Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 23
söngsins var ég því utangarðsmaður.
Ég varð raunar nokkur utangarðs-
maður í öðrum efnum líka. Þegar ég
var að komast til vits og ára reið
pönkbylgjan yfir hér. Maður sogaðist
inn í pönkið, – viðhorf þess, sem er
hart viðhorf og reyndist mér talsvert
erfitt að losna við. Ég lá í pælingum á
borð við: „kannski vaknar maður á
morgun og kannski ekki?“ Pönkið
þýddi að maður gaf dauðann og djöf-
ulinn í allt – niðurrifshugmyndafræði
gagntekur mann og verður aðgöngu-
miði og flóttaleið fyrir uppreisnar-
gjarnan ungan mann. Fólkið mitt
hafði af þessu áhyggjur. Á þessum
„villingsárum“ kynntist ég t.d. Lalla
Johns sem þá var um tvítugt. Okkur
strákunum þótti hann svalur. Hann
spilaði billjard á billjardstofu sem við
sóttum, ég var þá fimmtán ára og við
vorum fullir aðdáunar, hann var
stælgæi og átti brennivín.
Eitt sinn þegar ég löngu seinna
var á gangi niðri í bæ og hafði gert
mynd um Húsey og hagamýs og var
að pæla í þessari nýju stafrænu
tækni hitti ég Lalla, sem alltaf heils-
aði mér mjög kumpánlega. Þá datt
mér í hug að hann væri góður kandi-
dat í mynd þar sem maður eltir við-
fangsefnið, lætur eins og maður sé
fluga á vegg.
Ég bauð Lalla upp á bjór á Keisar-
anum og hann samþykkti hugmynd-
ina. Mig langaði að kíkja inn í hans
veröld og reyndi að vera hlutlaus í
þeirri athugun. Lalli er sáttur við
niðurstöðuna, saga hans varpar ljósi
á hvernig það er að verða undir í
samfélaginu, en jafnframt sýnir hún
vel æðruleysi Lalla yfir örlögum sín-
um. Hann er andhetja sem er á viss-
an hátt hetja.
En nú hleyp ég langt yfir sögu.
Forsendan að þessu öllu var að ég
reif mig upp úr pönkdæminu og fór í
nám í kvikmyndagerð í California
College of Art.“
„Er eitthvert vit
í þessu, Toffi minn?“
Ég spyr hvað menn þurfi að hafa
til þess að ná árangri í kvikmyndalist
og öðrum listum?
„Almennt með listamenn eru þeir
uppteknir af sjálfum sér og fullir af
sársauka,“ svarar Þorfinnur. „Menn
þurfa að hafa þetta viðhorf til þess að
geta speglað samtíð sína.
Ég velti stundum fyrir mér hvort
vit væri í þessu námi og það gerðu
fleiri af mínu fólki. Ég man að ég
heimsótti Ágústu ömmu mína, sem
þá lá banaleguna á sjúkrahúsi, og
sagði henni stoltur frá skólanum og
góðum prófum mínum þar. Hún
hlustaði áhugasöm en sagði svo allt í
einu: „En Toffi minn, er nokkurt vit í
þessu?“
Skólinn sem ég lauk námi frá er
listaháskóli sem er talsvert í að ögra
viðteknum venjum, lögð var áhersla á
að fólk reyndi að brjótast út úr hefð-
inni, mikið var um alls kyns tilraunir.
Menn voru hvattir til að reyna að
vera skapandi og leita nýrra leiða.“
Heillandi líf og umhverfi í Húsey
Ég spyr um mikilvægi formfræði í
kvikmyndagerð?
„Jú það er engin spurning, gott
auga fyrir formfræði er mikilvægt í
myndmáli.
Ég bjó þar að góðri kennslu Sig-
fúsar Halldórssonar sem kenndi mér
myndlist í Langholtsskóla. Hann var
mjög góður kennari og jákvæður og
hlýr maður, okkur varð vel til vina.“
Þorfinnur kveðst hafa valið sér
Húsey og lífið þar sem sitt fyrsta
myndefni vegna þeirra áhrifa lands
og lífs sem heilluðu hann þegar hann
dvaldi þar á æskuárum.
„Ég vildi festa þetta líf og búskap-
arhætti á filmu og náði þar í skottið á
gamla tímanum, ef svo má segja. Sel-
veiðar voru þá að leggjast af, en ég
náði að festa á filmu þessa gömlu,
sérstæðu og staðbundnu aðferð við
að veiða sel tíu kílómetra uppi í landi
í beljandi jökulám. Myndina Húsey
gerði ég árið 1991 og fékk hún mjög
góða dóma og menningarverðlaun
DV. Þessi mynd opnaði dyrnar fyrir
Músamyndina. Þessar tvær myndir
voru teknar á filmu, sem er dýr að-
ferð. Þegar ég hafði fengið hugmynd-
ina að músamyndinni fór ég til út-
landa og náði þar í mestalla
peningana. Ég bjó til svokallaðan
stúf eða „trailer“ og sýndi hann á ár-
legri ráðstefnu í Amsterdam. Þar eru
jafnan samankomnir evrópskir og
amerískir dagskrárstjórar í fjóra
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 23
Enskunám
að
hefjast
Áhersla á talmál.
7 vikna námskeið.
www.enskuskolinn.is - s. 588 0303
Komdu í kunnáttumat og kannaðu málið
netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122ÁSKRIFTARDEILD