Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 11
Skuldir | Þriggja ára rekstraráætl-
un Reykjavíkurborgar var til um-
ræðu á fundi borgarstjórnar á
fimmtudag og kom ekki á óvart að
skuldir voru ræddar frá ýmsum
skemmtilegum sjónarhornum.
Sýnilegt | Stefán Jón Hafstein, R-
lista, sagði að mikið af ósýnilegum
skuldum hefði verið í Reykjavík þeg-
ar R-listinn tók við 1994. „Já, ekki
voru skuldirnar sýnilegar þegar R-
listinn tók við, um fjórir milljarðar
króna 1993 miðað við 70 milljarða
króna 2005,“ sagði Gísli Marteinn
Baldursson, D-lista, í svari sínu.
Ósýnilegt | „Og svo eigum við eftir
að sjá þegar R-listinn teflir fram hin-
um ósýnilegu eignum á móti skuld-
unum. Spurning hvort þær seljist
betur en hinar sýnilegu eignir til að
borga fyrir skuldirnar,“ bætti Gísli
Marteinn við.
Fólksfjöldi | Gísli Marteinn hélt
áfram og sagði að fólki í Reykjavík
hefði fjölgað um 0,6% á síðasta ári en
0,7% á landinu öllu. Reykjavík drægi
niður meðaltalið í landinu. Sagðist
hann bíða spenntur eftir að Stefán
Jón færði fram þau frumlegu rök að
„það séu í raun ósýnilegir Reykvík-
ingar að flytja hingað.“
Laugardagskvöld | „Þetta er svo
skemmtilegt fimmtudagskvöld með
Gísla Marteini að ég fæ ekki staðist
freistinguna að fara hér í umræðuna,“
sagði Helgi Hjörvar, R-lista. Gísli
sagði sjálfsagt að Helgi nyti þess að
vera með honum á fimmtudagskvöldi
því lengra væri í að þeir eyddu laug-
ardagskvöldi saman.
Loforð | Biðlistar á leikskólum komu
til tals í máli Guðlaugs Þórs, D-lista,
þegar hann svaraði Stefáni Jóni.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, R-
lista, sagði enga svokallaða biðlista í
Reykavík. Guðlaugur rifjaði upp að
R-listinn hefði lofað því árið 1998.
„Hvaða ár er nú?“ spurði hann og
sagði nú fyrst sjást fyrir endann á
biðlistunum.
Fílar | Steinunn Valdís sagði þetta
tímamótayfirlýsingu Guðlaugs Þórs,
að engir biðlistar væru á leikskóla.
„Þakka þér kærlega fyrir ágæti borg-
arfulltrúi,“ voru hennar lokaorð.
„Eru einhverjar nýjar leikreglur?
Getur maður komið hér upp og sagt
eftir ræðu Þórólfs að hann hafi verið
að tala um fíla í Afríku?“ spurði Guð-
laugur og vildi ekki kannast við skiln-
ing Steinunnar.
Fornaldarmenn | Kjartan Magnús-
son, D-lista, sagði marga borgarfull-
trúa R-listans hafa flutt tilfinninga-
þrungnar ræður um Línu net
fyrirtækið. „Þeir sem voguðu sér að
vera með efasemdir um að borgin
færi í samkeppni á fjarskiptamarkaði
voru bara kallaðir fornaldarmenn í
jakkafötum. Það var ekkert annað,“
sagði Kjartan þegar hann gagnrýndi
fjáraustur í þetta fyrirtæki.
Sorglegt | „Þetta er ný starfsemi
Orkuveitu Reykjavíkur, fjórða veitan,
og það er sorglegt að ungir stjórn-
málamenn á borð við Kjartan Magn-
ússon og Guðlaug Þór Þórðarsson,
sem eru vissulega fornaldarmenn í
jakkafötum, skuli ekki hafa uppgötv-
að þetta,“ var svar Alfreðs Þorsteins-
sonar, R-lista, þegar hann undirstrik-
aði mikilvægi Línu net.
