Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR menn á tvítugsaldri veittust að manni á þrítugsaldri þar sem hann var á gangi í Suðurhvammi í Hafnarfirði um kl. 8 á laugardags- morgun. Lögregla var kvödd á stað- inn og handtók hún árásarmennina tvo. Sá sem ráðist var á mun ekki hafa þekkt árásarmennina, en aðdrag- andi árásarinnar er óljós að sögn lög- reglu. Maðurinn var nokkuð bólginn og marinn og leitaði sjálfur á slysa- deild eftir árásina. Ráðist á mann í Suður- hvammi HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og sitjandi iðnaðarráðherra, segir það sitt mat að ekki sé tilefni til heildarhækkunar á orkuverði vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fyr- irkomulag raforkuflutninga enda sé ekki um það að ræða að nýr kostnaður muni falla til. Ut- anríkisráðherra segist því ekki sjá ástæðu til þess að hafa jafnmiklar áhyggjur af málinu og margir aðrir hafi viðrað í fjölmiðlum. Halldór hefur m.a. átt viðræður við forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmund Þórodds- son, sem hefur gagnrýnt tillögur 19 manna nefndarinnar svonefndu, og talið að þær myndu hækka raforkuverð á svæði OR um allt að 20%. Guðmundur segir að eftir þær við- ræður sé ljóst að myndast hafi „gagnkvæmur skilningur“ á því að meta flutningsmannvirki orkufyrirtækjanna á fullu verði inn í flutnings- kerfið. Einnig að beinar niðurgreiðslur séu betur komnar inni í skattkerfinu, fari þannig beint inn á fjárlög ríkisins og að raflínur í strjálbýli séu ekki metnar í kerfið á fullu verði. „Ef það verður niðurstaðan þá verðum við sátt- ir,“ segir Guðmundur og telur að þá geti aðeins orðið lítilsháttar hækkun á raforkuverðinu. Halldór Ásgrímsson minnir á að kostnaður vegna flutnings raforkunnar á landsvísu sé ekki nema 15 til 17% af heildarkostnaðinum og að hærra hlutfall sé vegna dreifingar orku- veitnanna á eigin svæðum. Enn eftir að útkljá ýmis atriði Halldór segir enn eftir að útkljá nokkur óvissuatriði, s.s. verðmat á mannvirkjum og það mat þurfi að vera sanngjarnt og því eðli- legt að fara vel yfir málið. Eins bendir ráð- herra á að félagslegur kostnaður vegna dreif- ingar raforku í mesta dreifbýlinu sé um 200 milljónir á ári og enn hafi engin ákvörðun verið tekin um það hvernig það verði leyst eða hvort ríkissjóður komi þar beint að. Mál séu því enn ekki frágengin. Halldór telur að margt jákvætt muni gerast á raforkumarkaðinum þegar þessar breytingar hafa verið gerðar, aukin samkeppni verði í sölu á raforku og ljóst að hagræðingarmöguleikar í dreifingu verði einnig fyrir hendi. Halldór Ásgrímsson, sitjandi iðnaðarráðherra, hefur rætt við stjórnendur orkufyrirtækja Ekki tilefni til heildar- hækkunar á orkuverði Forstjóri OR segir gagnkvæman skilning vera að myndast Halldór Ásgrímsson Guðmundur Þóroddsson FULLTRÚI Vinstri grænna í 19 manna nefnd- inni svonefndu, Jón Bjarnason þingmaður, skilaði inn séráliti til iðnaðarráðuneytisins vegna flutningskerfis raforkunnar. Þar segir Jón m.a. að flutningskerfið eigi skilyrðislaust að vera í opinberri eigu og arðsemiskrafa eigi aldrei að fara yfir 3%. Fellst hann ekki á hlutafélagaformið sem meirihluti nefnd- arinnar leggur til og hefur óskað eftir sam- anburði á kostum og göllum mismunandi eign- ar- og rekstrarforma