Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
22. febrúar 1994: „Í gær-
kvöldi benti allt til þess að
samkomulag mundi takast á
milli stjórnarflokkanna um
búvörufrumvarpið, sem verið
hefur til meðferðar í land-
búnaðarnefnd Alþingis. Þótt
endanlegt samkomulag hafi
ekki verið innsiglað, þegar
Morgunblaðið fór í prentun
er ekki ástæða til að ætla
annað en að lausn sé að finn-
ast á þeim deilum, sem staðið
hafa um málið.
Þær deilur, sem blossað
hafa upp með hléum eru vís-
bending um, að þáttaskil séu
að verða í landbún-
aðarmálum. Gera má ráð fyr-
ir því, að á næstu misserum
losni eitthvað um þau höft,
sem verið hafa á innflutningi
landbúnaðarvara. Þetta veld-
ur bændum að sjálfsögðu
áhyggjum. Þeir hafa tekið á
sig mikinn niðurskurð á und-
anförnum árum í framleiðslu
búanna og þar með orðið fyr-
ir umtalsverðum tekjumissi.
Skiljanlegt er, að þeir hafi
áhyggjur af því, að hagur
þeirra þrengist enn, ef ein-
hver innflutningur kemur til
skjalanna. Þess vegna leitast
fulltrúar bænda, hvort sem
er á Alþingi eða embætt-
ismenn í landbúnaðarráðu-
neyti við að tryggja stöðu
landbúnaðarins eins og kost-
ur er vegna þeirra breytinga,
sem framundan eru.“
. . . . . . . . . .
22. febrúar 1984: „Þjóðviljinn
kemst að þeirri niðurstöðu í
forystugrein í gær að gagn-
rýni Morgunblaðsins á Sov-
étstjórnina og útsendara
hennar eigi uppruna sinn að
rekja til KGB! Það hefur
margoft sýnt sig að síst af
öllu er þess að vænta að unnt
sé að eiga skynsamlegar rök-
ræður við Þjóðviljann. Fjar-
stæðukenndar skoðanir
blaðsins eru þess eðlis. Með
því að saka Morgunblaðið
um þjónkun við KGB er
Þjóðviljinn að reyna að svara
leiðara og samantekt hér í
blaðinu á laugardag, þar sem
enn einu sinni var leitt í ljós
að Þjóðviljinn og for-
ystumenn Alþýðubandalags-
ins eru helstu heimildarmenn
lygafréttamiðlunar sovéska
sendiráðsins og KGB í
Reykjavík hvort heldur hún
er stunduð annars staðar á
Norðurlöndunum eða í mál-
gagni Rauða hersins í
Moskvu.“
. . . . . . . . . .
22. febrúar 1974: „Rík-
isstjórnin læðir nú inn hverri
skattahækkuninni á fætur
annarri. Hún hefur heitið því
að lækka tekjuskatt um 2600
milljónir, en á móti ætlar hún
að hækka söluskatt um 3700
milljónir. Fyrirsjáanlegt er
þó, að afrakstur ríkissjóðs af
söluskattshækkuninni verður
mun meiri. Ástæðan er sú, að
því meiri sem verðbólgan
verður, þeim mun hærri
verða tekjur ríkissjóðs af
söluskattinum. Þótt talið sé í
dag, að hvert söluskattsstig
gefi yfir árið í tekjur 700–800
milljónir króna, er ljóst, að
þegar líður á árið og verð-
hækkanir hafa orðið veru-
legar, gefur hvert söluskatts-
stig mun hærri upphæð.
Þannig á að svíkjast aftan að
launþegum og sópa fé í rík-
ishítina með blessun helztu
verkalýðsforingja komm-
únista með Eðvarð Sigurðs-
son í fararbroddi.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
amtök áhugamanna um spilafíkn
voru stofnuð hér á landi í jan-
úar. Markmið þessara samtaka
er að koma þeim til hjálpar,
sem haldnir eru spilafíkn. Júl-
íus Þór Júlíusson, formaður
samtakanna, greindi frá ástæð-
unni fyrir því að að samtökin
voru stofnuð í samtali við Morgunblaðið á þriðju-
dag: „Tildrögin eru þau að fyrir fólk með spilafíkn
er varla hægt að fara lengur út í búð eða fram-
kvæma einfalda hluti, fara í sjoppu eða kaffihús,
vegna áreitis.“ Það er rétt hjá Júlíusi Þór að svo-
kallaða söfnunarkassa er mjög víða að finna.
Spilakassarnir, sem nú eru reknir, eiga ekkert
skylt við tíkallakassana, sem settir voru upp hér á
landi í upphafi áttunda áratugar 20. aldar á vegum
Rauða krossins.
