Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 33
Þegar ég las til- kynninguna um andlát Magnúsar Maríasson- ar hvarflaði hugur minn knöpp 83 ár aftur í tímann, þá lágu leiðir okk- ar fyrst saman er ég 5 ára kom til Æðeyjar. Við vorum lánsamir að alast upp saman á þessu fyrirmynd- ar heimili hjá því ágæta fólki Æð- eyjarsystkinum og móður þeirra. Milli okkar Magnúsar mynduðust fljólega bróðurleg tengsl. Magnús var eldri en ég og leit ég upp til hans með mikilli aðdáun. Mér fannst að enginn maður í heiminum gæti verið eins skynsamur og hann. Hann vissi svo margt, gat leyst úr flestum vanda og var svo fljótur að átta sig á aðstæðum og taka rétta ákvörðun. Þetta mat mitt frá bernskuárunum virðist ekki hafa verið fjarri sanni að því er sjá má á atburði þeim er hér segir frá. Útræði var frá Æðey haustvertíð og vorvertíð. Við vorum þrír, Hall- dór bóndi í Æðey, Magnús og ég á árabát, sem utanborðsmótor var settur á. Þegar línan var lögð reru tveir, sá þriðji henti línunni út. Til að losna við róðurinn var gerð tilraun með að vélknýja bátinn og láta lín- una renna upp úr stampinum. Hall- dór sat aftur í, stýrði bátnum og stjórnaði vélinni. Það óhapp varð að taumur slóst til og krekja krækti í bakið á Halldóri og kippti honum útfyrir, hann náði handfestu á rekk- inu, sem vélin var fest á, en vélin keyrði á fullu. Eldsnöggt skipaði MAGNÚS MARÍASSON ✝ Magnús Marías-son fæddist á Kollsá í Grunnavík- urhreppi í Jökul- fjörðum við Ísafjarð- ardjúp 5. janúar 1912. Hann lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 12. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akranes- kirkju 20. janúar. Magnús mér að grípa línuna og halda fast svo að hún gœti ekki runnið út. Hann greip hníf, sagði mér að spyrna við annan fót- inn á sér, svo að hann færi síður útbyrðis er hann henti sér út á borðstokkinn og gat náð til að skera á tauminn. Snarræði og hárrétt viðbrögð Magnúsar afstýrðu þarna dauðaslysi. Veturinn 1931 hitti ég Magnús á götu á Ísafirði, hann var þá farinn að heiman og bjó við þröngan kost. Kreppuárin voru erfið, fátækt og atvinnuleysi. Einstæðum og alls- lausum ungmennum voru flestar leiðlir lokaðar og möguleikar til menntunar sem sagt útilokaðir vegna fjárskorts. Magnús hélt til í lúkar á bát. Þar var enginn matur, aðeins vatn, sem hann setti svolítið edik og sykur út í. Hann sagði að af og til væri farið á sjó, þá kæmi kost- ur um borð og þá fengi hann að borða. Þrátt fyrir þetta var engin uppgjöf eða svartsýni ríkjandi hjá Magnúsi. Hann var bjartsýnn og sagðist stefna að því að fara í Sam- vinnuskólann. Hvílík fjarstæða virtist þetta vera, hvernig átti hann í þessu alls- leysi að geta kostað sig til náns. En Magnús var meira en bjartsýnn, hann var líka raunsær. Honum tókst að brjótast áfram og lauk námi við Samvinnuskólann með ágætri einkunn, hann var gæddur góðum námshæfileikum. Magnús var ljúfmenni, hjálpsam- ur og vildi leysa hvers manns vanda. Þessum eiginleikum hans munu margir hafa kynnst, meðan hann var stöðvarstjóri Olíustöðvar- innar í Hvalfirði. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum sendi ég samúð- arkveðjur. Magnús Jónsson. Rósa var mér dýrmæt og góð tengdamóðir, hjálpsöm og skemmti- leg. Ég á erfitt með að trúa því að hún sé farin frá okkur. Hún var há- vaxin kona, glæsileg og kom vel fyr- ir, svo sjaldan veik að ég man ekki eftir einu skipti, þar til fyrir ári síð- an. Ég var aðeins 18 ára þegar ég kom inn í fjölskylduna á Erluhraun- inu og er mér enn minnisstætt hve vel hún tók á móti mér. Hún var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda og átti hún það til að koma með málningarrúll- una strax ef hún vissi að það átti að fara mála. Rósa missti eiginmann sinn ung að árum og var það mikið áfall fyrir hana sem og alla aðra í fjölskyldunni. Hún var ákveðin kona sem sést best á því að hún gat haldið húsinu og reist