Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 53

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 53 Veisla í Washington Glæsilegur vinningur: Sælkeraferð fyrir tvo til Washington Flug til Baltimore fyrir tvo, gisting í Washington og sælkeraveislur á hinum vinsælu veitingastöðum DC Coast, Ceiba og Ten Penh. Þú svarar þremur spurningum og setur merktan svarseðilinn í hátíðarpottinn í Vetrargarðinum. Sjáumst - og njótum þess að vera til. Spurningaleikur Icelandair á Food & Fun hátíðinni sem hefst kl. 12 í Vetrargarðinum í Smáralind í dag ÍSLEN SK A A U G LÝ SIN G A STO FA N /SIA .IS IC E 23767 02/2004 Ökukennsla, akstursmat Bifreið Toyota Touring 4x4. Steinn Karlsson, símar 861 2682 og 586 8568. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493.Ökukennsla - Akstursmat. Kenniá Ford Mondeo, einstakir aksturs- eiginleikar. Akstursmat og aðstoð við endurveitingu ökuréttinda. Góður ökuskóli, 892 2860 og 586 1342. www.sveinningi.com Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza, 4 wd. Góður í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Einn með öllu M. Benz Ökukennsla, ökumat, ökuskóli. Kenni á nýjan M. Benz 2003. Eggert Valur Þorkelsson, öku- kennari, s. 893 4744 og 565 3808. Hilux DC SR5 bensín árg. '92, ekinn 170 þús. Lengdur, 47 cm á milli hjóla, 5,71 hlutf., nospin að aftan, gormar framan, loftpúðar að aftan, snorkel, flækjur og 2,1/2 tommu púst, 38 tommu dekk og 13 tommu krómfelgur, piee-kast- arar, cd, gps, tölvuborð. Verð 950 þ. Skipti á ód. S. 899 7548. Sími 590 2000 Hratt og örugglega frá Bandaríkjunum, tvisvar í viku Scania, Volvo eigendur! Varahlutir á lager. Upplýsingar, www.islandia.is/scania G.T. Óskarsson, Vesturvör 23, Sími 554 6000. Partasala, varahlutir. Mazda, Mitsubishi, Nissan. Bílaviðgerðir. Sími 587 8040, 892 5849 og 897 6897. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Pajero '92, Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði, ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar, vatnsdælur, gormar, handbremsu- barkar og drifliðshlífar. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. Sími 590 2000 Rafgeymarnir komnir TOPPGÆÐI Þarftu að auglýsa bílinn þinn ? Mundu tilboð til áskrifenda í Bíla- blaðinu á miðvikudögum. Auglýsing með mynd á kr. 995. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðj- udögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is HAFNARFJARÐARBÆR og Fjöl- ís, samtök hagsmunaaðila um höf- undarétt, hafa undirritað samning um ljósritun á vernduðum verkum í stjórnsýslu og stofnunum Hafn- arfjarðarbæjar þ.á m. tónlistar- skóla á vegum sveitarfélagsins. Samningurinn er gerður sam- kvæmt samningsfyrirmynd að samningum sveitarfélaga við Fjöl- ís, sem unnin var í samvinnu Fjölís og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Fjölís er hagsmunafélag sam- taka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höf- undarréttarverndar og nýtt eru með ljósritun og annarri hliðstæðri eftirgerð rita. Aðildarfélög Fjölís eru Blaðamannafélag Íslands, Fé- lag íslenskra bókaútgefenda, Hag- þenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Myndstef, Rit- höfundasamband Íslands og STEF. Fjölís gætir höfundarréttar vegna fjölföldunar á útgefnum, vernd- uðum verkum með samningum sem heimila takmarkaða ljósritun gegn endurgjaldi. Auk samnings við Hafnarfjarðarbæ hefur Fjölís gert samning við Reykjavíkurborg um ljósritun í stjórnsýslu og stofn- unum borgarinnar, við ríkið vegna ljósritunar í Stjórnarráði Íslands og stofnunum þess, við mennta- málaráðuneytið vegna ljósritunar í skólum, einstakar ríkisstofnanir sem falla utan Stjórnarráðssamn- ingsins, Kirkjuráð vegna sókna og stofnana Þjóðkirkjunnar, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, og auk þess samninga við allmarga einka- skóla. Hafnarfjarðarbær og Fjölís undirrita samning SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af því ástandi sem ríkir í tengslum við heimahjúkr- un á Reykjavíkursvæðinu, en ágreiningur er milli starfsfólks hennar og stjórnar Heilsugæsl- unnar. „Fyrir tæpu einu ári lá við uppnámi þessarar þjónustu en á síðustu stundu náðist tímabund- ið samkomulag milli heimaþjón- ustunnar og Heilsugæslunnar. Það hefði mátt ætla að tíminn sem síðan er liðinn, yrði notaður til að ná framtíðarsamkomulagi um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist því miður ekki vera. Vegna ágreinings við stjórn Heilsugæslunnar liggur fyrir, að fjöldi starfsmanna heimahjúkr- unar hefur nú ákveðið að leggja niður störf hinn 1. mars nk. Eins og nefnt var í bréfi Sjálfsbjargar dags. 25, apríl 2003, sjá samtökin fram á veru- lega röskun og míkil óþægindi fyrir fjölmarga félagsmenn sam- takanna og aðra hreyfihamlaða, sem háðir eru þjónustu heima- hjúkrunar til að geta lifað og starfað á eðlilegan hátt. Falli þessi þjónusta niður eða skerð- ist verulega, til lengri eða skemmri tíma, lendir fjöldi ein- staklinga og heimila í stórfelld- um vandræðum. Nægir þar að nefna erfiðleika með að fara á fætur og hátta, fara í bað, á sal- erni o.s.frv. Án aðstoðar við þessar grunn- þarfir daglegs lífs er fótunum kippt undan tilveru þessara ein- staklinga. Atvinna, skóli, fé- lagslíf og önnur þátttaka í mannnlífinu er í uppnámi. Það segir sig sjálft að slíkt ástand er gjörsamlega óþolandi.