Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 43
STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert aðlaðandi og litrík persóna. Þú býrð yfir góðum gáfum og metnaði og nærð því yfirleitt takmarki þínu. Þín mesta áskorun er að komast að því hvað þú vilt gera í lífinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við að foreldrar þínir eða yfirmenn gagnrýni þig í dag. Reyndu að komast hjá þessu því gagnrýni þeirra mun einungis skapa leiðindi og draga þig niður. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir fengið niðurdrepandi fréttir sem draga úr tiltrú þinni á sjálfa/n þig. Það lítur einnig út fyrir að ferðaáætlanir þínar ætli að fara í vaskinn. Láttu þetta ekki draga úr þér kjarkinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir komist að því að þú eigir ekki jafnmikið af pen- ingum og þú hélst. Þetta má hugsanlega rekja til þess að hlutur þinn í sameiginlegri eign sé einhverra hluta vegna minni en þú hélst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir lent í deilum við maka þinn í dag. Þú getur hugsanlega komið í veg fyrir þetta með þol- inmæði og umburðarlyndi. Reyndu að sýna sveigjanleika og samningsvilja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samstarfsmenn þínir eru eitt- hvað afundnir í dag. Reyndu að leiða þetta hjá þér. Ef þú svarar í sömu mynt ertu að leyfa þeim að draga þig niður á lægra plan. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki vera of gagnrýnin/n á börn í dag. Mundu hvað það getur verið auðvelt að brjóta þau niður. Eitthvað sem er sagt í hugsunarleysi getur búið í huga þeirra árum saman. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér mun hugsanlega finnast einhver í fjölskyldunni vera að reyna að draga úr þér kjarkinn í dag. Mundu að það eiga allar fjölskyldur sínar erfiðu stundir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er eitthvað sem veldur þér áhyggjum í dag. Ástæðan er lík- lega fyrst og fremst sú að þú ert ekki upp á þitt besta þessa dag- ana. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert tilbúin að verja sparifé þínu til að bæta aðstæður fjöl- skyldu þinnar með einhverjum hætti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert tilbúin/n að sýna systk- inum þínum og vinum skilning og sveigjanleika í dag. Þú ert umburðarlynd/ur í garð þinna nánustu og tilbúin/n að líta framhjá göllum þeirra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vilt kaupa eitthvað var- anlegt og gagnlegt í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til að ræða vandamál á heimilinu. Þú gætir fengið góðar hugmyndir sem koma börnunum til góða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 43 DAGBÓK SÆFÖRIN Margt er mannsins ára; mér sólgáruð bára fögnuð lítinn fær; lygnan hafs í heiði heitir ekkert leiði, hún þreytir þann, sem rær. Neyð er mér, þegar nöldra fer lítil bylgja, þá lág er ylgja við brimi barða steina. Þegar hafsins harmur hverfist ófriðsamur í storma ströngum byl: og bárur brotna fjærri baki, fjöllum hærri, vil ég ei vera til; planki þá plönkum frá öðrum gliðna, og gangur skriðna kann á kaupmanns förum. - - - Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21. janúar, er sjötugur Svavar Guðni Svavarsson. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21. janúar, er fimmtugur Ingi Rúnar Ellertsson, skip- stjóri, Naustabryggju 55, Reykjavík. Eiginkona hans er Fjóla Sigurðardóttir. Þau eru að heiman í dag. SÍÐASTA umferð Reykja- víkurmótsins lumaði á nokkrum erfiðum varn- arspilum. Eitt var svona: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠KD9 ♥K10985 ♦KG7 ♣KG Vestur ♠8 ♥DG7 ♦D109865 ♣D94 Vestur opnar í fyrstu hendi á veikum tveimur í tígli, en á svo stuttu síðar að spila út gegn fjórum spöðum. Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar 2 grönd 3 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur velur að koma út út hjartadrottningu, kóngur úr blindum og austur drep- ur með ás. Og spilar hjarta- fjarka til baka. Tvisturinn er eina hjartað sem ekki sést og hann gæti verið hvort heldur hjá makker eða sagnhafa. Hvað myndi lesandinn gera í þessari stöðu? Það er freistandi að álykta að vörnin sé vonlaus nema makker fái stungu í hjarta. Stungan ein og sér dugir þó ekki því það er aðeins þriðji slagurinn. En makk- er á væntalega tígulásinn og þar er þá fjórði slag- urinn: Norður ♠KD9 ♥K10985 ♦KG7 ♣KG Vestur Austur ♠8 ♠G103 ♥DG7 ♥Á42 ♦D109865 ♦Á4 ♣D94 ♣108632 Suður ♠Á76542 ♥63 ♦32 ♣Á75 Það er grundvall- arskekkja í þessari rök- færslu. Hafi makker byrjað með Á-x í hjarta, þá leggur hann niður tígulásinn áður en hann spilar síðar hjart- anu. Það er því enga stungu að hafa og eini möguleikinn er að spila tígulíu og láta sagnhafa giska. Kannski hittir hann á það – en kannski ekki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. c4 c5 5. Rc3 Rc6 6. O-O O-O 7. e4 e5 8. d3 d6 9. h3 h6 10. Be3 Bd7 11. a3 a6 12. Hb1 Rd4 13. b4 b6 14. Kh2 Hb8 15. Rg1 g5 16. f4 g4 17. Rd5 Rxd5 18. exd5 h5 19. Bxd4 exd4 20. bxc5 bxc5 21. Hxb8 Dxb8 22. f5 Be5 23. hxg4 Dd8 24. Rf3 h4 Það er umsjónarmanni Skákhornsins ávallt fagnaðarefni þegar íslenskir skák- áhugamenn hafa samband við hann og upplýsa hann um skemmtilegar skák- ir eða annan fróð- leik. Svavar Guðni Svavarsson (1760), gamalreyndur skák- jaxl og einn af stofn- endum Skákfélags- ins Mjölnis, stendur á sjötugu í dag. Um leið og Skákhornið óskar honum til hamingju með áratugina sjö fylgir með skák afmæl- isbarnsins þar sem hann lagði hinn efnilega Atla Frey Kristjánsson (1560) að velli í C-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur en Svavar varð hlutskarpastur í þeim flokki. 25. Rxe5 dxe5 26. f6! hxg3+ 27. Kxg3 Dc7 28. Dd2 Hd8? Betra var að leika 28... e4+ 29. Kh3 e3 þó að hvítur standi til vinnings eftir 30. De1! 29. Dg5+ Kf8 30. Dg7+ Ke8 31. Dg8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september 2003 hjá Sýslumanninum í Reykjavík þau Þórey Ploder Vigfúsdóttir og Kasper Buur Hansen. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR STJÓRN Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem harmað er hversu opinberum starfsmönnum hefur fjölgað í saman- burði við starfsfólk í einkageiranum á undanförnum árum. Þessi fjölgun hafi átt sér stað þrátt fyrir skatta- lækkanir og einkavæðingu ríkisfyrir- tækja undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að skattalækkanir og einka- væðing sem ráðist hefur verið í á und- anförnum árum, og eflt hafa íslenskt atvinnulíf, hafa verið framkvæmdar í andstöðu við vinstriflokkana í land- inu. Er því sýnt að Sjálfstæðisflokkn- um er einum flokka treystandi til að minnka hlut ríkisins á vinnumarkaði. Til að snúa vörn í sókn telur SUS nauðsynlegt að gripið verði til eftir- farandi ráðstafana: 1. Haldið verði áfram að lækka skatta til að efla enn frekar íslenskt atvinnulíf. 2. Haldið verði áfram einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja. 3. Breytt verði um rekstrarform í heilbrigðis- og menntamálum þannig að einkaaðilum verði í auknum mæli gert kleift að veita þá þjónustu sem hið opinbera veitir nú. 4. Hagrætt verði í ríkisrekstri, sér- staklega á sviðum sem þanist hafa út á undanförnum árum, t.d. í utanrík- isþjónustu.“ SUS harmar fjölgun opinberra starfsmanna Opið hús verður í Heilsudrekanum í dag og næstu daga í tilefni af því að Kínverjar eru að kveðja gamla árið og fagna nýju ári. Opið verður miðviku- daginn 21., fimmtudaginn 22. og föstu- daginn 23. janúar kl. 9–19.30, alla dag- ana og laugardaginn 24. janúar, kl. 10–16. Á opnum dögum eru allir vel- komnir, bæði börn og fullorðnir að kynna sér kínverska leikfimi, s.s. kung fu, hugræna teygjuleikfimi, tai chi, heilsumeðferð og að fá ráðgjöf. Heilsudrekinn er kínversk heilsulind við Ármúla 17 a. Nárnari upplýsingar er að finna á www.heilsudrekinn.is Í DAG Umræðufundur um nýsett lög um eftirlaun og biðlaun þingmanna „Samfylkingarfélagið Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur, vill halda þeirri lýð- ræðishefð að gefa flokksfólki færi á að hittast og skiptast á skoðunum um pólitísk álitamál.“ Þetta segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingarfélagi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur sem boðað hefur til almenns umræðufundar um nýsett lög um eftirlaun og biðlaun þing- manna og ráðherra og greiðslur úr ríkissjóði til formanna stjórn- málaflokka, sem ekki eru ráðherrar. Fundurinn verður á morgun, fimmtu- daginn 22. janúar, kl. 20.30 á Korn- hlöðuloftinu við Bankastræti. