Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 27
Stripes). Það liggur í augum uppi að
Minghella gat fengið hvern sem
hann vildi. Og ekki gat hann neitað
því. Segir alla leikarana hafa verið
efst á óskalistanum.
„Það sem gerði gæfumuninn,“
skýrir hann hógvær, „var hversu
girnileg öll hlutverkin voru og gilti
þar einu hvort um var að ræða stór
hlutverk eða lítil. Vegna eðlis sög-
unnar og uppbyggingar gat ég lofað
öllum að þeir fengju að njóta sín,
sama hversu mikið vægi þeir hefðu í
myndinni. Sjáðu t.d. hlutverk Hoff-
mans, Portmans og Ribisis. Þau
þurftu ekki að eyða nema hálfum
mánuði í að afgreiða þau en samt
sem áður eru þau mjög áberandi í
myndinni og fá úr mjög miklu að
moða. Þegar slíkt er í boði er erfitt
að segja nei.“
Það er lúin lenska þegar rætt er
við kvikmyndagerðarmenn og leik-
ara um samstarfsfólkið að allir hafi
staðið sig frábærlega og séu í alla
staði hinir mestu snillingar. En
blaðamaður gat ekki annað en lagt
meiri trúnað í ummæli Minghellas
um Jude Law, svo sannfærandi var
hann og sterkorður um leikarann og
landa sinn.
„Ég hef unnið með honum áður
(Talented Mr. Ripley) og virði hann
mikils. Jude er svo yfirmáta ná-
kvæmur og fær, en ekki bara það
heldur býr hann yfir útgeislun sem
fáir af hans kynslóð geta jafnað. Oft
er sagt að engir séu fremri breskum
leikurum í að tala á meðan banda-
rískir leikarar eru bestir í að tjá og
túlka. Persóna Judes, Inman, er það
fámáll að sumir töldu að ég þyrfti að
fá bandarískan leikara í hlutverkið.
En ég hafði fulla trú á Jude því hann
er einn af fáum leikurum í heiminum
sem búa yfir þessum kostum hvorra
tveggja, breskra og bandarískra
leikara. Jude er leikari sem hefur og
á eftir að virka vel í Hollywood. Og
sýnir það enn í Kaldbaki þar sem
hann býr til þessa áhugaverðu og
innihaldsríku persónu með andlits-
dráttunum einum.“
En hversu auðvelt átti Law með
að temja sér þennan sterka suðræna
hreim?
„Hann kom fljótt. Leikarar fá
voðalega mikið út úr því að leika
með hreim. Hreimur er líka svo gott
hjálpartól, hef ég tekið eftir. Um leið
og leikari er búinn að ná hreimnum
er hann búinn að fatta persónuna og
skapa hana. Það er mín reynsla.“
Aðspurður hvernig honum litist á
ef svo færi að þessi eftirlætisleikari
hans yrði næsti Bond svaraði
Minghella á diplómatískan máta –
„hann getur gert allt sem hann tek-
ur sér fyrir hendur“ – en gaf svo
hálfpartinn í skyn að sér þætti það
þó viss sóun á góðum og fjölhæfum
leikara ef hann verði stærstum hluta
ferilsins í að leika hasarmyndahetju
á við James Bond.
Minghella-ísinn
Anthony Minghella verður fimm-
tugur á árinu. Fæddur í Bretlandi
en er þó af ítölsku bergi brotinn, af
frægri ísgerðarfjölskyldu. Áður en
hann sneri sér að kvikmyndagerð
kenndi hann leikhúsfræði við Hull-
háskóla. Fyrst um sinn skrifaði
hann einungis handrit og leik-
húsverk og gat sér m.a. orð fyrir
skrif sín fyrir sakamálaþættina um
Morse lögregluvarðstjóra. Hann
hlaut mikið lof fyrir fyrstu kvik-
mynd sína sem hét Truly, Madly,
Deeply og færði honum BAFTA-
verðlaun fyrir besta handritið. En
það var fyrir The English Patient
sem Minghella hlaut heimsfrægð,
ekki síst eftir að kvikmyndin hafði
unnið til alls níu Óskarsverðlauna
árið 1996, þ.m.t. valin besta myndin
og Minghella besti leikstjórinn.
Minghella á og rekur ásamt banda-
ríska leikstjóranum Sidney Pollack
Mirage-kvikmyndafyrirtækið sem
framleiddi m.a. Hægláta Ameríku-
manninn og nýverið var Minghella
skipaður forseti Bresku kvikmynda-
stofnunarinnar.
Hundleiður á stórmyndum
Kaldbakur er þriðja kvikmynd
Minghellas í röð sem byggist á
þekktri skáldsögu, hinar eru Ósk-
arsverðlaunamyndin The English
Patient og Talented Mr. Ripley. Til-
viljun eða sérstakt áhugamál?
„Ég veit þú trúir mér ekki, en
þetta er algjör tilviljun. Ég er
reyndar hættur að trúa því sjálfur
núna eftir þrjár myndir í röð. Það
hlýtur að vera eitthvað við að búa til
kvikmyndagerðir úr skáldsögum
sem höfðar svona sérstaklega til
mín. Verð að horfast í augu við það
núna. En eftir hverja mynd hef ég
samt verið harður á að gera eitthvað
annað, eitthvað frumsamið – og
klikkað svo á því þegar ég hef fallið
fyrir bókinni. En núna ætla ég að
standa við það. Ég er orðinn hund-
leiður á því að gera svona stórar
myndir. Ofbýður eiginlega hversu
mikið fyrirtæki síðustu myndir hafa
verið. Næst langar mig ekkert
meira en að hafa betri yfirsýn, koma
að fleiri þáttum kvikmyndagerð-
arinnar. Þess vegna verð ég að gera
litla mynd og þarf. Eitthvað alveg
berskjaldað og hrátt. Ekki beint
dogma, en því sem næst, jafnvel
frumsamið eða næstum spunnið.“
Nicole Kidman og Jude Law: Leikaraliðið í Kaldbaki er með því glæsilegra sem gerist enda segir
Minghella að óvenju margir hafi fengið tækifæri til að njóta sín. skarpi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 27
O
D
D
I H
Ö
N
N
U
N
K
71
79
VIÐ LEIKUM ÚT
ÞREMUR TROMPUM
Tromp nr. 1
Nýr farsími frá Siemens, C60.
Stór litaskjár
Útskiptanlegar hliðar
MMS
GPRS
WAP
250 klst. rafhlaða
85 g.
Tengjanlegur við myndavél
Fjöltónahringingar o.fl.
Verð: 15.500 kr. stgr.
Tromp nr. 2
Gólflampar frá Aneta.
Gólflamparnir frábæru, sem seldust upp fyrir jólin,
eru komnir aftur. Pantanir óskast sóttar.
Vandaðir lampar með mjög góða lýsingareiginleika.
Uppljós og lesljós.
10% afsláttur af öllum gólflömpum til loka febrúar.
Tromp nr. 3
Skotsilfursparandi rýmingarsala.
Við hreinsum nú til hjá okkur til að rýma fyrir nýjum
vörum. Seljum í mismiklu magni með verulegum
afslætti ýmsar gerðir heimilistækja frá Siemens og
margvíslega lampa.
Þið getið gert kjarakaup, ef þið verðið bara nógu snögg
að koma koma til okkar. Eitthvað óvænt á hverjum
degi til og með laugardeginum 28. febrúar.
Láttu sjá þig hjá okkur.
Það margborgar sig.