Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 51
Tónlistarniðurhal dregur úr plötusölu
UM nokkra hríð hefur niðurhal á
tónlist í gegnum Netið hrjáð tón-
listarútgefendur hér heima sem er-
lendis. Málaferli hafa orðið vegna
þessa en það virðist afar erfitt að
koma böndum á þessa þróun, sem
virðist gleðileg fyrir marga en að
sama skapi ergileg fyrir aðra.
Hér á landi hefur þessi þróun
einkum haft áhrif á erlenda plötu-
sölu því innlend plötusala á síðasta
ári var sú besta í mörg ár.
Á sama tíma berast fréttir frá
Bretlandi um að þar hafi verið
metsala í plötusölu á síðasta ári.
Svo virðist sem mismunandi mark-
aðir verði fyrir barðinu á niðurhal-
inu á ólíka vegu – sem og á ólíkum
tímum.
Skífan flytur inn plötur frá ris-
unum fimm (Warner, Sony, EMI,
Universal og BMG) og samkvæmt
Aðalsteini Magnússyni sölustjóra
hefur hann helst orðið var við sam-
drátt í sölu á nýjum vinsælum plöt-
um.
„Rokk- og rappgeirinn verður
harðast úti,“ segir hann. „Við
verðum ekki varir við þetta í sölu
á Britney og Aguileru t.d. En nýja
platan með Korn t.a.m. olli von-
brigðum í sölu. Plötur af þeim
toga, sem fóru kannski í 5.000 ein-
tökum, ná ekki helmingnum af því
í dag.“
Aðalsteinn segir þá að merkjum
þeirra reiði mismunandi vel af.
„EMI og Warner áttu mjög gott
ár í fyrra. Sala á plötum frá Uni-
versal og Sony var hins vegar ekki
eins góð en BMG var á jafnri sigl-
ingu.“
Aðalsteinn segir að plötufram-
leiðendur um heim allan bregðist
við niðurhalsþróuninni á ýmsan
hátt. Tilboðum hafi fjölgað og
eldri plötur sé hægt að nálgast á
lægra verði. Þá hafi verið lögð rík-
ari áhersla á vandaðar umbúðir
hjá Skífunni hvað varðar innlendar
plötur.
Að lokum segist Aðalsteinn ekki
sjá það fyrir sér að hugtakið plötu-
búð verði dautt og grafið eftir tutt-
ugu ár. „Líkt og með bækur vill
fólk hafa eitthvað áþreifanlegt í
höndunum. Það er nú bara þann-
ig.“
Hvað með sígilda tónlist?
Jóhannes Ágústsson er annar
eigenda 12 tóna. Búðin flytur inn
alls kyns plötur, ekki þó titla sem
kalla má meginstraumslega. En Jó-
hannes hefur engu að síður orðið
var við að niðurhal dragi úr sölu.
„12 tónar hafa nú verið að í sex
ár og ég hef alveg orðið var við
þetta,“ segir hann. „Sérstaklega
hvað viðkemur raftónlist. Þar hef-
ur orðið mikið hrap í sölu. Þeir
sem mestan áhuga hafa á raf-
tónlist eru oftast vel tölvuvæddir
og stundum segja þeir okkur hér í
búðinni frá plötum sem eru ekki
enn komnar á markaðinn.“
Geiri eins og sígild tónlist hefur
hins vegar ekki orðið fyrir barðinu
á niðurhalinu – ennþá að minnsta
kosti.
„Komandi kynslóðir í sígildu
tónlistinni eiga ábyggilega eftir að
nýta sér skráarskiptiforrit til að
deila með sér sígildri tónlist. En
kannski þá hjá ofurneytendunum.
Hinn almenni kaupandi vill aftur á
móti fá upplýsingar og slíkt.“
Jóhannes segir að 12 tónar
byggi m.a. á fastakúnnum sem
haldi tryggð við búðina. Margir
þeirra séu að safna ákveðnum
listamönnum og vilji fá plöturnar
sínar í áþreifanlegu formi, í um-
slagi og slíku.
Og líkt og Aðalsteinn sér hann
ekki fyrir sér að plötubúðir séu að
hverfa.
„Plötubúðir virka sem einhvers
konar tengiliður listamanna og
væntanlegra neytenda. Fólk vill
geta labbað inn í búðina, geta
kynnt sér eitthvað nýtt og spjallað
við fólk með sérþekkingu sem
miðlar henni áfram.“
Jóhannes segir að lokum að sem
tónlistaráhugamaður sé hann
beggja vegna borðsins í þessum
málum. Plötur þurfi hann að
sjálfsögðu að selja en það sé eðli-
lega freistandi að það skuli vera
hægt að hala niður plötu á hálf-
tíma sem menn séu kannski búnir
að leita að í mörg ár. Hann segir
ennfremur að nýir miðlar þurfi
alltaf ákveðna aðlögun. Þegar
hljómsnældan hafi komið á sínum
tíma hafi t.d. allir haldið að hún
myndi ganga endanlega frá mark-
aðinum.
