Morgunblaðið - 21.02.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 21.02.2004, Síða 2
AIR Atlanta hefur fest kaup á 40,5% hlut í breska flugfélaginu Excel Airways fyrir 29,9 milljónir sterlingspunda, eða fyrir 3,8 millj- arða króna. Í tilkynningu frá Atl- anta segir að stefnt sé að undirrit- un kaupsamninga 15. mars næstkomandi en KB banki fjár- magnar kaupin. Excel Airways er sagt eitt stærsta leiguflugfélag Bretlands- eyja og hefur það sérhæft sig í flugi til vinsælla ferðamannastaða við Miðjarðarhaf, A-Evrópu og í Kar- íbahafinu. Félagið gerir út Boeing-vélar frá Gatwick-flugvelli í London og frá Manchester og Glas- gow. Atlanta kaupir hlutinn af Libra Holidays Group Ltd. sem eftir kaupin á um 39% í félaginu en stjórnendur Excel Airways eiga um 18% hlut. Félagið á og rekur sjö Boeing 737-800 vélar og leigir aðrar sjö yfir háannatímann á sumrin. Á síðasta ári var félagið í sjötta sæti þeirra bresku flugfélaga sem fluttu flesta farþega. Velta félagsins í fyrra var 247,3 milljónir punda, eða um 31,6 milljarðar kr. og jókst um 36% frá árinu áður. Huga að enn meiri stækkun erlendis Magnús Þorsteinsson, aðaleig- andi Atlanta, segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu að markmiðið með kaupunum sé að treysta frekar stoðir Atlanta í Evrópu. Félagið hugi á enn frekari stækkun á félag- inu og ætli að auka starfsemina er- lendis „til muna“. Excel Airways sé traust og gott fyrirtæki sem Atl- anta þekki vel eftir að hafa leigt því flugvélar. Starfsmenn Air Atlanta eru nú rúmlega 750 og starfsstöðvarnar yfir tólf í fleiri en tíu löndum. Velta Air Atlanta var 17 milljarðar króna á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir 23 milljarða veltu í ár. Félagið rekur nú yfir 30 Boeing-vélar og á þrjú dótturfélög á Bretlandseyjum, auk Excel Airways, eða Air Atlanta Europe, Avia Services og Shannon MRO á Írlandi, en tvö þau síðast- nefndu eru viðhaldsfyrirtæki. Atlanta kaupir hlut í bresku flugfélagi fyrir 3,8 milljarða FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 39 Viðskipti 16 Viðhorf 40 Erlent 17/20 Umræðan 40/42 Minn staður 22 Minningar 43/48 Höfuðborgin 24 Messur 54 Akureyri 25/26 Kirkjustarf 55 Landið 26/27 Bréf 56 Suðurnes 27 Dagbók 58/59 Árborg 28 Íþróttir 60/63 Listir 29/30 Leikhús 64 Úr vesturheimi 31 Fólk 64/69 Daglegt líf 32/33 Bíó 66/69 Ferðalög 34/35 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRÍR HANDTEKNIR Tveir Íslendingar og einn Lithái voru handteknir um hádegi í gær vegna rannsóknar á líkfundi í Nes- kaupstað. Eru þetta sömu mennirnir og gáfu sig fram við lögreglu á mánudag. Maðurinn sem fannst lát- inn var tengdur skipulagðri glæpa- starfsemi í heimalandi sínu og átti að mæta fyrir dóm vegna bílaþjófnaðar 9. febrúar sl. Málið hefur vakið talsverða at- hygli í Litháen og hafa fjölmiðlar fjallað um það undanfarna daga. Tvær stúlkur létust Tvær stúlkur á unglingsaldri lét- ust í hörðum árekstri tveggja jeppa, sem komu úr gagnstæðri átt, í Norð- urárdal í gærdag. Stúlkurnar voru farþegar í öðrum bílnum sem móðir annarrar ók. Fjórir voru í hinum bílnum. Fimm voru fluttir slasaðir með þyrlu á Landspítalann. Enginn þeirra er talinn í lífshættu. Keyptu Skeljung KB banki seldi allan eignarhlut sinn í Steinhólum ehf. sem er móð- urfélag Skeljungs hf. Kaupandi er eignarhaldsfélag í eigu Pálma Har- aldssonar í Feng og Jóhannesar Kristinssonar, flugstjóra í