“ Tekið er fram í ályktuninni að samtökin taki ekki efnislega af- stöðu til deilunnar. Ályktun frá Sjálfsbjörg Hefur áhyggjur af heimahjúkrun Alþjóðadagur leiðsögumanna verður haldinn í dag, laugardaginn 21. febrúar. Af því tilefni býður Fé- lag leiðsögumanna vistfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í hóp- ferð í Bláa lónið. Valur Pálsson leið- sögumaður mun fræða þátttakendur um markverða staði á leiðinni, sem og tilurð og sérstöðu Bláa lónsins. Kaffiveitingar verða í boði Bláa lóns- ins en ekki er gert ráð fyrir baðferð að þessu sinni. Lagt verður af stað í hópbifreið frá Guðmundi Jónassyni hf. frá Elli– og hjúkrunarheimilinu Grund kl. 13.30. Ferðatími er áætlaður um 3 klukku- stundir. Ókeypis á stórdansleik Í tilefni konudagsins verður öllum konum boðið ókeypis á stórdansleik í Zalza á Reyðarfirði í kvöld. Hljóm- sveitin Kusk frá Hornafirði leikur fyrir dansi en hljómsveitin er þunga- miðja sýningarinnar Með allt á hreinu þar sem flutt er tónlist Stuð- manna og sýnd hefur verið á Höfn við miklar vinsældir. Sýning Horn- firðinganna verður sett upp á Broad- way í Reykjavík í mars. Zalza verður opnað kl. 22 á laug- ardagskvöldið og aðgangseyrir fyrir karlmenn er 1.500 krónur. Í tilefni konudagsins verða marg- vísleg tilboð á spennandi drykkjum í Zalza, bæði á laugardagskvöldinu og föstudagskvöldinu. Í DAG Tívolísyrpa Hróksins og Hús- dýragarðsins Á morgun, sunnudag- inn 22. febrúar, fer fram fimmta stigamótið í Tívolísyrpu Hróksins og Húsdýragarðsins. Keppt er í fjórum flokkum, 1.–3. og 4.–6. bekk, drengir og stúlkur. Fimm úr hverjum flokki komast áfram í lokað mót þar sem teflt er um utanlandsferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Þeim keppendum sem ekki komast í úrslitamótið mun verða boðið upp á fjöltefli og verða einnig þátttak- endur í risahappdrætti. Liðsmenn Hróksins og Húsdýragarðsins munu grilla fyrir keppendur og bjóða upp á gos. Verðlaun í mótinu á sunnu- daginn koma frá Árna Höskulds- syni, www.tafl.net, Húsdýragarð- inum og Hróknum. Mótið hefst kl. 13 en mæting er kl. 12–12.25. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á skakskoli@hrok- urinn.is. Kynning á námskeiðum í IESE- viðskiptaháskólanum í Barce- lona fyrir stjórnendur fyrirtækja verður á barselónskri menning- arhelgi á Kjarvalsstöðum sunnudag- inn 22. febrúar kl. 13–14. Iðunn Eir Jónsdóttir, framkvæmdastjóri „General Management Programs“ hjá IESE-viðskiptaháskólanum í Barcelona, mun kynna nýtt al- þjóðlegt námskeið fyrir stjórn- endum íslenskra fyrirtækja. Á MORGUN Líðan starfsfólks á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Félagsfundur Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldinn mánudaginn 23. febr- úar kl. 20.00 að Háaleitisbraut 58– 60. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á LSH, kynnir nið- urstöður doktorsrannsóknar sinnar um líðan starfsfólks á Landspítala –h áskólasjúkrahúsi. Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkra- húsprestur flytur hugvekju Reykjavíkurdeild Rauða krossins gengst fyrir námskeiðunum „Börn og umhverfi“ (hétu áður barnfóstrunámskeið) fyrir nem- endur fædda 1990, 1991 og 1992. Fyrsta námskeiðið verður miðviku- daginn 3. mars í Fákafeni 11, 2. hæð. Hvert námskeið stendur yfir í fjögur kvöld kl. 18–21. Markmiðið er að nemendur öðlist aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra. Fjallað verður um árangursrík samskipti, hollar lífsvenjur, leiki, leikföng, slysavarnir o.fl. Einnig verður kennsla í skyndihjálp. Leiðbeinendur eru leikskólakenn- arar og hjúkrunarfræðingar. Skrán- ing og nánari upplýsingar hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins og á netfangi, www.reykjavikurdeild.is Kynnir það nýjasta frá New York í dansi. Föstudaginn 27. febrúar kl. 14.00–16.30 og laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00–16.30 mun Darrin Henson, sem er einn af fremstu danshöfundum í heiminum, kynna í boði Dansstúdíós World Class það nýjasta í dansi frá New York. Jafn- framt því að vera danshöfundur er hann leikari og leikstjóri og leikur m.a. í sjónvarpsþáttunum Soul Food í Bandaríkjunum, einnig kennir hann stærstu poppstjörnunum réttu hreyfingarnar. Skráning er hafin hjá Dansstúdíó World Class í síma 553 0000. Á NÆSTUNNI AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.