sumarhúsið sem þau voru nýbyrjuð að byggja. Þetta tókst allt með mikilli vinnu og góðri hjálp frá börnum og tengda- börnum. Minningarnar um Rósu eru margar og góðar bæði heima og í bústaðnum í Hraunborgum. Ég vil þakka þér fyrir samfylgd- ina og öll góðu árin okkar saman, Rósa mín. Þinn tengdasonur, Jens Guðbjörnsson. Elsku besta amma, nú þegar þú ert horfin í faðm afa Jóns, Magn- úsar og allra hinna ástvina okkar er sem ský hafi dregið fyrir sólu hjá okkur. Slíkur gleðigjafi varstu í lífi okkar en minningar um þig ylja okkur um hjartarætur á þessum erfiða tíma. Hjá okkur er sú hugsun skýr um hversu sterk þú varst allt fram í andlátið. Þú ert stolt okkar og fyrirmynd. Þú varst alltaf svo glæsileg og barst af þér góðan þokka, hlý og umhyggjusöm. Þú áttir stóran hóp afkomenda en mundir ávallt eftir afmælum og merkisdögum fjölskyldunnar. Þú leyfðir okkur að finna hversu sér- stök við vorum í þínum augum. Við ,,tvillingarnir“ eins og þú kallaðir okkur, hugsum með hlýhug um ferðirnar í sumarbústaðinn þar sem þú lékst á als oddi og skemmtir okkur barnabörnunum með brönd- urum og góðlátlegri stríðni. Að- fangadagskvöldin á Erluhrauninu þar sem öll fjölskyldan sameinaðist eru okkur minnisstæð og eru á viss- an hátt merki um hversu stór hluti fjölskyldan var í lífi þínu. Þess eig- um við eftir að sakna. Það var okkur systkinunum mikil gleði og gjöf að hafa átt þig sem ömmu og fá að njóta viskuorða þinna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfan var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Við kveðjum þig nú með söknuði, elsku amma. Guð geymi þig. Karen og Davíð. Elsku amma Rósa, við viljum með örfáum orðum minnast þín. Okkur langar að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo hress, skemmtileg og glettin og áttir til að koma með skondnar athugasemdir sem hittu svo vel í mark. Það veitti okkur mikla ánægju hve hress og kát þú varst á síðasta aðfangadagskvöld þegar við fjöl- skyldan komum á Erluhraunið og borðuðum með þér. Það var þér alltaf mikilvægt að fá sem flesta til þín af börnunum þínum og fjöl- skyldum þeirra í kaffi á aðfanga- dagskvöld. Við áttum margar góðar stundir með þér í sumarbústaðnum í Grímsnesinu og oft var glatt á hjalla. Okkur er minnisstætt þegar við vorum yngri og sátum á verönd- inni í blíðskapar veðri og þú komst fyrir hornið á sumarbústaðnum með slönguna og sprautaðir yfir okkur. Þessar ljúfu minningar munum við geyma með okkur og munum ætíð minnast þín. Nú ertu farin frá okkur til að hitta afa Jón hinum megin og við vitum að þér líður betur, elsku amma Rósa. Guð veri með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíl þú í friði. Ingvar Þór, Birgir Örn og Berglind Ósk. Elsku amma Rósa, komið er að leiðarlokum hjá þér. Loksins ertu komin til afa Jóns. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin og að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Margar minningar koma upp í huga minn á þessari stundu. Allar góðu stund- irnar sem við áttum saman tvær eða í faðmi fjölskyldunnar. Ferðirnar upp í sumarbústaðinn þinn, þar sem ávallt var glatt á hjalla og þú í hlutverki hinnar full- komnu húsfreyju. Þú að rækta upp sumarbústaðalandið og við krakk- arnir skiptumst á að slá grasið með gömlu sláttuvélinni og þú spraut- andi vatni á okkur í góða veðrinu. Mér er mjög minnisstætt þegar ég fékk að vera samferða þér austur í bústað, alein. Við sungum og spjöll- uðum mikið á leiðinni og þú sagðir mér sögur af afa Jóni. Ég var alsæl þegar ég kom austur og fannst eins og ég hefði unnið í happdrætti eftir vel heppnaða ökuferð. Einnig var ómissandi í heimsókn- um til ömmu þegar maður var yngri að fá dísætt kaffi og kringlu til að dýfa ofan í. Þá leið manni eins og maður væri fullorðinn. Svo var farið að gefa öndunum brauðafganga frá ömmu. Líkt og flest barnabörnin á ég eftir sakna þeirrar hefðar að koma heim til ömmu á aðfangadagskvöld, þar sem stór hluti fjölskyldunnar kom saman og naut þess að vera saman. Ég er þakklát fyrir að amma gat komið heim af spítalan- um núna um jólin og verið í faðmi fjölskyldunnar. Einnig hélt hún upp á afmæli sitt í byrjun desember og naut hún þess að vera umvafin fjöl- skyldu sinni, enda átti hún stóran hóp. