Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 35

Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 35
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 35 Ferðir á landsleiki íManchester ÍT-ferðir ætla að bjóða upp á ferðir til Manchester á Englandi í tengslum við landsleiki Íslands, Japans og Englands. Landsleikur Íslands og Japans verður 30. maí, Englands og Japans 1. júní og Englands og Íslands 5. júní. Sérstök ferð verður í beinu leiguflugi til Man- chester 4. til 6. júní. Innifalið verður beint flug og gisting með morg- unverði, akstur til og frá flugvelli, akst- ur á leikinn Ísland–England, fararstjórn m.a. Guðna Bergssonar, Kenny Moyes og fleiri og flugvallarskattar. Einnig verða í boði ferðir í áætlunarflugi, helgarferð og 8–9 daga ferð, með mið- um á leikina. Í boði verður jafnframt fótbolta- og fjölskylduferð til Man- chester frá 29. maí til 6. júní. Hægt er að sameina 5 daga námskeið í Knatt- spyrnuskóla Bobby Charlton í Man- chester fyrir ungt fólk á aldrinum 10– 17 ára og þrjá landsleiki. Dancenter með lista yfir sumarhús Fylkir – Bílaleiga ehf. á Ísafirði sem er umboðsmaður Dancenter á Íslandi hefur fengið nýjan verðlista yfir sum- arhús í Danmörku. Listinn kemur nú út í 47. sinn en í honum eru upplýsingar um sumarhús sem eru til leigu um alla Danmörku, um 7000 talsins. Í fyrsta sinn er nú boðið upp á gistingu í höll- um, bæði í Danmörku og víðar, fyrir allt að 20 manns. Einnig er Dancenter með lista yfir sumarhús í Svíþjóð og Noregi. Fylkir býður upp á margskonar þjónustu aðra, svo sem að útvega ódýra bílaleigubíla, gistingu í orlofs- hverfum, hótelum og bændagistingu, leigu á húsbílum og rútum auk al- mennrar skipulagningar á ferðum um Danmörku. Fylkir hefur einnig verð- lista yfir sumarhús í Norður- og Suð- ur-Evrópu frá Novasol. Hægt er að panta verðlistana hjá Fylki og fá senda í pósti. Síðasta SAM-ferðin til Grikklands Sigurður A. Magnússon, sem hefur verið leiðsögumaður íslenskra ferða- manna um Grikkland í rúma fjóra ára- tugi er að und- irbúa síðustu hópferð sína þang- að 20. maí til 6. júní. Verður komið víða við í ferðinni og heimsóttir fornir sögustaðir svo sem Aþena, Kórinta, Mýkena, Navplíon, Epidavr- os, með stærsta hringleikahúsi Evr- ópu, Ólympía, Delfí og Þessalóníka, Siglt verður til eyjanna Krítar (Her- aklíon og Knossos) og Santóríni, þar sem elsta varðveitta borg Evrópu, Ak- rótírí, var grafin undan öskulagi árið 1967, Paros og Samos, fæðingareyjar Pýþagórasar. Frá Samos verður siglt til Kusadasi og Efesos í Tyrklandi. Bent er á að vegna þess að Ólympíu- leikarnir fara fram í Aþenu á þessu ári megi búast við straumi ferðamanna þangað. Því er nauðsynlegt að bóka hótel og flugferðir í tæka tíð. Áformúluna í Barcelona Úrval-Útsýn í Smáranum býður upp á ferð í beinu leiguflugi á Formulu 1 í Barcelona í byrjun maí. Farið verður af stað að morgni 7. maí og lagt af stað til baka frá Barcelona mánudags- kvöldið 10. maí. Í boði eru sæti í stúku B og gisting á fjögurra stjörnu hóteli á Costa Brava sem er skammt frá brautinni. Ólafur Guðmundsson form- úludómari er fararstjóri í ferðinni.  