Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Dr. Rúnar Vilhjálmsson,prófessor í félagsfræðivið hjúkrunarfræði-deild Háskóla Íslands,hélt nýlega fyrirlestur
á fundi kollega sinna við Háskóla Ís-
lands um þróun háskólastigsins og
framtíð Háskóla Íslands. Þar bar
Rúnar Háskóla Íslands saman við
virta háskóla erlendis, bæði einka-
skóla og skóla rekna af opinberum
aðilum. Eins bar hann saman ís-
lenska skóla á háskólastigi.
Rúnar sagði tilefni þessarar um-
ræðu vera örar breytingar á
skömmum tíma á „landslagi“ há-
skólastigsins hér á landi. Jafnt skól-
um sem námsleiðum hefur fjölgað
ört á tiltölulega skömmum tíma.
Hann bendir á að Háskóli Íslands
hafi verið stofnaður 1911. Deildum
skólans fjölgaði í tímans rás og
námsleiðum. Næsta skref var stigið
1971 þegar Kennaraskóli Íslands
færðist á háskólastig og varð Kenn-
araháskóli Íslands. Háskólinn á Ak-
ureyri var svo stofnaður 1987,
Listaháskóli Íslands, Háskólinn í
Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á
Bifröst koma fram sem háskólar á
síðari hluta 10. áratugarins. 1998
runnu Íþróttakennaraskólinn,
Þroskaþjálfaskólinn og Fósturskól-
inn inn í Kennaraháskólann og nám
þeirra færðist á háskólastig. Með
nýjum lögum um búnaðarfræðslu
árið 1999 breyttist Bændaskólinn á
Hvanneyri í Landbúnaðarháskólann
á Hvanneyri og Hólaskóli (Háskól-
inn á Hólum) og Garðyrkjuskóli rík-
isins að Reykjum voru að hluta
færðir á háskólastig. Loks varð
Tækniháskóli Íslands til úr Tækni-
skólanum með nýjum lögum árið
2002.
Rúnar bendir á að þótt skólarnir
kenni sig flestir við háskóla, þá sé
mikill munur á þeim. „Þessir skólar
leggja ólíkar áherslur. Sumir ein-
beita sér að fræðslu en aðrir vilja
sinna bæði fræðslu og rannsóknum,
þó með misjöfnum áherslum. Það er
ljóst að menn hafa teygt mjög á hinu
gamla háskólahugtaki. Á örfáum ár-
um hefur það öðlast allt aðra merk-
ingu en það hafði. Í dag merkir „há-
skóli“ í daglegu tali skóla sem tekur
við stúdentum og veitir þeim
kennslu. Áður fyrr hafði háskólahug-
takið miklu þrengri merkingu og vís-
aði til fjölfaglegrar stofnunar sem
sinnti jöfnum höndum vísindastarfi
og háskólakennslu á grunn- og fram-
haldsstigi. Það var þýðing á latneska
heitinu universitas eða university á
ensku. Nú er farið að þýða það sem
rannsóknaháskóla til aðgreiningar
frá annarri skólastarfsemi á háskóla-
stigi,“ segir Rúnar.
Gæðavísar metnir
Rúnar segir að meta megi gæði
skóla út frá nokkrum lykilatriðum,
sem hann kallar gæðavísa, því þau
vísa til faglegra gæða skólanna. Rún-
ar skiptir gæðum í þrennt:
Aðfangagæði vísa til þess hve vel
starfsfólk uppfyllir hæfniskröfur og
við hve góð ytri skilyrði, svo sem
búnað og aðstöðu, skólarnir búa.
Ferilgæði vísa til þess hvort unnið
sé í samræmi við viðurkenndar við-
miðanir og kröfur, hvað varðar fram-
kvæmd og tilhögun kennslu og rann-
sókna.
Útkomugæði vísa til þess árang-
urs sem næst í kennslu og rannsókn-
um, með tilliti til þekkingar og hæfni
nemenda, og birtra rannsókna kenn-
ara.
Í samanburði skólanna segist
Rúnar styðjast mest við gæðavísa
sem tengjast aðföngunum. Þar sé
hægt að sjá ákveðið mynstur og
tengsl á milli einstakra gæðavísa, til
dæmis sé samband á milli gæða
rannsókna og kennslu skólanna.
