Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Flest bendir nú til þess aðöldungadeilarþingmaður-inn John Kerry hljóti út-nefningu sem frambjóð-andi demókrata í
forsetakosningunum sem fara fram í
Bandaríkjunum 2. nóvember. Hann
hefur til þessa sigrað í 15 forkosn-
ingum af 17 og hefur tryggt sér rúm-
lega þrisvar sinnum fleiri kjörmenn
en eini raunverulegi keppinautur
hans sem eftir er, John Edwards. Sá
síðarnefndi styrkti reyndar stöðu
sína í vikunni með góðu gengi í for-
kosningum í Wisconsin og brottfalli
Howards Deans úr baráttunni. En
Kerry þykir engu að síður vera
næsta öruggur um sigurinn, að því
gefnu að ekkert stórkostlegt komi
upp á.
Næstu forkosningar verða á
þriðjudaginn í Hawaii, Idaho og Ut-
ah, og haldið verður áfram að kjósa í
hinum ýmsu ríkjum allt fram í byrj-
un júní. Búist er við að úrslitin verði
nokkurn veginn ráðin eftir annan
þriðjudag, þegar kosið verður í tíu
ríkjum sem ráða samtals einum
þriðja hluta kjörmanna á flokks-
þinginu, þar á meðal í Kaliforníu og
New York.
Uppruni Kerrys
John Kerry er nýorðinn sextugur,
fæddur 11. desember 1943. Eins og
margoft hefur komið fram í fjölmiðl-
um á Kerry meðal annars ættir að
rekja til auðugra og virðulegra fjöl-
skyldna í Nýja-Englandi. En bak-
grunnur hans er þó margbreytilegri,
því móðir hans ólst að miklu leyti
upp í Frakklandi og föðurforeldrar
hans voru gyðingar frá Mið-Evrópu
sem snerust til kaþólskrar trúar og
fluttu til Bandaríkjanna árið 1905.
Og Kerry-nafnið bendir ekki til
írskra róta, eins og margir ætla,
heldur tóku föðurforeldrar hans það
upp í stað gyðinganafnsins Kohn.
Fjölmiðlar hafa gert mikið með
það að Kerry tilheyri forréttinda-
stétt frjálslyndra auðmanna á aust-
urströndinni, en hann ólst þó ekki
upp við jafn mikið ríkidæmi og ýmsir
hafa viljað vera láta. Faðir hans
starfaði í utanríkisþjónustunni og
var ekki óvenjulega efnaður. Auðug
frænka í móðurætt lagði mikið fé af
mörkum til menntunar drengsins,
en frá tíu ára aldri sótti hann virta
heimavistarskóla í Sviss og Nýja
Englandi.
Kerry hóf nám við Yale-háskóla
árið 1962, þar sem hann gat sér orð
sem afburðamaður jafnt í íþróttum,
félagslífi og námi. Kerry tók virkan
þátt í starfi málfundafélagsins,
stýrði stjórnmálafélaginu og lék með
liði skólans í fótbolta og hokkí, auk
þess sem hann lærði að fljúga. Á
lokaárinu var hann einn örfárra til
að hljóta inngöngu í leynifélagið
Skull and Bones, sem valdi nýja fé-
laga á hverju ári úr hópi efnilegustu
nemenda skólans. Mun hann hafa
verið valinn sökum þess að líklegt
þætti að hann kæmist til metorða í
stjórnmálum. Eins og fjölmiðlar
hafa ekki þreyst á að nefna var
George W. Bush einnig meðlimur í
þessu dulúðuga félagi, en hann út-
skrifaðist úr Yale tveimur árum á
eftir Kerry.
Kerry var sem ungur maður mik-
ill aðdáandi Johns F. Kennedys, en
hann og forsetinn fyrrverandi eiga
raunar sama fangamark, JFK, þar
sem sá fyrrnefndi heitir Forbes að
millinafni. Kerry sá hinn verðandi
forseta fyrst halda ræðu á kjördag í
nóvember 1960 og tveimur árum síð-
ar komst hann í kynni við Kennedy-
fjölskylduna þegar hann var til
skamms tíma í tygjum við hálfsystur
Jacqueline Kennedy, Janet Auchinc-
loss. Hitti hann þá forsetann við
nokkur tækifæri. Til eru myndir af
þeim saman á siglingu á Narragan-
sett-flóa við Newport í Rhode Island
og að fylgjast með siglingakeppni á
sömu slóðum sumarið 1962.
