Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var með mikilli eftirvænt- ingu sem ég arkaði frá Torvegade, norður Strand- gade og í átt til menningar- hússins á Norðurbryggju. Verð illu heilli að við- urkenna, að ég man ekki eft- ir að hafa gengið götuna á enda áður og þekki lítið til á þeim slóðum í Kristjánshöfn. Utan einu sinni komið að hliðinu á hipp- anýlendunni í leigubíl, en þangað átti sam- ferðamaður minn erindi fyrir um það bil 30 árum, man það helst að hann var merkilega snöggur að ljúka því af. Hins vegar er ég vel kunnur hverfinu kringum Asiatisk Plads, svæðið nefnt eftir Asíufélaginu sem hafði þar aðsetur á árunum 1732–1843. Arkitektinn Philip de Lange (1705-66) hannaði hina ar- kitetónísku og myndrænu aðkomu milli reisulegra aðalbygginga Asíufélagsins í klassískum stíl. Samstæðuna með hliðinu/ innkeyrslunni fyrir miðjum tengivegg hefur málarinn Vilhelm Hammershøi gert ódauð- lega í frægum málverkum. Myndefnið í góðu sjónmáli frá íbúð hans í húsinu hinum megin við götuna, er númer 30 og stendur enn, dúkarnir þó mál- aðir eftir ljósmynd, tekin í beinni sjónlínu frá hliðargötunni, Sankt Annæ Gade. Öll hin sögulega virkt tilheyrir nú utanríkisráðu- neytinu, sem þar er til húsa. Sá ekki betur en að íbúð listamannsins væri auð og til sölu er ég gekk þar hjá og furðaði mig á að ekki skuli komið þar safn helgað meistaranum. Á hafnarbakkann við pakkhús Asíufélagsins innar á svæðinu stigu tugþúsundir Íslend- inga í fyrsta skipti fæti á danska jörð, þar á meðal skrifari. Gullfoss, flaggskip Eimskipa- félagsins og stolt íslenzku þjóðarinnar, sæll- ar minningar, lagði þar að frá 1950, lengst- um reglulega en var seldur úr landi 1973. Borðleggjandi að maður er kominn í alveg sérstakan borgarhluta um leið og Knip- pelsbrú er að baki, viðbrigðin þó hvergi nærri eins mikil og fyrrum. Endurtekur sig þegar farið er yfir Löngubrú sunnar, í því fallinu er komið að Amákurbreiðstræti, sem liggur að Amákurbrúgötu, sem er hliðstæða Vesturbrúgötu um iðandi líf, andrúmið þó annað. Framhald hennar er Amager Land- vej, sem liggur til Dragör, sem er forn og sögufrægur síldarbær sem á miðöldum gegndi drjúgu hlutverki. Sunnan við Löngubrú er Íslandsbryggja og í nágrenninu eru göturnar með reykvísku nöfnunum, þeirra lengst er Njálsgata og þar hafa nokk- ur framúrstefnulisthús hreiðrað um sig á undanförnum árum. Í báðum tilvikum og í þráðbeinni línu er örstutt í helstu lífæðar Kaupmannahafnar, annars vegar Kongens Nytorv og Holmens Kanal, en hins vegar Tívolí og Ráðhústorgið. Og nú þegar sendi- ráð Íslands hefur flutt hinar gamalgrónu bækistöðvar sínar á Dantes Plads út á Norð- urbryggju má af framanskráðu vera ljóst að þær hafa engan veginn hafnað uppi í sveit. Amákur er eyja úti í Eyrarsundi semá sér nær þúsund ára sögu í ann-álum, var lengstum forðabúrKaupmannahafnar um landbún- aðarvörur, aðallega grænmeti. Sextánda öld- in markaði mikil hvörf í þróunarsögu eyj- unnar er innflytjendur frá Hollandi settust þar að og hófu grænmetisrækt. Giskað hefur verið á að nafnið sé dregið af staðarnafninu Amstel, sem þýðir á, og forndanska orðinu haki, sem þýðir tangi. Niðjar fyrstu land- nemanna héldu utan um ýmsa siði frá landi forfeðranna, allt fram á átjándu öld héldu þeir hollenska og þýska preláta og skáru sig úr í klæðaburði. Sá orðfimi og nafnkenndi prestur Mikkjáll Járnskeggur ber þeim í flestu vel söguna í rímuðum lýsingum sínum af Amákri er út komu 1686, segir þá fróma, lúsiðna, frjálslynda, sér á báti í klæðaburði og drekki sig ekki svo fulla að þeir missi vit- glóruna. Enginn vafi leikur á að ef og þegar