Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GRADUALEKÓR Langholtskirkju flytur Gloriu eftir Vivaldi í Lang- holtskirkju kl. 17 í dag. Kammersveit sem að hluta til er skipuð fyrrverandi „Gröllurum“ leikur með. Konsert- meistari verður Helga Þóra Björg- vinsdóttir sem er að ljúka námi frá Listaháskóla Íslands. Einsöngvarar eru allir úr röðum kórfélaga, Auður Albertsdóttir, Ásdís Eva Ólafsdóttir, Ingibjörg Friðriksdóttir, María Vig- dís Kjartansdóttir, Þorgerður Edda Hall og Þóra Sif Friðriksdóttir. Glorian og Árstíðirnar eru þau verk sem „Rauðhærði presturinn“ Vivaldi er þekktastur fyrir og oftast eru flutt. Glorian er samin fyrir blandaðan kór og hefur margsinnis verið flutt hérlendis. Það er sjaldgæf- ara að heyra verkið í flutningi barna- kórs, en útsetningin er eftir Louis Pichierri (f. 1917) sem var tónlistar- skólastjóri og hljómsveitarstjóri í New Hampshire. Gradualekórinn flutti verkið fyrir tíu árum ásamt Unglingakór Selfosskirkju. Á fyrri hluta tónleikanna munu nemendur söngdeildar Gradualekórsins syngja einsöng. Kórfélögum hefur um margra ára skeið verið gefinn kostur á söngnámi á vegum kórsins. Sl. haust var námið aukið og tekin upp kennsla í tónfræðum og geta nem- endur nú lokið grunnnámi í söng. Auk einsöngvaranna í Gloriunni syngja eftirtaldir á tónleikunum: Aðalbjörg Rósa Indriðadóttir, Andri Björn Róbertsson, Auður Anna Kristjánsdóttir, Ásdís Björg Gestsdóttir, Guðný Debora Jóhanns- dóttir, Guðrún M. Sigurbergsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Snædís Snorradóttir. Kennarar við söngdeildina eru Harpa Harðardóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sesselja Guðmunds- dóttir. Stjórnandi og undirleikari er Jón Stefánsson. Morgunblaðið/Sverrir Jón Stefánsson æfir Gradualekórinn í Gloríu eftir Vivaldi. Gradualekór Lang- holtskirkju flytur Gloriu eftir Vivaldi Á NÆSTU tónleikum í Kamm- ermúsíkklúbbnum verða flutt þrjú verk eftir þá Friedrich Kuhlau, Jo- hann Sebastian Bach og Johannes Brahms. Tónleikarnir eru sem fyrr í Bústaðakirkju kl. 20 í kvöld, sunnudagskvöld. Flytjendur eru Martial Nardeau, Greta Guðna- dóttir, Zbigniew Dubik, Guð- mundur Kristmundsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt tvö verk: Kvintett fyrir flautu, fiðlu, tvær víólur og selló í A-dúr, op. 51,3 í fjórum köflum eftir Friedrich Kuhlau (1786– 1832). Friedrich var þýskur en flúði frá Hamborg til Kaup- mannahafnar undan herjum Napóleons árið 1810. Þar festi hann rætur og varð, ásamt C.E.F. Weyse, mikilvægasta tónskáld Dana á mótum klassíska og róm- antíska tímabilsins. Eftir hann liggja verk af öllu tagi öðru en kirkjutónlist, en meðal vinsælustu og best þekktu verka hans eru sönglögin í Elverhøj eftir Heiberg, sem hefur svipaða stöðu í danskri þjóðarsál og Skugga-Sveinn hér. Næst kemur verk eftir Bach, Fúga nr. 8. í Es-dúr úr Das Wohltemper- ierte Klavier. Verkið er umskrifað fyrir strengjatríó af W.A. Mozart, K. 404. Mozart kynntist Bach fyrir tilviljun í kringum 1880. Þar var í Vínarborg staddur tónlistar- áhugamaðurinn van Swieten bar- ón. Á hverjum sunnudegi spilaði hann kammermúsík með tveimur vinum sínum; stundum bættist Haydn eða einhver annar fiðlari í hópinn til að spila kvartett, ellegar Mozart sem þá spilaði á píanó. Van Swieten safnaði tónlist Bachs og hafði með sér í handriti Das Wohl- temperierte Klavier í handriti, sem Mozart spilaði af blaðinu í samkvæminu og heillaðist mjög af mætti og andríki þessa meistara kontrapunktsins. Eitt verk verður flutt eftir hlé: Sextett fyrir tvær fiðlur, tvær víól- ur og tvö selló í B-dúr, op. 