Þetta ár starfaði Kerry einnig
sem sjálfboðaliði við kosningabar-
áttu Edwards Kennedy, sem þá sótt-
ist eftir sæti í öldungadeildinni. Í ít-
arlegri umfjöllun dagblaðsins
Boston Globe kemur fram að bréf
frá Kerry sé geymt í forsetabóka-
safni Kennedys og þar segi meðal
annars: „Eftir að hafa hitt þig
nokkrum sinnum í sumar [..] og haf-
andi á sama tíma unnið fyrir bróður
þinn í Massachusetts má segja að ég
sé eindreginn Kennedy-stuðnings-
maður, svo vægt sé til orða tekið.“
Hetjudáðir í Víetnam og
gagnrýni á stríðsrekstur
Þegar Kerry lauk námi við Yale
árið 1966 flutti hann útskriftarræðu
árgangsins og var þar nokkuð gagn-
rýninn á afskipti Bandaríkjastjórnar
af átökunum í Víetnam. Engu að síð-
ur ákvað hann að skrá sig í herinn að
útskrift lokinni. Af viðtölum við hann
má ráða að þar hafi bæði komið til
skyldurækni og raunsæi, enda líkur
á að hann yrði kallaður í herinn og
þá var vænlegra að hafa hlotið for-
ingjaþjálfun.
Kerry gekk til liðs við flotann og
var sendur til Víetnam í desember
1967. Skömmu síðar bárust honum
fregnir af því að náinn vinur hans og
félagi úr Skull and Bones, Richard
Pershing (hvers afi var hinn kunni
hershöfðingi sem leiddi sveitir
Bandaríkjamanna í fyrri heimsstyrj-
öldinni, John Pershing), hefði fallið í
bardaga í Víetnam, og Kerry lýsti
því í bréfum hversu mikið þau tíðindi
hefði fengið á sig.
Fyrst um sinn þjónaði Kerry um
borð í tundurspilli á Tonkin-flóa,
fjarri átökum, en tók síðan við stjórn
fallbyssubáts sem hélt uppi eftirliti á
Mekong-fljóti. Eftirlitsferðunum
fylgdi töluverð hætta, enda voru bát-
arnir auðveld skotmörk, og Kerry
var sæmdur tveimur orðum fyrir
hugrekki, auk þess sem hann hlaut
þrjú Purpurahjörtu fyrir að hafa
særst í bardögum.
Þegar Kerry kom heim frá Víet-
nam sumarið 1969 var andstaðan við
stríðið orðin veruleg í Bandaríkjun-
um. Hann hlaut lausn úr hernum í
byrjun árs 1970 og var þá kominn á
þá skoðun að hernaður Bandaríkja-
manna í Víetnam ætti ekki rétt á sér.
Hann mun hafa verið þjakaður af
minningum úr stríðinu og eins og títt
var á þessum tíma safnaði Kerry
hári. Hann gekk til liðs við samtök
uppgjafhermanna sem andvígir voru
stríðinu og gerðist einn helsti tals-
maður þeirra. Árið 1971 bar hann
vitni fyrir utanríkismálanefnd öld-
ungadeildarinnar. Þar varpaði hann
fram þessari spurningu: „Hvernig er
unnt að fara þess á leit við mann að
hann fórni lífi sínu fyrir misskiln-
ing?“ Fyrir baráttu sína gegn stríð-
inu komst Kerry á svokallaðan
„óvinalista“ Richards Nixons, þáver-
andi Bandaríkjaforseta.
Grunnur lagður að pólitískum ferli
Vorið 1970 kvæntist Kerry Juliu
Thorne, systur besta vinar síns,
Davids Thorne, en þau systkinin
voru af auðugum ættum í Nýja-Eng-
landi. Kerry og Julia eignuðust tvær
dætur, Alexöndru og Vanessu.
Félögum Kerrys var ljóst þegar á
háskólaárunum að hugur hans stæði
til frama í stjórnmálum. Eftir lausn
frá herþjónustu hóf hann að leita
fyrir sér um kjördæmi í Massachu-
setts þar sem hann gæti boðið sig
fram til þings fyrir hönd demókrata.
Í kosningunum 1972, þegar hann
hafði skapað sér nafn með barátt-
unni gegn Víetnam-stríðinu, sóttist
hann eftir sæti í fulltrúadeildinni, en
tapaði fyrir frambjóðanda repúblik-
ana.
Tapið var áfall fyrir Kerry, en
hann ákvað í kjölfarið að mennta sig
í lögum og lauk prófi í Boston árið
1976. Næstu ár starfaði hann sem
saksóknari og stofnaði síðar eigin
lögmannsstofu. En hann hafði ekki
gefið drauminn um stjórnmálaferil
upp á bátinn og árið 1981 var hann
kjörinn vararíkisstjóri í Massachus-
etts. Michael Dukakis, sem var for-
setaframbjóðandi demókrata árið
1988, gegndi þá ríkisstjóraembætt-
inu. Kerry náði kjöri til öldunga-
deildar Bandaríkjaþings árið 1984
og hefur setið þar síðan. Hann hlaut
fljótlega eftirsótt sæti í utanríkis-
málanefnd öldungadeildarinnar og
reynsla hans þaðan er talin veita
honum trúverðugleika í umræðum
um utanríkismál.