Samanburður við þá bestu
Rúnar bar ýmsa gæðavísa Há-
skóla Íslands saman við erlenda
skóla sem teljast til virtustu rann-
sóknaháskóla heims. Þetta eru hinir
einkareknu Harvard, Princeton og
MIT í Bandaríkjunum og Oxford-há-
skóli í Englandi, og bandarísku rík-
isháskólarnir University of Calif-
ornia-Berkeley, University of
Wisconsin-Madison og University of
Michigan-Ann Arbor. Rúnar segist
hafa varpað fram þeirri spurningu
hvort Háskóli Íslands geti flokkast
sem rannsóknaháskóli?
„Það er ljóst að Háskóli Íslands
uppfyllir ýmsar viðmiðanir rann-
sóknaháskóla, en er samt töluvert
frá kjörmynd slíks háskóla. Háskól-
inn ber þó höfuð og herðar yfir aðra
íslenska skóla á háskólastigi hvað
varðar heildarumsvif og umfang og
árangur rannsóknastarfs. HÍ setur
sér það megin markmið að vera
rannsóknaháskóli og í nýrri þróun-
aráætlun fyrir skólann er stefnt að
því að hann verði rannsóknaháskóli
þjóðarinnar er standist alþjóðlegan
samanburð.“
Rúnar bendir á að flestir aðrir ís-
lenskir skólar á háskólastigi séu í
raun fagháskólar og sinni afmörkuðu
sviði kennslu og fræða. Nöfn Kenn-
araháskólans, Tækniháskólans,
Landbúnaðarháskólans, Garðyrkju-
skólans og Listaháskólans bendi til
sérsviða þeirra. Þá hafa Háskólinn í
Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á
Bifröst markað sér stöðu tengda við-
skiptalífinu. Garðyrkjuskólinn og
Háskólinn á Hólum bjóði upp á svo-
nefnt diplómanám sem ljúki með
prófskírteini en ekki háskólagráðu.
Einn mælikvarðinn sem Rúnar
tekur til skoðunar er fjöldi nemenda
sem lýkur framhaldsnámi, sem
gjarnan er rannsóknatengt, með
meistaragráðu (MA, MS eða annarri
sambærilegri) og doktorsgráðu.
Menntamálaráðuneytið hefur viður-
kennt rannsóknahlutverk Háskólans
með því að gera við hann sérstakan
rannsóknasamning, auk kennslu-
samnings. Rannsóknasamningurinn
stendur að hluta straum af kostnaði
við rannsóknir og rannsóknatengt
framhaldsnám í Háskólanum. Með
rannsóknasamningnum fá háskóla-
deildir viðbótarfjárveitingu sem tek-
ur mið af fjölda framhaldsnema sem
þreyta próf, rannsóknastigum kenn-
ara og innlendum og erlendum
styrkjum sem kennarar afla. Rúnar
segir að alþjóðlegir rannsóknahá-
skólar byggi að verulegu leyti rekst-
ur sinn á rannsóknastyrkjum sem
kennarar afla á grundvelli árangurs í
rannsóknum. Öflugt rannsóknastarf
dragi aukið fé til háskólanna og fleiri
framhaldsnema.
Misþröngar dyr
Rúnar skoðaði meðal annars
gæðavísi sem snýr að inntökuskil-
yrðum skólanna.
„Ef skóli er í þeirri aðstöðu að
geta valið úr bestu nemendurna þá
fylgir að árangur nemenda og skil-
virkni í námi verður að jafnaði meiri.
Það er samband á milli hlutfalls
nemenda sem fá skólavist og þess
hve vel nemendum gengur í nám-
inu,“ segir Rúnar. Hann bendir á að
Bandaríkjamenn séu mikil háskóla-
þjóð og hafi hæst hlutfall einstak-
linga með háskólagráðu ásamt Jap-
önum. Einkareknu bandarísku
rannsóknaháskólarnir þrír, sem
Rúnar skoðaði, hafna 80–90% um-
sækjenda, en Oxford-háskóli hafnar
65% umsækjenda.
„Þessir skólar eiga einnig sameig-
inlegt að þar eru mjög fáir virkir
nemendur, 5–10, á hvert stöðugildi
kennara. Þessi mælikvarði sýnir
ákveðna festu í rekstri deilda og al-
mennt góðan aðgang nemenda að
kennurum. Hann sýnir einnig hvað
skólarnir hafa mikla fjármuni til að
fastráða kennara, en hátt hlutfall
fastráðinna kennara og fáir nemend-
ur á fastráðinn kennara er almennt
tengt gæðum í skólastarfi.“
Eitt einkenni þeirra skóla sem
Rúnar setur í fremstu röð er mjög
hátt hlutfall fastráðinna kennara í
fullu starfi, eða um 90%. Sambærileg
tala fyrir kennara við Háskóla Ís-
lands er tæp 75%. Rúnar segir ljóst
að fremstu rannsóknaháskólarnir
vilji fastráða kennarana í fullt starf.
