Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 28
28 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kaldbakur – Cold Mount-ain, sem hefur göngu sínaí Háskólabíói og Sambíó-unum um helgina, er einaf svipmestu og virtustu
stórvirkjunum á síðasta ári í kvik-
myndaheiminum. Byggð á verðlauna-
og metsölubók Charles Frazier og
gerð undir handleiðslu Óskarsverð-
launaleikstjórans og handritshöfund-
arins Anthonys Minghella, sem laðaði
að sér frábæra samstarfsmenn
beggja vegna myndavélarinnar. Hún
er löng í mínútum talið (155), en er ein
þeirra safaríku gæðamynda sem
flestir bíógestir vilja lengri.
Höfundurinn
Kvikmyndin Kaldbakur – Cold
Mountain – er byggð á samnefndri
skáldsögu Charles Fraziers, fyrrver-
andi háskólaprófessors sem varði
doktorsritgerð í heimspeki 1986.
Kenndi síðar enskar bókmenntir við
Háskóla Norður Karólínuríkis áður
en hann tók sér fimm ára frí til að kafa
ofan í sögu forfeðra sinna í þrælastr-
íðinu. Afraksturinn var stórkostleg,
söguleg skáldsaga sem vann það ótrú-
lega afrek að sitja 45 vikur á metsölu-
lista The New York Times og vinna til
hinna virtu The National Book Aw-
ards árið 1997. Árangurinn er enn
glæsilegri í ljósi þess að bókin er
frumraun höfundarins, sem áður
hafði sent frá sér smásögur og ferða-
pistla. Menntamaðurinn Frazier not-
aði hinsvegar fé sitt og frægð til að
gerast hestabóndi – að hætti forfeðr-
anna, rótgróinna Suðurríkjamanna.
Lokakaflinn hefst í borgarastyrj-
öldinni, þrælastríðinu í Banda-
ríkjunum (1861-1865). Suðurríkjaher-
maðurin Inman (Jude Law), sem er
m.a. búinn að lenda í mannskæðum
stórorrustunum við Petersburg og
Fredericksburg, er að gróa sára sinna
á hersjúkrahúsi sunnanmanna er
hann ákveður að nóg sé komið af til-
gangslausum drápum og heldur
heimleiðis. Í átt til héraðsins við ræt-
ur fjallsins Kaldbaks í órafjarlægð
Norður-Karólínu. Þar vonar hann að
Ada (Nicole Kidman), konan sem
hann elskar, bíði hans á bóndabýli
föður hennar. Við tekur margra mán-
aða þrautaganga hermannsins sem er
réttdræpur í augum Norðurríkja-
manna og liðhlaupi frá sjónarhorni
eigin stríðsbræðra. Hætturnar leyn-
ast því við hvert fótmál, Iman verður
að halda sig fjarri alfaraleiðum og
hafa í sig og á í héruðum mergsognum
af langvarandi stríðsrekstri. Hann
kynnist þverskurði landa sinna í
göngunni, jafnt góðum sem vondum.
Á meðan hefur borgarbarnið Ada tek-
ið við búrekstrinum er faðir hennar
fellur frá, en notið ómetanlegrar
hjálpar náttúrubarnsins Ruby (Ren-
ée Zellweger). Hún hefur átt við mót-
læti að stríða, en lifir í voninni um
endurfundi við Inman.
Söguslóðirnar í dag?
Þess ber fyrst að geta að Kaldbak-
ur er ekki tekinn á söguslóðum í
Norður-Karólínu og nágrenni. Ming-
hella og framleiðendur myndarinnar
mynduðu þess í stað í afskekktum
sveitahéruðum Rúmeníu. Þar svipar
landslaginu til nágrennis Kaldbaks,
og er tiltölulega ósnortið.
Á sveitavegum Bláfjallgarðs – Blue
Ridge Mountain, þar sem Kaldbakur
teygir sig upp í svipaða hæð og
Heimleiðin löng
Smábærinn hlýlegi við rætur Kaldbaks.
gamla skógartroðninga og fjallastíga.
Fjallið og umhverfi þess er nánast
óbyggt, og aðeins á færi þaulreyndra
fjallamanna að reyna að ná 2.000
metra háum toppi Kaldbaks. Hita-
lækkunin nemur um 1°C., á hverja
100 metra, slóðirnar eru óglöggar, illa
merktar og villugjarnar. Frá því að
kvikmyndin var frumsýnd hafa hjálp-
arsveitirnar í héraðinu verið kallaðar
út í nokkur skipti til að aðstoða óvana
bíógesti sem heilluðust fram úr getu
af kvikmyndinni og óttast sveitar-
menn að slíkum hrakfallabálkum
fjölgi mjög er tekur að hlýna með vor-
inu. Þannig er nútíminn.
Art Loeb slóðin er aðalleiðin á fjall-
ið og hefst við bæinn Sunburst í N-
Karólínu. Hún liðast upp vesturhlíð-
arnar, allt á toppinn og er hæðarmun-
urinn um 1.000 metrar. Leiðin er löng
og ströng, en geysifögur á öllum árs-
tíðum og útsýnið mikilfenglegt. En
það er ekkert líkt því sem ber fyrir
augun í Kaldbak. Þegar Minghella og
Ferretti, útlitshönnuðurinn frægi,
fóru að líta á tökustaði sáu þeir sér til
skelfingar að skógarhögg og hnetu-
vinnsla er búin að stórskaða uppruna-
legt útlit landslagsins.