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum sam- an og ég mun varðveita minningar mínar um þig í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Linda Björk Guðmundsdóttir. Elsku amma. Núna ertu farin til afa. Þú sem varst svo falleg með þitt hlýja hjarta og mjúka hörund, þú ert eins og drottning í huga okk- ar allra. Þú varst alltaf svo dugleg og ekki vantaði hvað allt var í röð og reglu á Erluhrauninu. Já, amma, við áttum góðar stundir þar. Þegar við komum í heimsókn áttir þú allt- af normalbrauð, kæfu og mjólk sem var nú líka þitt uppáhald. Við gleymum ekki stóra fallega garð- inum þínum sem þú hugsaðir um eins og gullið þitt, þar sem við systkinin áttum góðar stundir. Ekki má gleyma stóra hrauninu sem var bakvið garðinn þinn, amma, þar sem við krakkarnir gátum leikið okkur tímunum saman og kölluðum við það geimskipið, sem er eins og ævintýri líkast. Við gleymum heldur ekki þeim stundum þegar maður fékk að koma til þín í vinnuna, þegar þú varst kokkur í Seðlabankanum. Þar fengum við alltaf djús úr vél og kökur og var það aðal sportið. Það var ekki nóg að þú ættir stórt einbýlishús, amma, þú þurftir líka að eiga sumarbústað sem þú og afi ætluðuð að eiga góðar stundir í. Við systkinin eigum líka mjög góðar minningar þegar þú fórst með okkur fjölskyldunni til Amer- íku árið 1996. Þar heimsóttum við systkini þín sem búa í Kaliforníu og ferðuðumst vítt og breitt. Það var skemmtilegur og ógleymanlegur tími, amma. Amma, við höfum átt svo margar góðar stundir saman og vildum við að við gætum skrifað um þær allar, en í staðinn geymum við þær í hjarta og huga okkar. Áður en við kveðjumst, amma, verðum við að minnast á rjúpurnar sem eru okkur svo minnisstæðar, sem komu alltaf svona óvart í heim- sókn. Amma, nú vitum við að þér líður vel í faðmi afa, sem þú hefur alltaf saknað svo sárt. Sárt munum við sakna fingur- kossa þinna og fallega brossins þíns, þegar þú vinkaðir okkur í dyragættinni. Við kveðjumst nú með söknuði, elsku amma, og munt þú alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signað Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín barnabörn Erla, Jóna Kristín og Ólafur Fannar. Ég á eftir að sakna þín, amma. Ég var ekki gamall þegar ég fór að sækja í að heimsækja ykkur afa á Erluhraunið, hvort sem það var hjólandi eða gangandi. Mér þótti gott að koma við hjá þér, amma, og fá hjá þér kaffisopa og spjalla, og þá ekki síst núna í seinni tíð. Eftir að ég flutti í Borgarnes nýtti ég hvert tækifæri til að heimsækja þig og eins þegar ég fór með fjölskyld- una í bæinn. Oft þegar ég átti leið í bæinn á gámabílnum þá hringdi ég til að athuga með pláss fyrir bílinn í götunni svo ég gæti kíkt við og þeg- ar ég kom þá varstu ætíð tilbúin með mat eða kaffi. Þau verða víst ekki fleiri símtölin okkar, en ég hringdi oft í þig er ég var á ferð um Vesturlandið til þess að láta þig vita af færð og veðri. Þú hafðir áhyggj- ur ef spáin var ekki góð. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar við eld- húsborðið og allt, elsku amma. Jón Kr. Kristjánsson (Nonni litli). Elsku amma Rósa, við munum sakna þín svo mikið, því þú hafðir mikil áhrif á líf okkar. Þér leið alltaf best þegar öll fjölskyldan var sam- an komin. Við eigum margar góðar minningar um samveru okkar, bæði í Grímsnesinu, í Erluhrauninu og líka heima hjá okkur. Alltaf varst þú hrókur alls fagnaðar og allir vildu vera í kringum þig. Við minn- umst þess þegar við keyptum íbúð- ina okkar, þá varst þú beðin um að koma með, því þitt álit skipti okkur svo miklu