Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 45

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 45 að leggja á ráðin um betri hönnun á húsinu, og það sem betur mætti fara. Sólhúsið var á kolvitlausum stað, það átti að vera akkúrat hinum megin við húsið, og liturinn á inn- réttingunni tónaði ekki við innihurð- irnar, og af hverju fékkstu þér ekki hornbað, það passaði mikið betur. Sigurður minn, ég á margar minn- ingar um þig bæði „pirrandi“ og góðar, en eitt máttu vita að þú varst mikið myndarlegur og mikill friður yfir þér þegar þú lást þarna í rúminu á spítalanum, okkur fjölskyldunni þykir vænt um að hafa verið hjá þér þegar þú sofnaðir, en sárast þykir okkur að þú skyldir þurfa að verða svona veikur svo að þitt rétta andlit kæmi í ljós. Þér hefur trúlega aldrei liðið betur, þessi hörkusvipur farinn. Guð geymi þig. Þín systir, Kristný. Á síðustu vikum og mánuðum hef- ur mér sem brottfluttum Eyjamanni fundist að Eyjarnar hafi séð á bak óvenju mörgum af sonum sínum og dætrum. Margt af þessu fólki voru gamlir kunningjar og vinir. Í svona samfélagi, þar sem allir eru vel kunnir samborgurum sínum, þá tek- ur þetta á Eyjabúa, og við á fasta- landinu samhryggjumst innilega. Í dag kveðjum við elskulegan frænda minn Sigurð Hjálmar Tryggvason, sem bar þungan kross veikinda allan sinn aldur. En þrátt fyrir þá erfiðu byrði reyndi hann eins og heilsan leyfði að afla sér þekkingar á því fjölmörgu sem hann hafði áhuga á, og er þar af mörgu að taka. Án þess að hafa hlotið til þess menntun, þá las hann á táningsaldri blöð á ensku, dönsku og jafnvel þýsku, um þau mörgu áhugamál sem hann hafði. Þar var tónlist ofarlega á listanum og varla var til sú hljómsveit eða jafnvel tónlistarmaður úti í hinum stóra heimi, sem Sigurður þekkti ekki, og þegar leið á var ekki síður áhugi hans vakinn á mótorhjólum, þar sem hann þekkti allar gerðir af þeim. Einnig voru skútusigligar of- arlega á baugi, þar sem hann kynnti sér allt um þau mál. Já, hann frændi hafði stóra drauma um að ferðast á mótorhjóli um álfur og sigla heimsins höf. Þeg- ar við frændur hittumst þá lá honum mikið á hjarta og var eins og tíminn væri naumt skammtaður, því allt þurfti að komast til skila á skömm- um tíma. Í raun var ekkert honum óviðkomandi, hann hafði sína skoðun á hlutunum og þegar hann skáskaut augunum með glott út í annað var oft stutt í litla púkann. Sigurður átti marga góða sam- ferðamenn, sem sýndu honum skiln- ing og velvild. Það ber að þakka. Fjölskyldukærleikur er dýrmætur, og hans höfum við notið í fjölskyld- unni. Sigurður ólst upp og lifði í þeim kærleik. Sé vitnað í heilaga ritningu, þá er okkur boðað eilíft líf. Og á nýjum stað á hann góða að, sem munu taka í mót honum með ást og kærleik. Með djúpri samúð. Hallgrímur frændi. Elsku Sigurður, ég bjóst nú ekki við því að þurfa að fara að skrifa minningargrein um þig svona snemma. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar þú gafst mér fyrsta hjólið mitt eða fyrsta sjón- varpið mitt. Þegar ég kom í heim- sókn til Eyja á fimmtudaginn síðasta bjóst ég ekki við því að helgin myndi fara svona. Á föstudaginn, þegar ég fann þig meðvitundarlausan, hélt ég að þú værir bara sofandi en því miður varstu það ekki, svo þegar þú varst sendur með þyrlunni á gjörgæslu hugsaði ég bara um það að núna hefðirðu loksins fengið eina af ósk- unum þínum uppfyllta, þ.e.a.s. að fara í þyrlu. Á sunnudagsmorguninn þegar ég kom niður á Birkihlíð til ömmu og afa og frétti það að þau væru að koma með mér til Reykja- víkur því að þú værir kominn með lungnabólgu þá vissi ég að það væri greinilega eitthvað mikið að. Þegar við komum upp á Borgar- spítala á gjörgæsluna og sáum þig brá mér svo því ég vissi ekki hvað þetta var svakalega alvarlegt. Þú varst tengdur við öll þessi tæki og tól og lást bara þarna sofandi og okkur var sagt að þú værir orðinn lamaður vinstra megin vegna blóð- tappa í heila. Við mamma sváfum svo hjá þér á spítalanum og á þriðju- dagsmorgninum var okkur sagt að það ætti að taka þig úr öndunarvél- inni og þetta yrðu svona tveir tímar til tveir dagar, þannig að ég skrapp aðeins út, en þegar ég kom til baka lá eitthvað illa á mér og um leið og ég kom inn í aðstandendaherbergið vissi ég það