Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ hafi orðið af því nema með góðri þátttöku atvinnulífsins. Fram kemur að fulltrúar at- vinnulífsins hafi haldið því fram að þar sem þeir greiði hluta af iðgjaldi á móti starfsmönnum eigi þeir til- kall til stjórnarsetu. „Framlag at- vinnurekenda er aftur á móti hluti af umsömdum greiðslum til launa- manna og kjarasamningum við þá, sambærileg við önnur kjör. Ef samið er um að hlutur launafólks fari í einhvern tiltekinn skyldu- sparnað gefur það þeim sem samið er við ekki sjálfkrafa nein völd til að fara með þessa fjármuni,“ segir í álitinu. Þessi rök atvinnurekenda ein og sér vegi því ekki mjög þungt. Aukin krafa sé um þátttöku almennings í samfélaginu og um- ræða um beint lýðræði hafi farið vaxandi. Seta atvinnurekenda í stjórn líf- eyrissjóðsins og sérþekking á þessu sviði er sögð vekja upp áleitnar spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þegar kemur að SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands gagnrýnir að sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LÍVR) hafi engin bein áhrif á það hverjir sitji í stjórn lífeyrissjóðsins. Einungis þeir sem greiði til Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur hafi óbein áhrif á val stjórnarmanna VR í gegnum aðild sína að félaginu. Þeir sem ekki séu í VR en greiði engu að síður til lífeyrissjóðsins hafi engin áhrif. Í áliti Siðfræðistofnunar, sem var unnið fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, segir það vekja upp spurningar hvort sjóðsfélagar þurfi ekki allir að eiga möguleika á að taka beinni þátt í vali á stjórn- armönnum í lífeyrissjóðnum sem þeir greiði til. Þar segir einnig að það veki sér- staka athygli að helmingur stjórn- armanna í LÍVR skuli skipaður af samtökum atvinnurekenda. Rökin fyrir því séu fyrst og fremst sögu- leg, þ.e. vegna mikilvægs þáttar þeirra við stofnun sjóðsins. Ekki ávöxtun sjóðanna með kaupum á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækj- um. Fulltrúar atvinnurekenda séu gjarnan forstjórar fyrirtækja „og það blasir við að þeirra hagsmunir sem forstjóra geta haft áhrif á fjár- festingastefnu sjóðsins og komið í veg fyrir að hagsmunir sjóðsfélaga séu í fyrirrúmi“. Langar boðleiðir í VR Í áliti Siðfræðistofnunar segir að staða Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sé nokkuð ólík stöðu atvinnurekenda þar sem sjóðsfélag- ar hafi áhrif á stjórn félagsins. „Þó er þetta val óbeint og nokkuð lang- ar boðleiðir eru milli hins almenna sjóðsfélaga og stjórnarmannsins. Hinir almennu launþegar kjósa trúnaðarmenn, sem kjósa stjórn VR sem aftur skipar fulltrúa í stjórn LÍVR.“ Þeir sem ekki greiða til VR hafa enga möguleika á að hafa áhrif á stjórn sjóðsins. Því sé spurningin sú hvort allir sjóðs- félagar eigi ekki að hafa möguleika á að beinni þátttöku í vali á stjórn. „Rökin fyrir þessu eru einkum tvenns konar. Í fyrsta lagi skiptir mestu fyrir félagsmenn hvernig stjórn lífeyrissjóðsins er skipuð. Þeir eiga mestra hagsmuna að gæta og skylda sjóðsins er ríkust við þá. Með virkri þátttöku þeirra við val á stjórn sjóðsins verða tengslin meiri og ábyrgðin ríkari. Í öðru lagi ætti þetta að hvetja fé- lagsmenn til að fylgjast betur með stjórninni vitandi að þeir geti haft þar áhrif. Með þessu móti myndi skapast meira aðhald við stjórnina en nú er,“ segir í álitinu. Breytingar tímabærar Ljóst er að fjölmörg vandamál tengist því að ákveða hverjir eigi að hafa rétt til kosningar í sjóðinn en Siðfræðistofnun kemst að þeirri niðurstöðu að rökin fyrir þátttöku sjóðsfélaga í stjórn sjóðsins sé nokkuð sterk. „Því er tímabært að stjórn LÍVR hugleiði breytingar á stjórninni.