Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 27
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 27
hér væru á ferð á því að unnið
hefði verið gott starf og sagði það
einkum að þakka frábæru starfi
Valgeirs Þorvaldssonar. Það starf
sem hér væri unnið væri mjög vel
þekkt, ekki aðeins á Íslandi heldur
mjög víða erlendis og þá sér-
staklega í Vesturheimi, enda hefði
vel tekist til og allt unnið af fá-
gætri fagmennsku og smekkvísi.
Ársæll Guðmundsson sveit-
arstjóri tók til máls og tók mjög í
sama streng og fyrri ræðumenn,
sagði Ársæll að starf það sem unn-
ið er í Vesturfarasetrinu á Hofsósi
væri ekki eingöngu mikilvægt fyr-
ir það litla samfélag sem væri á
Hofsósi, heldur væri hér leyst af
hendi metnaðarfullt menningar-
starf sem hefði áhrif um allt land
og langt út fyrir landsteinana.
Að loknum ávörpum var gengið
út fyrir Frændgarð og þar afhjúp-
uðu þau Siv Friðleifsdóttir, Helga
Guðjónsdóttir og Valgeir Þor-
valdsson viðurkenninguna, sem er
listaverk, hannað af Oddi Her-
mannssyni arkitekt.
Valgeir Þorvaldsson sagði það
sér og öllum þeim sem að starfinu
í Vesturfarasetrinu kæmu mjög
öfluga hvatningu og sagði það
mikilsvert að finna stuðning og fá
viðurkenningu á því sem verið
væri að gera. Sagði hann þessa
viðurkenningu hvetja til enn frek-
ari átaka, og benti á hversu mik-
ilvægt væri fyrir lítil samfélög úti
á landi að fá að taka að sér mik-
ilvæg verkefni með þjóðarstuðn-
ingi. Hann sagðist vænta þess að
viðurkenningin yrði öðrum jafn
áhugavekjandi og þeim á Vest-
urfarasetrinu.
Að afhjúpun verksins lokinni
þágu gestir veitingar, en ungur
tónlistarmaður, Jón Þorsteinn
Reynisson, lék nokkur lög á harm-
oniku meðan setið var undir borð-
um.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Viðurkenning: Siv Friðleifsdóttir, Helga Guðjónsdóttir og Valgeir Þor-
valdsson afhjúpa listaverkið sem Oddur Hermannsson arkitekt hannaði.
Akranes | Ungir karateiðkendur
létu mikið að sér kveða á Akranesi
14. febrúar sl. er þar fór fram Ís-
landsmót unglinga í íþróttinni.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslands-
mót fer fram í karate á Akranesi en
þar hefur íþróttin verið stunduð af
krafti undanfarin ár.
Alls tóku 90 keppendur þátt að
þessu sinni og er það talsverð aukn-
ing frá því sem var fyrir ári er Ís-
landsmótið fór síðast fram. Fjórir
aldursflokkar voru í keppni í kata
og í tveimur efstu aldursflokkunum
var kynjaskipt. Keppt var í þremur
flokkum í hópkata.
Karatefélagið Þórshamar úr
Reykjavík náði í flest stig á Íslands-
mótinu og eru unglingameistarar
félaga í kata árið 2004. Félögin fá
stig fyrir einstaklinga sem ná 1., 2.
eða 3. sæti í einstaklingskeppninni
og einnig eru gefin stig fyrir hóp-
kata.
Eins og áður segir var Þórs-
hamar efst í stigakeppninni, Kar-
atefélag Reykjavíkur kom þar á eft-
ir, Haukar úr Hafnarfirði fengu
brons, Breiðablik varð í fjórða sæti
og Karatefélag Akraness í því
fimmta.
Jón Yngvi Seljeseth, Þórshamri,
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Hauk-
um, Andri Bjartur Jakobsson, Kar-
atefélagi Reykjavíkur, María Helga
Guðmundsdóttir, Þórshamri, Anton
Kaldal Ágústsson, Karatefélagi
Reykjavíkur, og Sólveig Sigurð-
ardóttir, Þórshamri, fengu gull-
verðlaun í einstaklingskeppninni.
Haukar sigruðu í hópkata tán-
inga, Karatefélag í hópkata ung-
linga og í yngsta hópnum varð
Þórshamar í efsta sæti.
Yfirdómari á mótinu var Gunn-
laugur Sigurðsson og yfirvall-
ardómarar þeir Ólafur Hreinsson
og Jón Ingi Þorvaldsson sem var að
þessu sinni á heimavelli. Auk þeirra
voru 9 meðdómarar en mótsstjóri
var Indriði Jónsson.