flutningsfyrirtækisins sem þarf að stofna með nýjum raforkulögum eftir tilskipun ESB um aðskilnað framleiðslu, sölu og dreifingar á raforku. Jón segir VG telja að sameiginlegar auð- lindir landsmanna eigi að vera á forræði „al- mannavaldsins“. VG hafi frá upphafi varað við afleiðingum þess að tilskipun ESB um innri skipan raforkumála verði tekin upp á Íslandi. Jón segir lægri arðsemiskröfu draga úr þörf fyrir hækkun raforkuverðs á einstökum dreifisvæðum en æskilegt sé að hvergi komi til umtalsverðra hækkana. Tekur Jón undir það með meirihluta nefndarinnar að sama verð verði greitt fyrir flutning og dreifingu rafmagns hvar sem er á landinu. Verðjöfnunin verði tekin innan raforkukerfisins en ekki með sérstökum ríkisframlögum til einstakra notenda eða veitna. Fulltrúi VG skilaði séráliti DEILA hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Miðstöð heimahjúkrun- ar við forsvarsmenn Heilsugæslunn- ar í Reykjavík vegna aksturssamn- inga er enn óleyst. Kristjana Guðjónsdóttir einn af talsmönnum starfsfólksins segir samningavið- ræður undanfarnar vikur engan ár- angur hafa borið. Hún gagnrýnir hvernig stjórnendur heilsugæslunn- ar hafa haldið á málum og segir til- burði þeirra til að semja undanfarna daga einkennast af ósamkvæmni. Næsti samningafundur er boðaður á miðvikudag en Kristjana er vonlítil um að samningar náist. Heilsugæslan í Reykavík hefur sagt upp aksturssamningi við starfs- fólk í heimahjúkrun sem notast við einkabíl í vitjunum. Vilja stjórnend- ur heilsugæslunnar að fólkið sinni heimahjúkrun á rekstrarleigubílum og hafa lagt fram samning þess efn- is. Kristjana, Anna Guðrún Gunn- arsdóttir og Harpa Karlsdóttir segja samning, sem lagður hefur verið fram, ólöglegan. Þar hafi verið gert ráð fyrir að starfsfólk geti not- að rekstrarleigubílinn til einkanota sem samræmist ekki reglum um bif- reiðamál ríkisins. Í kjölfarið hafi samningnum verið breytt. Einnig gagnrýna þær að í viðtöl- um við starfsmenn hafi verið fullyrt að ekki þyrfti að borga skatt af þess- um hlunnindum. Segja þær það alls ekki standast og hlunnindaskatt ná yfir svona samninga. Reynt hafi ver- ið að villa um fyrir starfsmönnum, rökstuðningur fyrir framkvæmdinni breytist reglulega og nýjar út- færslur á samningnum séu lagðar fram vikulega. Hlúa ekki að starfsfólki Harpa segist ekki skilja af hverju forsvarsmenn heilsugæslunnar vilji frekar eiga viðskipti við bílaumboð í stað þess að hlúa að mannauði sem felist í starfsfólki heimahjúkrunar og eiga viðskipti við það. Þeir hafi lýst því yfir í viðtölum að ekkert sparist með þessu breytta fyrir- komulagi. Anna Guðrún segir akst- urssamninga klárlega hluta af starfskjörum þeirra og verið sé að rýra kjör starfsmanna með þessu tillögum. Með greiðslum fyrir vitj- anir hafi starfsmenn getað rekið eig- in bíl fyrir greiðslur frá heilsugæsl- unni. Kristjana fullyrðir að 46 starfs- menn muni hætta störfum um næstu mánaðamót gangi þetta eftir. Litið sé á þetta sem uppsögn í starfi. Skjólstæðingar þeirra taki þetta mjög nærri sér og þetta snerti yfir þúsund manns. Segir hún samning um þessar greiðslur megi rekja allt til ársins 1990 þegar heimahjúkrun fluttist frá sveitarfélögunum yfir til ríkisins. Framvísaði hún samningi máli sínu til stuðnings undirritaðan