Hafa glatað 800
þúsund krónum
á einum degi
Eftir lýsingum Júl-
íusar Þórs að dæma
geta kassarnir hrein-
lega ryksugað peninga
úr vösum þeirra, sem
við þá sitja, þótt þeir
kunni að byrja smátt. Í viðtalinu lýsir hann fíkn-
inni: „Þetta er bara fíkn eins og eiturlyfjafíkn,
áfengisfíkn og fleira. Þetta byrjar alveg blásak-
laust í flestum tilvikum og enginn sem byrjar að
fikta við spilakassa ætlar sér að ánetjast frekar en
þeir sem taka fyrsta sopann ætla sér að verða
áfengissjúklingar. Það byrjar á því að þú setur
kannski fimmtíukall í kassann og áður en þú veist
af ertu búinn að græða eitt til tvö þúsundkall. Þú
tapar síðan næst fimmhundruðkalli, en finnst þú
samt hafa grætt 1.500, þannig að það er allt í lagi
að halda áfram og áður en þú veist af ertu farinn
að fara með tíu til þrjátíu þúsund í hvert skipti og
þá er stutt í skellinn. Það er staðreynd að það er
hægt að tapa allt að þrjú þúsund krónum á einni
mínútu í spilakössum,“ segir hann og bætir við
síðar: „Það eru dæmi um að menn hafi glatað upp
í 800 þúsund krónur á einum degi. Menn festast í
vítahring, tapa og tapa og til eru mörg dæmi um
að menn hafi tapað aleigunni og fjölskyldunni í
kjölfarið og á endanum hafa menn tekið eigið líf.“
Júlíus Þór segir að viðbrögð við samtökunum
hafi verið góð og þegar viðtalið við hann var tekið
höfðu 190 manns skráð sig í þau, bæði spilafíklar
og aðstandendur þeirra: „Við erum ánægð með
viðtökurnar, því það eru miklir fordómar í þjóð-
félaginu og mikill skortur á fræðslu og mikil
skömm sem fylgir spilafíklum. Það hringdu
hundrað manns í okkur í síðustu viku, þessar und-
irtektir sýna okkur að samtök af þessum toga
voru löngu tímabær.“
Hann segir að fram til þessa hafi spilafíklum
einkum verið vísað til SÁÁ og nýju samtökin
hyggist síður en svo fara í samkeppni við þau sam-
tök: „Hins vegar verður fíklum nú í vaxandi mæli
beint inn á fundi í anda GA (Gamblers Anonymo-
us) sem starfa á sömu línum og AA-samtökin.
Þetta er ólæknandi sjúkdómur, en með svona
fundastarfi er veitt aðhald og fólki er hjálpað að
halda sjúkdómnum í skefjum. Það kynnist fólki
sem á við sömu vandamál að glíma og fær aftur
smávirðingu á ný og finnur að lífið er ekki alveg
vonlaust eftir allt saman,“ segir Júlíus Þór.
Hagnaður af
spilakössum
1,4 milljarðar
Hagnaður af söfnun-
arkössum og happ-
drættisvélum er gríð-
arlegur. Í nóvember
kom fram í svari
Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar
Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingar, að
árið 2002 hefði hreinn hagnaður af þeim numið
tæpum 1,4 milljörðum króna. Hagnaðist Íslands-
spil, sem áður hét Íslenskir söfnunarkassar, um
940 milljónir og Happdrætti Háskólans um 450
milljónir.
Júlíus Þór Júlíusson segir að markmið hinna
nýstofnuðu Samtaka áhugamanna um spilafíkn sé
að spilakassar Íslandsspila verði á afmörkuðum
rýmum líkt og vélar Háskólans og um þá gildi
strangar reglugerðir.
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyf-
ingarinnar – græns framboðs, hefur beitt sér af
krafti í þágu spilafíkla. Hann lagði fyrir rúmri
viku fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Al-
þingi þar sem hann vakti máls á því að enn hefði
ekki verið gengið frá slíkri reglugerð, þótt kveðið
væri á um að það bæri að gera í lögum um spila-
kassa, sem sett voru fyrir áratug. Í lögunum seg-
ir: „Dómsmálaráðherra setur í reglugerð, að
fengnum tillögum stjórnar Íslenskra söfnunar-
kassa [nú Íslandsspils], nánari ákvæði um stað-
setningu, auðkenningu, fjölda og tegundir söfn-
unarkassa, eftirlit með þeim, notkun mynta og
seðla við greiðslu framlaga, fjárhæð vinninga og
aldur þeirra sem nota mega kassana til að leggja
fram framlög en hann skal þó eigi vera lægri en 16
ár. Með sama hætti getur ráðherra sett í reglu-
gerð nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þess-
ara, þar á meðal um greiðslu kostnaðar vegna eft-
irlits og endurskoðunar.“ Svipað ákvæði er að
finna í lögum um Happdrætti Háskóla Íslands:
„Dómsmálaráðherra setur með reglugerð m.a.
nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu,
fjölda og tegundir happdrættisvéla, eftirlit með
þeim, notkun mynta og seðla við greiðslu fyrir
þátttöku, fjárhæð vinninga og aldur þeirra sem
mega nota vélarnar. Lágmarksaldur skal þó vera
16 ár.“ Sagði Björn Bjarnason að þegar væri hafin
vinna við að setja slíkar reglur í samræmi við lög-
in. „Ég tel að það eigi að setja þessar reglur og
það er fagnaðarefni að það eru komin fram sam-
tök, sem unnt er að eiga samstarf við um efni
reglnanna þegar til þess starfs er gengið,“ var
haft eftir honum í frétt Morgunblaðsins um málið.
Björn sagði að slíkar reglur væru nauðsynlegar
bæði til þess að þeim, sem rækju kassana, væri
ljóst hvernig að því skyldi staðið eins og Ögmund-
ur hefði nefnt, en ekki síður fyrir ráðuneytið sjálft
til þess að það gæti framfylgt því eftirliti, sem því
væri skylt að halda uppi gagnvart þessari starf-
semi. Í máli Björns kom fram að aldursmörkin
hefðu tekið mið af sjálfræðisreglunum, sem giltu
þegar lögin voru samþykkt, en síðan hefðu fyr-
irtæki, sem rækju kassana, hækkað aldurstak-
markið í 18 ár og kvaðst hann vita til þess að Ís-
landsspil bindi í samningi við eigendur þeirra
staða þar sem kassar væru að þess væri gætt að
unglingar yngri en 18 ára hefðu ekki aðgengi að
kössunum. Til þess að koma í veg fyrir óæskilegt
aðgengi að þeim hefði Íslandsspil m.a. komið upp
fjarstýrðum rofum í fjölda söluturna þannig að
unnt væri að slökkva á kössunum við vissar að-
stæður, svo sem ef hópur unglinga kæmi í sölu-
turn. Þá hefði Íslandsspil einnig sent öllum sýslu-
mönnum tilkynningu um hvar kassar væru og
væru þær upplýsingar uppfærðar á hálfs árs
fresti.
Vona að nú
séu tímamót
fyrir spilafíkla
Björn og Júlíus Þór
hafa þegar ræðst við
um þessi mál.
Júlíus Þór sagði að
hann væri bjartsýnn
eftir þennan fund og
kvaðst vonast til þess að nú væru komið að tíma-
mótum í málum spilafíkla: „Aðalatriðið er að gera
okkur sýnilegri til þess að hægt sé að koma af stað
umræðu og auka fræðslu þannig að spilafíklar
þurfi ekki lengur að læðast með veggjum. Ég sé
fyrir mér að upp sé runninn tími líkt og 1976 eða
svo, þegar þessir þekktu karlar sem þá áttu við
áfengisvandamál að stríða komu fram með líkum
hætti. Þá var samnefnari á milli þess að vera „lús-
er“ og alkóhólisti, en þarna hófst þessi sterka um-
ræða um áfengisfíkn sem breytti öllu, viðhorfum
og úrræðum. Það var líkt og stungið hefði verið á
kýli. Vonandi erum við að sjá viðlíka atburð nú og
vissulega er ég bjartsýnn, a.m.k. ef marka má við-
tökur sem við höfum t.d. fengið hjá Birni Bjarna-
syni, dóms- og kirkjumálaráðherra, sem við áttum
nýlega fund með. Hann var búinn að kynna sér
allar reglugerðir og fór afar faglega yfir málin
með okkur. Hann á heiður skilinn fyrir viðtök-
urnar.“
Að Íslandsspili standa SÁÁ, Rauði kross Ís-
lands og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Á heima-
síðu Íslandsspils kemur fram að árið 1989 hafi
SÁÁ og Rauði krossinn bundist samtökum og ári
síðar hafi Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg,
sem nú eru gengin í eina sæng, bæst í hópinn.
1994 hefðu samtökin stofnað Íslenska söfnunar-
kassa, en nú væri samstarfið rekið undir heitinu
Íslandsspil. Það leikur enginn vafi á því að sam-
tökin, sem að Íslandsspili standa, vinna gríðarlega
mikilvægt starf í þjóðfélaginu, hvert á sínu sviði.
Sömuleiðis er Happdrætti Háskóla Íslands Há-
skólanum mikilvægt. Mikilvægi þeirra þarf ekki
að tíunda hér. Það hlýtur hins vegar að vera
ástæða til að setja spurningarmerki við aðferðir
þeirra til að afla fjár til að reka sitt merka starf.