máli. Einnig þegar við komum niður á Erluhraun svo glöð að hafa keypt ryksuguna okkar og þá vildir þú endilega sjá hana og láta setja hana í gang. Það fór ekki betur en svo að ryksugan góða sprengdi öryggið í húsinu og raf- magnið sló út. Þá var mikið hlegið og þú sagðir að þarna hefðum við gert góð kaup, því þetta væri hörku ryksuga. Það var svo gaman að sitja í eldhúsinu hjá þér og hlusta á þig segja sögur af okkur Ingvari þegar þú passaðir okkur litla. Þá settirðu teppi á gólfið og aldrei vor- um við glaðari en að fá rúsínur og súkkulaði í skál. Einnig gátum við hlustað endalaust á sögur um þig og afa Jón. Þér fannst ekki leið- inlegt að taka nokkur dansspor inni í stofu og sýna okkur ungviðinu hvernig þið dönsuðuð í gamla daga við góða tónlist. Við erum þakklát fyrir að hafa getað verið með þér á afmælinu þínu og stundirnar sem við vorum saman um jólin. Það verður skrýtið næsta aðfangadags- kvöld að fara ekki heim til þín. Elskum amma Rósa, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, þær munum við geyma á góðum stað í hjarta okkar og segja börnum okkar frá þeim og þér. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Baldur Páll og Hjördís Ósk. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 33 Elskulegur vinur er nú látinn. Hann kom inn í líf okkar fyrir fjörutíu og sex árum þegar hann kvæntist Bergljótu, föð- ursystur okkar, og tengdist fjölskyldu okk- ar sterkum kærleiks- og tryggða- böndum sem við munum ávallt varð- veita í minningunni um hann. Hann var gæddur þeirri sérstöku náðar- gáfu að geta ávallt sýnt einlæga vin- áttu og áttum við margar yndislegar stundir með þeim hjónunum, bæði heima á Íslandi og á ferðalögum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann reyndist henni Bellu sinni góður eiginmaður og gekk Önnu, dóttur hennar, í föður stað og bjó hún að handleiðslu hans og stuðningi alla tíð á meðan hans naut við. Son Önnu, Ottó Geir, ættleiddi hann kornungan og var honum í senn faðir, afi, besti vinur og lærifaðir; það var einstakt að verða vitni að því uppeldi sem Geir yngri hlaut. Heimili Bellu og Geirs einkenndist af einstakri nákvæmni, virðingu og smekkvísi í alla staði og mótaðist samband þeirra af virðingu og ein- lægni í garð hvort annars. Sameig- inlegur áhugi á menningu og listum var í hávegum hafður og voru bækur þeirra líf og yndi. Geir safnaði þeim GEIR BORG ✝ Geir Borg fædd-ist í Reykjavík 24. febrúar 1912. Hann andaðist á Landakoti 29. des- ember síðastliðinn og var úför hans gerð í kyrrþey, að ósk hins látna. en Bella batt þær inn af mikilli snilld. Geir stóð alltaf eins og klettur við hlið fjölskyldu sinnar allrar sem að leiðarlok- um hafa nú kvatt góðan vin, föður, tengdaföður, afa og langafa. Eftir lát Bellu og þrjátíu og fjögurra ára hjónaband, áttræður að aldri, var Geir svo lán- samur að eignast góðan vin og félaga í Margréti Garðarsdóttur en hún hafði áður misst eigin- mann sinn, Halldór Jónsson. Hún reyndist Geir einstak- lega vel og fylgdi mikil farsæld sam- bandi þeirra. Okkur reyndist Geir ávallt sannur og traustur vinur og stóð heimili hans og Bellu ætíð opið þegar við komum heim til Íslands til lengri eða styttri dvalar. Þau voru fjölskylda okkar og heimili þeirra var okkar á Íslandi. Eftir að við misstum Bellu hélst þessi gagnkvæmi kærleikur allt til þess dags að Geir kvaddi. Á milli okkar og barna hans, þeirra Kjartans, Stefan- íu, Sunnu og Áslaugar, ríkti einnig einlæg vinátta sem fyrnist ekki þótt fjölskyldufaðirinn sé allur. Með Geir Borg er genginn einn af máttarstólpum hinna gömlu og góðu gilda sem nú eiga svo undir högg að sækja. Við þökkum Geir samfylgdina af al- hug og vottum fjölskyldu hans og Margréti okkar dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um ástkær- an vin. Soffía Wathne, Þórunn, Bergljót, Soffía og Gunnar Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.