Afsökun | Ólafur F. Magnússon
sagði að niðurgreiðslum á raforku til
stóriðju væri mætt með hækkun á
raforku til almennings. Skoraði hann
á þá borgarfulltrúa, sem studdu gerð
Kárahnjúkavirkjunar í borgarstjórn,
að biðja Reykvíkinga afsökunar.
Umræðan | Kjartan Magnússon
sagði að R-listinn hefði fyrir tveimur
árum talað um eftirsóknarverðar
skuldir en talaði nú um ósýnilegar
skuldir. „Ég veit ekki hvort þær eru
eftirsóknarverðar eða ekki.“
„ÞAÐ mun auðvitað ekki ganga í
samkeppnisumhverfi að Reykjavík-
urborg sé annars vegar aðaleigandi
Orkuveitu Reykjavíkur og hins veg-
ar næst stærsti eigandinn í öðru af
stóru orkuframleiðslufyrirtækjun-
um, sem er Landsvirkjun,“ sagði
Helgi Hjörvar borgarfulltrúi og
stjórnarmaður í Landsvirkjun á
fundi borgarstjórnar á fimmtudag.
Það komi nú í ljós hversu óheppilegt
þetta sé um leið og orkufyrirtæki
fari að starfa í samkeppni. Taldi
hann þörf á pólitískri umræðu um
hvort leyfa ætti t.d. lífeyrissjóðum
að fjárfesta í orkugeiranum.
Helgi sagði að Orkuveita Reykja-
víkur væri að auka eigin orkufram-
leiðslu til að selja í Reykjavík og
þörfin fyrir aðild borgarinnar að
öðru orkufyrirtæki væri ekki lengur
fyrir hendi. Landsvirkjun framleiddi
líka fyrst og fremst fyrir stóriðju og
önnur landsvæði. „Þess vegna er
tímabært að taka þessa eignaraðild
til endurskoðunar,“ sagði Helgi og
ástæða væri til að efast um að
Reykjavíkurborg ætti hlutdeild í
þjóðvegakerfi fyrir raforku. Eðli-
legra væri að ríkisvaldið ætti flutn-
ingskerfið eitt og sér.
Hagsmunamál Reykvíkinga
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi R-listans, tók undir orð
Helga og sagði þetta brýnt hags-
munamál Reykvíkinga. Sjálfsagt
væri að axla ábyrgð til atvinnuupp-
byggingar á höfuðborgarsvæðinu í
gegnum Orkuveitu Reykjavíkur.
„Það er með öllu ólíðandi að við þurf-
um jafnframt að taka á okkur skuld-
bindingar og lán vegna uppbygging-
ar Landsvirkjunar,“ sagði Dagur. Ef
nýju raforkulögin ættu ekki að vera
aðhlátursefni hlyti ný nefnd að verða
stofnuð af stjórnvöldum um það
hvernig losa ætti hlut borgarinnar í
Landsvirkjun.
Þriðji fulltrúi meirihlutans í borg-
arstjórn, Stefán Jón Hafstein, tók
undir þessi orð og sagði eignina í
Landsvirkjun ekki skila neinum arði
sem um munaði heldur fela ein-
göngu í sér skuldbindingar. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, borgar-
fulltrúi R-listans, sagði þetta
fyrirkomulag bjóða upp á hags-
munaárekstra. Vandamál væri að
Reykjavíkurborg væri svo stór eign-
araðili í tveimur stórum orkufyrir-
tækjum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins og stjórnar-
maður í Landsvirkjun, sagði að það
þurfi að skilgreina framtíð, stöðu og
skyldur Landsvirkjunar áður en
menn hentu því fram að það bæri
bara að selja hlut Reykjavíkurborg-
ar. Þetta samstarf hefði varað í tæp
40 ár og menn ryfu það ekki svo
glatt. Allt hefði þetta sinn eðlilega
tíma og framundan væru mikilvægir
stóriðjusamningar. Hægt væri að
skoða þetta þegar Kárahnjúkavirkj-
un væri lokið og þá kæmi vel til
greina að fjársterkir sjóðir fengju að
fjárfesta í Landsvirkjun.