“ Siðfræðistofnun efast um réttmæti setu atvinnurekenda í stjórn lífeyrissjóða Tímabært að sjóðsfélagar velji stjórn milliliðalaust Í allt að 70 gráða hita í viku Mennirnir héldu sig í vélarrúmi skipsins, ofan á olíutanki sem dælt er á einu sinni á sólarhring. „Við höld- um olíunni um 70 gráða heitri svo vistin hefur nú ekki verið góð þarna uppi. Það dettur engum í hug að halda til þarna nema einhverjum sem ekki hugsar það lengra. Þeir voru með mat merktan Bónus, og mjólkurumbúðir, niðursuðudósir og annað. Það var það sem við sáum eft- ir þá,“ segir Guðmundur. Hann segir þetta benda eindregið til þess að mennirnir hafi komið um borð á Ís- landi. Siglingin frá Íslandi til Ný- fundnalands tók sjö daga. Guðmundur segir ekki algengt að menn reyni að lauma sér um borð í skip, en þetta hafi vissulega komið fyrir áður. „Þeir hafa náðst bæði áð- ur en lagt er af stað og eins eftir tvo til þrjá daga á siglingu.“ Kostnaður gæti orðið verulegur Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Eimskips, segir að laumufarþegar reyni alltaf af og til að laumast um borð í skip félagsins, en segir að þeir finnist yfirleitt áður LAUMUFARÞEGARNIR þrír sem komust til Nýfundnalands með Skógafossi tóku með sér vistir úr Bónus-verslun hér á landi. Þeir voru illa haldnir líkamlega og andlega þegar þeir voru handteknir, segir Guðmundur Kr. Kristjánsson, skip- stjóri á Skógafossi. Skógafoss var nýlagstur að bryggju í Argentia á Nýfundnalandi sl. laugardag þegar háseti rakst á mennina þrjá þar sem þeir voru að koma upp úr vélarrúmi skipsins. Hann spurði þá hvað þeir væru að gera og við það tóku þeir á rás. Tveimur mannanna tókst að komast frá borði en hásetinn handsamaði einn þeirra og kallaði eftir aðstoð. Lögregla var kölluð til og var hafn- arsvæðið girt af og mennirnir sem sluppu frá borði fundust, segir Guð- mundur. Að sögn Guðmundar var ástand mannsins sem hásetinn handsamaði ekki gott „Hann var mjög hræddur og bæði andlega og líkamlega búinn eftir þetta, held ég.“ Mennirnir eru frá Íran, Írak og landinu Erítreu í Austur-Afríku. Þeir eru á aldrinum 27 til 32 ára, og voru við nokkuð góða heilsu við komuna, að sögn innflytj- endayfirvalda í Kanada. en látið er úr höfn. Hann segir að kostnaður Eimskipafélagsins af þessu atviki geti orðið verulegur, ákveði kanadísk yfirvöld að senda mennina til baka. Skipstjóri skipsins ber ábyrgð á mönnunum, og verður það á ábyrgð Eimskip að koma þeim til síns heima ef yfirvöld í Kanada ákveða að senda mennina úr landi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það. Eftir að Ísland gerðist aðili að Schengen-samkomulaginu hefur Eimskip talið ástæðu til að fram- kvæma reglubundna leit í hvert sinn áður en skip lætur úr höfn til N-Am- eríku. Að venju var framkvæmd leit í Skógafossi áður en skipið lét úr höfn hér á Íslandi 10. janúar sl. án þess að mennirnir finndust. Málefni mannanna eru nú í hönd- um kanadískra innflytjendayfir- valda. Þar fengust þær fréttir að rætt yrði við mennina fljótlega, en ekki væri enn vitað hvort þeir reyndu að leita hælis í Kanada. Ef þeir gera það ekki verða þeir líklega sendir aftur til síns heimalands á kostnað útgerðarinnar. Sá kostnað- ur verður aldrei hærri en 15.000 kan- adískir dollarar, um 800.000 kr., fyrir hvern laumufarþega. Þrír laumufarþegar til Nýfundnalands með Skógafossi Keyptu vistir fyrir ferðina í Bónus húshefð og eiga marga góða höf- unda bæði lífs og liðna.