Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 52. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tímaritið | Flugan  Birna Anna  Lofar góðu  Prinsessan og fuglinn  Græj- ur  Síelti  Tíska  Matur og vín  Pistill Atvinna | Atvinna rað- og smáaug- lýsingar  Stöðugildi í lyfjafyrirtækjum  Draumastarfið  Hvað gerir? 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 Tímaritið og Atvinna í dag FORSVARSKONA Fjölskylduverndar, Guð- rún Anna Kjartansdóttir, segir engan skilning á aðstæðum mæðra og barna þar sem feðurnir stunda kerfisbundnar aðfarir að heimilum þeirra. Guðrún Anna er einn viðmælenda í um- fjöllun Tímarits Morgunblaðsins um síelti fyrrverandi maka. Að Fjölskylduvernd standa þrjátíu konur sem eiga það margar sameig- inlegt að hafa staðið í erfiðum forsjár- og um- gengnisdeilum við fyrrverandi eiginmenn sína í lengri eða skemmri tíma. Að sögn Guðrúnar eiga margir þessara manna sér sögu um líkamlegt ofbeldi meðan á hjónabandinu stóð og halda því áfram eftir skilnaðinn. „Úrræði gagnvart feðrum sem þessum virðast fá og mega börnin og mæð- urnar lifa við áreiti frá mönnunum árum sam- an. Þær verða fyrir líkamsmeiðingum af þeirra hendi, þeir áreita þær og þeim er hót- að.“ „Það gleymist oft að ofbeldi gagnvart mæðrum er líka ofbeldi gagnvart börnunum,“ segir móðir sem segir sögu sína en fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir hefur ásótt hana í mörg ár. „Svo eru þessir menn að koma fram opinberlega og segjast elska börnin sín svo mikið, á sama tíma vinna þeir skipulega að því að leggja líf mæðranna í rúst.“ Guðrún seg- ir að þessir feður geti í krafti ásakana, oft ósannra, gegn móðurinni farið fram á dagsekt- ir, sem eru allt að þrjátíu þúsund krónur, vegna þess að móðurinni er samkvæmt barna- lögunum skylt að sjá til þess að umgengni sé virt. Hafa tvær konur verið lýstar gjaldþrota vegna þessa. „En engin viðurlög eru við því að feður umgangist ekki börnin sín.“ Guðrún gagnrýnir harðlega starfshætti barnaverndaryfirvalda og segir þau hjálpa feðrum að stunda þá iðju að ofsækja mæð- urnar. „Ég hef farið fram á að starfshættir barnaverndaryfirvalda verði rannsakaðir en því hefur verið hafnað.“ Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður kveðst hafa séð til óvandaðra vinnubragða barnaverndaryfirvalda. „Stundum virðist sem starfsmaður barnaverndaryfirvalda sé búinn að taka afstöðu og vinni málið í samræmi við það. Það kemur fyrir að starfsmanni tekst ekki að leyna því að hann virðist trúa öðrum að- ilanum fram yfir hinn af ástæðum sem maður áttar sig ekki á hverjar eru,“ segir hún. „Hvort kenna megi um vinnuálagi og tímaleysi skal ég ekki segja um, en það er engin afsökun í við- kvæmum málum sem barnaverndarmálum.“ Nálgunarbann er oft síðasta úrræði kvenna sem búa við síelti fyrrverandi eiginmanna, en því hefur verið beitt í tiltölulega fáum tilvik- um, hér á landi, þrátt fyrir að heimilisofbeldi sé talið algengt, eins og kemur fram hjá Bryn- hildi Flóvenz, lögfræðingi og aðjúnkt við Há- skóla Íslands. Hún segir að það virðist vanta sérstök lagaákvæði um heimilisofbeldi og þá ekki síst að endurskoða sönnunarkröfur í mál- um sem varða nálgunarbann. Lítill skilningur á aðstæðum mæðra ÍSLAMSKIR ráðamenn í Íran sögðu í gær að mikil kjörsókn í þingkosningunum þar í landi á föstudaginn sýndi svo ekki yrði um villst að kjósendur hefðu af- dráttarlaust snuprað umbóta- sinna, er hvatt höfðu til þess að fólk sniðgengi kosningarnar. Miklum fjölda umbótasinna var bannað að bjóða sig fram. Fyrstu tölur, sem fóru að berast í gær, bentu til að íhaldssinnar myndu ná meirihlutanum á þinginu af um- bótasinnum. Talsmenn umbótasinna drógu aftur á móti í efa fullyrðingar íhaldssinna um mikla kjörsókn, og sögðu hana hafa verið minni en í síðustu þingkosningum. Fyrstu tölur virtust staðfesta þetta. Leið- togi eins af flokkum umbótasinna, viðurkenndi þó, að harðlínumenn hefðu yfirhöndina. „Að þessu sinni eru sigurvegararnir flestir úr röð- um íhaldssinna,“ sagði hann. Íhaldssinn- ar fagna sigri í Íran Teheran. AP. Reuters Kjósendur í Teheran greiða atkvæði í kosningunum, eftir að kjörfundur hafði verið framlengdur. EIGNIR