Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 45 Ármúla 36, 108 Reykjavík, sími 588 1560. AC Milan æfingatreyja kr. 4.990 Byern Munchen æfingatreyja kr. 4.990 Real Madrid æfingatreyja kr. 4.990 Þú færð réttu treyjuna hjá okkur Liverpool æfingatreyjur og t-bolir Verð frá 2.490 - 3.990 Bóndadagurinn er á föstudaginn Við eigum ektakeppnistreyjur stóru liðanna!Getraunaseðill úr Enska boltanum fylgir með hverjum bol. Gildir til lokunar sölustaða á laugardag. TÉKKNESKI knattspyrnumaðurinn Tomas Rosicky kveðst vera á leiðinni frá Dortmund í Þýskalandi til enska liðsins Chelsea, samkvæmt frétt á vef BBC í gær. Enn fremur er tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech á leið til Chelsea frá Rennes í Frakklandi að tímabilinu loknu, að sögn umboðsmanns hans. Rosicky, sem er miðjumaður, er samningsbundinn Dortmund til ársins 2008 en félagið er í fjárhagsörðugleikum eftir að því mistókst að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Rosicky seg- ist vera búinn að komast að samkomulagi við Chelsea en málið sé nú í höndum forráðamanna Dortmund. „Ef ég væri í þeirra sporum myndi ég ekki hafna boði Chelsea,“ sagði Rosicky. Framkvæmdastjóri Dortmund, Michael Maier, vildi aðeins segja að félagið hefði heyrt af mögulegri sölu Rosickys til Chelsea. Rosicky er metinn á 10 milljónir punda, tæplega 1.300 milljónir íslenskra króna. Cech er 21 árs en er samt orðinn aðalmarkvörður Tékka. Tal- ið er að hann kosti um 9 milljónir punda, um 1.100 milljónir króna, en umboðsmaður hans sagði við ensk dagblöð í gær að málið væri nánast frágengið. Tékkinn Rosicky á leiðinni til Chelsea JÓHANN B. Guðmundsson, knattspyrnumaður, reiknar með að fá í hendur í dag samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Örgryte. Jóhann var til reynslu hjá sænska liðinu í síðustu viku og lék með því á innanhússmóti í Álaborg í Danmörku og var þjálfari liðsins ánægður með framlag Jóhanns eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. „Ég tel miklar líkur á að ég fari til Örgryte en á meðan samningaviðræður eru ekki hafnar þá er kannski best að segja sem minnst. Ég fæ sendan samnning mjög líklega á morgun (í dag) og þá kem- ur allt ljós hvert framhaldið verður. Ég var mjög ánægður með dvölina hjá Örgryte og mér sýnist allt vera til fyrirmyndar hjá félaginu. Þá skemmir ekki fyrir að með liðinu leikur einn Íslendingur,“ sagði Jóhann við Morgunblaðið í gær. Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið í herbúðum Örgryte frá því hann gekk til liðs við félagið frá KA árið 2000. Jóhann líklega til Örgryte Jóhann B. FÓLK Arnar og Lennart Maack fráÞýskalandi hafa leikið mjög vel í vetur og hafa skipst á að leika sem fyrsti og annar keppandi skól- ans í liðakeppni, auk þess sem þeir spila saman í tvíliðaleik. Maack er einu sæti fyrir ofan Arnar á listan- um en Arnar hefur unnið 10 af 13 leikjum sínum í háskólakeppninni það sem af er vetri. „Ég er afar ánægður með þetta, það er mikil viðurkenning fyrir mig að komast svona ofarlega á listann þar sem flestir af bestu skólunum í tennis í Bandaríkjun- um eru einmitt hér á vesturströnd- inni. Líka vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem minn skóli á keppendur á listanum. Það eru á bilinu 60–70 háskólar á vestur- ströndinni, og þar með um 600–700 keppendur sem koma til greina, svo ég get verið sáttur við minn hlut,“ sagði Arnar við Morgun- blaðið í gær. Hann er 22 ára Kópavogsbúi og er á sínu öðru ári í Pacific-skól- anum, sem er í borginni Stockton í Kaliforníu. Þar stundar hann nám í líffræði en leggur aðaláherslu á tennisíþróttina og stefnir á at- vinnumennsku í henni. Keppir fyrir Ísland í Davis- bikarnum í Litháen Keppnistímabilið í Bandaríkjun- um hefst á ný um mánaðamótin eftir hlé frá miðjum nóvember en Arnar missir af mótum í upphafi vegna þess að hann keppir með landsliði Íslands í Davis-bikarnum í Litháen í byrjun febrúar. „Davis-bikarinn verður mjög erfiður. Við fórum upp um deild í fyrra og á þessu ári voru allar Evrópuþjóðir