Þeim félögum fannst landssvæðið
fagurt og tilkomumikið en skarð var
hoggið í gróðurríkið og fátt bygginga
uppistandandi frá sögutímunum á 19.
öld. Þeir enduðu leitina í Karpatafjöll-
unum í Rúmeníu þar sem náttúran er
tiltölulega ósnortin og tilkomumikið
skógarþykknið í fjallahlíðum minnir á
landslagið í sögu Fraziers. Kaldbakur
– Cold Mountain var fundinn.
Öræfajökull, má enn greina merki um
heimferð Suðurríkjahermannsins Im-
ans. Því víða prýða gulir borðar póst-
kassana við heimreiðina. Þjóðarsiður
og alamerískt tákn um að íbúarnir
bíði enn heimkomu hermanna sinna
úr Borgarastyrjöldinni (sem öðrum
hernaði) – sem lauk fyrir 140 árum.
Í fjöllunum í nágrenni Kaldbaks er
ekki lengur að finna Geitakonuna
góðu, en þar er fjöldi harðgerðra
fjallakvenna sem enn lifa af landinu;
rækta illskeytta víghana sem fluttir
eru út um allan heim. Og fjöllin sjálf
eru á sínum stað í víðáttumiklum
Pingah þjóðgarðinum. Þeirra á meðal
Kaldbakur sem setur mikinn svip á
umhverfið og er sýnilegur frá mörg-
um og fjarlægum sjónarhornum.
Ef maður vill setja sig í fótspor In-
mans er nauðsynlegt að leita uppi saebjorn@mbl.is
Auk ofangreindra aðalpersónanna
þriggja, er Kaldbakur þéttskipuð vel
mótuðum og litríkum aukapersónum
sem koma við sögu Ódysseifskviðu
Inmans og búskaparbasls kvenn-
anna. Þær eru undantekningarlaust
túlkaðar af óaðfinnanlegum, völdum
hópi skapgerðarleikara. Þessar helst-
ar:
Stobrod Thewes (Brendan Gleeson).
Kotbóndi og drabbari, faðir Ruby.
Lúrir á mannkostum og hæfileikum
sem koma í ljós er líður á myndina.
Sally Swanger (Kathy Bates).
Bóndakona og góður granni Ödu.
Veasy (Philip Seymour Hoffman).
Kvensamur pokaprestur og lítilmenni
sem lendir í slagtogi með Inman um
sinn.
Séra Monroe (Donald Sutherland).
Faðir Ödu. Prestur og heldri borgari í
Charleston. Flytur til fjalla úr borginni
af heilsufarsástæðum.
Sara (Natalie Portman) Kornung
ekkja sem Inman kemur óvænt til
hjálpar er Norðurríkjamenn hyggjast
láta greipar sópa um kotið.
Junior (Giovanni Ribisi) Dusilmenni
sem dregur fram lífið við þjóðgötuna
ásamt hyski sínu (eiginkonu og ver-
gjörnum mágkonum), á ódæð-
isverkum.
Teague (Ray Winstone) Suður-
ríkjamaður, illmenni sem fer fyrir
heimavarnarliðinu í héraðinu við
Kaldbak. Með annað augað á Ödu,
hitt á liðhlaupum og norðanmönnum.
Geitakonan (Melora Walters) Einbúi
og grasalæknir sem lifir af landsins
gæðum og geitunum sínum í óbyggð-
um fjallanna. Kemur Inman til bjargar.
Helstu kvikmyndagerðarmenn
Leikstjóri og handritshöfundur:
Anthony Minghella (Mr. Wonderful,
The English Patient (Óskar), The Tal-
ented Mr. Ripley.)
Kvikmyndatökustjóri: John Seale
(The English Patient (Óskar), Dead
Poets’ Society, Witness, Rain Man,
Gorillas in the Mist.)
Tónlist: Gabriel Yared. (The English
Patient (Óskar), The Talented Mr.
Ripley, City of Angels)
Klipping: Walter Murch (Julia, The
Conversation, Apocalypse Now, The
Godfather Part III., The English Pat-
ient (Óskar). )
Útlitshönnuður: Dante Ferretti (Ad-
ventures of Baron Munchausen,
Hamlet, Age of Innocence, Interview
with a Vampire, Kundun, Gangs of
New York) – hlaut Óskarsverðlauna-
tilnefningu fyrir þær allar.)
Renée Zellweger (besta leikkona í
aukahlutverki) og Gabriel Yared (tón-
list), hlutu BAFTA verðlaunin um síð-
ustu helgi.
Aðrar persónur
Bollan á kr.
Í dag
Nettó Akureyri - Akranesi
Mjódd - Salavegi Kópavogi
AUKINN
KAUPMÁTTUR
Nettó vinnur
að bættum
hag heimilanna...
...til langs tíma!
BOLLUTILBOÐ!
Á
S
P
R
E
N
T