Ísland
Ástæðu þess að íslenskir diskar
seldust svona vel þetta árið má
rekja til nokkurra þátta. Afrit-
unarvörn hefur sitt að segja (þótt
hún sé ekki í öllum tilfellum 100%),
vönduð umslög eins og áður segir
en einnig sálrænir þættir eins og
gamla góða samviskan. Mörgum
finnst það einfaldlega „ljótt“ að af-
rita íslenska diska og á samviskan
það til að verða meiri eftir því sem
listamaðurinn er „minni“. Þá tíðk-
ast það að gefa íslenskar plötur í
jólagjöf og langflestir vilja þá gefa
upprunalegt, útgefið eintak. Þó
eru til dæmi um það að með nýrri
tækni; brennurum, niðurhali og
slíku, séu heimabrenndir diskar,
kannski þá með safni laga og
heimagerðum umslögum, notaðir
til gjafa.
Alltént má það ljóst vera að
tölvutækni síðustu ára, og þá eink-
um Netið, hefur hrist rækilega upp
í tónlistarmarkaðnum og -fram-
leiðslu. Og eftirskjálftar eru enn í
gangi.
Munu fyrirbæri sem þetta brátt heyra sögunni til?
Endalok plötu-
búðarinnar?
arnart@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 51
www.laugarasbio.is
Will Ferrell
Kvikmyndir.com
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 80.000 gestir
VG. DV
Sýnd kl. 5, 8 og 9. Sýnd Kl. 6. Með ensku tali og íslenskum texta.
Stórskemmtileg gamanmynd
með Brittany Murphy (8 Mile
og Just Married) sem fer að
passa ríka litla stelpu
eftir að hún
stendur uppi
peningalaus.
Með hinni
frábæru
Dakotu
Fanning.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
„ATH!SÝND MEÐENSKU TALI OGÍSL. TEXTA“
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8.30. B.i. 12.
www .regnboginn.is
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 80.000 gestir
Frábær rómantísk
gamanmynd með ótrúlegum
leikkonum
VG. DV
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
B.i. 10 ára.
Besta myndin Besti aðalleikari
Russell Crowe
Besti leikstjóri
Peter Weir
3
Tilnefningar til
Golden Globe verðlauna
8 Tilnefningar tilBAFTA verðlauna
meðal annars besta myndin
BRESKI tónlist-
armaðurinn
John Lydon,
sem eitt sinn var
betur þekktur
undir nafninu
Johnny Rotten,
verður meðal
þátttakenda í
nýjum breskum
raunveruleikasjónvarpsþætti sem
nefnist: Ég er skemmtikraftur...
hjálpið mér að losna héðan. Alls
verða 10 skemmtikraftar í þætt-
inum sem tekinn verður upp í ástr-
ölskum frumskógi.
Lydon, sem er 47 ára, var söngvari
pönkhljómsveitarinnar Sex Pist-
ols, á áttunda áratug síðustu ald-
ar. Hljómsveitin var í fararbroddi
pönkbylgjunnar á þessum tíma og
naut mikilla vinsælda.
Meðal annarra þátttakenda í sjón-
varpsþættinum má nefna fyrirsæt-
una Jordan, fréttakonuna Jennie
Bond og Alex Best, eiginkonu
knattspyrnustjörnunnar George
Best. Keppendurnir þurfa að leysa
ýmsar þrautir, svo sem að fara í
ormabað og kljást við snáka í
þeirri von að verða krýndir kon-
ungur eða drottning frumskóg-
arins …
Leikkonan Nicole Kidman hefur
slitið samvistum
við rokksöngv-
arann Lenny
Kravitz eftir
deilu þeirra á
milli, en Kidman
var ósátt við
hversu söngv-
arinn var kven-
samur. Þau hafa
átt í sambandi í átta mánuði en
Kidman gafst upp þegar fréttir
bárust af því að Kravitz hefði
daðrað við leikkonuna Michelle
Rodriguez í teiti í Míami.
Þá var hann orðaður við Iris Arr-
uda, brasilíska listakonu, nokkrum
dögum fyrr. Eftir rifrildi þeirra á
milli ákvað Kravitz jafnframt að
hætta við ferðalag með Kidman til
Ástralíu. Kidman er sögð nið-
urbrotin eftir að sambúð þeirra
lauk, að sögn ananova.com …
FÓLK Ífréttum
TÍMARIT Morgunblaðsins,
Landsbankinn og Icelandair
efndu til netleiks í tengslum við
Íslensku tónlistaverðlaunin
2003. Þátttakendur kusu á
mbl.is vinsælasta tónlistarflytj-
anda ársins hlaut Birgitta
Haukdal titilinn Poppstjarna
Íslands 2003.
Þátttakendur í kosningunni
fóru svo allir í verðlaunapott og
hlaut einn þátttakandi í verð-
laun miða fyrir tvo á tónleika
með Duran Duran í Glasgow í
apríl, ásamt flugi, hótelgistingu
í þrjár nætur og dagpeninga.
Á myndinni sést vinningshaf-
inn Ágústa Sigurjónsdóttir
taka á móti gjafabréfinu úr
hendi Unnar Ingibjargar Jóns-
dóttur frá markaðsdeild Morg-
unblaðsins.
Fer á Dur-
an Duran-
tónleika
Morgunblaðið/Eggert