Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 35
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 35 Ferðir á landsleiki íManchester ÍT-ferðir ætla að bjóða upp á ferðir til Manchester á Englandi í tengslum við landsleiki Íslands, Japans og Englands. Landsleikur Íslands og Japans verður 30. maí, Englands og Japans 1. júní og Englands og Íslands 5. júní. Sérstök ferð verður í beinu leiguflugi til Man- chester 4. til 6. júní. Innifalið verður beint flug og gisting með morg- unverði, akstur til og frá flugvelli, akst- ur á leikinn Ísland–England, fararstjórn m.a. Guðna Bergssonar, Kenny Moyes og fleiri og flugvallarskattar. Einnig verða í boði ferðir í áætlunarflugi, helgarferð og 8–9 daga ferð, með mið- um á leikina. Í boði verður jafnframt fótbolta- og fjölskylduferð til Man- chester frá 29. maí til 6. júní. Hægt er að sameina 5 daga námskeið í Knatt- spyrnuskóla Bobby Charlton í Man- chester fyrir ungt fólk á aldrinum 10– 17 ára og þrjá landsleiki. Dancenter með lista yfir sumarhús Fylkir – Bílaleiga ehf. á Ísafirði sem er umboðsmaður Dancenter á Íslandi hefur fengið nýjan verðlista yfir sum- arhús í Danmörku. Listinn kemur nú út í 47. sinn en í honum eru upplýsingar um sumarhús sem eru til leigu um alla Danmörku, um 7000 talsins. Í fyrsta sinn er nú boðið upp á gistingu í höll- um, bæði í Danmörku og víðar, fyrir allt að 20 manns. Einnig er Dancenter með lista yfir sumarhús í Svíþjóð og Noregi. Fylkir býður upp á margskonar þjónustu aðra, svo sem að útvega ódýra bílaleigubíla, gistingu í orlofs- hverfum, hótelum og bændagistingu, leigu á húsbílum og rútum auk al- mennrar skipulagningar á ferðum um Danmörku. Fylkir hefur einnig verð- lista yfir sumarhús í Norður- og Suð- ur-Evrópu frá Novasol. Hægt er að panta verðlistana hjá Fylki og fá senda í pósti. Síðasta SAM-ferðin til Grikklands Sigurður A. Magnússon, sem hefur verið leiðsögumaður íslenskra ferða- manna um Grikkland í rúma fjóra ára- tugi er að und- irbúa síðustu hópferð sína þang- að 20. maí til 6. júní. Verður komið víða við í ferðinni og heimsóttir fornir sögustaðir svo sem Aþena, Kórinta, Mýkena, Navplíon, Epidavr- os, með stærsta hringleikahúsi Evr- ópu, Ólympía, Delfí og Þessalóníka, Siglt verður til eyjanna Krítar (Her- aklíon og Knossos) og Santóríni, þar sem elsta varðveitta borg Evrópu, Ak- rótírí, var grafin undan öskulagi árið 1967, Paros og Samos, fæðingareyjar Pýþagórasar. Frá Samos verður siglt til Kusadasi og Efesos í Tyrklandi. Bent er á að vegna þess að Ólympíu- leikarnir fara fram í Aþenu á þessu ári megi búast við straumi ferðamanna þangað. Því er nauðsynlegt að bóka hótel og flugferðir í tæka tíð. Áformúluna í Barcelona Úrval-Útsýn í Smáranum býður upp á ferð í beinu leiguflugi á Formulu 1 í Barcelona í byrjun maí. Farið verður af stað að morgni 7. maí og lagt af stað til baka frá Barcelona mánudags- kvöldið 10. maí. Í boði eru sæti í stúku B og gisting á fjögurra stjörnu hóteli á Costa Brava sem er skammt frá brautinni. Ólafur Guðmundsson form- úludómari er fararstjóri í ferðinni.  