Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 22
Nafnið lýsir bæði húsinu ogstarfseminni innandyra:Gull í grjóti. Húsið áSkólavörðustíg reistu
fyrstu lærðu íslensku steinsmiðirnir,
en þeir numu steinhleðslu húsa þeg-
ar Alþingishúsið var reist 1881.
Innandyra á efri hæð eru fjórir
gullsmiðir með vinnustofu sína og á
neðri hæð eru skartgripirnir þeirra
til sölu og þar fær viðskiptavinurinn
fagþjónustu.
Gullsmiðirnir eru Hjördís Giss-
urardóttir, Kristín Geirsdóttir, Ingi-
björg Pálsdóttir og Pasquale Gian-
nico og hafa rekið Gull í grjóti frá
2002. Blaðamaður leit við hjá þeim
og spurði um starfið og áherslur
Hjördísar, Krístínar og Ingibjargar
í skartgripagerð, en Pasquale var
erlendis.
Gull er fjárfesting
Hjördís sagði að þær hönnuðu
bæði módelskartgripi út frá eigin
hugmyndum, og þróuðu hugmyndir
viðskiptavina sem vildu láta smíða
eitthvað persónulegt. Gullið sem
þær vinna með er 18 karata sem er
75% hreint, og 14 karata sem er
58,5% hreint.
„Gull er fjárfesting sem hægt er
að bræða aftur eða selja,“ segir
Hjördís og að Íslendingar hafi
sennilega ekki ennþá tamið sér að
líta á skartgripi sem fjáfestingu, en
það er víða gert erlendis.
Skartgripir geta orðið mjög nánir
eigendum sínum og hluti af ímynd
þeirra. Steinarnir sem valdir eru í
skartgripina skipta máli, litur þeirra
og gerð. Lögunin getur verið í stíl
við karakterinn. Sumar konur eiga
skartgrip, t.d. hring, sem hægt er að
gera verðmætari og persónulegri
með árunum með því að bæta dem-
anti í hann eftir stórviðburði í lífi
þeirra eins og giftingu og fæðingu
barns.
Blaðamaður spurði skart-
gripahönnuðina um hönnunarlínur
þeirra. „Hönnun mín einkennist af
notkun steina, ekki bara demöntum,
heldur breiðu litrófi náttúrulegra
steina,“ segir Kristín. „Eðalsteinn
er punkturinn yfir i-ið á skartgrip,
að mínu mati.“
Kristín segist einnig vera fyrir
stóra skartgripi sem veki athygli.
Hún tekur hugmyndir sínar úr nátt-
úrunni og hefur gert svokallaðar
dýra-línur, t.d. með flugum.
Ingibjörg segir geómetrísk form
einkenna sinn stíl. „Ég hef reynt
annað form en aldrei lengi í einu.“
Hún vill hafa skartripina sýnilega og
stílhreina. „Skartgripurinn þarf að
klæða viðkomandi og hönnuðurinn
þarf að gæta þess að hann sé fal-
legur á þeim sem hann ber,“ segir
hún.
Hjördís segir að sinn stíll ein-
kennist af sýnilegum skartgripum
og hún velji oft náttúrulega áferð
eða matta fremur en gljáandi. „Mér
finnst steinar njóta sín betur á mött-
um og hrjúfum fleti. „Ég vil að
skartgripurinn sé persónulegur og
hluti af heildinni; að fatnaður, gler-
augu, skór og fleira sé í samhengi
við skartgripina. Hjördís segist
einnig oft blanda saman gulli og
silfri.
Áhrif viðskipta á
notkun skartgripa
Vissulega eru ætíð straumar og
stefnur í skartgripum. Þær segja að
núna séu skartgripir í stærri kant-
inum og meira áberandi en áður.
Náttúruleg efni eru notuð í bland við
gull og silfur eins og stál, viður og
gler. Möguleikarnir takmarkast í
raun aðeins af hugmyndafluginu. Þá
sé grásteinn einnig vinsæll og bein
eins og fílabein, þótt erfitt sé að fá
það.
Íslendingar eru víst að þroskast í
því að bera skartgripi og á sá þroski
sér mest stað í viðskiptalífinu. Hing-
að berast straumar með erlendu
fólki sem kemur í viðskiptaferðir –
og Íslendingar fara víðar en áður í
viðskiptaerindum.
En hvað sem öllu líður, þá er
skartgripurinn tákn fyrir hverja
persónu og hann er til að fegra hana
eða skreyta. Skartgripurinn er einn-
ig tengdur eilífðarhugtakinu, því
honum er ætlað að lifa lengi, jafnvel
að verða erfðagripur.
Í Gulli í grjóti starfa
fjórir gullsmiðir og
skartgripahönnuðir.
Skartgripir geta orðið
mjög nánir eigendum
sínum og hluti af ímynd
þeirra. Steinarnir sem
valdir eru í skartgripina
skipta máli, litur þeirra
og gerð.