og amma sagði við mig að núna værirðu kominn á betri stað. Elsku Sigurður, ég á eftir að sakna þín svo mikið og ég er svo ánægð að þú skyldir treysta þér til þess að koma í tvítugsafmælið mitt því þú komst yfirleitt ekki í afmæli. Elsku Sigurður, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Ég vildi að ég hefði sagt þér hvað mér þykir vænt um þig fyrr, en ég sagði þér það bara á gjörgæsl- unni. En ég vona að þú hafir vitað það. Elsku amma, afi, Óli Kristinn, Björg, Hallgrímur, Ásdís, mamma, pabbi, Kristný og Grétar, megi Guð styrkja okkur á þessum erfiðu tím- um. Elsku frændi minn, megir þú hvíla loksins í ró og friði. Þín frænka, Sigríður Árdís Ágústsdóttir. Okkur systkinin langaði að fá að kveðja Sigurð frænda í hinsta sinn. Sigurður var ekki eins og allir menn, en einstakur á sinn hátt. Allt- af var jafn gaman að hitta hann og spjalla við hann. Sigurður gat talað um allt milli himins og jarðar og vissi alltaf allt best. Hann var þrjóskur og ekkert hægt að segja honum hvað hann ætti að gera eða hvernig hann ætti að lifa lífinu. Hann gerði það allt eftir sínu höfði og hvernig hann vildi hafa hlutina. Sjónvarpið var hans besti vinur og hann passaði sig á því að missa aldr- ei af neinu í því. Hann var með tvö sjónvörp og tvö video svo hann gæti fylgst með öllu og tekið það upp sem hann gat ekki horft á. Við minnumst þess þegar við vorum lítil og komum inn í herbergið hans hjá ömmu og afa á Birkihlíðinni, þá var mesta sportið að telja allar videospólurnar hans, yfirleitt misstum við töluna á þeim. Sigurður fór svo í sína eigin íbúð fyrir nokkrum árum og þá var frá- bært þegar hann sýndi okkur hvern- ig hann gat séð á sjónvarpið hvar sem var í íbúðinni, hvort sem það var úr eldhúsinu eða baðherberginu, það átti sko alls ekki að missa af neinu. Sigurður var ótrúlega góður mað- ur og hugsaði mikið um aðra, eins og þegar Anna Rós og Palli fluttu í íbúðina fyrir ofan hann, þá var hann kominn með það sama og spurði hvort hann ætti ekki að tengja fyrir okkur Stöð 2 og Sýn, það varð auð- vitað að vera í lagi. Annað sem var einstakt við Sigurð var það að það mátti aldrei henda neinu, allt var hægt að nota, hvort sem það var ónýtur sími eða gamall pottur, alltaf fann hann eitthvert notagildi í því. Eitt af því sem mátti ekki henda voru föt, þeim safnaði hann saman og var kominn með fjöldann allan af pokum fulla af föt- um, en þau ætlaði hann að senda í fatasöfnun. Hann passaði sig líka á því að hafa sjónvarpið aldrei of hátt stillt svo það myndi ekki trufla ná- grannana. Alltaf að hugsa um náungann. Þótt Sigurður hafi verið mjög þrjóskur og hafi alltaf staðið á sínu gaf hann nú stundum eftir. Sem dæmi um það er að ein jólin gáfum við honum flíspeysu í jólagjöf og þá var hún alveg ómöguleg og hann sagðist aldrei eiga eftir að nota hana, en eftir smá tíma var peysan alveg frábær og hann fór ekki úr henni. Þetta var alveg ekta Sigurð- ur. Við gætum haldið endalaust áfram að telja upp skemmtilegar sögur af Sigurði, hann var einstakur maður sem því miður laut í lægra haldi fyrir veikindum sem höfðu hrjáð hann í mörg ár. Við þökkum fyrir allar samverustundirnar með honum í gegnum árin og þá síðast núna um jólin. Við vitum að núna er hann kominn á betri stað en við eig- um eftir að sakna hans. Elsku amma, afi, pabbi, mamma, Kristný, Grétar, Klara, Willý, Óli Kristinn og Bogga. Megi Guð vera með ykkur í sorginni. Anna Rós, Halla Björk, Sævald Páll og Einar Ottó. Elsku Sigurður. Ég veit ekki hvað ég á að segja, núna ertu farinn frá okkur, að eilífu. Ég trúi því nú ekki alveg. Þegar ég kom heim til þín með Sirrý daginn sem þú veiktist, hélt ég að þú svæfir bara svona fast að við gætum ekki vakið þig. En svo var víst ekki, sjúkrabíllinn kom og sótti þig og svona, ég er bara enn í sjokki eftir þetta allt. Þú varst alltaf svo góður við okkur systkinabörn þín. Ég man alltaf þegar þú áttir heima niðri í Birkihlíð. Þegar við komum til þín í heimsókn og alltaf þegar við báðum um eitthvað þá varst þú alltaf til í að leyfa okkur allt. Leiðinlegast var að eftir að þú fluttir kíkti maður aldrei í heimsókn. En elsku Sigurður minn, þú átt alltaf stað í hjarta mínu, verst hvað maður tekur eftir því núna hvað manni þótti vænt um þig en