Árið 1988 skildi Kerry við Juliu
Thorne, en þá höfðu þau ekki búið
saman í mörg ár. Hann kvæntist nú-
verandi eiginkonu sinni, Teresu
Heinz Kerry, við borgaralega athöfn
árið 1995. Fyrri eiginmaður Teresu
var öldungadeildarþingmaðurinn og
tómatsósuveldis-erfinginn John
Heinz, sem fórst í flugslysi árið 1991,
en talið er að hún hafi erft um 550
milljónir dollara eftir hann.
Forsetaframbjóðandinn
Kerry var orðaður við forseta-
framboð fyrir síðustu kosningar, en
tilkynnti í byrjun árs 1999 að hann
hygðist ekki gefa kost á sér árið
2000. Hann var einnig nefndur sem
líklegt varaforsetaefni, en Al Gore
valdi sem kunnugt er annan öld-
ungadeildarþingmann, Joseph Lieb-
erman. Það var síðan í janúar á síð-
asta ári sem Kerry gerði kunnugt
um að hann sæktist eftir útnefningu
demókrata í ár.
Í stuttu máli er unnt að skilgreina
frambjóðandann Kerry sem raunsæ-
ismann á miðjunni. Hann er frjáls-
lyndur í samfélagsmálum, styður til
dæmis fóstureyðingar og réttindi
samkynhneigðra og er andvígur
dauðarefsingum, en tilheyrir íhalds-
samari væng Demókrataflokksins
þegar kemur að efnahags- og varn-
armálum.
Kerry hefur heitið því að afnema
hluta af umdeildum skattalækkun-
um núverandi forseta, nái hann
kjöri. En hann hyggst einungis
draga til baka þær lækkanir sem
koma ríkustu skattgreiðendunum til
góða og hann hefur gefið til kynna
að aðrir skattar kunni að verða
lækkaðir á móti. Hann vill jafnframt
skera niður alríkisútgjöld til að
draga úr fjárlagahallanum, sem bú-
ist er við að muni nema um 500 millj-
örðum dollara á þessu fjárhagsári.
Erfitt er að segja til um hvaða
áhrif það hefði á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna ef Kerry tæki við
forsetaembættinu. Þó þykir líklegt
að hann muni leggja meiri áherslu
en Bush á að viðhalda góðum sam-
skiptum við bandalagsríkin í Evr-
ópu. Kerry greiddi atkvæði með inn-
rásinni í Írak, en hefur gagnrýnt það
hvernig Bush-stjórnin hefur haldið á
málum síðan.
Sigurganga Kerrys í forkosning-
um demókrata hefur verið skýrð
með því að hann þyki líklegastur til
að höfða til breiðs hóps kjósenda og
leggja George W. Bush að velli. Á
hinn bóginn vilja gagnrýnendur
hans meina að hann sé heldur litlaus
stjórnmálamaður og skorti skýra
stefnu, ekki ólíkt Al Gore á sínum
tíma. Benda þeir meðal annars á að
hann hafi aðeins staðið að níu laga-
frumvörpum á löngum þingmanns-
ferli. En stuðningsmenn Kerrys
svara því til að hann hafi fyrst og
fremst beitt kröftum sínum í þinginu
að því að taka ýmis mál til rann-
sóknar á vegum þingnefnda.
Vandinn að halda dampi
Nokkrar skoðanakannanir á und-
anförnum vikum hafa bent til þess
að Kerry gæti unnið sigur á Bush í
nóvember. En margt getur vita-
skuld gerst fram að þeim tíma.
Richard Nixon sagði eitthvað á þá
leið að hættulegasti tíminn í pólitík
væri ekki á meðan krísuástand stæði
yfir, heldur að krísunni lokinni, þeg-
ar andvaraleysi gæti komið manni í
koll. Þessa dagana virðist Kerry á
góðri siglingu; hann nýtur mikillar
fjölmiðlaathygli og sigrar í forkosn-
ingum gefa stöðugan vind í seglin.
En hætt þykir við því að lægð komi í
baráttuna eftir að slagnum um út-
nefningu demókrata lýkur og Kerry
verður að gæta þess vel að halda
dampi þar til hin eiginlega kosninga-
barátta hefst í haust, eigi hann að
hafa von um sigur.
Frjálslyndur raunsæismaður
úr forréttindastétt
Fátt virðist nú geta komið í
veg fyrir að það verði John
Kerry sem tekst á við George
W. Bush um forsetaembættið
í Bandaríkjunum í nóv-
ember. Aðalheiður Inga Þor-
steinsdóttir kynnti sér ævi,
störf og stefnumál Kerrys.
Kerry slær á létta strengi á leið milli kosningafunda í flugvél sinni.
Reuters
Kerry smellir kossi á Teresu, eiginkonu sína, eftir sigurinn í Wisconsin á þriðjudag.
adalheidur@mbl.is