Sagt hefur verið að vegið yrði að starfsemi þeirra
yrðu þau svipt þessum tekjustofni, en á móti má
spyrja hvort þeim sé siðferðilega stætt á því að
afla sér fjár með leið þar sem gert er út á fíkn og
eymd. Þessi fjáröflunarstarfsemi hefur orðið til-
efni til siðfræðilegra úttekta, þar sem meðal ann-
ars hefur verið tekist á um það hvort í raun sé um
að ræða fjárhættuspil þar sem spilakassarnir eru
annars vegar, og hafa kennimenn fært að því flók-
in rök í löngu máli að svo sé ekki. Það sagði hins
vegar sína sögu þegar SÁÁ, Rauði krossinn og
Slysavarnafélagið Landsbjörg fengu hingað til
lands sérfræðing frá Nevada-ríki í Bandaríkjun-
um til þess að réttlæta rekstur spilakassanna. Í
leiðara Morgunblaðsins í febrúar árið 2000 sagði í
ÞJÓNUSTA VIÐ
FJÖLMIÐLA – OG ALMENNING
Nú orðið þurfa opinberir aðilarað gera ráð fyrir því í vinnu-áætlunum sínum að veita fjöl-
miðlum ákveðna þjónustu þegar til-
tekin mál koma upp eins og t.d. vegna
líkfundarins í Neskaupstað. Í raun
snýst það ekki um þjónustu við fjöl-
miðla heldur almenning. Fjölmiðlar
eru sá milliliður, sem kemur upplýs-
ingum til almennings.
Framan af reyndist erfitt að fá
upplýsingar um málið hjá embætti
sýslumanns í Neskaupstað en síðan
var það gert með myndarlegum og af-
gerandi hætti á blaðamannafundi
sýslumanns og starfsmanna Ríkislög-
reglustjóra.
Fyrsta skylda sýslumanns á staðn-
um, sem hefur forræði málsins í sín-
um höndum, er auðvitað rannsókn
málsins. Bæði fjölmiðlar og aðrir
hljóta að gera sér grein fyrir því, að
fámennt sýslumannsembætti getur
ekki gert allt í einu og hefur heldur
ekki reynslu til þess, hvorki í rann-
sóknum á alvarlegum málum né í
samskiptum við fjölmiðla. Þess vegna
er ástæðulaust að hafa of stór orð um,
þótt hnökrar hafi komið upp í sam-
skiptum við fjölmiðla í þessu máli í
upphafi. Það er hins vegar tilefni til
að draga ákveðinn lærdóm af því,
hverju var ábótavant í upplýsingagjöf
í byrjun.
Í fyrsta lagi getur verið ástæða til
að opinberir aðilar kalli þegar til fólk,
sem hefur reynslu og þjálfun í sam-
skiptum við fjölmiðla og í upplýsinga-
miðlun. Í tilvikum sem þessum á að
vera hægt að kaupa þá þjónustu að
þegar þörf krefur. Það þarf einfald-
lega að vera hluti af vinnuáætlun op-
inberra aðila í málum m.a. af þessu
tagi að sjá fyrir þessari þjónustu.
Í öðru lagi hlýtur að vera álitamál,
hvort það á yfirleitt að leggja það á
fámenn sýslumannsembætti með tak-
markaða reynslu að hafa forræði
rannsóknar í alvarlegum málum eins
og því, sem kom upp í Neskaupstað.
Er ekki eðlilegt að þeir, sem mesta
reynslu hafa í slíkum rannsóknum,
taki að sér rannsókn allra stærri mála
þegar í stað?
Það er auðvelt að fella skyndidóma
yfir öðru fólki. Þeir hinir sömu mundu
vafalaust sjá málin með öðrum hætti
ef þeir sætu hinum megin við borðið.
Ekki verður betur séð af því sem
fram hefur komið en fagmannlega og
skipulega hafi verið staðið að rann-
sókn líkfundarins í Neskaupstað. Það
skiptir auðvitað mestu máli, þegar
upp er staðið.
HÖRMULEG SLYS
Á skömmum tíma hafa orðið hörmu-leg slys í umferðinni. Ísland er að
mörgu leyti hættulegt land yfirferðar.
Þótt vegir hafi batnað og bifreiðar séu
betur búnar en áður er mikil hætta á
ferðum, ekki sízt að vetri til.
Skyggni er oft afar slæmt og bíl-
stjórar sjá oft illa til. Vegir eru vara-
samir vegna þess að hálkublettir leyn-
ast víða, þótt þeir séu kannski ekki
sjáanlegir. Veðrabreytingar eru oft
snöggar og stundum er alls ekki ferða-
fært.
Betri vegir og betri bílar valda því
svo að fólk gætir hugsanlega ekki jafn
vel að sér og það mundi ella gera.
Það sem hefur gerzt verður ekki aft-
ur tekið. Slysin eru átakanleg og mikil
sorg hjá fjölskyldum um þessar mund-
ir.
Í ferðum um okkar fallega land leyn-
ast hættur nánast við hvert fótmál.