„Þeir vilja ekki að kennararnir séu
að skipta hollustu sinni í marga staði,
heldur hafi fyrst og fremst þennan
eina vinnustað og helgi sig starfi á
honum. Þetta gerir kleift að nýta
kennarana betur í stjórnun og
rekstri skólanna.“
Rúnar bendir á að í skólum sem
byggja mikið á stundakennurum sé
aðgangur nemenda að kennurum al-
mennt lakari, því kennararnir eru
alla jafna ekki til staðar utan
kennslustunda. Stundakennarar taki
yfirleitt ekki þátt í stjórnun deild-
arinnar og innra starfi skólans. Það
megi því telja vissan veikleika í
skólastarfi að hafa hátt hlutfall
stundakennara.
Í hinum virtu erlendu rannsókna-
háskólum er skilvirkni nemenda
mjög mikil. „Það er lítill munur á
heildarfjölda nemenda og fjölda
þeirra sem eru í fullu námi og skila
fullum afköstum. Hlutfallið er 85–
95% í þessum toppskólum.“
Rúnar segir marga þætti hafa
áhrif á skilvirkni nemenda í námi,
meðal annars námsgeta þeirra,
námsáhugi, vinna með námi og fjár-
hagsaðstæður. Að geta valið úrvals-
nemendur úr hópi umsækjenda um
skólavist sé einkennandi fyrir
fremstu rannsóknaháskólana. Fáir
nemendur á kennara geri að verkum
að kennarar eigi auðveldara með að
fylgjast með og sinna hverjum nem-
anda. Í þessum skólum sé einnig góð
aðstaða til náms og skólarnir fjár-
hagslega sterkir. Það að geta boðið
nemendum upp á styrki og aðra fjár-
hagsfyrirgreiðslu hjálpi til að skapa
skólunum sérstöðu og hvetji nem-
endur til að helga sig náminu ein-
göngu.
„Mikil vinna nemenda með námi
er einkennandi fyrir stóran hóp
nemenda á háskólastiginu hérlend-
is,“ segir Rúnar. „Það hefur margoft
verið bent á að við erum með lána-
kerfi sem krefst endurgreiðslu að
námi loknu, en mjög takmarkað
námsstyrkjakerfi. Það gæti verið
hvetjandi að vera með árangurs-
tengt styrkjakerfi fyrir háskóla-
nema. Stúdentar hafa einnig iðulega
haldið því fram að Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna veiti ekki næg
lán og að hópar nemenda fái ekki lán
fyrir raunkostnaði.“ Rúnar segir að
styrkir til rannsókna hérlendis séu
af skornum skammti og mjög erfitt
að ráða nemendur í fulla vinnu við
rannsóknir. „Nemendurnir sem við
ráðum geta sjaldnast verið í fullri
vinnu við rannsóknirnar. Þeir fá
kannski full laun í þrjá mánuði eða
hálf laun í sex. Þeir sem fá verkefn-
aráðningar eru því yfirleitt ekki með
full laun fyrir þessi störf.“
Menntunarkröfur kennara
Einn helsti mælikvarði, eða gæða-
vísir, á gæði skóla er menntun
starfsliðsins. Í alþjóðlega viður-
kenndum rannsóknaháskólum er
þess almennt krafist að prófessorar
hafi doktorspróf, stundi umfangs-
miklar rannsóknir og njóti alþjóð-
legrar viðurkenningar sem fræði-
menn, jafnvel að þeir séu í fremstu
röð sérfræðinga á sínu sviði. Eins að
þeir eigi að baki farsæla kennslu-
reynslu í grunn- og framhaldsnámi á
háskólastigi.
„Yfirgnæfandi meirihluti prófess-
ora í þessum skólum hefur sótt um
styrki til sinna rannsókna með ár-
angri, eru framarlega á sínum svið-
um. Um eða yfir 90% þeirra hafa birt
eina eða fleiri ritsmíðar, oftast fjöl-
margar, í alþjóðlega viðurkenndum
ritrýndum vísindatímaritum, eða
hafa ritað fræðibækur sem gefnar
hafa verið út hjá alþjóðlegum viður-
kenndum fræðibókaforlögum.“ Þeg-
ar ráðið er í dósentsstöður í þessum
skólum er einnig krafist doktors-
prófs, verulegs eigin rannsókna-
starfs með góðum árangri og árang-
ursríkrar kennslureynslu. Eins er
krafist doktorsprófs, þegar ráðið er í
lektorsstöður, árangursríkrar
kennslureynslu og ótvíræðrar hæfni
til sjálfstæðra rannsóknastarfa.