Upplýsingar um ferðirnar til Manchester: ÍT-ferðir, Laugardal. Sími: 588 9900 Netfang: itferdir@itferdir.is Veffang: www.itferdir.is  Upplýsingar um sumarhús í Danmörku og víðar Fylkir – Bílaleiga ehf. Fjarðarstræti 15, 400 Ísafjörður Sími: 456 3745 Fax: 456 3795 Netfang: fylkirag@fylkir.is Veffang: www.fylkir.is  Upp- lýsingar um ferð SAM til Grikk- lands. Sími: 552 5922 frá hádegi til miðnættis Netfang: sambar@isl.is  Upplýsingar um ferð á For- mula 1. Úrval-Útsýn í Smáranum Veffang: www.urvalutsyn.is Sigurður A. Magn- ússon: Verður með síðustu hópferð sína til Grikklands í maí. Morgunblaðið/Ómar brekkunum, en innifalið í verðinu er glæsilegur amerískur morgunverður í fjallaskálanum. Bærinn Bansko ósnortinn Að sögn Helgu er Búlgaría aftur á móti mun frábrugðnari hefðbundnum skíðastöðum, en þá slógust þau hjónin í hóp annarra góðra ferðalanga. Þeirri ferð var skipt í þrennt. „Við byrjuðum í sveitaþorpinu Bansko sem var fyrir mig mesta upplifunin. Afbragðs brekkur og skíðalyftur voru þar í ótrúlega góðu ástandi. Nýlega er svo búið að setja upp gondóla- lyftu við fjalls- rætur, en við þurftum að keyra í hálftíma upp í fjallið í fyrstu lyftur. Bærinn sjálf- ur er eins og úr fornöld, hlaðin steinhús með kolakyndingu og mikil upplifun að ganga þar um og fylgjast með mannlífinu. Í Bansko er mikið um fallega safngripi. Verðlagið er fáránlegt og því gaman að versla. Hótelið okkar, Hótel Tanne, var stað- sett við fjallsrætur og því stutt að fara á skíði. Hótelið reyndist huggulegt í alla staði og veitingastaður þess mjög góður. Ég mæli sérstaklega með hvít- lauksolíunni, sem ég veit ekki hvernig búin var til, en við bókstaflega drukk- um hana af stút. Í Bansko var mikið um farandtónlistarmenn á veit- ingastöðunum sem spiluðu gegn vægu gjaldi. Það fannst okkur óskap- lega rómantískt framan af, en varast ber að gefa þeim of mikið fé því þá hætta þeir aldrei að spila.“ Þjóðlegur magadans Frá Bansko ók hópurinn til Boro- vets þar sem er allt annar kúltúr og ekki eins ósnortinn og sá fyrri, að sögn Helgu. „Í Borovets er líka allt annað verðlag enda er ferðaþjónustan þar komin lengra á veg. Skíðalöndin voru heldur ekki eins krefjandi og öll aðstaða lakari. Í Borovets vorum við í heimagistingu Villa Stresov, sem var mjög notalegt og tæknivætt. Þangað fengum við heimsenda kokka og þjóna eitt kvöldið sem töfruðu fram fimm rétta kvöldverð og buðu viðeig- andi víntegundir með hverjum rétti. Staðarhaldari var hins vegar frekar stífur og ósveigjanlegur og einræð- istaktar hans skyggðu örlítið á annars verulega ljúfar stundir. Gaman var að koma þarna, en mikill munur var á þessum tveimur skíðasvæðum. Frá Borovets var haldið í góða helgarferð til Sofiu. Gist var á stöðluðu Radison SAS hóteli sem stóð á fallegu torgi. „Við borðuðum oft hefðbundinn búlgarskan mat, sem almennt var mjög góður. Skemmtanalífið stóðst einnig vestur- evrópskan samanburð og mæli ég sérstaklega með Chalca-stöðum borgarinnar, en þar er þjóðlegur magadans listgrein, sem Búlgarar geta verið stoltir af.“  Kanada Vefur um skíðasvæði Whistler: http://www.whistler.com/ Gisting í Whistler: http://chateauwhistler.com/ Búlgaría: Vefur um skíðalönd Búlgaríu: http://www.bulgariaski.com/ Gisting í Bansko: http:// www.bulgariaski.com/bansko/ tanne-hotel-bansko.shtml Gisting í Borovets: http://www.villastresov.com/ Sofia: http://www.sofia.com/ Hádegisverður. Áð í fjallakofa í Borovets.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.