu á fæt- ur öðru. Hin endanlegu úrslit gætu hins vegar ráðist í forkosningunum í Kaliforníu, New York og Ohio 2. mars. Heimildir: AP, AFP, Los Angeles Times, New York Times. LÖGREGLA í Svíþjóð rann- sakar nú hvort Mijailo Mijail- ovic, sem játað hefur á sig morðið á Önnu Lindh, fyrr- verandi ut- anríkisráð- herra, kunni að hafa átt hlut að máli þegar 77 ára gamall karl- maður var myrtur í nóvember árið 2002. Maðurinn fannst um hálfan kílómetra frá heimili sínu á Skärholmen í Stokkhólmi og hafði verið stunginn ítrekað með hnífi. Ráðist var á manninn þegar hann var á leið heim til sín úr kirkju. Fram kom í sænskum fjölmiðlum í gær að vitað væri að Mijailovic hefði stundum verið á ferð á þessu svæði og heimsótt sambýlisfólk sem býr skammt frá morðstaðnum. Hann sagði fólkinu þá að hann væri hræddur um að hann myndi stinga annað fólk og a.m.k. einu sinni segist parið hafa tekið eldhúshníf af Mijailovic. Loftárásir á Líbanon ÍSRAELSKAR herþotur gerðu í gær loftárásir á bæki- stöðvar Hezbollah-samtakanna í suðurhluta Líbanon í gær, ein- um sólarhringi eftir að ísr- aelskur hermaður var drepinn í árás á landamærum ríkjanna. Ísraelski herinn staðfesti í gær- kvöld að ráðist hefði verið á skotmörk í Líbanon. Ísrael dró allan her sinn frá Líbanon í maí 2000 en hernám Ísraela á hluta Líbanons hafði þá staðið í 22 ár. 23 farast í Alsír TUTTUGU og þrír, hið minnsta, létu lífið í öflugri sprengingu í gasverksmiðju í bænum Skikda í austanverðu Alsír og 74 slösuðust, að því er greint var frá í útvarpi þar í landi í gærmorgun. Orsök sprengingarinnar er ókunn að því er orkumálaráðherrann Chakib Khelil greindi frá er hann heimsótti slysstaðinn í gær. Kasparov gegn Pútín HÓPUR Rússa undir forystu skákmeistarans Garrís Kasp- arovs kveðst hafa stofnað nefnd sem á að berjast gegn því að þingið breyti stjórnar- skránni til að Vladímír Pútín geti gegnt for- setaemb- ættinu leng- ur en til ársins 2008. Í nefndinni eru meðal annars blaðamenn og frjálslyndir stjórnmálamenn sem náðu ekki kjöri í dúmuna, neðri deild rússneska þingsins, í kosning- unum 7. desember. STUTT Mijailovic grunaður um morð Garrí Kasparov Mijailo Mijailovic „VIÐ gefumst ekki upp,“ hrópaði Howard Dean er hann flutti kröft- uga ræðu eftir að úrslitin í Iowa lágu fyrir. „Við fengum okkar far- miða til New Hampshire,“ sagði hann við mikinn fögnuð stuðnings- manna sinna. Dean sagði, að vissulega hefði hann stefnt að sigri í Iowa en á hinn bóginn væri slagurinn bara rétt að byrja. Kjósendur hefðu enn ekki fengið að kynnast kosningabaráttu hans fyrir alvöru. Sögðu ráðgjafar hans að ræðunni lokinni, að engu væri líkara en Dean hefði létt við að sigra ekki enda væri hann alltaf í essinu sínu þegar hann ætti á bratt- ann að sækja. Joe Trippi, kosningastjóri Deans, sagði, að ein af skýringunum á ósigrinum í Iowa væri sú, að þar hefði Gephardt ráðist heiftarlega að Dean í von um hagnast á því sjálfur. Með því hefði hann ekki aðeins spillt fyrir Dean, heldur endanlega eyði- lagt sína eigin kosningabaráttu. AP Dean í miklum ham þrátt fyrir ósig- urinn í fyrstu forkosningunum. „Við gefumst ekki upp“ John Kerry vann yfirburðasigur í forkosningum demókrata í Iowa-ríki Baráttan skyndi- lega galopin Mikið áfall fyrir Howard Dean, sem verður að leggja allt undir í forkosningunum í New Hampshire í næstu viku Reuters John F. Kerry á kosningafundi í Manchester í New Hampshire í gær eftir sigurinn í forkosningum í Iowa. ÍSRAELSKUR landnemi grætur í bænahúsi í landnemabyggðinni Vestur-Tapuach skammt frá Nabl- us á Vesturbakkanum í gær. Landnemar reyndu þá að koma í veg fyrir að ísraelskir hermenn jöfnuðu bænahúsið við jörðu þar sem landnemabyggðin er ólögleg. Til nokkurra átaka kom milli um það bil 150 landnema og nokkurra tuga hermanna og særðust ellefu lítillega, þar af fimm hermenn. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu að fjórir landnemanna hefðu verið handteknir. Reuters Bænahúsið rifið niður DANSKA stjórnin skýrði frá því í gær að Dönum, sem störf- uðu lengur en til 65 ára aldurs, yrði boðin allt að 40% hærri líf- eyrir. Nýtt lífeyriskerfi tekur gildi í júlí og verður þá miðað við að fólk geti hætt störfum þegar það verður 65 ára, en ekki 67 ára eins og nú er. Stjórnin sagði að nýja kerfið þyrfti að vera „sveigjanlegt“ og lífeyrir Dana ætti að hækka eftir því sem þeir störfuðu lengur. Boða líf- eyrisauka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.