Lúx- emborg. Þingkosningar í Íran Þingkosningar fóru fram í Íran í gær og var kjörstöðum lokað um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Ekki var hins vegar að vænta frétta af talningu atkvæða fyrr en í dag. Talið er að íhaldsöflin í landinu nái yfirhöndinni á íranska þinginu, enda meinaði klerkastjórnin í landinu um- bótasinnum að bjóða fram í kosning- unum. Táknmálstúlkun ekki kennd Táknmálstúlkun verður ekki kennd við Háskóla Íslands næsta haust vegna sparnaðaraðgerða. Lektor í táknmálsfræði harmar þetta og segir starfandi táknmáls- túlka engan veginn anna þeim verk- efnum sem heyrnarlausir þurfa á að halda. Táknmálsfræði hefur verið kennd í HÍ frá árinu 2001. MIKIÐ flóð varð í Skjálfandafljóti eftir hlýindin á fimmtudag og flæddi það yfir bakka sína og yf- ir þjóðveginn við Ófeigsstaði. Leiðin til Akureyr- ar var því ófær um tíma nema ef farin var Fljóts- heiðarleiðin. Björgunarsveitarmenn í Aðaldal voru kallaðir út í fyrrinótt þegar fljótið fór yfir þjóðveginn og var honum þá lokað. Þegar kólnaði í gær og fór að frysta lækkaði í fljótinu, sem og öðrum vatns- miklum ám víða um land sem höfðu flætt yfir bakka sína, m.a. Hvítánum í Árnessýslu og Borg- arfirði og Ölfusá. Að sögn Kristins Einarssonar, vatnamælinga- manns hjá Orkustofnun, náðu flest flóðin há- marki sínu í fyrrinótt en um miðjan dag í gær varð flóðtoppur í Ölfusá, um 1.400 rúmmetrar á sekúndu, sem er ríflega þrefalt meðalrennsli á þessum árstíma. Kristinn sagði að toppurinn í Skjálfandafljóti hefði hins vegar verið tífaldur á við meðalrennsli, eða mest um 700 rúmmetrar á sekúndu. Mesta rennsli í Hvítá í Borgarfirði mældist 270 rúmm/sek. í fyrrakvöld, sem er fimmtánfalt meðalrennsli í febrúar. Að sögn Kristins voru fjórir hópar vatnamælingamanna að störfum í gær við flóðamælingar á Vestur- og Suðurlandi. Voru þeir komnir til síns heima í gærkvöldi þegar sjatnað hafði í öllum ám. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Skjálfandafljótið fór víða um Aðaldalinn í gær eftir flóðið og skemmdi tún og girðingar. Hér eru bæjarhúsin við Húsabakka, sem stendur við Garðsnúp, umflotin vatni. Síðdegis í gær fór að kólna í veðri og þá tók að sjatna í flóðinu. Flóð urðu víðar um land í gær, meðal annars á Suðurlandi. Rennsli Skjálfandafljóts tífaldaðist LÖGREGLUMENN frá Bol- ungarvík, sem voru að kanna ástandið í Óshlíðinni milli Bol- ungarvíkur og Ísafjarðar í gær- kvöldi, lokuðust inni á milli snjó- flóða og urðu að bíða þar til að veghefill kæmi að moka lög- reglubílinn úr flóðinu. Nokkrar spýjur höfðu fallið fyrr um kvöldið án þess að óhöpp yrðu. Ákveðið var að loka veginum um Óshlíð í gærkvöldi og sjá til með mokstur í dag. Jóhann Tómasson, afleysinga- lögreglumaður í Bolungarvík, var á ferð í bílnum ásamt starfs- félaga sínum. Hann segist hafa orðið nokkuð skelkaður, en þó ekki fyrr en eftir á. „Við ókum að snjóflóði og þegar við ætl- uðum síðan að bakka kom annað rétt fyrir aftan bílinn og lokaði okkur inni. Það var um einn og hálfur metri á þykkt. Okkur brá auðvitað, en ég hef ekki lent í svona áður. Skildu bílinn eftir Við skildum bílinn eftir og óð- um yfir flóðið og biðum þess að hefillinn kæmi, en það tók um hálftíma. Vel gekk að moka og ná lögreglubílnum til baka,“ seg- ir Jóhann. Lögreglan lokaðist á milli snjóflóða „Okkur brá auðvitað,“ segir lögreglumaður í Bolungarvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.