lífeyrissjóðanna námu 804,6 millj- örðum króna um síðustu áramót og hækkuðu um 18,5% á einu ári eða um 126 milljarða. Þetta kemur fram í yfirliti frá Seðlabanka Ís- lands, en tölur bankans byggjast á úrtaki 25 stærstu lífeyrissjóðanna sem eru með yfir 94% af hreinni eign allra sjóða í landinu. Að mati Landssamtaka lífeyrissjóða má rekja þessa hækkun til þess að raunávöxtun lífeyr- issjóðanna var mjög góð í fyrra eða yfir 10% að meðaltali. Þetta er næstbesta ávöxtun sjóðanna frá upphafi. Aðeins árið 1999 var betra, en þá var raunávöxtunin yfir 12%. Lífeyrissjóðirnir fjárfestu umtalsvert er- lendis á síðasta ári, en erlendar eignir námu alls 156,1 milljarði króna eða 19,4% af heild- areigninni í árslok 2003. Eignir sjóðanna er- lendis hækkuðu um 53,1 milljarð króna á síð- asta ári eða um 51,6%. Í árslok 2002 námu erlendu eignirnar 102,9 milljörðum króna eða um 15,2% af heildareign sjóðanna. Þessa hækkun má einnig rekja til þess að erlendir hlutabréfamark- aðir hækkuðu mikið í fyrra. Betri ávöxtun Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að ávöxtun innlendra eigna líf- eyrissjóðanna hafi verið betri á síð- asta ári en erlendu eignanna. Þó að erlendar eignir sjóðanna hafi hækk- að mikið leiddi sterk staða krón- unnar til þess að hækkunin skilaði sér ekki öll í bókhald sjóðanna. Hann segir að þetta geti breyst á þessu ári ef t.d. dollarinn fari að hækka á ný. Hrafn segist ekki treysta sér til að spá fyr- ir um ávöxtun á nýbyrjuðu ári. Þó að innlend hlutabréf hafi hækkað mjög mikið í upphafi árs segist hann telja ólíklegt að ávöxtunin verði jafngóð á þessu ári og síðasta ári. Það sé við- unandi að vera með 5–6% ávöxt- un eins og var að meðaltali á síð- asta áratug. Nokkrir lífeyrissjóðir skertu réttindi sjóðsfélaga á síðasta ári vegna þess að tryggingafræðileg úttekt sýndi að eignir sjóðanna dugðu ekki fyrir skuldbinding- um. Ástæðan var léleg ávöxtun í þrjú ár og einnig ný aldursvið- miðun. Hrafn segist ekki gera ráð fyrir að neinn sjóður skerði réttindi á þessu ári. Lán til sjóðsfélaga námu alls 90,7 millj- örðum króna í árslok 2003 og hækkuðu um tæplega 9% á árinu. Árið 2002 hækkuðu sjóð- félagalánin um 17%.                     Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 126 milljarða UPPREISNARMENN á Haíti, sem vilja koma forseta landsins frá völdum, höfðu uppi áform um að leggja undir sig næst stærstu borg landsins, Cap Haitien, nú um helgina. 57 hafa fallið í átökum sem staðið hafa frá því að uppreisnarmenn létu til skarar skríða og tóku á sitt vald borgina Gonaives í norðurhluta landsins í byrjun mánaðarins. Kváðust þeir hafa umkringt Cap Haitien með 200 manna liði. Uppreisnarmenn hafa sagt, að verði forset- inn, Jean Bertrand Aristide, ekki farinn frá í lok mánaðarins muni þeir ráðast á höfuðborg- ina, Port-au-Prince. Sagði talsmaður þeirra, Winter Etienne, að þegar væru margir upp- reisnarmenn í felum í höfuðborginni. Aristide hefur sagt, að tal uppreisnarmanna um að her- taka Port-au-Prince sé blekking til þess gerð að draga úr baráttuþreki lögreglumanna. Leita að fleiri vopnum Yfirvöld á Haíti hafa engan her og einungis um fimm þúsund lögreglumenn. Mikill fjöldi uppreisnarmanna var áður í hernum sem leyst- ist upp 1995. Sagði Etienne að alls væru um 700 uppreisnarmenn undir vopnum. „Við höf- um á að skipa 200 mönnum til viðbótar og erum að leita að vopnum fyrir þá,“ sagði Etienne. Stjórnarerindrekar frá öðrum Karíbahafs- ríkjum, Kanada, Frakklandi og Bandaríkjun- um hafa lagt fyrir Aristide tillögur er miða að því að koma í veg fyrir frekara blóðbað, en for- setinn hefur ekki sýnt nein merki um að hann sé tilbúinn til að deila völdum þótt samtök Am- eríkuríkja hafi samþykkt ályktun þess efnis að honum beri að gera slíkt. Hefur Aristide og leiðtogum stjórnarandstöðunnar verið gefinn frestur til morguns til að samþykkja friðartil- lögurnar. Uppreisnar- menn á Haíti hóta hertum aðgerðum AP Helstu leiðtogar uppreisnarmannanna á Haíti hlæjandi á útifundi í Gonaives. Gonaives á Haíti. AFP. Guð og Gibson Píslarsagan verður frumsýnd á Íslandi um páskana | 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.