Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 2
AIR Atlanta hefur fest kaup á 40,5% hlut í breska flugfélaginu Excel Airways fyrir 29,9 milljónir sterlingspunda, eða fyrir 3,8 millj- arða króna. Í tilkynningu frá Atl- anta segir að stefnt sé að undirrit- un kaupsamninga 15. mars næstkomandi en KB banki fjár- magnar kaupin. Excel Airways er sagt eitt stærsta leiguflugfélag Bretlands- eyja og hefur það sérhæft sig í flugi til vinsælla ferðamannastaða við Miðjarðarhaf, A-Evrópu og í Kar- íbahafinu. Félagið gerir út Boeing-vélar frá Gatwick-flugvelli í London og frá Manchester og Glas- gow. Atlanta kaupir hlutinn af Libra Holidays Group Ltd. sem eftir kaupin á um 39% í félaginu en stjórnendur Excel Airways eiga um 18% hlut. Félagið á og rekur sjö Boeing 737-800 vélar og leigir aðrar sjö yfir háannatímann á sumrin. Á síðasta ári var félagið í sjötta sæti þeirra bresku flugfélaga sem fluttu flesta farþega. Velta félagsins í fyrra var 247,3 milljónir punda, eða um 31,6 milljarðar kr. og jókst um 36% frá árinu áður. Huga að enn meiri stækkun erlendis Magnús Þorsteinsson, aðaleig- andi Atlanta, segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu að markmiðið með kaupunum sé að treysta frekar stoðir Atlanta í Evrópu. Félagið hugi á enn frekari stækkun á félag- inu og ætli að auka starfsemina er- lendis „til muna“. Excel Airways sé traust og gott fyrirtæki sem Atl- anta þekki vel eftir að hafa leigt því flugvélar. Starfsmenn Air Atlanta eru nú rúmlega 750 og starfsstöðvarnar yfir tólf í fleiri en tíu löndum. Velta Air Atlanta var 17 milljarðar króna á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir 23 milljarða veltu í ár. Félagið rekur nú yfir 30 Boeing-vélar og á þrjú dótturfélög á Bretlandseyjum, auk Excel Airways, eða Air Atlanta Europe, Avia Services og Shannon MRO á Írlandi, en tvö þau síðast- nefndu eru viðhaldsfyrirtæki. Atlanta kaupir hlut í bresku flugfélagi fyrir 3,8 milljarða FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 39 Viðskipti 16 Viðhorf 40 Erlent 17/20 Umræðan 40/42 Minn staður 22 Minningar 43/48 Höfuðborgin 24 Messur 54 Akureyri 25/26 Kirkjustarf 55 Landið 26/27 Bréf 56 Suðurnes 27 Dagbók 58/59 Árborg 28 Íþróttir 60/63 Listir 29/30 Leikhús 64 Úr vesturheimi 31 Fólk 64/69 Daglegt líf 32/33 Bíó 66/69 Ferðalög 34/35 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRÍR HANDTEKNIR Tveir Íslendingar og einn Lithái voru handteknir um hádegi í gær vegna rannsóknar á líkfundi í Nes- kaupstað. Eru þetta sömu mennirnir og gáfu sig fram við lögreglu á mánudag. Maðurinn sem fannst lát- inn var tengdur skipulagðri glæpa- starfsemi í heimalandi sínu og átti að mæta fyrir dóm vegna bílaþjófnaðar 9. febrúar sl. Málið hefur vakið talsverða at- hygli í Litháen og hafa fjölmiðlar fjallað um það undanfarna daga. Tvær stúlkur létust Tvær stúlkur á unglingsaldri lét- ust í hörðum árekstri tveggja jeppa, sem komu úr gagnstæðri átt, í Norð- urárdal í gærdag. Stúlkurnar voru farþegar í öðrum bílnum sem móðir annarrar ók. Fjórir voru í hinum bílnum. Fimm voru fluttir slasaðir með þyrlu á Landspítalann. Enginn þeirra er talinn í lífshættu. Keyptu Skeljung KB banki seldi allan eignarhlut sinn í Steinhólum ehf. sem er móð- urfélag Skeljungs hf. Kaupandi er eignarhaldsfélag í eigu Pálma Har- aldssonar í Feng og Jóhannesar Kristinssonar, flugstjóra í Lúx- emborg. Þingkosningar