Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Og hefur þú ekki verið góður drengur á meðan við vorum í skíðaferðinni, Dabbi litli.???
Kynning á MBA-námi kvenna
Nám sem hent-
ar konum vel
Í dag, á konudaginn,þykir viðskipta- oghagfræðideild Há-
skóla Íslands tilhlýðilegt
að halda kynningu á mögu-
leikum kvenna til MBA-
náms. Svafa Grönfeldt er
lektor við viðskipta- og
hagfræðideildina og hún
svaraði nokkrum spurn-
ingum Morgunblaðsins.
Hvað er hér á ferðinni,
Svafa?
„Þessi kynning, sem fer
fram í húsi Endurmennt-
unar Háskóla Íslands við
Dunhaga og hefst klukkan
2, er liður í röð kynninga á
MBA-náminu. Okkur
fannst alveg upplagt að
beina slíkri kynningu til
kvenna í tilefni af konu-
deginum og gefa konum
tækifæri til að fræðast um MBA-
námið af konum sem eru í námi,
hafa lokið náminu og/eða starfa í
tengslum við námið. Hér er bæði
um árangursríkan og skynsam-
legan kost að ræða fyrir alla þá, í
þessu tilviki konur, sem vilja efla
sig enn frekar í starfi eða breyta
um starf og takast á við algerlega
nýja hluti. Jafnvel í störf sem fólk
taldi áður ekki koma til greina,
meðal annars krefjandi stjórnun-
arstörf.“
Þú segir að þetta sé árangurs-
ríkt og skynsamlegt...
„Já, tvímælalaust. MBA er ein-
mitt nám sem hentar konum sem
komnar eru með fjölskyldu alveg
sérstaklega vel. Í MBA-námi er
óþarfi að rífa sig upp og flytja ut-
an til að mennta sig, og koma
þannig róti á fjölskylduna. Námið
stendur yfir tvisvar í viku eftir
vinnutíma, í fjóra tíma í senn.
Þetta er skipulagt þannig að fólk
getur stundað sína vinnu. Reynd-
ar er þetta gífurleg vinna og er
reiknað með að hver og einn leggi
fram 25 til 35 klukkustunda vinnu
í hverri viku, þannig að það reynir
vissulega á skipulagshæfileika
hvers og eins og samvinnuhæfi-
leikana á heimilunum. En fólk er
að standast þetta og flestir fara í
gegnum námið með miklum glans.
Og já, þetta er skynsamlegt nám.
Þetta eykur sóknarfæri þeirra og
það smellpassar við umræðuna
um að konur komist ekki í bestu
störfin. Ég ætla ekki að gera lítið
úr þeirri umræðu en það er undir
okkur konum komið að skapa okk-
ar tækifæri og ryðja þeim hindr-
unum frá sem kunna að vera í vegi
okkar eða dætra okkar hvað
starfsframa varðar. MBA-nám
færir konum oft bæði það sjálfs-
traust og þann orðaforða sem þær
þurfa til að sækja í þau störf sem
þeim þótti áður utan seilingar.“
Segðu okkur eitthvað frá kynn-
ingunni...
„Eins og ég gat um áðan, þá
verða þarna konur sem ýmist
stunda námið um þessar mundir,
hafa lokið náminu eða starfa í
tengslum við það. Það eru fimm
konur sem þarna koma og segja
frá reynslu sinni, Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri
Talnataka, Guðrún
Rakel Guðjónsdóttir,
sviðsstjóri hjá Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi, Guðrún Pálsdóttir,
MBA-nemi og sölu- og markaðs-
stjóri hjá PharmaNor, Ingibjörg
Óðinsdóttir, MBA-nemi og ráð-
gjafi hjá IMG og Áslaug Maack
Pétursdóttir, verkefnastjóri
MBA-námsins. Nánari upplýsing-
ar er hægt að fá á slóðinni
www.mba.is.“
Verður þetta hefðbundinn fyr-
irlestrastíll?
„Nei, það vill svo til að við ætl-
um að hafa formið á þessu
skemmtilega óhefðbundið. Þetta
verða ekki stífar og formlegar
kynningar, heldur meira í ætt við
samtöl fundargesta og fyrr-
greindra kvenna. Allar konur eru
velkomnar til okkar og það stefnir
í að þetta verði lífleg og skemmti-
leg samkunda, enda eru þetta
hörkukerlingar með mikla
reynslu á bak við sig“
Því er fleygt að það sé mikill
slagkraftur í þessu MBA-námi?
„Það er alveg rétt. Meira og
minna allir kennarar viðskipta-
skorar Háskóla Íslands koma að
náminu sem er í senn mjög krefj-
andi og skemmtileg reynsla fyrir
kennara jafnt sem nemendur.
Fólkið sem kemur gerir miklar
kröfur um tengingu við atvinnu-
lífið, það eru miklar umræður og
mikil og náin samvinna. Fyrir vik-
ið verða til sterk vinabönd, MBA-
nemendur halda sambandi eftir
námið, stofna fyrirtæki saman og
leita auk þess mikið í smiðju hver
til annars eftir ráðgjöf og stuðn-
ingi.“
Samkvæmt því er mikil ánægja
með námið og kennsluna?
„Já, mjög svo. Nemendur sjálfir
koma með svo margar hugmyndir
og svo marga vinkla með sér, að
það er stöðugt verið að betrum-
bæta námið. Í hvert einasta skipti
sem nýtt námskeið byrjar þá er
það betra en það næsta því það
nýtur góðs af þeim sem voru á
undan. Svo má geta
þess, að auk þess sem
námið er lánshæft hjá
Lánastofnun íslenskra
námsmanna, þá fer
hver hópur í námsferð
að námi loknu. Einn hópurinn fór
til dæmis í viðamikla Asíuferð í
skeleggri fylgd Ingjaldar Hanni-
balssonar og var hoppað á milli
staða á borð við Malasíu og Japan
rétt eins og verið væri að skreppa
upp á Skaga. Í ferðinni voru nem-
endur að hitta forkólfa risafyrir-
tækja og fá stemmninguna beint í
æð. Menn koma úr svona löguðu
reynslunni ríkari.“
Svafa Grönfeldt
Svafa Grönfeldt er fædd í
Borgarnesi árið 1965. Hún er
BA í stjórnmálafræði frá HÍ, MA
í starfsmanna- og boðskipta-
fræði frá Bandaríkjunum og
doktor í vinnumarkaðsfræði frá
London School of Economics ár-
ið 2000. Fyrsta konan til að
gegna lektorsstöðu við við-
skipta- og hagfræðideild HÍ.
Framkvæmdastjóri hjá IMG,
móðurfélagi Gallup/Deloitte
viðskiptaráðgjafar á Íslandi.
Maki er Matthías Friðriksson
flugmaður og eiga þau tvö börn,
Viktor 10 ára og Tinnu, sem er á
öðru ári.
og koma
þannig róti á
fjölskylduna