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, og Mörður Árnason alþingismaður munu fjalla um málið og síðan verða almenn- ar umræður. Fundurinn er opinn öllu stuðningsfólki Samfylkingarinnar. Fagna nýju kínversku ári á Súfist- anum Unnur Guðjónsdóttir, stjórn- andi Kínaklúbbs Unnar, verður með kínverska dagskrá á morgun, fimmtu- daginn 22. janúar, kl. 20 í Súfistanum, Laugavegi 18. Tilefnið er að fagna nýju kínversku ári, skv. kínversku almanaki, ári apans. Fundur um fjölmiðla Á morgun, fimmtudaginn 22. janúar, mun Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, standa fyrir hádegisfundi í Lögbergi stofu 101. Fundurinn ber yfirskriftina „Eru fjölmiðlar spegill samfélagsins eða mótandi afl?“ Framsögumenn fundarins eru: Gunnar Smári Eg- ilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, og Ólafur Stephensen, að- stoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fund- arstjóri verður Jarþrúður Ásmunds- dóttir. Á MORGUN Námskeið fyrir 13–15 ára ung- linga hjá Málbjörg Í vetur verður boðið upp á námskeið fyrir unglinga sem stama og hafa leitað til Jóhönnu Einarsdóttur talmeinafræðings. Námskeiðið er hugsað fyrir hóp unglinga á aldrinum 13–15 ára og er miðað við að um 10 unglingar séu saman í hóp. Á námskeiðinu verður fræðsla um stam og fjallað um nýjustu nið- urstöður rannsókna hvað valdi og hafi áhrif á stam. Fjallað verður um nokkra þætti sem tengjast því að eiga í erfiðleikum með að tjá sig og samskipti í daglegu lífi. Námskeiðið byggist á virkni þátttakanda og munu þátttakendur leysa ýmis verk- efni sem tengjast því sem er verið að fjalla um hverju sinni. Einnig verða talæfingar og æfingar við að ná betri leikni í reiprennandi tali í samræð- um við aðra. Námskeiðið verður í 9 skipti í einn klukkutíma í senn á föstudögum kl. 18–19 og byrjar föstudaginn 23. jan- úar n.k. og verður vikulega fram til 19. mars. Skráning er hjá Talþjálfun Reykjavíkur frá 10–13 daglega. Námskeiðið kostar 15.000 kr. en benda má á að hægt er að leita eftir fjárstuðningi hjá viðkomandi grunn- skóla eða fræðsluyfirvöldum, segir í fréttatilkynningu. Náttúrulækningafélag Íslands heldur málþing með yfirskriftinni: Erfðabreyttar afurðir. Málþingið er haldið þriðjudaginn 27. janúar kl. 20 í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum. Á þinginu verður fjallað um áhrif erfðabreytinga. Frummælendur eru: Jónína Þ. Stef- ánsdóttir matvælafræðingur, Þórð- ur G. Halldórsson garðyrkjubóndi, Einar Mäntylä plöntuerfðafræð- ingur og Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri. Auk frummæl- enda taka þátt í umræðunum: Bjarni E. Guðleifsson plöntulífeðlisfræð- ingur og Björn Sigurbjörnsson erfðafræðingur. Fundarstjóri er: Anna Elísabet Ólafsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar. Aðgangseyrir 700 kr. en frítt fyrir félagsmenn. ALFA námskeið í Háskóla Íslands Kristilegt Stúdentafélag stendur fyrir ALFA námskeiði í Háskóla Ís- lands og verða þar tekin fyrir grunn- atriði kristinnar trúar. Námskeiðið er 10 vikur og verður kennt á þriðju- dagskvöldum kl. 19–22. Kennsla hefst í næstu viku. Námskeiðsgjald er 5.000 kr., innifalið í því er matur fyrir öll skiptin en hvert kvöld byrj- ar með mat og síðan tekur við kennsla og er endað með umræðum, segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI FYRRVERANDI starfsmenn skipa- félagsins Hafskips hafa haft það fyrir fastan punkt í tilverunni í 18 ár að koma saman í upphafi hvers árs til að fagna nýju ári og rifja upp endurminningar. Hafskip var á sínum tíma eitt af fyrstu fyr- irtækjum landsins sem hóf skipu- lagða og djarfa viðskiptalega út- rás á alþjóðlegum markaði svo eftir var tekið, segir í frétta- tilkynningu. Í ár kemur Hafskipsfólk saman, eins og undanfarin ár, í Naustinu, föstudaginn 23. janúar kl. 17. Allir fyrrverandi starfsmenn Hafskips, til sjós og lands, eru velkomnir á árshófið. Árshátíð fyrrverandi starfsfólks Hafskips
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.