Norð- urbryggja tengist Nýhöfninni muni þessi hluti Amákurs iða af lífi, en þangað til geta menn notið þess að vera nokkurn veginn til hlés við ys og þys stórborgarinnar. Verði fyrr en varir einn af gimsteinum borg- arinnar, stutt í opin friðuð landflæmi og bað- ströndina, austar Kastrup og Eyrarsunds- brúin. – Mér hafði verið tjáð, að gestum og gang- andi væri frjálst að skoða sig um í öllu menn- ingarhúsinu á Norðurbryggju út desem- bermánuð, en eftir það einungis sýningarsvæðið, nema þeir eigi sérstakt er- indi. Var ég því í góðri trú er mig bar að, en átti eftir að uppgötva annað, jafnvel blaða- passinn dugði ekki á síðustu álmuna, hálfa deild Færeyja, og þótti mér súrt í brotið. Eðlilega byrjaði ég á íslenzka sendiráðinu en þar voru menn strax hikandi að hleypa mér inn í helgidóminn til þess eins að litast um, en er þeir gerðu það undraðist ég að geta séð inn í allar skrifstofurnar. Svo til allir útveggir úr gagnsæju gleri, og kominn á pallskör efstu hæðar sá ég fljótlega inn til sendiherrans í hægra horni fjær. Eitthvað fannst mér þetta full galopið og þá ég nálgaðist skrifstofuna varð honum litið upp, sá mig, kom, heilsaði og bauð mér innfyrir, áttum við stutt spjall, en er- indi mitt ekkert annað en að svala forvitninni, fá nasasjón af hönnuninni innandyra. Þótti mér ískyggilega lágt til lofts inni hjá sendiherranum og hafði orð á, hann gerði þó minna úr því en til að mynda slakri loftræstingu, en annars lagðist flutningurinn vel í hann. Sjálfum þykir mér full langt gengið í meintum frumleikanum, ýmsar daglegar at- hafnir vill maður hafa fyrir sig einan og sér, vonandi hefur hann þó ekki náð þeim hæðum að ná til salernanna. Þetta með glerveggina hefur nefnilega lengi tíðkast á elliheimilum í Japan, á að auðvelda starfsfólkinu að fylgjast með vistmönnum, aðstaðan hvar þeir hægja sér meðtalin. Þetta með glerveggina endurtók sig í fær- eyska hlutanum, en þar er rýmið meira og hærra til lofts, en óþægilegt þótti mér að ganga framhjá fundarsalnum, sem var setinn þá stundina, og horfast í augu við mannvalið inni. Öllu meiri fjölbreytni, yfirvegun og reisn var um val á listaverkum á veggi aust- urálmunnar en hinn hraðvirki framningur á íslenzka sendiráðinu, vesturálmuna vildi að- sópsmikil valkyrja ekki leyfa mér að skoða, en þar eygði ég líka athyglisverð skilirí. Um sýninguna í Kolonialen er óþarfiað fara mörgum orðum, hún erfrumraun í húsinu eftir að það varfullgert og ber það full mikið með sér, að auk er rýmið mjög erfitt fyrir þess- lags sýningar. Gæti trúað að útkoman yrði snöggtum önnur varðandi vel undirbúnar einkasýningar eða samsýningu fárra. Í þessu formi er hún of sundurlaus og slitin, sem skýrðist ennfrekar við aðra heimsókn, auk þess sem hin fíngerðari myndverk eiga að óbreyttu ekki heima á staðnum, einkum guldu þess hin fíngerðu verk Rannvá Kunoy. Helst er að framkvæmdin dragi alltof vel fram galla rýmisins sem sýningarhúsnæðis, og af má draga mikinn lærdóm, sums staðar eru veggir ekki fyrir hendi svo að mynd- verkin verða að standa á gólfinu, njóta sín síður fyrir vikið jafnvel og þó svo aðferðin sé komin í tísku. Einhver norrænn fljótfærn- isbragur einkennir framkvæmdina í heild, þó er sýningarskráin/bókin, sem er heilar 147 síður, lofsverð undantekning, vel hönnuð og innbundin, þó til ásteytingar að öll heiti myndverka eru eingöngu á ensku. Hefði samt persónulega viljað hafa hana einfaldari og um leið gagnvirkari, vekja meiri forvitni, rata þá í fleiri hendur. Valið á sýningarstjór- unum er líka umdeilanlegt, þar sem þeir hafa allir brotið þá viðteknu reglu að vera sjálfir í