Frumraun Skagamanna við
framkvæmd mótsins þótti takast
vel og er greinilegt að íþróttin er
komin til þess að vera í „knatt-
spyrnubænum“.
Þórshamar sló í
gegn á Skaganum
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Sólveig Sigurðardóttir, Fríða Bogadóttir og Auður Olga Skúladóttir voru
vígalegar á Akranesi um helgina, en stúlkurnar kepptu fyrir Þórshamar á
Íslandsmóti unglinga.
LANDIÐ
Reykjanesbær | Forvarnarstefna
Reykjanesbæjar var formlega kynnt
fyrir tengiliðum þeirra nítján stofn-
ana og félaga sem tengjast henni við
athöfn í Kirkjulundi í Keflavík í
fyrradag. Jafnframt var sagt frá
hlutverki forvarnarteymis sem bæj-
arstjórn hefur kosið.
Nefnd þriggja embættismanna
sem starfaði undir forystu Ragnars
Arnar Pétursonar, æskulýðs- og for-
varnarfulltrúa, undirbjó forvarnar-
stefnuna sem samþykkt var sam-
hljóða í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar fyrr í vetur. Þegar
nefndin tók til starfa voru sjö stofn-
anir, félög og samtök í Reykjanesbæ
með forvarnarstefnu. Nefndin ósk-
aði eftir því að fleiri færu í þessa
vinnu og bættust tólf aðilar við á
meðan nefndin vann að verkefni
sínu. Niðurstaðan varð sú að nítján
stofnanir, félög og samtök lögðu
fram forvarnarstefnu sína og eru
plöggin nú órjúfanlegur hluti af for-
varnarstefnu Reykjanesbæjar.
Forvarnarstefna Reykjanesbæjar
í heild var í fyrradag kynnt fyrir
tengiliðum þessara aðila og þeim af-
hent eintak af henni.
Geta sótt um styrki
Bæjarstjórn kaus sex manna for-
varnarteymi til að fylgja áætluninni
eftir. Í henni eiga sæti embættis-
mennirnir sem undirbjuggu stefn-
una ásamt fulltrúum þriggja ráða
bæjarins. Í nefndinni eru, auk for-
varnarfulltrúans, Rannveig Einars-
dóttir yfirfélagsfræðingur, Gylfi Jón
Gylfason yfirsálfræðingur, Gunnar
Oddsson frá menningar-, íþrótta- og
tómstundaráði, Gerður Pétursdóttir
frá fjölskyldu- og félagsmálaráði og
Helga Jóhanna Oddsdóttir frá
fræðsluráði. Ragnar Örn segir að
hópurinn muni hittast nokkrum
sinnum á ári til að fylgjast með fram-
kvæmd stefnunnar. Þá sé hugmynd-
in að fulltrúar þeirra nítján aðila sem
eigi beina aðild að forvarnarstefn-
unni hittist einu sinni á ári.
Þá getur hann þess að fleiri stofn-
anir og félög hafi haft áhuga á að
leggja fram sínar forvarnarstefnur
en ekki unnist tími til þess áður en
bærinn gekk frá sinni stefnu. Muni
þeir tengjast henni jafnóðum og
plöggin verði til. Þær stofnanir og fé-
lög sem eiga aðild að forvarnarstefn-
unni geta sótt um styrki úr forvarn-
arsjóði Reykjanesbæjar til verkefna
á þessu sviði.
Forvarnarstefna Reykjanesbæjar afhent þátttakendum
Sex manna forvarnar-
teymi fylgir stefnunni eftir
Ljósmynd/Jóhannes Kr.
Stefnan tekin: Fulltrúar allra stofnana og félaga sem tengjast forvarnarstefnu Reykjanesbæjar komu á kynning-
arfund og fengu stefnuna afhenta. Forvarnarteymi kynnti einnig fyrirhuguð störf sín við að fylgja stefnunni eftir.
Sandgerði | Öllum lóðum sem ætl-
aðar eru fyrir sumarhús í landi
Nátthaga við Þóroddsstaði í Sand-
gerðisbæ hefur verið úthlutað, alls
nítján lóðum. Fimm hús eru full-
gerð, tvö fokheld og framkvæmdir
að hefjast á nokkrum lóðum.
Talsverðar framkvæmir standa
yfir í Sandgerði um þessar mundir,
bæði á vegum bæjarfélagsins, fyr-
irtækja og einstaklinga. Yfirlit
Guðfinns G. Þórðarsonar bygging-
arfulltrúa er birt á vef Sandgerð-
isbæjar.