Upplýsingar um ferðirnar til Manchester: ÍT-ferðir, Laugardal. Sími: 588 9900 Netfang: itferdir@itferdir.is Veffang: www.itferdir.is  Upplýsingar um sumarhús í Danmörku og víðar Fylkir – Bílaleiga ehf. Fjarðarstræti 15, 400 Ísafjörður Sími: 456 3745 Fax: 456 3795 Netfang: fylkirag@fylkir.is Veffang: www.fylkir.is  Upp- lýsingar um ferð SAM til Grikk- lands. Sími: 552 5922 frá hádegi til miðnættis Netfang: sambar@isl.is  Upplýsingar um ferð á For- mula 1. Úrval-Útsýn í Smáranum Veffang: www.urvalutsyn.is Sigurður A. Magn- ússon: Verður með síðustu hópferð sína til Grikklands í maí. Morgunblaðið/Ómar brekkunum, en innifalið í verðinu er glæsilegur amerískur morgunverður í fjallaskálanum. Bærinn Bansko ósnortinn Að sögn Helgu er Búlgaría aftur á móti mun frábrugðnari hefðbundnum skíðastöðum, en þá slógust þau hjónin í hóp annarra góðra ferðalanga. Þeirri ferð var skipt í þrennt. „Við byrjuðum í sveitaþorpinu Bansko sem var fyrir mig mesta upplifunin. Afbragðs brekkur og skíðalyftur voru þar í ótrúlega góðu ástandi. Nýlega er svo búið að setja upp gondóla- lyftu við fjalls- rætur, en við þurftum að keyra í hálftíma upp í fjallið í fyrstu lyftur. Bærinn sjálf- ur er eins og úr fornöld, hlaðin steinhús með kolakyndingu og mikil upplifun að ganga þar um og fylgjast með mannlífinu. Í Bansko er mikið um fallega safngripi. Verðlagið er fáránlegt og því gaman að versla. Hótelið okkar, Hótel Tanne, var stað- sett við fjallsrætur og því stutt að fara á skíði. Hótelið reyndist huggulegt í alla staði og veitingastaður þess mjög góður. Ég mæli sérstaklega með hvít- lauksolíunni, sem ég veit ekki hvernig búin var til, en við bókstaflega drukk- um hana af stút. Í Bansko var mikið um farandtónlistarmenn á veit- ingastöðunum sem spiluðu gegn vægu gjaldi. Það fannst okkur óskap- lega rómantískt framan af, en varast ber að gefa þeim of mikið fé því þá hætta þeir aldrei að spila.“ Þjóðlegur magadans Frá Bansko ók hópurinn til Boro- vets þar sem er allt annar kúltúr og ekki eins ósnortinn og sá fyrri, að sögn Helgu. „Í Borovets er líka allt annað verðlag enda er ferðaþjónustan þar komin lengra á veg. Skíðalöndin voru heldur ekki eins krefjandi og öll aðstaða lakari. Í Borovets vorum við í heimagistingu Villa Stresov, sem var mjög notalegt og tæknivætt. Þangað fengum við heimsenda kokka og þjóna eitt kvöldið sem töfruðu fram fimm rétta kvöldverð og buðu viðeig- andi víntegundir með hverjum rétti. Staðarhaldari var hins vegar frekar stífur og ósveigjanlegur og einræð- istaktar hans skyggðu örlítið á annars verulega ljúfar stundir. Gaman var að koma þarna, en mikill munur var á þessum tveimur skíðasvæðum. Frá Borovets var haldið í góða helgarferð til Sofiu. Gist var á stöðluðu Radison SAS hóteli sem stóð á fallegu torgi. „Við borðuðum oft hefðbundinn búlgarskan mat, sem almennt var mjög góður. Skemmtanalífið stóðst einnig vestur- evrópskan samanburð og mæli ég sérstaklega með Chalca-stöðum borgarinnar, en þar er þjóðlegur magadans listgrein, sem Búlgarar geta verið stoltir af.“  Kanada Vefur um skíðasvæði Whistler: http://www.whistler.com/ Gisting í Whistler: http://chateauwhistler.com/ Búlgaría: Vefur um skíðalönd Búlgaríu: http://www.bulgariaski.com/ Gisting í Bansko: http:// www.bulgariaski.com/bansko/ tanne-hotel-bansko.shtml Gisting í Borovets: http://www.villastresov.com/ Sofia: http://www.sofia.com/ Hádegisverður. Áð í fjallakofa í Borovets.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.