„Doktorsprófið er raunar skilyrði
fyrir því að fá allar þessar stöður,“
segir Rúnar. „Þessi menntunarkrafa
er ekki bundin við þessa virtu rann-
sóknaháskóla, heldur er hún einnig
regla meðal frænda okkar í Skandin-
avíu. Menn eru ekki ráðnir í fastar
kennarastöður nema með doktors-
próf.“
Mismunandi inntökukröfur
Rúnar segir nokkurn mun á op-
inberlega reknu og einkareknu al-
þjóðlegu rannsóknaháskólunum sem
hann skoðaði. Munurinn sé einkum
sá að opinberu skólarnir geri minni
inntökukröfur en þeir einkareknu.
Það helgist af þjónustuskyldu við
það ríki eða samfélag sem þeir til-
heyra. Þeir geri að vísu strangar
kröfur til stúdenta sem komi ut-
anfrá, en heimili breiðari hópi heima-
stúdenta skólavist. Höfnunarhlut-
fallið í þessum opinberu
rannsóknaháskólum er samt hátt
miðað við það sem almennt gerist
hérlendis. Í opinberu rannsóknahá-
skólunum eru fleiri virkir nemendur
á hvern kennara en í einkareknu
rannsóknaháskólunum og stærri
bekkir. Rúnar segir að hlutfall
stórra bekkja í háskólum sé gjarnan
í öfugu hlutfalli við það fjármagn
sem þeir hafa til umráða. Ef þrengi
að fjárhagnum leiti skólarnir hag-
ræðingar með fjölgun nemenda í fyr-
irlestrum. Skilvirkni nemenda í námi
sé jafnframt heldur lakari í hinum
opinberu rannsóknaháskólum en
þeim einkareknu. Rúnar telur það
athyglisvert, að á sama tíma og gæði
og árangur kennaraliðsins í opinberu
alþjóðlegu rannsóknaháskólunum sé
svipaður og í einkareknu rannsók-
naháskólunum, endurspeglist slak-
ari inntökukröfur opinberu skólanna
í slakari framvindu náms og minni
skilvirkni nemendanna.
Þjóðskólahugmyndin úrelt?
En hvernig skyldi Háskóli Íslands
standa í þessum samanburði við
skóla sem eru í fremstu röð í heim-
inum?
„Það sem er mest sláandi er höfn-
unarhlutfallið. Við erum eini skólinn
á háskólastigi sem tekur næstum
alla umsækjendur. Allir sem upp-
fylla formleg inntökuskilyrði fá
skólavist, og þeir sem ekki gera það
geta sótt um undanþágu og við tök-
um meira að segja við 57% af þeim
sem óska undanþágu. Háskóli Ís-
lands hefur um langan aldur skort
lagaheimildir til að takmarka skóla-
vist stúdenta sem sækjast eftir námi
við skólann.“
Rúnar segir dyr Háskóla Íslands
svona opnar vegna þess að skólinn
hafi verið skilgreindur sem „þjóð-
skóli“ – skóli allrar þjóðarinnar.
„Það hefur meira að segja verið til
vinnuregla um að allir geti sótt fyr-
irlestra í Háskólanum, svo lengi sem
húsrúm leyfir,“ segir Rúnar. Hann
telur að þetta hafi ákveðna ann-
marka, því það leiði á köflum til los-
arabrags á náminu og að námsum-
hverfið verði ekki eins örvandi
Ólík musteri menntunar
Háskólum hefur fjölgað ört á Íslandi á undanförn-
um árum. Dr. Rúnar Vilhjálmsson prófessor hefur
borið íslenska háskóla saman við erlenda hvað
varðar gæði og eins íslensku skólana innbyrðis.
Guðni Einarsson ræddi við dr. Rúnar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dr. Rúnar Vilhjálmsson prófessor kallar eftir skýrum viðmiðunum um gæði há-
skólastarfs, ákveðnum skilgreiningum á háskólum hér á landi og eðlilegri verka-
skiptingu á milli þeirra.
’ Það er ljóst að Háskóli Íslands uppfyllirýmsar viðmiðanir rannsóknaháskóla, en er
samt töluvert frá kjörmynd slíks háskóla. ‘