Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Anthony Minghella hefurverið á fullu við aðkynna mynd sína í Evr-ópu. Á þeysingi millikvikmynda- og verð-
launahátíða þar sem Kaldbakur hef-
ur oftar en ekki verið tilnefnd til
fjölda verðlauna. Vertíð sem hófst
vestra með Golden Globe-hátíðinni
þar sem Renée Zellweger náði í
Hnött fyrir frammistöðu sína í hlut-
verki hinnar sérvitru og skeleggu
náttúrustelpu Ruby Thewes. Þá var
ferðinni heitið til Berlínar þar sem
myndinni hlotnaðist sá heiður að
opna hina virtu Berlinale-hátíð. Svo
kom Bafta-hátíðin þar sem myndin
hlaut 13 tilnefningar, fleiri en nokk-
ur önnur þetta árið. Uppskeran
reyndist heldur rýrari þar en við
mátti búast af mynd sem skartar
svo mörgum breskum listamönnum
en Renée blessunin stóð sína plikt
og virðist nokkuð örugg um að bæta
Óskarnum í gripasafnið innan
tveggja vikna. Svo hafði akademían
breska vit á að verðlauna hreint
magnaða tónlist þeirra Gabriels
Yareds og T-Bone Burnetts við
myndina enda sannarlega um að
ræða eitthvert mesta afrek sem
unnið var á því sviði kvikmynda-
gerðarinnar á liðnu ári – frumleg,
fjölbreytt og einstaklega áhrifarík
tónlist sem vegur myndina á hærra
plan og nýtur sín jafnframt ein og
sér. Og alls staðar hefur Minghella
leikstjóri verið, ekki bara í glam-
úrnum, klæddur sínu fínasta, heldur
einnig á hverjum blaðamannafund-
inum á fætur öðrum, að ræða um
mynd sína, fram og aftur, og svara
endalaust sömu spurningunum.
Eftir mikinn eltingaleik sem stað-
ið hafði í góða viku náði blaðamaður
Morgunblaðsins loksins í skottið á
honum, ekki bókstaflega, heldur
símleiðis. Minghella var þá staddur
á Spáni en vitanlega á leið út á flug-
völl, í leigubíl, og notaði tímann til
að spjalla stuttlega við íslenska
blaðamanninn sem hann var fyrir
löngu búinn að lofa spjalli. En sam-
bandið í gegnum gsm-símana var
viðkvæmt, slitrótt. Heyrirðu í mér?
Viltu endurtaka? Nú heyri ég ekk-
ert. Ertu þarna? Hvar var ég? Já,
það sem ég var að segja …
Svaka stress. En maðurinn samt
áberandi hæglátur og kurteis, lét
sér fátt um finnast þótt erfiðlega
gengi að landa spjallinu. Var þol-
inmæðin uppmáluð og hringdi bara
alltaf aftur og aftur.
Lúffaði eins og Fellini
Því lá einhvern veginn beint við
að spyrja kvikmyndagerðarmann í
þessari erilsömu stöðu hvernig hann
kann við sig. Hvernig hann kann við
að þurfa að eyða svo miklu púðri í að
fylgja myndum sínum eftir?
„Satt best að segja lofaði ég sjálf-
um mér því sem ungur maður að
taka aldrei þátt í slíku. Rétt eins og
Fellini. En ég lúffaði líka eins og
Fellini. Lærði fljótt inn á að þetta er
svo mikilvægur hlekkur í kvik-
myndaiðnaðinum, að fylgja mynd-
unum eftir. Kenna þeim að tala og
ganga.
En þessar uppeldiskröfur kvik-
myndaiðnaðarins hafa samt ekki
breytt afstöðu Minghella.