Vilhjálmur sagði að Reykjavíkur-
borg veitti ekki af einhvern daginn
að eiga þessa peninga í Landsvirkj-
un til að grynnka á skuldasúpunni.
Hann treysti mörgum til að taka
þessa peninga og eyða þeim.
Borgarfulltrúar R-listans vilja rjúfa 40 ára samstarf um Landsvirkjun
Gengur ekki að Reykjavíkur-
borg eigi í Landsvirkjun
NÝTT skipulag raforkumála á Ís-
landi mun hafa í för með sér hækkun
á raforku til heimila en lækkun til
stórnotenda spáði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn á fimmtudaginn.
Hann gagnrýndi breytinguna þar
sem skilið er á milli framleiðenda
raforku og stofnað sérstakt fyrir-
tæki um raforkuflutning. Við þessu
hefði mátt búast eftir tilskipun Evr-
ópusambandsins um þetta efni. Ís-
land sé þó ekki hluti af innri markaði
Evrópu og óþarfi hafi verið að éta
þetta fyrirkomulag upp eftir Evr-
ópusinnum. Reynist rétt, að orku-
verð á höfuðborgarsvæðinu hækki,
sé það mjög alvarlegt mál.
Létu undan þrýstingi
frá Brussel
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarfulltrúi R-listans, tók undir
með Vilhjálmi og sagði það með öllu
óþolandi ef þessi breyting fæli það í
sér að raforkuverð hækkaði mest hjá
þeim sem byggju á suðvesturhorni
landsins. Hún sagði það ríka til-
hneigingu hjá stjórnmálamönnum að
kenna valdinu í Brussel um hvernig
komið væri. „Ég lít svo á og tel að
það sé alfarið íslenskum stjórnvöld-
um um að kenna að það þurfi að taka
upp þessa tilskipun og þau hafi ein-
faldlega sofið á verðinum þegar verið
var að vinna að þessari tilskipun.
Þau hefðu vel getað, einmitt með
þeim rökum að við erum ekki hluti af
innri markaði í raforkumálum, feng-
ið undanþágu frá þessari tilskipun ef
þau hefðu beitt sér í málinu. En þau
sváfu á verðinum. Þannig að það er
ekkert hægt að kenna Brussel um.
Það er íslenskum stjórnvöldum um
að kenna,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
„Ég held að það sé mikið til í því
sem borgarfulltrúi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir segir um þetta mál að ís-
lensk stjórnvöld hafi sofið á verðin-
um,“ svaraði Vilhjálmur, og þau hafi
látið undan þrýstingi frá Brussel.
Ekki endilega útlendingum þar held-
ur e.t.v. Íslendingum sem þar vinni.
Ísland ekki hluti af innri raforkumarkaði ESB
„Alfarið íslenskum stjórn-
völdum um að kenna“
Morgunblaðið/Sverrir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að íslensk stjórnvöld hefðu sofið á verð-
inum. Þau hefðu vel getað fengið undanþágu frá tilskipun ESB.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
gerir athugasemd við frétt sem birt-
ist í gær um umræður í borgarstjórn
um kostnaðarmat ráðuneyta á laga-
frumvörpum og reglugerðum. Frétt-
in var undir fyrirsögninni „Ráðu-
neyti hunsa samning um
kostnaðarmat“.
Í fréttinni er haft eftir borgar-
stjóra að misbrestur sé á því að
kostnaðarmat fylgi reglugerðum og
lagafrumvörpum frá félagsmála- og
umhverfisráðuneyti þrátt fyrir sam-
komulag sem gert var 4. desember
sl. milli ríkis og sveitarfélaga.
„Félagsmálaráðueytið vill vegna
þessara ummæla taka undir mikil-
vægi þess að áður en sett eru ný lög
eða reglugerðir fari fram mat á því
hvaða áhrif slíkt hafi á útgjöld sveit-
arfélaga.