Morgunblaðið/Jim Smart
Skartgripahönnuðirnir: Hjördís, Kristín og Ingibjörg eru gefnar fyrir stóra skartgripi.
Pasquale Giannico: Tvö hálsmen þar sem eldópall og demantar og túrk-
is eru í aðalhlutverkum.
Skeggjagata - 105 Reykjavík
Eignin
Vorum að fá í sölu skemmtilegt þriggja hæða parhús í
Norðurmýrinni. Húsið er með skjólgóðum og fallegum garði
og býður upp á ýmsa möguleika, en þar er nú rekið
gistiheimili. Eignin er samtals 201,6 fm í góðu ásigkomulagi
að utan sem innan. Verð 25,0 millj. 6358
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 562 1400 Fax 552 1405
www.fold.is fold@fold.is
DAGLEGT LÍF
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
guhe@mbl.is
Hjördís: Hringur og hálsmen. 18 karata
laufblað, granat, peridot, perlur á vírum.
Ingibjörg: 18 karata gullhringur
með 4 demöntum.
Kristín: Hálsmen og
hringar, 18 karata gull,
ametist, peridot, morg-
anít og demantur.
HÖNNUN|Fjórir gullsmiðir og skartgripahönnuðir
Skartgripir
styrkja sjálfsmynd
VINNAN göfgar manninn er vel
þekkt máltæki. Það er staðreynd að
það er mikilvægt fyrir heilsu og vel-
líðan fólks að hafa atvinnu eða ein-
hverja iðju. Vinnan eflir þroska og
sjálfstraust fólks og gefur þannig líf-
inu gildi.
Þegar fólk verður fyrir veikindum
eða slysi er oft erfitt að ná sér og
byggja sig upp til að fara út á hinn
almenna vinnumarkað. Múlalundur
er stærsti og elsti vinnustaðurinn
fyrir fólk með skerta starfsorku og
þar er reynt að útvega sem flestum
vinnu sem vegna veikinda eða fötl-
unar fá ekki vinnu annars staðar.
Starfsemin hófst árið 1959. Fyr-
irtækið er í eigu SÍBS og er rekið af
því. Á Múlalundi hefur fólk með
skerta starfsorku átt þess kost að
vinna létt störf við hagnýtan iðnað
þar sem vinnutími getur verið
sveigjanlegur. Yfirleitt er fólk ráðið
til sex mánaða og síðan metið hvort
þörf er fyrir frekari þjálfun eða tími
kominn til að útskrifast til að sinna
almennum störfum.
Aðalmarkmið Múlalundar er því
að þjálfa fólk til að gera því kleift að
taka þátt í atvinnulífinu á nýjan leik.
Vinnustofa Múlalundar hefur á þann
hátt gefið mörgum sýn á betri fram-
tíð og möguleika á að gera eitthvað
sem er uppbyggilegt. Mikilvægt er
að þeir sem sinna meðferð og end-
urhæfingu sjúkra og fatlaðra geri
sér grein fyrir möguleikunum sem
felast í starfsemi vinnu-
staða eins og Múlalundar
og bendi skjólstæðingum
sínum á þennan mögu-
leika til að komast aftur á
vinnumarkaðinn.
Aðgangur fatlaðra og
veikra einstaklinga að samfélaginu
skiptir ekki aðeins máli í félagslegu
tilliti heldur einnig efnahagslegu.
Fjarvera þessa fólks frá vinnumark-
aðnum leggur miklar fjárhagslegar
skuldbindingar á hið opinbera og
samfélagið allt. Það væri fróðlegt ef
hægt væri að reikna út hve miklu
það skilar til þjóðfélagsins ef 40 ára
einstaklingi er gert mögulegt að fara
úr styrkjakerfinu og aftur út á
vinnumarkaðinn.
Uppistaðan í framleiðslu Múla-
lundar eru Eglu-bréfabindin sem
flestir þekkja. Nafnið Egla er stytt-
ing af Egils sögu Skallagrímssonar.
Slagorðið fyrir bréfabindin segir alla
söguna, „RÖÐ OG REGLA“. Þeir
sem koma í heimsókn á Múlalund og
skoða hverju þar er áorkað eru oft
undrandi yfir fjölbreytni framleiðsl-
unnar og gleði starfs-
fólksins. Vörur Múlalund-
ar eru landsþekktar og
bera vandvirkni starfs-
manna gott vitni. Und-
anfarið hefur aukist ým-
iss konar sérvinna, s.s.
sérmerking á allar tegundir af
möppum og gagnageymslum sem og
ráðstefnugögnum. Þetta er jákvæð
þróun því hver sérvinnsla skapar
handtak starfsmannanna. Þessi
vinnustaður byggist upp á jákvæðu
hugarfari og þeirri hugsjón að koma
einstaklingum út á vinnumarkaðinn
aftur eftir veikindi eða slys ef mögu-
legt er.
Helgi Kristófersson
framkvæmdastjóri.
FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU
Vinnan göfgar
Þjálfa fólk til
að taka þátt í
atvinnulífinu á
nýjan leik
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111