Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 48
inn og Norðmaðurinn Eivind Opsvik á bassa. Þeir hafa báðir sent frá sér geislaplöt- ur í New York og fengið góða dóma fyrir; Eivind fjórar stjörnur í down beat. Tónleikarnir hófust á Sunnuklassíkinni „Bad Seeds“ af Mindful-diski hennar. Þó spilamennska kvartettsins hafi ekki verið jafn kröftug og þegar Tony Malaby og Drew Gress voru með henni á Sólon á síðustu öld átti þessi órafmagnaði kammerhljómur sem ríkti á Borginni vel við tónlist Sunnu. Loren Stillmann er óvenju efnilegur blásari og hugsar oft í löngum líðandi línum sem einkenndu Tristano-skólann og þá Ko- nitz og Marsh, þótt tónn hans sé meir í ætt við Phil Woods og þá félaga alla. Eivind Ops- vik er með norræna bassatóninn, sérdeilis mjúkan og fallegan og sóló- ar hans falla aldrei í gryfju sjálfs- stýringarinnar. Sunna hefur náð að móta sinn persónulega stíl byggðan á impressjónismanum sem Jarrett þróaði frá Evans, línur hennar eru oft leikandi léttar og hljómarnir magna sveiflu þegar best lætur og þá er trommarinn Scott í essinu sínu – ekki síst með bursta í hendi. Tvö verk eftir Scott voru á dag- skrá: „Over Yander“ af Evrópuplötu Sunnu og nýtt verk þar sem hann átti góðan trommusóló. Verk hans eru ekki eins leikandi lýrísk og Sunnu, sem þó sýndi 12 tóna hliðina á sér í nýju verki „Tears“ og svo „Smack ’Em“ af Evrópuplötunni. Í því síðarnefnda blés Loren glæsileg- an sóló þarsem langar líðandi línur hans nutu sín vel og Sunna byggði að vanda upp sterkan sóló í þessu verki og sveiflan var heit er kom að hljómakafla hennar. Önnur ný verk eftir Sunnu voru á dagskránni: „Golden Ground“ og „Goose You“, fari ég rétt með, en það síðarnefnda mun þýða: „Gríptu í rass“. Kannski höktið í rýþmanum hafi átt að lýsa þeirri athöfn áður en allt fór á fullt í sveifluríkum sóló Sunnu; samt var hún enn betri í sóló- num í því fyrrnefnda. Hann var ein- faldur einsog laglínan en geislaði þó af honum. Svo var hin undurfagra ballaða Sunnu, „A Garden Some- day“, á dagskrá. Hún er á nýju plöt- unni hennar og hefði átt skilið að vera útnefnd til íslensku tónlistar- verðlaunanna í djasslagaflokknum. Þarna lék Eivind Opsvik aldeilis frá- bæran bassasóló, mjúktóna og mild- ÞÁ VAR Sunna enn á leið yfir haf- ið og tyllti hér tá með þriðja amríska kvartettinn sinn. Eiginmaðurinn að venju á trommur en í stað þeirra Ohad Talmor og Matt Pavolka sem voru með henni í hitteðfyrra voru ungstjarnan Loren Stillmann á sax- ur einsog Gulli Guðmunds og hver tónn á réttum stað; svo var marsa- keimurinn í trommum Scotts undir laglínunni makalaust velheppnaður. Þetta voru fínir tónleikar og að mörgu leyti þeir heilstæðustu er ég hef heyrt frá hendi Sunnu. Loren og Eivind eru kannski ekki jafnokar Tony Malabys og Drew Grass enn; þeir búa þó yfir þeim þokka er hæfir tónlist Sunnu best og ég saknaði á tónleikum hennar í Kaffileikhúsinu með Talmor og Pavolka. Svo eru þau búin að vera á tónleikaferðalagi um Þýskaland og Sviss og vel samspiluð þótt þreytt hafi verið þetta sunnu- dagskvöld eftir miklar tafir í flugi. Þó áheyrendur þekki vel mörg verk Sunnu verða tónleikar þar sem þau eru ein á dagskrá nokkuð einsleitir og hefði að ósekju mátt skella nokkr- um lögum annarrar ættar með eins- og hún hefur oft gert. Þó varð svo í lokin. Aukalagið var frá miðri síð- ustu öld, „Subconscious Lee“, sem Lee Konitz samdi yfir hljómagang söngdans Cole Porters: „What Is The Thing Called Love“, sem er kominn vel á áttræðisaldurinn. Still- mann stóð sig vel í stykkinu, en þetta var glansnúmer Ohad Talmors í Kaffileikhúsinu forðum, og Sunna gerðist íhaldssöm í spuna sínum og lá ekki á upprunalegu laglínunni. Þetta voru fínir tónleikar en guldu dálítið fyrir hljóminn í salnum og vonandi verður búið að koma upp einhverju hljóðkerfi á Borginni er hún kemur næst. Í það minnsta til að styrkja bassa og píanó í hljóðmynd- inni. Sunna á lágstemmdum nótum á Borginni DJASS Hótel Borg Loren Stillman altósaxófón, Sunna Gunn- laugsdóttir píanó, Eivind Opsvik bassa og Scott McLemore trommur. 