bakgrunninum. Röksemdin, svo vitnað sé í einn þeirra í formála sýningarskrár, að þetta hafi tíðkast hjá listhópum í Danmörku í 100 ár (!), fellur fullkomlega um sjálfa sig. Hið fyrsta er þetta ekki afmarkaður listhópur og svo gera Danir þetta yfirleitt ekki varðandi sýningar í útlandinu. Ennfremur má gera at- hugasemd við hin mótuðu stefnumörk, að ganga út frá millikynslóðinni og hinum yngri. Þetta gagnast þeim helst sjálfum og svo voru þau brotin, þar sem einn málarinn er kominn vel yfir miðjan aldur, menn þó sammála um að hann sé einn máttarstólp- anna á framkvæmdinni í heild. Á upphafsreit bar helst að huga að slag- kraftinum, framkvæmdin fengi fljúgandi við- bragð, helst lengi í minnum haft. Í þessu formi er um mjög almenna samantekt að ræða sem megnar ekki að hefja sig til flugs, þó eru til undantekningar um einstök verk bæði úti og inni, þannig kunni ég vel að meta hinar leitandi og umkomulausu mannverur Steinunar Þór- arinsdóttur á svæðinu fyrir framan húsið. Í heild veldur ís- lenzka deildin vonbrigðum, hin viðvarandi minnimáttarkennd sem lýsir sér í því að sýna jafnan hið nýjasta úr smiðju myndlistarmannanna leið- arstefið. Hneigist til að vera ekki með öllu ósammála þeim framslætti eins listrýnisins, að þetta sé „straight“ og leið- inlegur módernismi sem skorti safa og kraft, en það geri ég með þeim fyrirvara að hér eru flestir að sýna undirmálsverk, hafa gert svo miklu betur. Ánægjulegt að líta til þátt- töku Grænlands, þar samt allt í mótun í myndlistinni enn sem komið er. Listamennirnir finna jafnvel betur fyrir umhverfi sínu og arfleifð en Fær- eyingar, takast á jarðtengdan hátt við nústrauma útlandsins. Kannski gjalda Færeyingar mest fyrir óhentuga innrétt- ingu og slaka upphengingu, þó undarlegt að sjá þá koma ferskar og sterkar út en Ís- lendinga, og að hin norsk- fædda og norskmenntaða Astri Luhin (M.A. frá Listaháskólanum í Osló) skuli sá lista- maður sem helst hefur slegið í gegn. Útiverk þeirra hins vegar einangraðri en okkar og njóta sín ekki sem skyldi. Ris Norðurlanda hækkar um alinþegar komið er inn á framkvæmd-ina, Veiðimenn úr norðri, á efstuhæðinni, og hönnuðurinn Edvard Fuglø frá Klakksvík hefur sett saman. Þrátt fyrir að þar sé mikið kraðak hvers konar muna og upplýsinga á takmörkuðu svæði skilar hönnuðurinn hlutverki sínu með mikl- um ágætum. Þar voru og einnig rismestu málverkin þótt einungis einn, Helgi Þorgils Friðjónsson, geti talist af millikynslóðinni, blóðflæðið mest og framkvæmdin skilvirkust. Segir okkur meðal annars hve gott hráefni Norður-Atlantshafsþjóðirnar hafa handa á milli þegar hágæða listíðir og hönnun eru annars vegar, á það jafnt við efnivið og mannauð. Hér njóta Færeyingar og Græn- lendingar sambandsins við Danmörku, bæði hvað menntunar- og markaðsmöguleika snertir, meðan Íslendingar hafa stórum minna en skyldi sinnt þeim málum. Dregið saman í hnotskurn er áleitin spurn hvort ekki hefði verið farsælla að leggja megináherslu á slíka kynningu í öllu sýning- arrýminu. Þarnæst einfaldara mál að setja upp vel undirbúna myndlistarsýningu. Bjargföst trúa mín að slík tilhögun hefði vakið stórum meiri athygli en þessi slitna framkvæmd Kolonialen, sem býr við of lítið rými. Amákur / Menningarhús Astri Luhin (Fær.): „Traces of dreams“, 2003, blek, akríl á ristaða línolplötu. Tvær af mannverum Steinunnar Þórarinsdóttur fyrir framan menn- ingarhúsið við Norðurhöfnina, steypujárn/ál, 2003. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Inuk Silis Høeg, Grænlandi: Líkamningur I, 2003. Tré, plast og bein. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.