„Ef ég mætti ráða þá myndi ég
ekki segja eitt aukatekið orð um
myndir mínar eftir að hafa lokið við
gerð þeirra. Kæri mig lítið um að
þurfa að útskýra þær. Finnst að þær
eigi að segja sig sjálfar.“
Hann samsinnir blaðamanni þeg-
ar hann veltir upp þeim möguleika
hvort endalaust blaður og grein-
ingar á kvikmyndum svo skömmu
eftir afhjúpun þeirra geti hugs-
anlega skaðað upplifun áhorfand-
ans. „Því minna sem ég veit um þær
myndir sem ég sé, því betur er ég í
stakk búinn til að melta þær og
mynda mér skoðun. Það er svo ekki
fyrr en ég er búinn að sjá þær sem
ég er tilbúinn til að kynna mér við-
horf annarra og útskýringar kvik-
myndagerðarmanna og leikara á
verkinu.“
Ein er sú spurning sem brunnið
hefur á vörum flestra sem rætt hafa
við Minghella síðustu vikurnar, og
það eðlilega, en hún er hvort það
hafi valdið honum og öðrum að-
standendum vonbrigðum að myndin
skuli ekki hafa fengið fleiri „stórar“
Óskarsverðlaunatilnefningar, en
þótt hún hafi verið tilnefnd til heilla
sjö verðlauna var hún sniðgengin í
flestum stærstu flokkunum eins og
besta myndin, besti leikstjórinn og
besta handrit.
En Minghella virðist taka því
„áfallinu“ af heimspekilegri ró.
„Þetta er afstaða hinnar banda-
rísku akademíu, fjölda manns, og
hana ber að virða eins og alla aðra
afstöðu. Því fer fjarri að mér finnist
velgengni á Óskarnum varða líf og
dauða. Framleiðendurnir hafa meiri
áhyggjur af slíku. Svo framarlega
sem ég get verið stoltur af verki
mínu og áhorfendur taka því vel er
ég sáttur. En það breytir því ekki að
ég er leiður fyrir hönd hinna sem
komu að myndinni og skiluðu frá-
bæru verki án þess að fá þá við-
urkenningu sem felst í tilnefningu.
En að sama skapi samgleðst ég
Jude Law, Renée Zellweger og öll-
um þeim sem fengu tilnefningu.“
Hafnað vegna stríðsádeilu?
Sú kenning hefur verið sett fram
að meginástæðan fyrir því að Kald-
bakur hlaut ekki náð fyrir augum
Óskarsakademíunnar hafi sitthvað
með ranga tímasetningu að gera.
Þ.e. að mynd sem hafni með svo af-
dráttarlausum hætti stríðsbrölti eigi
ekki séns nú þegar bandarísk
stjórnvöld eiga fullt í fangi með að
verja innrás sína í Írak. Minghella
segist kannast við slíkar kenningar
og gefur lítið fyrir þær, tekur hvorki
undir þær né hafnar. En bætir svo
við að í sínum huga sé myndin hreint
engin stríðsádeila.
„Nei, ég hef aldrei litið þannig á
hana. Miklu heldur finnst mér
myndin boða frið en mótmæla stríði.
Þetta er friðelskandi fólk, sögu-
hetjur myndarinnar, sem vill fá að
lifa í friði og ró, lifa sínu lífi án af-
skipta annarra. En Inman (sögu-
hetjan) er alveg á því hversu miklu
máli þetta stríð skipti, eða taldi sig
vita það áður en hann stóð augliti til
auglitis við tilgangsleysið og só-
unina á vígvellinum.“
Ekki mynd um borgarastríðið
Það vekur nokkra athygli að Breti
skuli taka að sér að fjalla um það
heilagasta af öllum heilögum tíma-
bilum í sögu Bandaríkjunum, borg-
arastríðið. En inntur eftir ástæðu
ber hann til baka þá fullyrðingu að
myndin sé um borgarastríðið.
„Það var í það minnsta ekki sá
þátturinn sem ég heillaðist af við
söguna, heldur voru það Ódysseifs-
minnin. Sagan af hinni fjarlægu tak-
markalausu ást sem ekkert vinnur á.