18. janúar 2004. KVARTETT SUNNU GUNNLAUGSDÓTTUR „Þetta voru fínir tónleikar og að mörgu leyti þeir heilstæðustu er ég hef heyrt frá hendi Sunnu,“ segir Vernharður um tónleikana á Borginni. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Arnaldur FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort - UPPSELT 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort - UPPSELT 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 7/2 kl 20 - UPPSELT Fö 13/2 kl 20, - UPPSELT Lau 14/2 kl 20 - UPPSELT Fö 20/2 kl 20, - UPPSELT, Su 22/2 kl 20 Lau 28/2 kl 20- UPPSELT, Su 29/2 kl 20 Fö 5/3 kl 20, Lau 6/3 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Lau 24/1 kl 20, Su 25/1 kl 20 Fö 30/1 kl 20, Su 1/2 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Su 25/1 kl 16, Lau 31/1 kl 20, Su 1/2 kl 20 Athugið breytta sýningartíma STEINN STEINARR Gestasýning KOMEDÍULEIKHÚSSINS Lau 24/1 kl 20:30, Su 25/1 kl 20:30 Aðgangur kr. 1.800 - Ath. breyttan sýn.tíma ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 23/1 kl 20 Lau 31/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 24/1 kl 14, - UPPSELT, Su 25/1 kl 14, - UPPSELT Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, - UPPSELT Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING, Su 8/2 kl 14,- UPPSELT, Lau 14/2 kl 14, Su 15/2 kl 14, Su 22/2 kl 14, Lau 28/2 kl 14 MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU **************************************************************** NJÓTIÐ ÞESSA AÐ GEFA YKKUR GÓÐAN TÍMA Í LEIKHÚSINU. Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson Einleikari ::: Sigurgeir Agnarsson Johannes Brahms ::: Tilbrigði um stef eftir Joseph Haydn Joseph Haydn ::: Sellókonsert í C-dúr Modest Músorgskíj ::: Nótt á Nornagnípu Sergej Rakhmanínov ::: Vocalise Pjotr Tsjajkovskíj ::: 1812, forleikur FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR KL.19:30 FÖSTUDAGINN 23. JANÚAR KL.19:30 VALINKUNN VERK AF VINSÆLDALISTA ALDANNA Sýningar hefjast kl. 20 Miðasala í síma 555-2222 Miðsala opin mið, fim, fös, lau, kl. 16 - 19 5. sýn. lau. 24. jan. örfá sæti 6. sýn. fös. 30. jan. örfá sæti 7. sýn. lau. 31. jan. nokkur sæti 8. sýn. fös. 6. feb nokkur sæti „Hrein snilld í Hafnarfjarðarleikhúsinu“ Valur Gunnarsson DV 7. jan. „...töfrar Hafnarfjarðarleikhússins losna fyrir alvöru úr læðingi“ „stórviðburður“ Þorgeir Tryggvason Mbl. 9. jan. „Sýningin er skemmtileg, litrík, fjölbreytileg, full af glæsilegum og skínandi hugmyndum“ Páll Baldvin DV 10. jan Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ Fim. 22. jan. k l . 21:00 örfá sæti Lau. 24. jan. k l . 21:00 örfá sæti Fös. 30. jan. k l . 21:00 nokkur sæti Fim. 5. feb. k l . 20:00 laus sæti . lau. 24. jan. kl. 20 - laus sæti fös. 30. jan. kl. 20 - laus sæti TILKYNNING UM FRAMHALD VINSÆLUSTU LEIKSÝNINGU ÁRSINS 2003 - GREASE - VERÐUR BIRT HÉR INNAN ÖRFÁRRA DAGA loftkastalinn@simnet.is Fim. 22. janúar kl. 20 laus sæti Lau. 31. janúar kl. 20 laus sæti Lau. 7. febrúar kl. 20 laus sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ Opið virka daga kl. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.