Ráðuneytið vill jafnframt að fram
komi að frá því að umrætt samkomu-
lag tók gildi hefur engin athugasemd
borist ráðuneytinu frá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga eða einstökum
sveitarfélögum við framkvæmd mats
á kostnaðaráhrifum reglugerða sem
ráðuneytið setur gagnvart sveitar-
félögum. Sama máli gegnir um laga-
frumvörp sem félagsmálaráðherra
hefur lagt fram á Alþingi. Ráðuneyt-
ið telur sig hafa farið í einu og öllu
eftir því samkomulagi sem gert var á
milli ríkis og sveitarfélaga og telur
því sérstaka ástæðu til að vísa fyr-
irsögn fréttarinnar á bug.“
Athugasemd frá félags-
málaráðuneytinu
Farið eftir
samkomu-
laginu
ÞESSARI þriggja ára áætlun vinstri meirihlut-
ans í Reykjavík verður best lýst sem árlegum
loforðum um áður svikin loforð,“ sagði Hanna
Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, við seinni umræðu um rekstraráætl-
un, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborg-
ar til ársins 2007 í borgarstjórn í fyrradag.
Lýsti hún því hvernig áform R-listans, í áður
framlögðum áætlunum, um skuldalækkun hefðu
síðan reynst fela í sér skuldahækkun. Þar
skeikaði jafnvel 35%. Þá væri bara lofað upp á
nýtt og öllu gleymt sem áður var sagt. Áætl-
anirnar stæðust ekki einu sinni væri horft eitt
ár fram í tímann, hvað þá þrjú.
„Boðskapur þessarar þriggja ára áætlunar er
því fyrst og síðast tilkynning til borgarbúa um
áframhaldandi skuldaaukningu,“ sagði Hanna
Birna. Stefnt væri að því að hreinar skuldir
Reykjavíkurborgar yrðu 74 milljarðar árið 2007
en hefðu til samanburðar verið 4 milljarðar árið
1993.
Stefán Jón Hafstein sagði að mikið hefði ver-
ið fjárfest í mannauði í valdatíð R-listans en því
hefði verið ábótavant. Þá hefðu innviðir sam-
félagsins verið treystir og þessar fjárfestingar
kostuðu peninga. Þegar erlendir gestir kæmu
til landsins væri ekki bara áhugavert í þeirra
augum að Íslendingar hituðu upp hús sín með
heitu vatni, heldur ekki síður, að Reykjavík-
urborg setti 40% af útgjöldum sínum í fræðslu-
mál.
Ósýnilegar skuldir
Hanna Birna sagðist aldrei hafa heyrt ein-
kennilegri ræðu um skuldir Reykjavíkurborgar.
Stefán hefði í raun kynnt nýtt hugtak; ósýni-
legar skuldir. Og allt hefði verið vaðandi í
ósýnilegum skuldum þegar Reykjavíkurlistinn
tók völdin, sagði hún og það hefði ekki síst ver-
ið ríkisstjórninni að kenna að sögn Stefáns
Jóns. Þessar skuldir sæi hann bara en ekki aðr-
ir í borgarstjórn.
„Eru einhverjar aðrar ósýnilegar skuldir hér
í Reykjavík sem við sjáum ekki og vantar í
þriggja ára áætlunina?“ spurði Hanna Birna
borgarfulltrúann. Samkvæmt ræðu Stefáns
Jóns væri það til marks um að vera framsýnn
og nútímalegur stjórnmálamaður að safna
skuldum fyrir komandi kynslóðir. Það væri það
eina sem R-listinn hefði gert. „Má ég þá biðja
um að tilheyra öðrum hópi,“ sagði Hanna Birna.
Stefán Jón svaraði því til að í Reykjavík
hefðu skólar verið byggðir upp og innviðir sam-
félagsins treystir.
Hanna Birna sagði Stefán tala eins og í
Reykjavík hefði verið ómenntað fólk og engir
skólar. Engin bylting hefði orðið þegar R-list-
inn tók við stjórn borgarinnar. „Eina byltingin
er að R-listinn hefur stöðugt safnað skuldum,“
sagði hún.
Stefán sagði nóg að nota eitt orð til að lýsa
þessari byltingu R-listans. „Leikskólar,“ sagði
hann og settist í sæti sitt.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýna rekstraráætlun næstu þriggja ára
Segja skuldaukningu boðaða áfram