í Íran Þingkosningar fóru fram í Íran í gær og var kjörstöðum lokað um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Ekki var hins vegar að vænta frétta af talningu atkvæða fyrr en í dag. Talið er að íhaldsöflin í landinu nái yfirhöndinni á íranska þinginu, enda meinaði klerkastjórnin í landinu um- bótasinnum að bjóða fram í kosning- unum. Táknmálstúlkun ekki kennd Táknmálstúlkun verður ekki kennd við Háskóla Íslands næsta haust vegna sparnaðaraðgerða. Lektor í táknmálsfræði harmar þetta og segir starfandi táknmáls- túlka engan veginn anna þeim verk- efnum sem heyrnarlausir þurfa á að halda. Táknmálsfræði hefur verið kennd í HÍ frá árinu 2001. MIKIÐ flóð varð í Skjálfandafljóti eftir hlýindin á fimmtudag og flæddi það yfir bakka sína og yf- ir þjóðveginn við Ófeigsstaði. Leiðin til Akureyr- ar var því ófær um tíma nema ef farin var Fljóts- heiðarleiðin. Björgunarsveitarmenn í Aðaldal voru kallaðir út í fyrrinótt þegar fljótið fór yfir þjóðveginn og var honum þá lokað. Þegar kólnaði í gær og fór að frysta lækkaði í fljótinu, sem og öðrum vatns- miklum ám víða um land sem höfðu flætt yfir bakka sína, m.a. Hvítánum í Árnessýslu og Borg- arfirði og Ölfusá. Að sögn Kristins Einarssonar, vatnamælinga- manns hjá Orkustofnun, náðu flest flóðin há- marki sínu í fyrrinótt en um miðjan dag í gær varð flóðtoppur í Ölfusá, um 1.400 rúmmetrar á sekúndu, sem er ríflega þrefalt meðalrennsli á þessum árstíma. Kristinn sagði að toppurinn í Skjálfandafljóti hefði hins vegar verið tífaldur á við meðalrennsli, eða mest um 700 rúmmetrar á sekúndu. Mesta rennsli í Hvítá í Borgarfirði mældist 270 rúmm/sek. í fyrrakvöld, sem er fimmtánfalt meðalrennsli í febrúar. Að sögn Kristins voru fjórir hópar vatnamælingamanna að störfum í gær við flóðamælingar á Vestur- og Suðurlandi. Voru þeir komnir til síns heima í gærkvöldi þegar sjatnað hafði í öllum ám. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Skjálfandafljótið fór víða um Aðaldalinn í gær eftir flóðið og skemmdi tún og girðingar. Hér eru bæjarhúsin við Húsabakka, sem stendur við Garðsnúp, umflotin vatni. Síðdegis í gær fór að kólna í veðri og þá tók að sjatna í flóðinu. Flóð urðu víðar um land í gær, meðal annars á Suðurlandi. Rennsli Skjálfandafljóts tífaldaðist LÖGREGLUMENN frá Bol- ungarvík, sem voru að kanna ástandið í Óshlíðinni milli Bol- ungarvíkur og Ísafjarðar í gær- kvöldi, lokuðust inni á milli snjó- flóða og urðu að bíða þar til að veghefill kæmi að moka lög- reglubílinn úr flóðinu. Nokkrar spýjur höfðu fallið fyrr um kvöldið án þess að óhöpp yrðu. Ákveðið var að loka veginum um Óshlíð í gærkvöldi og sjá til með mokstur í dag. Jóhann Tómasson, afleysinga- lögreglumaður í Bolungarvík, var á ferð í bílnum ásamt starfs- félaga sínum. Hann segist hafa orðið nokkuð skelkaður, en þó ekki fyrr en eftir á. „Við ókum að snjóflóði og þegar við ætl- uðum síðan að bakka kom annað rétt fyrir aftan bílinn og lokaði okkur inni. Það var um einn og hálfur metri á þykkt. Okkur brá auðvitað, en ég hef ekki lent í svona áður. Skildu bílinn eftir Við skildum bílinn eftir og óð- um yfir flóðið og biðum þess að hefillinn kæmi, en það tók um hálftíma. Vel gekk að moka og ná lögreglubílnum til baka,“ seg- ir Jóhann. Lögreglan lokaðist á milli snjóflóða „Okkur brá auðvitað,“ segir lögreglumaður í Bolungarvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.