í 3. deild settar sam- an í einn riðil. Evrópa er sterkari en aðrar heimsálfur í íþróttinni, þannig að þetta verður erfið bar- átta og við keppum við atvinnu- menn á öllum vígstöðvum. Við er- um með ungt lið og það verður spennandi að sjá hvernig gengur, en ég geri miklar væntingar til sjálfs mín og liðsins á þessu móti, eftir sem áður,“ sagði Arnar. Hann keppir með þýsku liði á sumrin og fer þangað þegar skól- anum lýkur í Kaliforníu í maí og hefur auk þess í hyggju að taka þátt í atvinnumannamótum með vorinu. Arnar Sigurðsson í fremstu röð í bandarísku háskólunum „Mikil viðurkenn- ing að vera svona ofarlega“ Morgunblaðið/Sverrir Arnar Sigurðsson – Íslandsmeistari í einliðaleik sjö ár í röð. ARNAR Sigurðsson, fremsti tennisleikari Íslands, er í 26. sæti á nýjum styrkleikalista yfir tennisleikara í háskólum á vest- urströnd Bandaríkjanna. Hann keppir fyrir hönd Pacific- háskólans, sem aldrei hefur átt betra gengi að fagna í íþróttinni. Tennisíþróttin er mjög öflug í bandarísku háskólunum og margir af efnilegustu tenn- isleikurum Bandaríkjanna og víðar að eru þar við nám á með- an þeir búa sig undir atvinnufer- il í íþróttinni. GUÐMUNDUR Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnir á tækni- fundi í Celje í Slóveníu í dag hvaða leikmenn verða skráðir til leiks fyrir Íslands hönd í fyrsta leik Evrópukeppninnar – gegn Slóvenum annað kvöld. Guðmundur fór með 17 leik- menn til Slóveníu í gær, er með fyrirvara vegna meiðsla Dags Sigurðssonar. Hann getur til- kynnt 15 leikmenn í dag og látið tvo bíða um sinn því hann þarf ekki að skrá 16. leikmanninn strax en nota má 16 menn í keppninni. Líkurnar á því að Dagur yrði með í keppninni jukust nokkuð í fyrrakvöld. Hann spilaði þá í 20 mínútur þegar landsliðið tapaði, 24.23, fyrir svokölluðu deilda- landsliði Dana í æfingaleik í Sorö í Danmörku. Að þeim leik loknum var ákveðið að hann færi með til Slóveníu og aðeins markvörð- urinn Björgvin Páll Gústavsson var sendur heim til Íslands, af þeim 18 leikmönnum sem dvöldu með liðinu í Danmörku. Fimmtán skráðir til leiks  „VIÐ höfum enn ekki náð okkur fullkomlega á strik,“ sagði Cesar Ardiles, landsliðsþjálfari Spánverja í handknattleik, eftir að lið hans vann sinn annan sigur í æfingaleik gegn Sviss – 30:25 í Bern. Spánverj- ar, sem leika á EM í Slóveníu eins og Svisslendingar, hafa leikið án Dujshebajev og Ortega, sem voru hvíldir í tveimur leikjum gegn Sviss. Spánverjar leika í riðli með Króöt- um, Dönum og Portúgölum, en Svisslendingar með Svíum, Rússum og Úkraínumönnum á EM.  TÉKKNESKU milliríkjadómar- arnir Vaclav Kohout og Ivan Dol- ejs, sem áttu að dæma á EM í Slóv- eníu, boðuðu forföll í gær vegna veikinda. Heimamennirnir Nenad Krstic og Peter Ljubic taka sæti þeirra.  RACHEL Brown, landsliðsmark- vörður Englands í knattspyrnu kvenna, slasaðist illa á hné fyrir skömmu. Þar með er óvíst að hún leiki með ÍBV í sumar en hún var Eyjaliðinu mikill liðsstyrkur á síð- asta tímabili.  EYJAKONUR sigruðu á Hitaveit- umótinu, æfingamóti í Reykjanes- höll, um síðustu helgi. Þær unnu KR, 3:2, í undanúrslitum og Stjarn- an vann Keflavík, 5:0. ÍBV sigraði síðan Stjörnuna eftir vítaspyrnu- keppni í úrslitaleiknum en leikurinn sjálfur endaði 3:3.  ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði 4/1 mörk í fyrsta leik sínum með Tres de Mayo í spænsku 2. deildinni í handknattleik um síðustu helgi. Lið hans og Hlyns Jóhannessonar, markvarðar, tapaði þá illa á heima- velli fyrir nágrannaliðinu á Kanarí- eyjum, Juventud Gran Canaria, 24:32, og situr áfram í næstneðsta sæti deildarinnar.  JÓHANNES B. Jóhannesson tap- aði fyrir James Tatton, 3:5, í fyrstu umferð undankeppni heimsmeist- aramótsins í snóker.  JÓHANNES Karl Guðjónsson, sem var ekki í leikmannahópi Úlf- anna er þeir lögðu Man. Utd að velli sl. laugardag, mun taka sæti Hassan Kachloul á bekknum í leik gegn Liverpool í kvöld, þar sem Kachlo- ul, sem var í láni frá Aston Villa, er farinn til Villa á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.