Framkvæmdir eru hafnar við
Miðnestorg 3 í fyrirhuguðum
miðbæ Sandgerðis. Framkvæmdin
er á vegum Sandgerðisbæjar,
Miðnestorgs ehf. og Búmanna hsf.,
en aðalverktaki er Húsagerðin ehf.
Um er að ræða þriggja hæða bygg-
ingu, alls um 3.200 fermetra að
stærð. Í húsinu verða bókasafn,
bæjarskrifstofur, ýmis þjónustu-
starfsemi, miðjukjarni með þjón-
ustueldhúsi og íbúðir.
Gengið verður frá lóð með mal-
bikuðum bílastæðum, hellulögn og
öðrum frágangi. Á lóðinni er gert
ráð fyrir fjölskyldugarði og tjörn.
Fyrirhugað er að taka húsið í notk-
un eftir um það bil ár.
Samið hefur verið við Nesprýði
ehf. um endurnýjun lagna og gang-
stétta í Túngötu, Vallargötu, Aust-
urgötu, Hlíðargötu og hluta Suð-
urgötu. Endurnýjaðar verða að
hluta til fráveitu- og vatnslagnir og
lagðar nýjar gangstéttir. Áætlað er
að framkvæmdum ljúki á þessu ári.
Lóðirnar renna út
Lóðaúthlutun hefur gengið vel
við Bogabraut, sem er nýtt bygg-
ingarsvæði fyrir einbýlishús, sunn-
an við Oddnýjarbraut. Þar eru tólf
byggingarlóðir auk tveggja syðst
við Holtsgötu. Búið er að úthluta
níu lóðum, flutt er inn í eitt hús,
tvö eru um það bil fokheld og
framkvæmdir eru hafnar á nokkr-
um lóðum. Framkvæmdir standa
yfir við götuna og er áætlað að
malbikun ljúki síðari hluta ársins.
Nýtt byggingarsvæði var sam-
þykkt á síðasta ári við Lækjamót,
fyrir ofan Heiðarbraut. Gatnafram-
kvæmdir standa yfir og er aðal-
verktaki A. Pálsson ehf. Fyrirhug-
að er að gera neðri hluta svæðisins
byggingarhæfan á þessu ári og er
verið að vinna við gatnagerð og
lagnir.
Úthlutað hefur verið fjórtán
byggingarlóðum til verktaka og
einstaklinga fyrir einbýlishús, par-
hús og raðhús. Eitt parhús með
tveimur íbúðum er nú fokhelt.
Allar lóðir í Nátt-
haga gengnar út
Nafn á nýjan skóla | Fræðsluráð
Reykjanesbæjar óskar eftir áliti
bæjarbúa á nafni á nýjan skóla sem
byggður verður í Innri-Njarðvík á
þessu og næsta ári.
Skólinn hefur borið vinnuheitið
Thorkilliskóli, í höfuðið á Jóni Þor-
kelssyni Thorillius Skálholtsrektor
sem fæddist í Innri-Njarðvík.
Nokkrar umræður hafa farið fram
um nafnið í bæjarfélaginu og sýnist
sitt hverjum að því er fram kemur á
vef Reykjanesbæjar.
Nokkrar hugmyndir hafa komið
fram og tengjast þær ýmist sögunni
eða örnefnum á svæðinu. Komið hef-
ur tillaga um að nefna skólann Jóns-
skóla í stað Thorkilliskóla, en í höfuð
sama manns. Einnig Tjarnaskóli en
með því nafni er verið að skírskota
til nafns hverfisins sem heita mun
Tjarnahverfi vegna tjarnanna sem
þarna eru áberandi í umhverfinu.
Heitin Seyluskóli og Kópuskóli eru
nefnd með skírskotun til útræðis og
atvinnuhátta. Þá hefur verið nefnt
að endurvekja Akurskóla sem starf-
ræktur var í Innri-Njarðvík um
aldamótin 1900.
Sömuleiðis eru fræðsluyfirvöld að
velta fyrir sér nafni á bóka- og upp-
lýsingastofu í skólanum og er óskað
eftir tillögum á hana. Talið er koma
til greina að tengja hana nafni Jóns
Þorkelssonar eða Akri.
Efnt hefur verið til skoðanakönn-
unar á vef Reykjanesbæjar. Einnig
er unnt að koma hugmyndum að
nöfnum á framfæri við fræðsluráð
Reykjanesbæjar með því að senda
þær á netfangið nyrskoli@reykja-
nesbaer.is eða koma þeim á fræðslu-
skrifstofuna að Hafnargötu 57.