sýndi þér það ekki nóg. Guð geymi þig. Þín frænka Svava Kristín. Elsku Sigurður. Þann dag sem þú veiktist svona mikið og ég frétti það fór ég næstum því að gráta og hugs- aði ekki um neitt annað en þig, því þú varst einn af uppáhalds frændum mínum. Við töluðum oft mikið saman um mótorhjól og við vorum miklir vinir. Þú áttir svona sódavél en ég kallaði hana alltaf prumpuvél því það var þannig hljóð í henni. Svo þegar ég frétti að þú værir dáinn þá grét ég mjög mikið því þá vissi ég að þú værir farinn að eilífu og nú hef ég ekki þig til að tala við um mótorhjól svo það er mikill missir. Þú leyfðir mér alltaf að fara í tölvuna þína þeg- ar ég vildi, þú leyfðir mér hreinlega allt sem ég vildi gera hjá þér og ég mun sakna þín mjög mikið. Þinn frændi Tryggvi Stein. Siggi Tryggva er allur. Þessi ljúf- lingur sem var vinur allra, mikill spjallari, skipulagður og vildi hafa allt á réttum stað. Þetta vissum við sem störfuðum við þrettándann. 6. janúar skipaði alltaf vissan sess í hjarta hans, hann var alltaf mættur í slaginn og byrjaði að ræða málin hvernig þetta og hitt ætti að vera. Já, Siggi var alltaf með allt á hreinu. Hann gladdi bæjarbúa ár eftir ár í hinum ýmsu gervum og einu sinni man ég eftir honum í kafarabúningi af gamla skólanum sem var um 100 kíló og erfitt að hreyfa sig í honum. Okkur var ekið upp á malarvöll ásamt öllu hyskinu og er þangað var komið var frábær skemmtun í einn og hálfan tíma eins og vanalega. Öll- um var svo ekið niður í Veiðarfæra- gerð að skemmtun lokinni nema ein- um er gleymdist: Sigga Tryggva. Hann kom svo eftir eina klukku- stund alveg búinn og lét menn heyra það, hluti sem ekki eru prenthæfir og fékk menn til að leggja við hlust- ir. Það væri hægt að segja margar sögur um hann en ég læt þessu lokið að sinni. Siggi var veikur hin síðari ár en alltaf mætti hann í undirbún- inginn og fylgdist vel með. Tók virk- an þátt í undirbúningnum og hafði skoðanir á öllu. Nú er Siggi fallinn frá og við hin eigum eftir að sakna vinar í stað. Um leið og við vottum Sigurði Tryggvasyni virðingu okkar, sendum við Sigríði Ólafsdóttur, Tryggva Sigurðssyni og fjölskyldu hlýjar kveðjur. Minningar um góðan félaga og vin munu lifa. Með þrettándakveðju. Birgir Guðjónsson.  Fleiri minningargreinar um Sigurð Hjálmar Tryggvason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Systir, mágkona og elskuleg föðursystir okkar, SELMA KRISTIANSEN, Tómasarhaga 23, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Trúmann Kristiansen, Birna Frímannsdóttir, Matthías Kristiansen, Heidi Strand, Ragnheiður Kristiansen, Þórhallur Pálsson, Málfríður K. Kristiansen, Sigurður R. Gíslason, Kolbrún Kristiansen, Þóra Kristiansen, Sverrir Einarsson, Svandís Kristiansen, Gylfi Birgisson, Steinun Kristiansen, Þorsteinn Kristiansen, Þorgerður M. Kristiansen, Óttarr M. Jóhannsson, Halldór H. Kristiansen, Auður Magnúsdóttir, Selma Ósk Kristiansen, Helgi Kristjánsson, Helga A. Kristiansen. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR, Ljósheimum 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykja- vík þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Ragnar Ó. Steinarsson, Emilía Sigmarsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson, María Haraldsdóttir, Andrea Steinarsdóttir, Magnús Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA EGGERTSDÓTTIR NORÐDAHL frá Hólmi, dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi sunnudagsins 8. febrúar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Eggert N. Bjarnason, Berta G. Rafnsdóttir, Inga Vala Ólafsdóttir, Hörður Garðarsson, Þórarinn Ólafsson, Ann Andreasen, Indíana S. Ólafsdóttir, Erlingur Jónsson, Anna M. Ólafsdóttir, Guðni Sigurðsson, Vaka H. Ólafsdóttir, Björgvin Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGGEIRS BJÖRNSSONAR fyrrv. bónda og hreppstjóra frá Holti á Síðu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns fyrir einstaka umönnun. Margrét K. Jónsdóttir, Kristín Marín Siggeirsdóttir, Eysteinn Gunnar Guðmundsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson og barnabörn. LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni mánu- daginn 23. febrúar kl. 11.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.