Fólk sem lifir á umrótstímum þegar
keppst er við að draga allt og alla í
dilka. Fólk sem ákveður að gefa öllu
slíku langt nef, stéttum, stöðu og
öðru, til að fá að lifa í sátt og friði
með gjöfum náttúrunnar. Banda-
ríkjamenn hafa verið alltof upptekn-
ir af borgarastríðinu satt best að
segja, enda er það þeim greinilega
enn mjög ofarlega í huga. Á meðan
Evrópubúum, með sína ríku og
löngu sögu, hefur tekist að greina
hana frá nútímanum og virðast ekki
eins háðir fortíðinni eru Bandaríkja-
menn enn afar uppteknir af sinni
stuttu sögu og þeim fáu en djúpu
sárum sem hún hefur að geyma.“
Aðspurður segist hann ekki hafa
lent að neinu ráði í hinum miklu
borgarastríðssérfræðingum banda-
rísku, „blessunarlega“, enda séu
þeir býsna harðir í horn að taka.
„Við sáum líka til þess að ekki yrði
hægt að góma okkur í landhelgi út af
einhverju slíku, búningum, sögu-
staðreyndum eða öðru slíku. Feng-
um aðstoð frá nokkrum úr þeirra
liði.“
Vaðið í fang dauðans
Upphafsatrið í Kaldbaki er eitt-
hvert það áhrifaríkasta sem sést
hefur. Í senn hrottafengin og næsta
ljóðræn lýsing á þeirri ringulreið
sem ríkir á vígvellinum.
„Ég leitaðist þar við að draga
fram í sviðsljósið hvað það var sem
fékk Inman, þennan annars trygg-
lynda og hlédræga mann, til að vilja
segja skilið við stríðið,“ skýrir
Minghella.
Og honum tekst líka gríðarlega
vel upp við að draga skýrum línum
hvílíkar hörmungar þetta voru,
þessa botnlausu vanvirðingu fyrir
mannslífinu og óstjórnlegu rökleysu
sem það er að vaða fús í opið fang
dauðans.
„Ég lagði mig mjög eftir því að
draga upp mynd af hinum óbreyttu
hermönnum, að þetta hafi verið
þeirra stríð. Engir herforingjar,
engir liðsstjórar, engin hernaðar-
áætlun, bara það að finna næsta
andstæðing og myrða hann, sem
flesta, helst alla. Það átti atriðið að
ganga út á og gerir.“
Um leið og Minghella undir-
strikar þesar hörmungar stríðsins
eru myndirnar er hann dregur upp
einkar listrænar, vel stílfærðar og
litanotkunin úthugsuð sem málverk
væri. Minghella segist ekki vísvit-
andi hafa verið að reyna að skapa
einhverja ljóðræna stemmningu í
kringum þessa sláandi bardagasenu
en segir þó flest atriðin hafa komið
til sín í draumi eftir að hafa lesið
bókina og velt þessu fyrir sér fram
og aftur. Hann naut þar mikillar að-
stoðar kvikmyndatökumannsins
síns, auk þess að sækja í nýrri mál-
verk er tengjast baráttu verkalýðs-
ins.
Lítil og stór aðalhlutverk
Þá vikum við talinu að leikurunum
og fannst blaðamanni ekki hjá því
komist að geta óvenjuglæsilegs leik-
araliðs, allt frá stærstu hlutverkum
niður í þau minnstu; Jude Law, Nic-
ole Kidman, Renée Zellweger, Phil-
ip Seymour Hoffman, Brendan
Gleeson, Eileen Atkins, Natalie
Portman, Giovanni Ribisi, Donald
Sutherland, Ray Winstone, Kathy
Baker og Jack White (úr The White
Hægláti kvikmynda-
gerðarmaðurinn
Leikstjórinn Anthony Minghella um einn eftirlætis leikara sinn Jude Law sem leikur Inman: Jude er svo yfirmáta ná-
kvæmur og fær, en ekki bara það heldur býr yfir útgeislun sem fáir af hans kynslóð geta jafnað.
Hann sem aldrei ætlaði að tala um myndir sínar við neinn. Þarna sat
Anthony Minghella í leigubílnum og var að veita sitt trilljónasta viðtal þann
daginn. Með Skarphéðin Guðmundsson á viðkvæmri farsímalínunni að tala
um nýjustu mynd sína, Kaldbak, svikin loforð sín og Fellinis, snilligáfu Judes
Laws og löngunina til að gera litla mynd.
Bardagasenurnar í Kaldbaki eru átakanlega raunsannar og blóði drifnar.