18,1 eft- ir Johannes Brahms í fjórum þátt- um. Brahms taldi sig ekki hæfan til að skrifa strengjakvartett fyrr en hann var orðinn fertugur, slík var virðing hans fyrir meisturum strengjakvartettsins, Haydn, Moz- art og Beethoven. Enginn þeirra stóru skrifaði fyrir þessa samsetn- ingu hljóðfæra, tvær fiðlur, tvær víólur, tvö selló, og því þurfti hann ekki að óttast samanburð. Morgunblaðið/Jim Smart Þau flytja tónlist eftir Kuhlau, Bach og Brahms hjá Kammermúsíkklúbbnum. Brahms þurfti ekki að óttast samanburð SIGRÚN Magna Þórsteinsdóttir, org- anisti í Breiðholtskirkju, og Þórunn El- ín Pétursdóttir sópransöngkona halda tónleika í Hjallakirkju kl. 20 í kvöld. Þær eru báðar að kveðja sér hljóðs í fyrsta sinn því Þórunn Elín er að ljúka burtfararprófi úr Listaháskólanum í vor en Sigrún Magna útskrifaðist úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hélt sína burtfararprófstónleika í Hallgríms- kirkju í desember sl. „Við ætlum að vera með söng og orgel í bland,“ segir Sigrún Magna. „Þórunn Elín byjar á því að synja tvö lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Fest- ingin víða og Maríukvæði. Svo spila ég Allein Gott in der Höh sei Ehr úr 18 Leipzig-kórölum Bachs, síðan syngur Þórunn þrjú ljóð sem Schemelli safn- aði, í útsetningu J.S. Bachs. Þar á eftir kemur Ave María eftir Gounod og Bach, svo syngur hún I know that my Redeemer liveth úr Messíasi eftir Händel. Svo spila ég verk eftir Mend- elssohn, Sónötu í d-moll nr. 6. Að lok- um syngur Þórunn Elín Laudate dom- inum úr Kvöldmáltíðamessu eftir Mozart.“ Þær ákváðu að hafa verk á efnis- skránni sem spannar breitt bil og ís- lenskt tónskáld varð líka að vera með. „Atli Heimir er eitt af mínum uppá- halds tónskáldum. Hann gerir svo ótrúlega fallegar línur. Í Festingunni er undirleikurinn mjög einfaldur í fyrsta erindinu, rétt liggjandi hljómar en í öðru erindinu fær maður svona dásamlega yfirrödd sem kallast á við söngröddina. Yndislega viðkvæmt, auðvelt að lesa en hárfínt að spila. Mar- íukvæðið er í raun mjög erfitt að syngja, það er svo brothætt, svo fín- legt.“ Um samstarf þeirra Þórunnar segir Sigrún Magna: „Við Þórunn Elín kynntumst í Mótettukór Hallgríms- kirkju. Einhverju sinni var vinkona hennar að fara að gifta sig á Þingvöll- um og Þórunn Elín ætlaði að syngja við athöfina. Það vantaði undirleikara og hún spurði hvort ég væri til í slag- inn. Ég sló til og samstarfið gekk það vel að við ákváðum að halda áfram. Þessir tónleikar eru bara þeir fyrstu.“ „Atli Heimir gerir svo ótrúlega fallega línu“ helgag@mbl.is Nordic Historical National Accounts – Proceedings of Workshop VI, Reykjavík 19.– 20. september 2003 hefur að geyma 13 greinar frá ráðstefnu um sögulega þjóðhagsreikninga sem haldin var á vegum Sagnfræðistofn- unar og Hagfræðistofnunar í Háskóla Íslands. Ritstjóri er Guðmundur Jóns- son. Ritið gefur þverskurð af þeim fjöl- breytilegum rannsóknum sem stund- aðar eru á sögulegri þróun þjóð- arframleiðslu og annarra hagstærða á Norðurlöndum. Fjallað er bæði al- mennt um framlag þjóðhagsreikninga til hagvaxtar og afmörkuð efni s.s. áætlanir á hagstærðum, rætur hag- vaxtar og aðferðafræðileg álitamál. Höfundar greina eru meðal annarra Jan-Pieter Smits, Niels Kærgård, Ola Grytten, Peter Vikström, Jari Kaup- pilla, Elisabeth Bjorsvik, Johanna and Seppo Varjonen, Carl-Axel Nils- son og Magnus Lindmark. Útgefandi er Sagnfræðistofnun Há- skóla Íslands. Ritið er 272 bls., kilja. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Verð: 4.450 kr. Greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.