“ Íslenskt leikrit hefur aðeins einu sinni áður komist á fjalir atvinnu- leikhúss í Moskvu, en það var þegar Maly- leikhúsið sýndi Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness árið 1956. „Ég veit ekki hvort Borodin leik- hússtjóri hafði spurnir af þessu héð- an eða hvort leikstjórinn hafi mælt með verkinu eftir að hafa tekið það til sýninga í leikhúsi sínu í Eistlandi í fyrra, en þar var Himnaríki einnig sýnt við góðar undirtektir árið á undan,“ segir Árni. ÆFINGAR hefjast um næstu mán- aðamót á leikriti Árna Ibsens, Að ei- lífu í Akademíska æskulýðsleikhús- inu í Moskvuborg. Leikstjóri er Raivo Trass frá Eistlandi, marg- reyndur leikari, leikstjóri og leik- hússtjóri í heimalandi sínu. Júrí A. Reshetov, fyrrverandi sendiherra Rússlands á Íslandi, þýddi leikritið úr íslensku og lauk því verki skömmu áður en hann lést á seinasta ári. Leikhússtjóri Moskvuleikhússins er Aleksei Bor- odin, en hann hefur sett upp sýn- ingar á Íslandi. „Þetta er mjög spennandi enda ekki á hverjum degi sem leikrit frá Íslandi kemst á fjalirnar í Rúss- landi,“ segir Árni Ibsen. „Þetta er auðvitað enn skemmtilegra vegna þess að Rússar búa að mikilli leik- Að eilífu á fjalirnar í Moskvu Morgunblaðið/JOS Þrúður Vilhjálmsdóttir og Halldór Gylfason í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Árni Ibsen Í GÆR fannst fiðrildi af tegundinni Eupsilia transversa þar sem það flögraði um í íþróttahúsinu í Nesja- hverfi rétt fyrir utan Höfn. Þetta er mjög sjaldgæf tegund hér á landi. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Ís- lands, segir að áður hafi upp undir tíu fiðrildi af þessari tegund fundist á Íslandi, en aldrei áður um miðjan vetur. Erling telur ekki líklegt að fiðr- ildið hafi komið fljúgandi til lands- ins á þessum árstíma. Segir hann að það gæti hafa lagst í dvala hér á landi og sé að vakna af dvalanum núna. „Það er alveg möguleiki, full- orðin dýr af þessari tegund leggjast í dvala. Fiðrildið flýgur framundir nóvember, vaknar í mars og fer að fljúga aftur. Það ætti því að vera sofandi núna,“ segir Erling. Annar möguleiki er að hans sögn að fiðrildið hafi borist hingað til lands með varningi, t.d. Norð- mannsþin frá Danmörku sem ber ýmiskonar dýr með sér til landsins. Aðspurður hvort það sé ekki meiriháttar afrek hjá fiðrildinu að hafa lifað af íslenskan vetur segir Erling svo ekki vera þar sem heim- kynni þess séu ekki svo ólík Íslandi, en þessa tegund megi finna á sunn- anverðum Skandinavíuskaga. Fiðr- ildið gæti hafa lagst í dvala í ein- hverju skúmaskoti eða kaldri geymslu. Erling segir að um óvenjulegt lit- arafbrigði af dýrinu sé að ræða, díllinn á vængjum fiðrildisins sé venjulega hvítur eða ljós, en fiðr- ildið sem fannst í Nesjahverfi hafi rauðleitan díl. Fiðrildi sem ætti að vera í dvala fannst í Nesjahverfi Ljósmynd/Björn Gísli Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.