af fulltrúa fjármálaráðuneytisins og Ögmundi Jónassyni formanni BSRB. Deila um aksturssamninga vegna heimahjúkrunar í Reykjavík er enn óleyst Segja heilsugæsluna hafa lagt fram ólöglega samninga ÞAÐ hefur verið mikil vinna hjá saltfiskverkun GPG á Húsavík að undanförnu og á dögunum var sett met, hvað varðar það magn, sem fer í gegnum vinnsluna hjá fyrir- tækinu á einum degi. Fram ÞH 62 er einn þeirra netabáta sem er í við- skiptum við GPG. Á myndinni er Óðinn Sigurðsson skipstjóri hans að landa í Húsavíkurhöfn. „Já það er rétt við settum met í flatningu þegar alls fóru 65 tonn af fiski í gegnum vinnsluna hjá okkur á 8 tímum og það hefur ekki áður verið gert betur hjá GPG,“ sagði Grímur Kárason verkstjóri og taldi þá jafnvel geta gert örlítið betur, en þá þarf allt að ganga upp. Grím- ur segir að alls hafi 300 tonn af fiski komið í húsið í þessari viku og ver- tíðin virðist byrja vel. „Við fáum fiskinn af viðskiptabátum okkar, sem eru víða um landið, sendan með flutningabílum auk þess sem við eru með heimabáta í viðskipt- um. Það hefur fiskast vel á línuna hjá smábátunum hér heima og hann virðist vera að byrja að gefa sig hjá þeim í netin, sá guli,“ sagði Grímur að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Starfsmenn GPG settu met í flatningu Húsavík. Morgunblaðið. LÍÐAN konu á áttræðisaldri sem var bjargað úr reykfylltu húsi sínu á föstudagsmorgun er óbreytt. Lækn- ir á gjörgæslu segir konuna áfram þungt haldna og í öndunarvél. Óbreytt líðan eftir bruna ♦♦♦ EIN af kröfum Félags grunnskólakennara í kjaraviðræðunum við launanefnd sveitarfé- laga, sem í hönd fara, er að einhverjar reglur verði settar um stærð bekkja, en í dag er engin regla um hversu stórir bekkir mega vera. „Við gætum setið uppi með 70–80 nem- endur án þess að geta sagt múkk. Það eru allavega 900 bekkir á landinu sem vitað er að eru með fleiri en 20 nemendur,“ segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara. Lægri kennsluskylda Þá setja grunnskólakennarar kröfu um að kennsluskylda verði lækkuð og að meðallaun byrjenda hækki úr 175 þúsund krónum í 250 þúsund, eða um 43%. Finnbogi segir grunnskólakennara telja að 175 þús- und króna mánaðarlaun séu allt of lág. „Ef menn vilja manna skólana með yngra fólki hlýtur að vera nauð- synlegt að gera sæmilega við það,“ segir Finnbogi og bæt- ir við að í gegnum tíð- ina hafi verið talsvert um að ungir kennarar fari í önnur og betur launuð störf en kennslu, eftir útskrift úr Kennaraháskólan- um. „Við vorum komin rosalega aftarlega, það hefur vissulega eitt- hvað áunnist á síðustu árum, en það er bara ekki nóg,“ segir hann. Aðspurður hvort kennarar séu bjartsýn- ir að ná fram svo mik- illi hækkun fyrir byrj- endurna, segir Finnbogi að kennarar væru varla að setja fram þessa kröfu ef þeir væru ekki bjart- sýnir á að ná settu marki. „En það er alveg eftir að ræða þessi mál,“ segir hann. Samningar grunnskólans renna út 31. mars og segir Finnbogi að við- semjendur hafi einungis hist á ein- um fundi, fyrir tveimur vikum, þar sem skipst var á pappírum, en engin kynning fór fram. „Það má gera ráð fyrir að þetta fari í skoðun eftir svona viku,“ segir hann. 900 bekkir með fleiri en 20 nemendur Finnbogi Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.